Þjóðviljinn - 16.07.1983, Qupperneq 3
Helgin 16.-17. júlí 1983 MÓÐVILJINN - SÍÐA 3
Blöndusamningarnir:
Ekkert miðar
Samningum verkalýðshreyfing-
arinnar við Vinnuveitendasam-
bandið um kaup og kjör við vænt-
anlega Blönduvirkjun hefur ekkert
miðað þótt undanfarið hafi aðilar
ræðst við hjá sáttasemjara. Búast
má við tíðindum í næstu viku.
„Það hefur ekkert skeð, samning-
arnir eru alveg kjurrir", sagði
Hilmar Jónasson hjá ASÍ í samtali
við Þjv. í gær. „En sáttasemjari
hefur boðað til fundar á þriðju-
dagsmorgun og þá á að reyna til
þrautar. Við verðum sjálfsagt hjá
honum alla vikuna."
Deilumál í samningunum eru
einkum forgangsréttur heima-
manna til vinnu, greiðsla fyrir ferð-
ir til vinnustaðar og gildistími
samningsins. VSÍ semur fyrir hönd
Landsvirkjunar og Verktakasam-
bandsins við rúmlega 10 manna
hóp frá landssamböndum og fé-
lögum á Norðvesturlandi: Verka-
lýðsfélagi Skagafjarðar, Verka-
lýðsfélagi Austur-Húnvetninga,
Verslunarmannafélagi Húnvetn-
inga, Vörubílstjórafélaginu Neista
Blönduósi, Iðnsveinafélagi Hún-
vetninga, landssamböndum verka-
manna, vörubifreiðastjóra, málm-
og skipasmiða, verslunarmanna,
rafiðnaðarmanna, byggingar-
manna og frá ASÍ. -m
Jafnréttisráð:
Aukin útgáfa
Jafnréttisráð hefur ýtt úr vör
nýju fréttabréfi sem ætlað er að
komi út þrisvar til fjórum sinnum á
ári. Er ætlunin að það beri fréttir
frá ráðinu, skýri frá starfi jafnrétt-
isnefnda sveitarfélaga o.fl.
Með þessu hefur Jafnréttisráð
aukið útgáfustarf sitt en í ráði er að
fleira komi á eftir.
Forsíðumyndin
Nýráðinn
Jafnréttisráðs
Flygenring.
framkvæmdastjóri
Elín Pálsdóttir
er
Þegar
Bússi
kom í
heimsókn
fjÚ.jU. BF Z*
4 JftFN btfÝTUR'l tAX-
.Ver.ÐUM, 06 ATK'/Æf>ft-
þ'A ÆTTÍ ÞftB
! Að OLR-ÆT >
06 éCfc ‘-eM hkct
A& MfiOl/R AT' o
Afc KOMft l BdiWM ■ ■
SYNING IBUÐA
Konur á Suðurlandi:
80 mættu á
friðarfund
í Tryggvaskála sl.mánudag
Fundur Friðarhreyfingar
kvenna á Suðurlandi sem haldinn
var í Tryggvaskála á Selfossi sl.
mánudagskvöld, 11. júlí, tókst með
ágætum og sóttu hann konur víða
af Suðurlandi, allt frá Hvolsvelli og
Laugarvatni. Um áttatíu konur
mættu á fundinn.
Nk. mánudag stendur friðarhóp-
urinn á Selfossi fyrir myndbanda-
sýningu um friðarmál, í Gagn-
fræðaskólanum. Hefst hún kl. 21.
Guðfinna Ólafsdóttir, Selfossi,
setti fundinn og bauð gesti vel-
komna, síðan tók Valgerður
Tryggvadóttir frá Vogi við fundar-
stjórn. Sigríður Thorlacius hélt
ræðu um starf og undirbúning að
stofnun Friðarhreyfingar kvenna á
íslandi og tilgang friðarhrejjfinga
almennt. Því næst flutti Margrét
Heinreksdóttir, fréttamaður, er-
indi um vígbúnaðarkapphlaupið og
viðræður stórveldanna. Sigríður
Karlsdóttir frá Selfossi las upp úr
bókinni Blómin í ánni og Auður
Eir Vilhjálmsdóttir flutti ávarp.
Lokaávarpið flutti Kolbrún
Guðnadóttir frá Selfossi og minnti
á ógn kjarnorkustríðsins og þann
hættulega hugsunarhátt þegar fólk
telur ekkert slæmt geta komið fyrir
það sjálft. Mikill hugur er í konum
á Suðurlandi að vinna að friðar-
málum.
