Þjóðviljinn - 16.07.1983, Síða 7
Helgin 16.-17. júlí 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7
Skólanefnd í íslendinga-
byggðinni Gimli vestur í Kan-
ada bannaði í vor verk Davíðs
Árnasonar, sem er reyndar
ættaðurfráGimli, áþeimfor-
sendum að í þeim væri ó-
þverra orðbragð, sem ekki
væri fyrir nemendum haf-
andi...
Davíð Arnason er kennari í
kanadískum bókmenntum við
háskólann í Manitoba og hefur
sjálfur skrifað bækur. í frásögn
Lögbergs-Heimskringlu af þessu
máli segir á þessa leið:
„Skólanefndin heldur því fram
að saga ein sem lesin var fyrir
ellefta bekk í Gimli innihaldi ljótt'
orðbragð og hefði alls ekki átt að
kynna nemendum þessa sögu.
Það var hr. Cameron Arnason,
bróðir rithöfundarins, sem las
þessa sögu fyrir nemendur á~
Gimli, en hún er úr bókinni „50
sögur og ráðlegging". Sagan
heitir „Jesús sofandi og götusóp-
ararnir“.
2 WINN1PEG, FOSTUDAGUR 20, MAÍ 1983
David Arnason's works
banned in his hometown
Thc Evergreen School Division,
Gimli Manitoba, recently banned the
works of Mr. David Arnason, the
former resident of Gimli and Pro-
fessor of Canadian Literature at tþe
University of Manitoba.
- The Board argues that one story
rcad by Grade 11 students at Gim>:
contains foul 1— -
if.ftíhcTg HÍK'1®"8'3
‘ ® Published cvcri,F!"!!,coRPORATED
LÖGBERG Mani,„ba R3L VB5
„ „ ‘h,ou*h F
Nev, Oir.ce ou jónaS ÞÓT
~ ‘ jvTr. Cámeron Arnason claims that David Arnason
Um bókabönn
Verk vesturíslensks
höfundar var bannað
af skólanefnd á Gimli
Hr. Cameron Arnason heldur
því fram, að hann hafi leitað sam-
þykkis foreldranna áður en hann
kynnti verk bróður síns fyrir
nemendum. Enginn mótmælti
svo hann hélt áfram ætlunarverki
sínu. Fjórum mánðum síðar kom
foreldri að máli við skólanefnd-
ina og kvartaði.
Skólanefndin hafði samþykkt
úrval verka eftir kanadíska höf-
unda og sum af verkum Davids
Arnasonar voru á listanum. „Jes-
ús sofandi og götusópararnir" var
ekki á listanum sem skólanefndin
hafði samþykkt, en eins og sagt
var áður las Cameron Arnason
hana eftir að hann hafði haft sam-
band við foreldra nemenda.
Eins og að líkum lætur var Da-
vid Arnason í nokkru uppnámi
vegna þessarar ákvörðunar.
„Það sem er hættulegt við
bókabann er að þar með er lokað
fyrir tjáningu hugmynda“, sagði
hann. Hann tók það einnig fram,
að ef bækur spilltu mönnum þá
væru allir gjörspilltir orðnir fyrir
löngu. Hann bætti því svo við að
hann gæti verið þakklátur skóla-
nefndinni þegar allt kæmi til alls,
nú væri hann kominn í hóp frægra
höfunda sem hefðu sætt banni
áður fyrr.
Ritstjórnargrein
í sama tölublaði Lögbergs-
Heimskringlu er svo birt rit-
stjórnargrein um málið - er hún á
íslensku, en fréttin um bannið á
ensku. Ritstjórnargreinin er á
þessa leið:
„Á forsíðu blaðsins í dag er
getið um ákvörðun skólanefndar
Gimlibæjar um að banna bækur
David Arnason í skóla staðarins.
David er eins og kunnugt er,
fæddur á Gimli og alinn þar upp.
Hann þekkir því vel til sögu
staðarins og fólk það sem hann
byggir. Verk skáldsins fjalla
gjarnan um þetta fólk og áhrif
þeirra á David. Skoðanir hans á
staðnum og íbúum hans stangast
e.t.v. stundum á við annarra og
þykir ýmsum hann ýkja eða öllu
heldur draga upp ósanna mynd.
í sögum hans eru oft samtöl,
sem eignuð eru hinum og þessum
og leggur David sig fram við að
ná tjáningarformi þeirra sem
best. Það fer því varla hjá því að
blótsyrði ýmiss konar birtist á
síðum bóka hans, því eins og öll-
um er ljóst þá eru þau fastur liður
í framsögn æði margra. Ef ætlun-
in er að hafa samtöl sem trú-
verðugust þá verður æði oft að
nota orð eða orðalag, sem fellur
kannski ekki í kramið hjá öllum.
Skáldið hefur tjáð sig við und-
irritaðan um málið og er eðlilega
óánægður með ákvörðun nefnd-
arinnar. Hann bendir réttilega á
að ef bækur skaða manninn þá
geti það varla verið nýtt fyrirbæri
því margar eru þær í gegnum
aldirnar, sem lýsa atburðum sem
kalla mætti siðspillandi. ís-
lendingasögur eru t.a.m. fullar af
vígum, svikum og prettum. Mörg
verk enskra höfunda, t.d. D.H.
