Þjóðviljinn - 16.07.1983, Blaðsíða 28

Þjóðviljinn - 16.07.1983, Blaðsíða 28
DlOÐVIUINN Helgin 16.-17. júlí 1983 Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum símum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiöjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663 Bændur hittast Á milli sauðburðar og sláttar gefsttækifæri hjá sauðfjárbændum að ferðast af bæ. Helgina 2.-3. júlí sl. tóku bændur af Fellsströnd og Skarðsströnd í Dalasýslu sig saman, fengu sér rútu og héldu norður á bóginn, í heimsókn að Djúpi. í Reykjanesi við ísafjarðardjúp gistu þeir og skemmtu heimamönnum með söng og spili um kvöldið og síðan var dansað langt fram á bjarta sumarnóttina. Hópurinn sem fór í ferðina er fólk sem í mörg ár hefur sungið í kór undir stjórn Hajldórs Þórðar- sonar á Breiðabólsstað á Fells- strönd en hann hefur stjórnað kór i sveitinni í rúm 20 ár. 1 lefur kórinn aðallega sungið á þorrablóti í sveitinni og á Jörvagleði sem hald- in er í Dalabúð annað hvert ár. í Sumum fínnst Þjóðviljinn birta of oft mynd af bróður mannsins sem hér dansar í Reykjanesi. Dansinn dunaði fram eftir öllu. I vinstra horninu má sjá hjónin á Staðarfelii á Fellsströnd, Þóru Guðjónsdóttur og Svein Gestsson. Ljósm. GMÓ. Dalamenn syngja fyrir Djúpmenn í leikfimisalnum í Reykjanesi vor söng kórinn inn á hljómplötu ásamt fleiri kórum úr sýslunni og mun sú plata vrentanleg bráðlega. Rúmlega fimmtíu manns tóku þátt í ferðinni að Djúpi. Lagt var af stað á laugardagsmorgni og ekið yfir Þorskafjarðarheiði. í Djúpi var Ari Sigurjónsson, bóndi í Þúf- um í Reykjafjarðarhreppi leiðsögumaður Dalamanna en margir þeirra höfðu ekki komið á þessar slóðir áður. Skemmtunin í Reykjanesi hófst rúmlega níu á laugardagskvöldi og stjórnaði Ragnar Ingi Aðalsteins- son henni af myndarbrag. Kvaðst hann vona að með þessari ferð styttist leiðin yfir Þorskafjarðar- heiði í hugum bænda beggja hér- aðanna. Blandaður kór Dala- manna söng nokkur lög m.a. lag eftir Guðbjart Björgvinsson á Sveinsstöðum við ljóð eftir Ragnar Inga og syrpu áf léttum lögum. Síð- an var kórnum skipt í kvennakór og karlakór. Sungu konurnar mörg skemmtileg dægurlög og heima- bakaðan texta sem samin var í til- efni ferðarinnar með óskum um gróandi byggð við Djúp. Dóra Valdimarsdóttir frá Á, á Skarðsströnd og fararstjórarnir þeir Ragnar Ingi og Ástvaldur Magnússon sungu frumsaminn gamanbrag um raunir fararstjóra. Síðan léku Dóra Valdimarsdóttir og Jóhannes Sigurðsson á Hnúki saman nokkur lög á munnhörpu. Að lokum söng blandaði kórinn nokkur lög m.a. lag og ljóð eftir listamann Dalamanna, Jón frá Ljárskógum. Að síðustu sfóðu allir upp og sungu Erla, góða Erla til að tengja saman Dalamenn og Djúp- menn því textinn er eftir Stefán frá Hvítadal og lagið eftir Sigvalda Kaldalóns. Félagar úr harmonikkusveit Dansað var fram eftir nóttu og mikið spjallað. Harmonikkuleikararnir f.v. Olafur Jensson, Laugum, Ragnar Ingi Aðalsteinsson, Staðarfelii, Halidór Þórðarson, Breiðabólsstað, Ingibjörg Kristinsdóttir, Skarði og Jón Benediktsson, Miðgarði. Ljósm. GMO. Dalamanna léku áður en skemm- tunin hófst og létu ekki þar við sitja því þeir héldu uppi fjörinu langt fram á nótt. Harmonikkuleikar- arnir voru: Ólafur Jensson, Laugum, Ragnar I. Aðalsteinsson, Staðarfelli, Jóhannes Sigurðsson, Hnúki, Ingibjörg Kristinsdóttir, Skarði, Halldór Þórðarson Breiða- bólsstað og Jón Benediktsson, Miðgarði. Daginn eftir var ekið um Nauteyrar- og Snæfjallahrepp undir leiðsögn Engilberts Ingvars- sonar á Tyrðilmýri og snætt í Dal- bæ á Snæfjallaströnd. Urn kvöldið var haldið heim á leið. Að sögn Sveins Gestssonar á Staðarfelli voru Dalamenn hæstá- nægðir með ferðina. Djúpmenn fögnuðu að sjálfsögðu heimsókn- inni vel og fjölmenntu í Reykjanes. Spjölluðu bændur mikið en um hvað, skal ósagt látið. EÞ splfi Blandaður kór Dalamanna, nánar tiltekið frá Felisströnd og Skarðsströnd, syngur í ieikfímisalnum Jóhannes Sigurðsson Irá Hnúki sem líka lék með harmonikkusveitinni, leikur í Reykjanesi við ísafjarðardjúp undir stjórn Halldórs Þórðarsonar á Breiðabólsstað. Ljósm. GMÓ. hér á munnhörpu ásamt frænku sinni, Dóru ValdemarsdótturfráÁ. Dóra söng einnig gamanvísur á skemmtuninni. Ljósm. GMÓ.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.