EÞ
Séð yfir fundarsalinn í Tryggva-
skála. Konur fjölmcnntu víða að á
Suðurlandi. Ljósm. Ingi Ingason.
Sigríður Thorlacius í ræðustól cn
við borðið sitja f.v. Kolbrún
Guðnadóttir, Selfossi, Auður Eir
Vilhjálmsdóttir, Guðfinna Ólafs-
dóttir, Selfossi, Alda Andrésdóttir
fundarritari og Valgerður
Tryggvadóttir, fundarstjóri.
Ljósm. Ingi Ingason.
Forsíðumyndin er af hinni til-
komumiklu holu við Eldvörp á
Suðurnesjum, sem menn binda
miklar vonir við og hafa jafnvel tal-
ið vera svo kraftmikla að úr henni
megi fá rafmagn fyrir öll Suðurnes-
in. Æðin sem tekið er úr er á 600
metra dýpi 250° heit. Nokkurn
tíma tekur að mæla holuna, svo að
marktækt sé en gert er ráð fyrir, að
eftir 1-2 mánuði fari að sjást hvort
holan ætlar að uppfylla þær vonir
sem menn binda við hana. Strókur-
inn úr henni náði langt upp í himin-
inn í bjartviðrinu í gær, en eins og
sjá má á myndinni kemur gufan
‘upp úr stórri trekt, sem er hljóð-
deyfir. Sjálf holan er hægra megin
á myndinni og gufan leidd úr henni
í hljóðdeyfinn. Myndina tók - eik
íbúðir í 3. byggingaráfanga Stjórnar verkamannabústaða við Eiðs-
granda, verða til sýnis laugardaginn 16. og sunnudaginn 17. júlí 1983
frá kl. 14 - 22 báða dagana.
Sýningaríbúðir eru að Oldugranda 1,1. hæð.
Framleiðslu-
kostnaður
á heyi
Búreikningaskrifstofan hefur
nú framreiknað
framleiðslukostnað á heyi. Er þá
miöað við vcrðið eins og það hef-
ur verið undanfarin ár, að þeim
hækkunum viðbættum, sem orð-
ið hafa á árinu.
í fyrra var þessi kostnaður
áætlaður kr. 2.00 á kg. þuírheys
komið i hlöðu. - Nú ef fram-
ieiðslukostnaðarverðið reiknað á
kr. 3.30 kg. af fullþurru heyi,
komnu í hlöðu. Sé heyið tekið á
túninu er það reiknað 10-15%
lægra. -mhg
Vextir af
sauðfjár-
innleggi
Framleiðsluráð landbúnaðar-
ins hcfur ákveðið að vextir af
cftirstöðvum sauðfjárafurða frá
haustinu 1982 verði að lágmarki
42% á ári.
Vextir reiknast frá 5. okt. 1982
til greiðsiudags, enda verði gerð
krafa um að réttmætur
vaxtakostnaður verði samþyk-
ktur af Sexmanna-nefnd.
-mhg
Útflutnings-
bætur
á búvörur
Á yfirstandandi verðlagsári er
áætluð útflutningsbótaþörf land-
búnaðarafurða, miðað við þann
útflutning, sem ákveðinn var í
júní, talin vera 160,9 milj. kr.
Til viðbótar kentur svo vaxta-
og geymslugjald þess kjöts, sem
flutt hefur verið út eftir 1. nóv.
1982. Af þessari upphæð hafa
116,8 milj. kr. þegar verið
greiddar. - Áætlað hefur verið að
útflutningsbótarétturinn geti
numið um 330 milj. kr. -mhg
Minni mjólk
i jum
Mjólkurinnlcgg var rúmlega
1% minna í júní í ár en j sama
mánuði í fyrra.
Fyrstu 6 mánuði þcssa árs hafa
mjólkursamlögin tekið á móti
50,9 milj. Itr. af mjólk en það er
2,17% meira en á sama tíma í
fyrra.
Hjá Mjólkurbúi Flóamanna
var mjólkin í júní nú 3% minni en
í sama mánuði í fyrra, hjá Mjólk-
ursamlagi KEA, 1,8% minni, hjá
Mjólkursamiaginu í Borgarnesi
um 5% minni og hjá Mjólkur-
samlaginu í Búðardal rúmlega
4% 111100!. Hjá flestum öðrum
mjólkursamlögum varð lítils
háttar aukning. -nlilg