Þjóðviljinn - 15.07.1983, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 15.07.1983, Blaðsíða 23
Föstudagur 15. júlí 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 23 Skráargat Alþingis frá lesendum Óskað eftir upplýsingum RUV0 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 7.25 Leikfimi. Tón- leikar. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð. - Öm Bárður Jónsson talar. Tónleikar. 8.30 Ungir pennar Stjómandi: Dómhildur Sigurðardóttir (RÚVAK). 8.40 Tónbilið 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Lauga og ég“ eftir Stefán Jónsson Guðrún Birna Hannesdóttir lýkur lestrinum (3). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (úrdr.). 10.35 „Mér eru fornu minnin kær“ Einar Kristjánsson frá Hermundarfelli sér um þátt- inn (RÚVAK). 11.05 „Ég man þá tíð“ Lög frá liðnum árum. Umsjónarmaður: Hermann Ragnar Stef- ánsson. 11.35 Sumarkveðja frá Stokkhólmi Umsjón: Jakob S. Jónsson. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynning- ar. Tónleikar. 14.00 „Refurinn í hænsnakofanum" eftir Ephraim Kishon i þýðingu Ingibjargar Bergþórsdóttur. Róbert Arnfinnsson les (15).. 14.30 A frívaktinni Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Siðdegistónleikar Walter Triebskorn og Sinfóníuhljómsveit Berlínar leika 17.05 Af stað í fylgd með Ragnheiði Da- víðsdóttur og Tryggva Jakobssyni. 17.15 Upptaktur - Guðmundur Benedikts- son. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.50 Við stokkinn Jóhanna Á. Steingríms- dóttir heldur áfram að segja bömunum sögu fyrir svefninn (RÚVAK). 20.00 Lög unga fólksins. Þóra Thoroddsen kynnir. 20.45 fslandmótið i knattspyrnu - 1. deild Hermann Gunnarsson lýsir tveimur leikjum. 21.50 Óperettulög Hilde Gúden syndur lög úr óperettum með hljómsveit Ríkisóperunnar í Vínarborg; Max Schönherr stj. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgun- dagsins. Orð kvöldsins 22.35 „Sögur frá Skaftáreldi" eftir Jón Trausta Helgi Þorláksson fyrrv. skólastjóri les (18). 23.00 Náttfari Þáttur í umsjá Gests Einars Jónassonar (RÚVAK). 00.50 Fréttir. 01.00 Veðurlregnir. 01.10 Á næturvaktinni - Ásgeir Tómasson. 03.00 Dagskrárlok. RUV # 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Á döfinni Umsjónarmaður Karl Sig- tryggsson. 20.50 Steini og Olli Skopmyndasyrpa með Stan Laurel og Oliver Hardy. 21.10 Varnir íslands Umræðuþáttur um vam- armál á Islandi. Umræðum stjórnar Ólafur Sigurðsson fréttamaður. 22.05 Rómeó og Júlia Hið sígilda leikrit Willi- ams Shakespeares i ballettbúningi. Tónlist- in er eftir Serge Prokófjef. Hljómsveit Cov- ent Garden óperunnar leikur, stjórnandi John Lanchberry. Dansana samdi Kenneth MacMillan. Aðalhlutverk: Margot Fonteyn og Rudolf Nureyev, ásamt dönsurum úr Konunglega breska ballettflokknum. 00.10 Dagskrárlok. Margot Fonteyn (Júlía). Sjánvarp kl. 22.05 Rómeó og Júlía í kvöld, kl. 22.05, flytur Sjónvarpið hið sígilda leikrit Williams Shakespeares í ballettbúningi. Tónlistin í leikritinu er eftir Serge Prokofjef. Hljómsveit Covent Garden óperunnar leikur og er stjórnandi hennar John Lanchberry. Dansana samdi Kenneth MacMillan. Aðalhlutverk leikritsins, Rómeó og Júlíu, eru í höndum Margot Fonteyn og Rudolf Nur- eyev, ásamt dönsurum úr Kon- unglega breska ballettflokkn- um. - mhg. Einn, sem