Þjóðviljinn - 16.07.1983, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 16.07.1983, Blaðsíða 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 16.-17. júlí 1983 DJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyf- ingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastióri: Guðrún Guðmundsdóttir Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Olafssen. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristin Pétursdóttir. Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. iþróttafréttaritari: Víöir Sigurðsson. Utlit og hönnun: Helga Garðarsdóttir, Guðjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Atli Arason. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir. Húsmóðir: Bergljót Guöjónsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmundsson. Ólafur Björnsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir Utkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent h.f. ritstjornargrein ur almanakinu Játningar Alberts • í fyrradag birtust einkar fróðleg viðtöl við Albert Guðmundsson fjármálaráðherra, þar sem hann viðrar löngun sína tii að skera niður framlög til lánasjóðs námsmanna og tveggja af helstu menningarstofnunum þjóðarinnar. Að vonum bregðast menn ókvæða við slíkum tíðindum, og fyrrverandi menntamálaráðherra, Ingvar Gíslason, lýsir áhyggjum sínum af því í Tíman- um í gær að kannski eigi að „fara að brjóta niður allar menningarstofnanir með hreinu afturhaldi eða að minnsta kosti skammsýni“. Talsmenn námsmanna, sin- fóníu og Þjóðleikhúss taka í svipaða strengi eða vísa hugmyndum Alberts frá sér með hrolli. • Eitt blað þegir sem fastast um hina fróðlegu hrein- skilni Alberts, en það er Morgunblaðið. Má vera að menn á þeim bæ séu lítið hrifnir af þessu fleipri Alberts Guðmundssonar. Pað getur líka verið að þeir líti á málið sem þátt í stirðri sambúð á stjórnarheimilinu. Því að Morgunblaðið hefur verið áberandi heiftúðugt í garð Tímans og Framsóknarforingja út af viðskiptum viö Sovétríkin og þarf ekki fróða menn til að lesa það miili lína í mörgum leiðurum um það mál, að Morgun- blaðsmenn telja Framsókn svíkja vestrænan málstað með því að halda fram ágæti þeirrar verslunar. Og kannski er þá litið á það sem hefnd Tímamanna, að þeir spyrja Albert spjörunum úr. • En það er líka ljóst, að Albert hefur unnið sér til óhelgi í sínum röðum. Ekki aðeins með áhuga sínum á að skera niður menninguna, sem á víða hljómgrunn í hans flokki. Heldur og með því, að í ummælum sem hann lætur falla um þá ákvörðun sína að fella niður söluskatt af Tívolírekstri hér í sumar, opinberar hann með afar .óþægilegum hætti þann „sósíalisma and- skotans“'sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur jafnan stund- að í reynd, hvað sem líður opinberum yfirlýsingum um markaðslögmál og ábyrgð einstaklingsins. En þetta fyrirbæri lýsir sér í því, að töpin eru þjóðnýtt, en gróðinn er settur í einkaneyslu. • Albert orðar þetta svo, þegar hann réttlætir niðurfell- ingu söluskatts af Tívolírekstri: „Ég er og hefi alltaf verið hlynntur framtaki einstaklingsins og verið á móti því að allur kostnaður og áhætta af svona löguðu hvíli að öllu leyti á einstaklingum“. Hér er ekki ástæða til að fara út í vangaveltur um það hvar á að skipa Tívolí eða þá smærri leiktækjum á nauðsynjalista almennings eða barna hans. Enda augljóst, að svotil hvaða bissness- maður sem er getur fært einhver rök að því, að hans rekstur sinni einhverjum þörfum, kannski mjög brýn- um. Það sem skiptir mestu er áratuga gömul reynsla af samskiptum hins valdamikla Sjálfstæðisflokks við ríkis- valdið. í orði hefur hann verið á móti bákni og af- skiptum hins opinbera af rekstri og samkeppni og fram- taki. En í verki hefur flokkurinn litið svo á, að einka- framtækið mætti vel lifa sníkjulífi á sameiginlegum sjóðum. Pegar vel gengur að græða á skemmtunum, flugi eða fiski er ríkið beðið að hafa hægt um sig: menn eigi að fá að njóta ávaxta síns dugnaðar og kjarks! En hvenær sem eitthvað á bjátarersjálfsagtað leggja niður rófuna og fljúga undir pilsfald ríkisins - veifandi ein- hverjum afsökunum um þjóðþrifastarfsemi, almanna- heill eða jafnvel ást á börnum, eins og nú síðast. • Pað er kannski ekki nema von að Morgunblaðið missi málið, þegar fjármálaráðherra og vinsælasti mað- ur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík heldur uppi jafn á- kafri málsvöm fyrir pilsfaldakapítalismann og raun bar vitni í viðtölum við Tímann og Þjóðviljann. - AB. Finnst ykkur ekki vont þegar þið bólgnið einhvers staðar á lík- amanum? Ég meina eftir byltu eða árekstur við einhvern harðan hlut eða út af einhverju innvortis meini. Oft verkjar mann í slíka bólgu og vill fá eitthvað við henni