Þjóðviljinn - 16.07.1983, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 16.07.1983, Blaðsíða 11
v\V Helgin 16.-17. júlí 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 Sænskur listamaður, Lars Höfsjö, hefur í sumar verið á Staðastað á Snæfellsnesi og málað altaristöflu í kirkj- una þar í sjálfboðavinnu. Aðdragandinn að því að þessi mynd varð til er rakinn hér á eftir, sem og ýmislegt um myndina sjálfa, samstarf norrænna myndlistarmanna ogfleira. „Legg þú á djúpið”. Samtal í óveðri Sá er aðdragandinn að þessari altaristöflu, segir Lars Hofsjö í við- tali við Þjóðviljann, að fyrir þrem árum kom ég á Snæfellsnes og lenti heima hjá séra Rögnvaldi Finnbogasyni. Úti var hið versta veður og við sátum inni daglangt og töluðum um alla skapaða hluti. Svo fórum við út í kirkju og héldum áfram að tala. Við töluðum líka um útlit kirkjunnar og hvernig mætti hressa upp á það. Við settumst nið- ur og ég bjó til tillögu að litavali þegar kirkjan yrði máluð að innan. Og um leið rissaði ég upp óveðurs- mynd og sagði sisona að þetta gæti kannski orðið góð altaristafla í kirkjuna. Framkvæmd Ári síðar kom ég aftur, þá hélt Norræna myndlistarsambandið þing og fór í leiðangur um Snæfells- nes. Þá hitti ég aftur séra Rögnvald og þá var búið að mála kirkjuna eins og ég hafði lagt til. Og þá minntum við hver annan á það að nú væri ekkert eftir annað en altar- istaflan. Við urðum sammála um að ég reyndi. Við sóttum báðir um fyrir- greiðslu, hann til sænskra sjóða. í vor fengust svo peningar úr ýmsum sjóðum sem dugðu fyrir farinu. Rögnvaldur og hans safnaðarnefnd sáu svo um uppihaldið en að öðru leyti var þetta sjálfboðavinna. Og nú er myndin tilbúin, 2,50 sinnum 3 metrar. Safnaðarnefndin sá hana áður en ég fór og þeir sögðu við mig Sœnskur listamaður málaði sérkennilega altaristöflu á kórvegg Staðastaða kirkju að minnsta kosti að þeim þætti hún góð svo ég vona að allt hafi þetta vel farið. Maður á báti Og þá er að segja frá myndinni sjálfri, sem er máluð í akrýllitum. Yfir altarinu mála ég haf og himin og fer að óveður mikið, en á hafinu situr mannvera í báti. Tveir textar verða sitt hvorum megin við altarið - annar er upphafið á íslenskum sálmi, „Legg þú á djúpið“, hitt er texti eftir mig sem er á þessa leið: „Sú stund kemur í lífi hvers manns að hann verður sjálfur að kveða á um framtíð sína“. í þessari mynd geta menn ef til vill fundið margs- konar tákn. Andspænis hinum dýpstu spurningum er maðurinn einn, þetta er líka fiskimaðurinn Pétur sem veiðir sálir manna, bát- urinn er oft kirkjutákn - já og var ekki örkin hans Nóa einnig bátur í óveðri? Báturinn getur einnig ver- ið ísland í heiminum þar sem margra veðra er von, og þar að auki vona ég að fólk á Snæfellsnesi eigi auðvelt með að samsama sig þessum litla manni á báti á stóru hafi - og óveður í aðsigi. Það er allt og sumt. Mér fannst að ég hefði fengið góða hugmynd sem ætti vel við á þessum stað og því væri sjálfsagt að gera þetta. Svo vona ég að hægt verði að skipta um gler í kirkjunni svo ljósið í henni verði hlýrra en það er nú. Listamaður og uppalari Ég hefi starfað sem málari og höggmyndasmiður, einnig hefi ég líka verið ráðgjafi um innkaup á listaverkum fyrir skóla í Stokk- hólmi og unnið að því að gera list þá sem til er í skólum lifandi fyrir nemendum. Ég hefi skreytt í- þróttahús, skóla og sjúkrahús - en þetta var mín fyrsta kirkja. Lars Hofsjö var um fjögurra ára skeið formaður Norrænu myndlist- arsamtakanna - og „þar byrjuðu mín íslensku sambönd" sagði hann. íslandsdeild samtakanna bauð honum að halda sýningu, sem fram fór í FÍM-salnum fyrir þrem árum. Lars Hofsjö lét einnig í ljós von um að tíðindi eins og altaristaflan í kirkjunni á Staðastað ýttu undir það að menn efldu tengsl milli lista- manna og að þeir færu milli landa til starfs. Lars er reyndar einn þeirra sem stjórnar norrænni myndlistarmiðstöð í Sveaborg fyrir utan Helsinki. - ÁB. „Himinn og haf og óveður fer að, en í litlum báti manneskja.“ Þetta lýsir mikilleika himins og hafs og vinda. Það er háski í myndinni, en einnig von. (Ijósm. RF) Lars Hofsjö og kona hans Ragnhild - Ég taldi mig hafa fengi góða hugmynd. (Ljósm. eik.)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.