er að velta fyrir sér ferðalagi skrifar: „Útsýnarferðir eru ekki ókeypis og þær eru ekki á útsölu en þær eru á frábæru verði. Þú borgar aðeins 1/4 almenns ferða kostnaðar“. Þannig hljóðar klausa í einni heilsíðu ferðaskrifstofunnar Út- sýnar í Morgunblaðinu. Hvernig á nú eiginlega að skilja þetta? Náttúrlega hefur manni verið það ljóst, að Útsýnisferðir eru „ekki ókeypis“. Skárra væri það nú. En hvað er átt við með því þegar sagt er að ferðamaðurinn borgi Halldór Pjetursson skrifar: Ég lagði augað við um daginn er ráðherrar voru að skila lyklum og önnur stórmenni að taka við. Þetta minnti mig helst á er við strákar austur á Fljótsdalshéraði vorum að hafa hnífakaup að óséðu. Þó var þar ein mynd, sem skar sig úr. Nafni minn tók við lykli hafsins með svip hreppstjóra, sem er að fá nýjan sveitarómaga. Það var heldur ekki von að gleðin „aðeins um 1/4 almenns ferða- kostnaðar?“ Hvað er „almennur" ferða- kostnaður? Er það gjaldið, sem aðrar ferðaskrifstofur taka fyrir hliðstæðar ferðir? Nærri liggur að álykta svo. Eða er það sá kostn- aður, sem ferðamaðurinn þarf að greiða ef hann ferðast á eigin spýtur? Þar sem þetta skiptir hreint ekki svo litlu niáli fyrir þann, sem hefur í hyggju að leggja land undir fót á slóðir sól- arlandafara þá væri bæði gagn og gaman að fá einhverja ráðningu á þessari gátu. geislaði af þeim lykli frá manni, sem aldrei hefur í sjó pissað en það hefur þó nafni minn gert. Nafni minn er sá eini í minni ætt sem hefur á þing komist og ég vænti einhvers af honum. Hann fór varlega af stað og ég vissi að hann skortir ekki greind, en hún nýtist sjaldan nema menn vilji vel. Hér sker tíminn úr, en von mín um hann hefur samt fengið vondar hægðir. Það gerði hið klúðurslega klámhögg gegn Hjörleifi Guttormssyni. Fáir verða kostamenn af klámhöggi. Þó var sú bót, að hann skamm- aðist sín. Það sá ég er ég pírði gegnum skrárgatið á eldhúsdeg- inum. Margir skotruðu þá augum til nafna en hann horfði bara í gaupnir sér og virtist hafa gleymt hlutverkinu. Fáist einhver álrétt- ingur, sem ekki er trúlegt, mun hann fenginn úr skrínu Hjörleifs. Það eina, sem ég sá og heyrði mannlegt gegnum skrárgatið voru skipti þeirra Hjörleifs og Sverris. Þeir töluðu af einlægni eins og menn og fals var ekki sýn- ilegt í svip þeirra. Ég hef aldrei verið Sverris maður en hann má eiga það, sem hann á. Myndin af bræðrum réttlætis- ins, Geir og Ólafi, sagði allt, sem segja þurfti. Reisnin geislaði af Ólafi er hann heimtaði að Geir klúðraði ekki neinu í hans ævi- verki suður þar á Nesinu. Geir tók öllu með auðmýkt, enda eng- inn ágreiningur þar til. Reisn hef- ur gleymst við Geirs sköpun en faðmlag Ólafs hefur reynst mikil hressing, því nú ku hann ætla að fara að kenna Svíum á Rússa. Geir getur af því státað að vera félagi í klíku ríkustu nianna heims, en þar mun Palme ekki gjaldgengur. Við vonum hins besta með Geir. Hann er ekki vondur maður, bara smá mis- lukkaður. barnahorn Dæmisögur ívans KrílofFs: Hamingjan og betlarinn Betlarinn gekk frá húsi til húss og hélt á gömlum og slitnum poka. Meðan hann var að ráfa á milli hús- anna sagði hann við sjálfan sig: „Það er sannarlega undarlegt að ríku mennirnir eru aldrei ánægðir með hlut- skipti sitt. Hversu mikla peninga sem þeir eiga, reyna þeir alltaf