sem fyrst, eitthvað bólgu- eyðandi. Ætli ísland verki ekki á sama hátt í bólguna sem það hefur haft á suð-vestur anga sínum mörg undanfarin ár? Sú bólga hjaðnar nefnilega ekki, hún frekar eykst. Þegar einhver meinsemd er á lík- ama okkar, berjast rauðu og hvítu blóðkornin við að vinna bug á henni og öll orka líkamans fer í það. Svo við höldum áfram líkingunni; Allar æðar íslands renna stríðum straumum í bólg- una hér á horninu, mátturinn dregst úr öðrum hlutum landsins, „allt endar hér“ eins og góður maðursagði. Reyndarsagði hann víst: „Nú sé ég hvar peningarnir enda“, þegar hann kom í heim- sókn til Reykjavíkur. Ef ég væri þjóðfélagsfræðingur gæti ég búið til töflu yfir þróun borgarmenningar í mörgum löndum. Ég gæti borið saman stærð höfuðborgar miðað við aðra staði, gert samanburð milli margra landa og athugað hvort ísland skæri sig úr í þeim saman- burði. Þá væri þetta allt byggt á staðreyndum en ekki tilfinning- um. Én því miður er ég ekki þjóðfélagsfræðingur. Ég er bara ein af þessu lands- Bólgan sem vex byggðarfólki sem flutti suður. „Nú,“ segir þá kannske einhver. „Þú hefur þá varla efni á að setja út á þenslu höfuðborgarsvæðis- ins. Af hverju varstu ekki kyrr fyrir vestan svo þú gætir lagt þitt af mörkum við að vega upp á móti þenslunni? Með því að eign- ast fullt af börnum gætir þú hækk- að íbúatölu fjórðungsins, í stað þess að bæta við íbúatölu Reykja- víkur“. Já, ég veit þetta allt, en... Ég ætla samt að reifa hér það sem mér hefur verið hugstætt eftir að ég ferðaðist fyrir Þjóðvilj- ann um Vestfirði um Jónsmess- una í fylgd forsetans okkar. Hvarvetna blasti við dugnaður heimafólks í nýbyggingum og framtíðaráformum um uppbygg- ingu. Reyndar má sjá siíkt út um allt land því undanfarið hefur ríkt góðæri í þessu landi. Það sem einkennir Vestfirði hins vegar er að þar vinnur hlutfallslega flest fólk við framleiðslustörf, miðað við aðra landshluta og Vest- firðingar leggja mest til þjóðar- framleiðslunnar, hver og einn. Það hefur löngum þótt dyggð að vinna. Það var manni kennt fyrir vestan og sú kenning gildir enn. Hamingjan er líka oft fólgin í vinnunni en samt finnst mér ó- réttlátt að svona lítill hlutá lands- manna vinni svona mikið við hin erfiðu störf og hinn hlutinn njóti afrakstursins þó á óbeinan hátt sé. Efég væri þjóðfélagsfræðing- ur gæti ég sýnt ykkur töflur. En ég er það því miður ekki. Mestur hluti verslunar og viðskipta Vest- firðinga fer í gegnum Reykjavík sem þýðir það að peningarnir fara suður, ekki satt? Reyndar er góð viðleitni margra Vestfirðinga að sporna gegn þessu og vonandi Elísabet Þorgeirsdóttir skrifar eflist sá þáttur en svona er þetta samt. En hvað er til ráða? Eins og ég hef marg-sagt er ég ek.ki þjóðfélagsfræðingur og hef því ekki töflur sem sýna að hin fjölmörgu byggðarlög á Vest- fjörðum hafa ekki meiri stækkun- armöguleika en orðið er vegna erfiðra landshátta, samgöngu- leysis ofl. ofl. Samt finnst mér ó- réttlátt að böm sem alast þar upp og vilja eitthvað annað en frysti- húsið, fara að heiman og mennta sig, víkka sjóndeildarhringinn - að þau skuli að litlum hluta koma aftur. Þau vantar atvinnutækifæri og setjast að fyrir sunnan. Eftir sitja foreldrar sem komu þeim á legg og enda mörg á því að flytja suður líka. Mér finnst líka óréttlátt að margt af því fólki sem langar að leggja fyrir sig t.d. listir, skuli ekki fá tækifæri til þess fyrr en það er komið á ellilífeyrisaldur því viðhorfið til vinnunnar er þannig að dútl við önnur efni er feimnismál. Ótrúlega margir al- þýðulistamenn búa fyrir vestan. Fólk sem nýtur þess að eiga sam- skipti við listagyðjuna en flíkar því ekki, er lítillátt, en það er líka talin dyggð. Ég er ekki að segja að það hefði þýtt meiri hamingju að þetta fólk hefði varið lífi sínu öðru vísi. Hamingjan er svo af- stætt hugtak. Ég veit líka að því fólki sem mér finnst eiga betra skilið en að vinna við framleiðslu- störf í fimmtíu ár eins og margir hafa gert, líður ljómandi vel. Mun betur en mörgum þeim sem hafa séð meira af heiminum og lifað viðburðaríkari æfi. Mér finnst þetta samt óréttlátt og vona að þróun mála á Vest- fjörðum verði ekki bara í aukningu togaraflota og fram- leiðsluaukningu sjávarafurða, komandi ár. Ég vona að fleiri vestfirsk ungmenni fái tækifæri til að skila menntun sinni aftur heim og vinni þannig að sameiningu þeirra tveggja þjóða sem búa í þessu landi. Þær þurfa nefnilega hvor á annarri að halda. Höfuð- borgarbúar mættu læra margt af viðhorfum landsbyggðarfólks svo eilífi söngurinn um jöfnun at- kvæðisréttar hljóðni örlítiöy og landsbyggðarfólk má líka læra ýmislegt af menningu hinna. Þannig trúi ég að bólgan minnki. EÞ.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.