Þjóðviljinn - 16.07.1983, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 16.07.1983, Blaðsíða 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 16.-17. júlí 1983 Ein af ljósmyndum Frakkans Philippe Carré sem varpað verður á veggi meðan tónverkið er flutt. Hrafnaþing frá Færeyjum Ásunnudagskvöld kl. 20.30 veröur uppfært í Norræna húsinu færeyskt verk sem vakið hefur mikla athygli í Færeyjum og víöar. Þaö nefnist Hrafnaþing (Ravnating) og er jass með þjóðlagaívafi eftir Kristian Blak og jafnframt tónleikunum er eins konar „show“ meö Ijósmyndum eftir Frakkann Philippe Carré. Kristian Blak er danskur að uppruna en hefur undanfarin 9 ár verið búsettur í Þórs- höfn. Hann tilheyrir listamannahóp sem nefnir sig Yggdrasil og hefur aðsetur í Fær- eyjum þó að listamenn af margs konar þjóðerni tilheyri honum. Meðal þeirra sem hafa lagt sitt af mörkum er skáldið og mál- arinn William Heinesen. Hrafnaþing í Norræna húsinu á sunnu- dagskvöld verður flutt af þeim Kristian Blak sem leikur á píanó og Ernst Dalsgarð sem leikur á flautu. Það fjallar um, eins og nafnið bendir til, hrafninn sem er sú skepna sem mestar sagnir og goðsagnir eru til um í Færeyjum. Það skiptist í 8 kafla sem heita Hrafnagjá, Huginn, Muninn, Hrafnaþing, Pas de Deux, Hrafninn flýgur um aftaninn, Hvíti hrafninn og Himnaríki. Franski ljósmyndarinn Philippe Carré dvaldi í Fær- eyjum veturinn 1982 og tók ljósmyndir af hrafninum fyrir þetta verk og þeim verður varpað upp á veggi meðan á tónleikunum stendur og í beinum tengslum við tónlist- ina. Tónverkið kom út á hljómplötu í fyrra og styrkti Norræni menningarmálasjóð- urinn útgáfuna. Kristian Blak er 36 ára gamall. Hann nam tónlist og frönsku við háskólann í Árósum og fór upphaflega til Færeyja til að kenna þar við menntaskólann í eitt ár. Jass með þjóðlaga- og myndaívafi í Norrœna húsinu á sunnudagskvöld Kristian Blak er höfundur Hrafnaþings og flytur það ásamt Ernst Dalsgarð. Það er jass með þjóðlagaívafi. Hann varð fljótlega miðpunktur í öllu tónlistarlífi eyjanna, spilaði m.a. með þjóðlagahópnum Spælimennirnir en eftir þá liggja þrjár stórar hljómplötur og hefur verið einn aðalmaðurinn í Havnar J azzfelag sem er jassklúbbur í Þórshöfn. Yggdrasill, sem áður er nefndur, hefur flutt þrjú tónverk eftir Kristian Blak. Auk Hrafnaþings var flutt tónverkið Den yder- ste Ö í Þórshöfn 1981 en það er tónlist við ljóð eftir Heinesen og við vígslu Norræna hússins var frumflutt verkið Heygar og Dreygar sem sækir efni í færeyska þjóðtrú. Blaðamaður Þjóðviljans hitti að máli tvær íslenskar konur sem voru á ráðstefnu í Færeyjum nýlega og sáu uppfærslu Hrafna- þings og voru þær uppi í skýjunum og verð- ur því líklega enginn svikinn sem fer í Nor- ræna húsið á sunnudag. - GFr ritstjórnargrein Komdu niður, komdu niðurl Newton uppgötvaði þyngdar- lögmálið fyrir nærri þremur öldum, þegar eplið féll í höfuð honum eins og sagan greinir. Hér uppi á Islandi virðast þeir Jón og Jóhannes hafa fengið það í höf- uðið þrem öldum síðar að þyngd- arlögmálið mætti einnig nota í efnahagsmálum. Þeir fundu upp formúluna um að það sem færi upp hlyti að koma niður aftur vegna þess aðdráttarafls sem býr í skertri kaupgetu almennings. Það er eftir þessari formúlu sem rikisstjórn Steingríms Her- mannssonar vinnur þegar hún keppist við að ná verðbólgunni upp svo hún detti niður í náinni framtíð. Góður árangur Fyrsta skilyrðið til þess að koma verðbóígunni niður er að koma verðlaginu upp. Þetta hef- ur gengið prýðilega hjá hæstvirtri ríkisstjórn Steingríms Hermanns- sonar, enda kann alþýða manna ráðherrum öllum bestu þakkir fyrir. Ef einhver hefur efasemdir um getu þeirra á þessu sviði nægir að kveða slíkar raddir niður með stuttum lista um