Þjóðviljinn - 15.07.1983, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 15.07.1983, Blaðsíða 3
FÖstudagur 15. júlí 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Fjármálaráðherra um fjárþörf Lánasjóðs námsmanna Fyrirvinnan er lasin og barnahópurinn er kröfuharður, segir Albert Guðmundsson - Við verðum að taka upp kjör- orð Kvennalistans og haga okkur eins og hagsýn húsmóðir, sagði Al- bert Guðmundson fjármálaráð- herra í viðtali við Þjóðviljann í gær. „Við crum með hagsýna húsmóður, en fyrirvinnu sem er lasin í augnablikinu og barnahóp sem er kröfuharður“, sagði ráð- herrann þegar Þjóðviljinn ræddi við hann um málefni Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna í gær. - Ég hef spurt talsmenn lánasjóðs námsmanna hvort þeir vildu að al- þingi samþykkti til þeirra fjárupp- hæðir, peninga sem ekki væru til. Vill fólkið í landinu það? Þá var Albert spurður hvort námsmenn greiddu ekki lán sín til baka, en hann kvað það engu breyta við þessar aðstæður. Það væru ekki til peningar í landinu fyrir þessum lánum. - Villfólkiðílandinuaðtekinséu erlend lán til þess að útvega sjóðnum fjármagn? Slíkt er alveg ótækt, sagði fjármálaráðherrann. En telur þú menntun vera arð- bæra fjárfestingu? - Menntun er alltaf arðbær fjár- festing. Hins vegar er spurning hvort og hvenær hún er arðbær fyrir þjóðfélagið í heild, þó hún sé það alltaf fyrir einstaklinginn. í okkar lýðræðisþjóðfélagi er ekki hægt að stýra því hversu margir eru í námi. En ert þú ekki að stýra því i gegn- um lánasjóðinn? - Ég ræð því ekki, heldur alþingi. Við erum nú að tala um aukafjár- veitingu, en ekki það sem ákveðið var á fjárlögum. Hver þarf ekki meiri peninga? Það verða allir að kunna sitt magamál og við verðum að haga okkur eins og hagsýn húsmóðir, ' sagði Albert Guð- mundsson fjármálaráðherra. -óg Albert Guðmundsson. Niðurskurður á fjármagni til Lánasjóðs námsmanna Fjöldi manns hættir námi segir Mörður r Arnason formaður SÍNE „Niðurskurður á fjárframlögum til Lánasjóðs getur ekki þýtt annað en að fjöldi manns hætti námi“, sagði Mörður Arnason, formaður SÍNE, Sambands íslenskra náms- manna erlendis, í samtali við Þjv. í gær. „Albert virðist hafa talað áður en hann hugsaði. Hann er ekki bara að vega að námsmönnum og fjöl- skyldum þeirra heldur líka að undirstöðum velmegunar í landinu, almennri menntun. Lán- asjóðurinn er ekkert einkamál ein- Sjónvarpið í kvöld Mörður Árnason. hverra langskólamanna; hann styður líka við bakið á trésmiðum, fisktæknum, fóstrum, vélstjórum og svo frgmvegis. Sæmilegt jafn- rétti til náms hefur verið einn af höfuðkostum þessa samfélags síð- asta áratuginn; stórfelldar skerðingar á námslánum mundu breyta því og gera einungis börnum efnamanna kost á menntun." Mörður sagði ennfremur að ein- kennilegt væri að heyra ráðherra höfða til fólksins í landinu sem andstæðinga „fjárausturs" til námslána. „Það eru sennilega um 5000 lánþegar nú hjá LÍN. Heldur Albert að þetta fólk sé eitt í heiminum? Þjóðaratkvæða- greiðsla er góð hugmynd hjá Al- berti. Við mundum vinna.“ -gat r Varnir Islands I sjónvarpsþættinum um „varnir íslands“ sem sýndur verður í sjón- varpi kl. 21.10 verður rætt við Gunnar Gunnarsson starfsmann Öryggisnefndar, þá verður rætt við Vigfús Geirdal og Geir Haarde. Að afloknum viðtölum við þessa menn verða umræður í sjónvarps- sal sem Ólafur Sigurðsson stýrir. Þátttakendur verða Geir Hall- grímsson, Svavar Gestsson og Kjartan Jóhannsson. _óg Fjöldatakmarkanir að Háskólanum ~7 Akvörðun frestað í gær var haldinn fundur í Há- skólaráði, en þar lá fyrir tillaga frá Birni Þ. Guðmundssyni um fjölda- takmarkanir að skólanum. í samtali við Þjóðviljann sagði Guðmundur Magnússon háskóla- rektor, að frestað hafi verið að taka ákvörðun í þessu máli, að hans til- lögu, þar til svokölluð þróunar- nefnd hefði lokið störfum, en hún vinnur að allsherjar úttekt á stöðu allra deilda. Aðspurður sagði rekt- or að hann vænti þess að nefndin lyki störfum í árslok, og þá má sem sé búast við ákvörðun Háskólaráðs um fjöldatakmarkanir. -gat Spegílsmálið í Hæstarétt Sakadómur Reykjavíkur hefur ritsins Spegilsins upptækt. úrskurðað, að saksóknari ríkisins Aðstandendur Spegilsins hafa hafi farið að réttum lögum þegar ákveðið að áfrýja þessum úrskurði hann gerði annað tölublað tíma- til Hæstaréttar. Hljótum að bregðast harkalega við þessu segir Aðalsteinn Steinþórsson formaður Stúdentaráðs H.í. „Ég verð að segja að þetta er dá- lítið einkennilegt viðtal og það hvarflar að manni að hér gæti verið um einhvers konar grín Tímans að ræða, því neðar á síðunni er viðtal út af greiðasemi Alberts við nokkra fjármálaspekúlanta og Tívolíhald- ara hér í bæ“, sagði Aðalsteinn Steinþórsson formaður Stúdentar- áðs m.a. í samtali við Þjóðviljann vegna viðtals Tímans við Albert Guðmundsson fjármálaráðherra, þar sem fram kcmur að ráðherr- ann hafi í hyggju að skerða stórlega framlög til LIN. „Albert boðar stórfelldan niður- skurð á framlögum til alls kyns menningarmála og námsfólks á sama tíma og verið er að undirbúa gífurlegan fjáraustur í flugstöð í Keflavík," sagði Aðalsteinn enn- fremur, „en ekki virðist hvarfla að honum að hafa þjóðaratkvæða- greiðslu um það mál, þótt hann tali unt hana í sambandi við Lána- sjóðinn, Sinfóníuna og Þjóðleik- húsið. Sá niðurskurður sem Albert boðar getur haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir afkomu fjölda námsmanna; það má búast við því að magir flosni upp frá námi og við getum átt von á fleiri hundruð manns út á vinnumarkaðinn á einu bretti. Þessi lán eru að fullu verðtryggð og hreint engin ölrnusa," sagði Aðalsteinn að lokum, „og ef þess- um fyrirætlunum ráðherrans verð- ur hrint í framkvæmd, munu náms- ntenn að sjálfsögðu bregðast við nteð ákveðnum hætti.“ -gat BUNflÐARBflNKDMN VESTURBÆ Áðtir Vestuigötu 52 Nú Vesturgötu 54 ENNLEND - ERLEND VIÐSKIPTI BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS TRAUSTUR BANKI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.