Þjóðviljinn - 15.07.1983, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 15. júlí 1983
Danskir farand-
listamenn sýna
Sort flint eða Svört tinna heitir
hópur þriggja danskra listamanna
sem hefur sýningu í Gallerí Lækj-
artorgi yfir helgina. Þeir opna í
dag, föstudag.
Tinnar þessir segjast stunda
leitandi myndlist. Það þýðir að þeir
leita áhorfandann uppi, koma fyrir
sýningum einkum í skólum eða
vinnustöðum. Þeir hafa þegar
haldið líka sýningu á Egilsstöðum,
en þangað komu þeir frá Fær-
eyjum.
Sá er siður Svartrar tinnu, að
safnað er saman ýmsum hlutum
sem að haldi meiga koma. Síðan er
fundið herbergi til sýningarhalds
og fyllt með formum og litum og
getur þá allt mögulegt gerst. Tinn-
ar flakka á milli staða með efnivið
sinn og eru ekki lengi á hverjum
stað. Og meðan þeir sýna hér þrí-
víða herbergis-mynd danska, þá
safna þeir efnivið í mynd frá eyjum
Atlantshafs til að sýna síðar heima
hjá sér.
Sýningunni í Gallerí Lækjartorg
fylgir líka videospóla sem sýnir sól-
arhring í lífi borgar.
glatt hjarta
Meö góöri snyrtingu og pínulitlu
sjálfsdekri verndar þú heilsuna og
útlitiö um leið og þú býrö í haginn
fyrir komandi ár. Cott útlit gleöur
hjartaö og viö bjóöum þér
fyrsta flokks snyrtingu meö fyrsta
flokks snyrtiefnum - þaö skiptir
máli líka.
Snyrtivöruverslun okkar er á
sama staö. Þú hefur fagmenn á
hverju strái þér til trausts og halds
við innkaupin.
Ljósabekkirnir frá Dr. Kern
standa þér ávallt til boða.
Hvernig væri aö finna sér
góöan tíma og dekra svolítið
viö sig? Hjá okkur finnur þú allt á
einum staö.
Snyrtifræðingar
Erla Gunnarsdóttir og Ólöf Wessmann
lancóme REVION
Sól og snyrting
Hótel Esju Suðuiiandsbraut 2 símí 83055
Svartir tinnumenn vinna við að fylla herbergi litum og formum.
(Ljósm.eik).
Eining á
Akureyri
segir
upp samn-
ingum
Almennur félagsfundur Verka-
lýðsfélagsins Einingar, haldinn 11.
júlí 1983, samþykkir að segja upp
aðalkjarasamningi félagsins, þann-
ig að hann falli úr gildi 31. ágúst í
samræmi við uppsagnarákvæði
samningsins. Jafnframt samþykkir
fundurinn að segja upp öllum sér-
kjarasamningum félagsins frá og
með sama tíma eða strax og upp-
sagnarákvæði þeirra leyfa.“
Þannig hljóðar fyrri hluti álykt-
unar almenns félagsfundar í
Verkalýðsfélaginu Einingu sem
haldinn var í fyrrakvöld. Þar segir
einnig að fundurinn feli stjórn fé-
lagsins að tilkynna vinnuveitend-
um uppsögn samninganna. Þá var-
ar fundurinn einnig við þeirri alvar-
legu þróun sem orðið hefur í
atvinnumálum á Eyjafjarðar-
svæðinu á síðustu árum en þar er
atvinnuleysi nú meira en á öðrum
stöðum á landinu. Síðan segir:
„Fundurinn skorar því á
sveitarstjórnir á svæðinu og ríkis-
stjórn, að vinna af fullum krafti að
því að þessari þróun verði breytt
með uppbyggingu atvinnufyrir-
tækja, svo fólksflótti af svæðinu
stöðvist og að fólk geti búið við
atvinnuöryggi í stað atvinnu-
leysis". - v.
Iðnsýning í Laugardalshöll opnuð 19. ágúst:
Aðeins verða sýndar
íslenskar iðnaðarvörur
„Þessi iðnsýning verður að því leyti ólík flestum fyrri sýningum í
Laugardalshöll, að þarna er eingöngu um að ræða innlendan
iðnað. Að öðru leyti er margt svipað með þessari sýningu og
heimilissýningum, en varan sem þarna verður sýnd er þó mun
fjölbreyttari og ekki bundin eingöngu við heimili,44 sagði Bjarni Þór
Jónsson hjá Félagi íslenskra iðnrekenda þegar við spurðum hann
um iðnsýninguna sem opnuð verður í Laugardalshöll 19. ágúst í
sumar og stendur til 4. setember.
Sýningin er haldin í tilefni af 50
ára afmæli Félags ísl. iðnrekenda
og er kjörorð henar: „fslensk fram-
tíð á iðnaði byggð“.
í anddyri Laugardalshallar
verða matvælin, sælgæti, efnavör-
ur, síldarréttir, kjúklingar og lýsi,
svo eitthvað sé nefnt, á útisvæði,
sem er mjög stórt, verða m.a.
sumarhús og mikið að stórum
hlutum og tækjum verða í 250 fm.
skemmu, sem er verið að byrja að
reisa við höllina. Við spurðum
Bjarna hvort eitthvað yrði til
skemmtunar og til að draga fólk eð
eins og verið hefur undanfarin ár:
„Já, þetta er allt í deiglunni, en
ég get þó sagt að t.d. tískusýning-
arnar verða mjög fullkomnar og
blandað saman við ýmislegt annað
skemmtiefni. íslenskir fatafram-
leiðendur munu eiga stóran þátt í
þessari sýningu. Þeir verða með
320 fm. svæði og leggj a mikið í það.
„Og hvað kostar svo inn?“
„Við höldum verðlagi í lág-
marki. í fyrra kostaði 80 kr. fyrir
fullorðna og 30 fyrir börn, en nú
kostar 100 fyrir fullorðna og 40
fyrir börn, sem er langt undir verð-
bólguþróuninni. Við erum bjart-
sýnir með að fá þarna mikið af fólki
til að skoða góða vöru“, sagði
Bjarni.
- Þs.
8% hækk
un á raf-
Góð feeilsa ep
gæfa feveps iaaRRS
magni í
Reykjavík
Borgarráðið samþykkti á síðasta
fundi sínum 8% hækkun á gjald-
skrá Rafmagnsveitu Reykjavíkur,
frá 1. ágúst að telja.
Stofnunin hafði farið fram á 10%
hækkun gjaldskrár sinnar, en borg-
arráðið samþykkti 8% hækkun.
Stofnunin telur að fjárvöntun þess
á árinu 1983 verði 62.6 miljónir
króna og í hækkunarbeiðni segist
stofnunin telja að gjaldskráin
þyrfti að hækka um 30.2% að við-
bættum hækkunum vegna gjald-
skrárhækkana Landsvirkjunar.
-6g.
Tlutcuicv
Faxafell hf. sími 51775