að eignast fleiri. Eitt sinn átti ríkur kaupmaður heima í þessu húsi, en í stað þess að vera ánægður með þá fjársjóði sem Skrýtlur Enskur eða danskur Englendingur og Dani deildu um það hvort vinur þeirra væri Englendingur eða Dani. - Ég lít svo á að hann sé Dani fyrst hann er fæddur í Danmörku, sagði Daninn. - Það er merkilegt, sagði Englendingur- inn - myndir þú kalla það smákökur, ef köttur gyti í bakaraofni? Því fór sem fór Níels: Aldrei get ég skilið, hvernig fólk fór að því að lifa í gamla daga, þegar hvorki var til sírni, útvarp eða rafmagn. Hans: Það lifði heldur ekki, það dó allt saman. hann hafði aflað sér, fór hann strax að útbúa skip til að versla í öðrum löndum. Hann ætlaði að afla nýrra fjár- sjóða, en skipin hans fórust og hafið gleypti öll auðæfi hans.“ „I þessu húsi þarna bjó maður, sem hafði eignast heila miljón. Hann vildi eignast aðra miljón. Hann fór að braska og tapaði öllu.“ „Mennirnir ættu ekki að vera svona heimskir.“ í þessum svifum hitti hann hamingj- una augliti til auglitis. „Heyrðu,“ sagði hún við hann. „Mig hefur lengi langað til að hjálpa þér. Opnaðu pokann þinn og þú skalt fá eins marga gullpeninga og þú vilt. Ég set þér aðeins eitt skilyrði. Éf einn ein- asti gullpeningur dettur úr pokanum þá breytast þeir allir í duft. Pokinn þinn virðist vera slitinn og þú skalt gæta þess að láta ekki í hann meira en hann þolir.“ Betlarinn varð himinlifandi af fögn- uði og opnaði pokann sinn strax. Gull- peningarnir streymdu í hann. „Er þetta nóg?“ spurði hamingjan. „Ekki ennþá. Ekki ennþá.“ „En núna? Mundu að pokinn er gamall og slitinn. Ertu ekki hræddur um að hann rifni?“ „Nei, nei. Haltu áfram. Pokinn getur tekið langtum meira.“ „Hann hlýtur að vera orðinn þungur. Varaðu þig.“ „Bara nokkra peninga í viðbót. Eina handfylli enn.“ „Nú er hann næstum því fullur. Eigum við ekki að hætta núna?“ „Aðeins örlítið enn, gerðu það.“ En í þessu rifnaði pokinn í sundur, gullið hrundi niður á jörðina og varð að dufti. Og betlarinn átti ekkert eftir nema tóman og einskis nýtan poka. Hvað er athugavert við þetta? Lesið eftirfarandi frásagnir með athygli. Hvað er athugavert við þær? 1) Það var barið að dyrum hjá séra Bjarna. Dóttir hans koni til dyra. Roskin kona stóð fyrir utan dyrnar og spurði hvort séra Bjarni væri heima. Dóttir hans kvað það ekki vera, en spurði hvort hún gæti ekki skilað neinu. - Jú, svaraði konan, biddu prestinn að líta inn hjá mér einhvern næstu daga. - Hvar er það og hvað heitið þér? spurði dóttir prestsins. - Presturinn þekkir mig svo vel, sagði konan og veit hvar ég bý að ég þarf ekki að útskýra það nánar. 2) Maður nokkur lauk sendibréfi til kunn- ingja síns með þessum orðuni: .... en ef þú færð ekki þetta bréf, þá láttu mig vita og ég verð að skrifa þér aftur. Þinn Brandur. 3) Maður nokkur vaknaði um miðja nótt og heyrðist vera eitthvað þrusk fyrir framan hurðina. - Er þarna nokkur? kallaði hann. - Nei, var svarað fyrir framan. - Það er ágætt, þá get ég sofið rólegur. 4) Bakari sagði við kunningja sinn sem var að tala um hvað hann seldi ódýrt. - Já, vinur minn, ég sel hvert brauð fyrir lægra verð en það kostar mig að baka þau, en vegna þess hvað ég sel mörg, þá græði ég þó nóg handa mér og rnínum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.