Lawrence greina all ítarlega frá
ástarsambandi manns og konu og
svona mætti lengi telja. Hins veg-
ar er skáldið þakklátt fyrir að
komast nú í hóp þeirra höfunda
sem bannaðir hafa verið í gegn-
um tíðina. Orð geta varla skaðað
manninn svo mjög. Freistandi er
að ætla að kannski ætti að banna
fólki að lesa því varla er nokkuð
sett á prent í dag, sem ekki lýsir á
einn eða annan hátt hlutum, sem
eru miður fallegir.
Þá mætti ætla að bann bóka
David Arnason verði til enn frek-
ari útbreiðslu þeirra og þeir ung-
lingar á Gimli, sem ekki mega
glugga í verk hans innan veggja
skólans, geta bara tölt niður á
bókasafn eða í næstu bókaversl-
un og orðið sér út um eintak.
Aðrir, sem lítið hafa sinnt þeim,
hraða sér nú á fund þeirra og vilja
kynnast með eigin raun áhrifa-
mætti orða David Arnason.
J.Þ.“
Megrun getur
gert konur
ófrjósamar
Venjulegasta ástæðan fyrir ófrjó-
semi kvenna er truflun sem verður í
miðhluta heilans og gerir það að
verkum að egglos verður ekki. í
öðru hverju tilfelli stafar þessi trufl-
un af meiri eða minni harðri meg-
run. Þetta hefur komið fram við
rannsóknirvið Akademískasjúkra-
húsið í Uppsölum og var nýlega
kynnt á ráðstefnu í Svíþjóð.
Fitulag kvenna þarf að vera
a.m.k. 22 prósent af líkamsþung-
anum til þess að tíðahringurinn fari
ekki úr skorðum og við megrun er
hætta á að fitulagið verði minna
þannig að hormónamyndunin
verði eins og í barni.
Sá sem hefur rannsakað þetta
heitir Sven Nillius og er dósent við
fyrrgreint sjúkrahús. Hann segir að
matur sé fyrsta læknisráðið gegn
ófrjósemi.
Ef konur megra sig mjög lengi er
hætta á að hormónamyndunin í
heilanum stöðvist með öllu.
í Uppsölum hefur verið fundið
nýtt ráð sem hefur orðið árangurs-
ríkt í baráttunni gegn ófrjósemi og
þar í borg er fyrsta barn í heimi sem
er fætt eftir að ófrjóum föður þess
var gefin þessi meðferð. Hún er
fólgin í því að lítil pumpa sprautar í
líkamann þeim hormónum sem
vantar. Aðferðin er fólgin í því að
hormónagjöfin fer fram 90. hverja
mínútu en ekki í jöfnum straumi
eins og áður hefur verið álitið best.
Þessi pínulitla pumpa, sem ekki er
stærri en eldspýtustokkur, hefur
gert fjölda kvenna og manna frjó-
sama á nýjan leik. Aðferðin er
bæði einfaldari og betri en eldri
aðgerðir gegn ófrjósemi en gildir
þó aðeins um þá sem eru ófrjó-
samir vegna truflana í miðhluta
heilans.
(GFr - þýtt úr DN).
Skoðunarferð
um Esjuhlíðar
Náttúruverndarfélag Suðvestur-
lands fer sína þriðju laugardags-
ferð á morgun, til kynningar á
fyrirhuguðu Náttúrugripasafni ís-
lands. I ferðinni verður blóm- og
graslendisgróður í Esjuhlíðum
skoðaður. Farið verður í Esju-
hlíðar ofan Kollafjarðar.
Leiðsögumaður í ferðinni verður
Eyþór Einarsson, grasafræðingur,
en ferðin hefst við Norræna húsið
kl. 13.30 og er fargjald kr. 150 en
ókeypis fyrir börn.
Eyþór Einarsson.
Muniö Keflavíkurgönguna 6. ágúst!
Samtök herstöðvaandstæðinga efna til
Keflavíkurgöngu laugardaginn 6. ágúst n.k.,
en þann dag minnist fólk um heim allan þess
að sama dag árið 1945 var amerískri atóm-
sgrengju varpað yfir saklausa íbúa japönsku
borgarinnar Hiroshima. Síðan hafajarðarbú-
ar mátt lifa í skugga þeirrar ógnar sem atóm-
vígbúnaður býr öllu lífi.
• Með því að mæta í gönguna.gefst þér
tækifæri til að mótmæla því að ísland
eigi að vera stjórnstöð og útvörður
Bandaríkjanna í atómstríði, svo sem
aukin umsvif NATÓ hér á landi sanna.
• Með þvi að mæta í gönguna lýsir þú því
yfir að þú viljir fyrir þig og þína afsala
ykkur þeim „heiðri“ að vera skotmark í
atómstríði, og að þú viljir herinn og
morðtól hans burt úr íslenskri lög-
sögu.
• Með því að taka þátt í Keflavíkurgöngu
laugardaginn 6. ágúst n.k. slæst þú í
för með miljónum karla og kvenna víða
um lönd sem berjast fyrir friði og af-
vopnun; gegn helstefnu atómvopna-
kapphlaupsins.
Samtök herstöðvaandstæðinga hvetja fólk til
að taka þátt í undirbúningi, ef það hefur tök á,
og tilkynna þátttöku í tíma. Skrifstofa samtak-
anna er á Frakkastíg 14, sími 17966.
Keflavíkurganga er aðgerð sem kostar pen-
inga. Því skal minnt á að peningaframlög má
leggja inn á póstgíróreikning samtakanna,
nr. 30309-7, en líka er hægt að afhenda
framlög á skrifstofunni.
Sjáumst í Keflavíkurgöngu!
Samtök herstöðvaandstæöinga