hlutfallslegar hækkanir vöruverðs á tímabilinu maí til júlí: Hækkun erlends gjaldeyris ...24.5 % Hækkun matvöruverðs.....20.19% Hækkun mjólkurmatar.....28.72% Hækkun drykkjarvöruverðs 20.15% Hækkunframfærsluvísitölu 14.1 % Og áfram upp Þetta er allnokkuð á tveimur mánuðum eða svo og þarf ekki mikla reikningshausa til þess að sjá að verðbólgumet er í mikilli hættu á hinum fræga ársgrund- velli. Þó er það hreint ekki svo að ráðherrar ætli sér að láta hér við sitja og leggjast í leti. Hitaveitu- gjöld í Reykjavík eiga að hækka um 42% og verð á rafmagni til neytenda um 23% á næstunni. Aðrir landsmenn munu sjálfsagt njóta sömu náðar. Ekki má gleyma Pósti og síma sem fær fjórðungshækkun á öllu sínu verðlagi fyrir veitta þjónustu. Og til þess að spenna nú enn betur upp verðbólguna nýtti fjármála- ráðherra heimild til þess að hækka bensín í topp, þannig að við fengum 13% verðhækkun á bensíni. Sérstaka hyllí hafa ráð- herrar öðlast hjá fólki vegna þess að vísitala lánskjara er látin æða áfram meðan vísitala kaupsins kemst varla úr sporunum. Þyng- darlögmálið á að tosa lánskjörin niður þegar fram í sækir. Sláturtíð í vœndum Það væri að gera lítið úr afrek- um ráðherra ef þess væri ekki get- ið að þeir hafa sleppt öllum Da- víðum landsins lausum, þannig að þjónustugjöld má nú hækka upp úr öllu valdi í því skyni að koma verðbólgunni upp til þess að hún geti dottið niður. Þetta er gert með þeim hætti að nauðsyn þess að lækka skatta á eignafólki er ekki látin bitna á sveitar- sjóðum, heldur eru alls konar þjónustugjöld hækkuð á gamal- mennum og börnum svo ekki verði kassaþurrð. Og svo geta menn farið að hlakka til sláturtíðarinnar í haust þegar allt búvöruverð mun rjúka upp til búdrýginda fyrir al- menning. Kaupið niður og upp Aðeins á einu atriði stendur aðdráttaraflskenningin í verð- bólgumálunum á veikum grunni. Og svo óheppilega vill til að það er einmitt í höfuðatriði hennar sem allt hitt byggist á. Aðdráttar- aflið sem á að kveða verðbólguna niður eftir að hún er farin upp átti að skapa með því að leyfa ekki nema 8% kauphækkun 1. júní sl. í stað 22% og ekki nema 4% kauphaækkun 1. októbernk. Það er að segja svona 30% kaupskerðing yfir línuna á árinu. Hér skilja leiðir með sérfræðing- um í aflfræði efnahagsmála. Þeir fóstbræður Jón og Jóhannes trúa enn á það aðdráttarafl sem felst í stórskerðingu kaupmáttarins. Einar Karl________________ Haraldsson skrifar Aðrir halda því fram að úr verði aðeins tilbúin kreppa og atvinnu- leysi án nokkurs varanlegs árang- urs í baráttunni við verðbólguna. Þeir benda á fordæmi Geirs Hall- grímssonar sem lét sína ríkis- stjórn keyra niður kaupmáttinn og vakti með því upp enn magn- aðri verðbólgudraug sem riðið hefur húsum síðan. Kollsteypur af þessu tagi kalla fram þá afl- fræði sem segir að sé kaupið pressað niður með sameigin- legum ráðherraþunga íhalds og framsóknar hefur það til- hneigingu til þess að hoppa upp þegar fer að hitna undir ónefnd- um líkamshlutum. Og menn benda á vænlegri leiðir svo sem verðlagsaðhald, vaxtalækkun, samdrátt f fjárfestingum, opin- bera stýringu í fjárfestingarmál- um, bætta stjórn peningamála o.s.frv. Verðlagið upp og upp Það er semsagt valt að treysta eingönu á aðdráttarafl minnk- andi kaupgetu til þess að koma verðbólgunni niður. Ráðherrar hafa að vísu staðið sig frábærlega vel í að koma verðbólgunni upp, og eiga verðskuldaðan heiður í því efni. En þó að þeir kalli allir í kór næstu misserin: Komdu nið- ur, komdu niður, verður að telja líklegast því miður, að verðbólg- an ansi því engu eins og kenjóttur krakki og magnist sem aldrei fyrr. -ekh Ríkisstjórnin fetar í fótspor New- tons í baráttunni við verð- bólguna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.