Þjóðviljinn - 15.07.1983, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 15.07.1983, Blaðsíða 9
MATARÆÐI BLAÐAUKI í þessu aukablaöi verður fjallaö um mataræöi. Ekki gefst tækifæri til aö gera því tæmandi skil frá öllum hliðumenskoðanir manna eru misjafnar um þaö eins og annað í þess- ari veröld. íslenskt þjóðfélag hefur tekið snöggum breyting- um og eru flestir áhuga- menn um mataræði sam- mála um að sl. tíu ár hefur almennur áhugi fyrir holl- um mat aukist stórlega. Enannaðhefurlíka breyst. Konureru almennt farnaraðvinnaúti og amk. á höfuðborgarsvæð- inu vinna flestir átta stund- ir, án þess að fara heim í mat. Þau mál eru sjálfsagt leyst á margan hátt, í sumum fyrirtækjum eru mötuneyti, aðrir fara í sjoppuna og enn aðrir eru svo skynsamir að taka með sér nesti að heiman. Um þetta verðurfjallað lítillega í þessu blaði. — EÞ. í nokkrum kjötbúðum Reykjavíkur er hægt að fá keyptan heltan mat í hadeginu og bjargar það mörgum vinnandi manni frá garnagauli. Þeimkonumsembíðaheimameðheitanmatvirðistfara fækkandi. Ljósm. eik. „Ég vil vera húsbóndi sjálfur og ráða því hvað ég borða “, segir Marteinn Skaftfells sem í áratugi hefur verið áhugamaður um hollustu og heilbrigði. „ Ég er ekki bindindismaðurá neitt. Vítamín og steinefni eru öllum nauðsynlegir næringarþættir en afofskornum skammtií fæðu flestra. Aldraðirþurfa stærri skammta en ungir, og barn á leiðinni / heiminn þarf gnægð hollefna í gegnum fæðu móðurinnar. Á þvíerán efa mikill misbrestur og kemurþað fram í heilsufari barnsins. Að fenginni óvefengjanlegri reynslu, hófég innflutning vítamína og hliðstæðra efna í trássi við lyfja- og læknavald, þareð enginn fékkst tilað sinna því. “ Vítamín og steinefni nauðsynleg Ekki hægt að treysta á fæðuna eingöngu Marteinn Skaftfells er áttræður að aldri en enn er hann heilsu- hraustur og léttur á fæti, með gler- augnalausa sjón, grannur og spengilegur. En hvers vegna leggur Marteinn svo mikla áherslu á vít- amín og steinefni? Sök „maddömu“ mænuveiki „Eða ber kannske fremur að þakka henni?“, sagði Marteinn. „Hún tuktaði mig svo harkalega til að litlu munaði að hún kreisti úr mér líftóruna. Við því bjuggust víst allir, nema ég. Hún lamaði ytra vöðvakerfi að hálsi, skildi af ein- hverjum duttlungum háls og höfuð Marteinn Skaftfells er áttræður að aldri en hefur enn ódrepandi áhuga á heilbrigðum næringarefnum fyrir sjálfan sig og aðra. Ljósm. eik. eftir en lamaði meltingarfæri ó- tuktarlega illa. Um mál var mér erfitt. Pað var matarresept og með- höndlun Jónasar Kristjánssonar sem komu mér upp á stafinn. Lengra var ekki gert ráð fyrir að ég næði og var ég með varúð búinn undir þann möguleika að ég yrði óvinnufær. Með sjálfum mér hét ég því að svo skyldi aldrei verða. Leiðirnar sem ég taldi mér nauð- synlegar voru þjálfun og næring. Vítamín og steinefni ráku lestina í þeim tilraunum og smám saman komst ég að því að normalskammt- urinn var blekking. Ég náði göngu- styrk og fyrra vinnuþreki en bless- aður bíllinn, þó hann sé þarfagrip- ur, gerði mig haltan á ný eftir að ég fékk hann“, sagði hann og glotti. Elmaro „Ég kynnti mér vítamín o.fl. af bókum og blöðum og aflaði mér sambanda sem ég ætlaði síðan að afhenda öðrum. En það vildi eng- inn sinna því svo ég komst ekki hjá því að gera tilraun. Reynslan krafðist þess að þessi efni yrðu flutt inn. Innflutningsfyrirtækið Elmaro hefur séð um þennan innflutning en ég hef aidrei þegið laun þaðan. Þetta hefði aldrei gengið ef ég hefði ekki haft fasta stöðu sem kennari og enn er Elmaro hálfgert vestis- Sjá næstu síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.