Þjóðviljinn - 16.07.1983, Qupperneq 12
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 16.-17. júlí 1983
I
í kringum gróðrastöðina á Lauga-
brekku við Varmahlíð í Skagafirði
er skjólbelti úr norskri viðju.
Ljósm.: Sig. Blöndal.
borist til landsins eftir að norrænir
menn fluttust hingað fyrir 1100
árum. Það er meira og minna fyrir
tilviljun.
Skógrækt ríkisins, sem um þess-
ar mundir er 75 ára, hefir unnið
markvissar að því á löngum tíma en
flestir aðrir aðiljar með þessari
þjóð að auðga gróðurríki landsins.
A vegum þessarar litlu stofnunar
hafa verið gróðursettar um 80 teg-
undir trjáa, sem ættuð eru frá 5-6Ö0
stöðum á jarðarkringlunni. 20
þessara tegunda hafa borið þroskað
íræ og 6 þeirra hafa þegar numið
land. En í því felst, að tréð hefir
borið þroskað fræ, fræið hefir fallið
til jarðar og spírað og upp af því
vaxið sjálfstæður einstaklingur af
eigin rammleik. Þessar tegundir
ættu þannig að vera taldar íslensk-
ar í næstu útgáfu af Flóru íslands á
. sama hátt og þær 90 aðrar, sem ég
nefndi áðan að borist hefðu hingað
eftir landnám.
I sambandi við þennan innflutn-
ing af fjörrum löndum er það ein-
mitt samanburður á veðurfari hér
og þar, sem er leiðarljósið. Fyrir
því erum við skógræktarmenn ein-
lægt að hugsa um veðurfarið, og af
einstökum þáttum þess er hitafarið
þýðingarmest.
Einhver kann nú að hugsa sem
svo, að þessi innflutningur plantna
- í okkar tilviki trjátegunda - sé
ekki mál, sem skiptir sköpum fyrir
framtíð þessarar þjóðar í landi
sínu. Um slíkt má endalaust deila
vitaskuld. Ég hefi reyndar alltaf
haldið, að lönd væru því byggilegri
sem þau væru grænni, og fyrir því
yrði ísland enn byggilegra en nú er,
ef stærri hluti þess væri klæddur
grænum skógi, sem náttúrlega er
kóróna alls gróðurs.
Vangaveltur af þessu tagi leiða
hugann að því, hvaða þýðingu
flutningur nokkurra nytjajurta frá
upphaflegum heimkynnum sínum
hefir haft fyrir það mannfólk, sem
nú byggir reikistjörnuna jörð.
Ég ætla að biðja fróðleiksfúsa
áheyrendur um að einbeita hugan-
um smástund og hlýða á stutta
upptalningu á nokícrum helstu
nytjajurtum heimsins, þar sem
jafnframt er greint frá því, að
hvaða hundraðshluta þær eru nú
ræktaðar utan þess meginlands,
sem er náttúrlegt heimkynni
þeirra:
r
Utvarpserindi
Sigurðar Blöndals skógræktarstjóra
23. maí í vor
Góðir áheyrendur.
Skjólbelti af Alaska-víði í Holti í Onundarfirði, 15 ára gamalt. Ljósm.: Sig. Blöndal.
líka - er aðallega notaður sem mæli-
kvarði hitastigs meðalhiti mán-
aðanna júní-september. Er þá átt
við sólarhringsmeðalhita. Við
nefnum þetta gildi „sumarhitann“,
en alþjóðlegt heiti er „tetraterm“.
Kirkjubæjarklaustur er með hæst-
an sumarhita á íslandi. Hann var á
fyrrnefndu góðæristímabili um
10.8 stig á Celsíus. Það var jafnhátt
og Bodö í Norður-Noregi, sem er
rétt norðan við heimskautsbaug.
Um nokkurt skeið hefir Veður-
stofa íslands notað meðaltöl um
hitafar og aðra veðurfarsþætti fyrir
þrjátíu ára skeiðið 1930-1960. Ef
meðalsúmarhitinn á þessu skeiði er
borinn saman við síðasta áratug,
1970-1980, þá hefir hann lækkað
um hálfa gráðu á Celsíus. Það er
ótrúlega mikið fall. Til þess að gefa
ykkur, áheyrendur góðir, hug-
mynd um það, sem þið getið sett
ykkur fyrir sjónir, þá merkir hálfr-
ar gráðu fall sumarhita eitt hundr-
að m lækkun skógarmarka til fjalls,
miðað við langvarandi ástand.
Hér má þó minna á það, að langt
er í það hitafar, sem var á níunda
áratug síðustu aldar. Ég nefni þá
hið lægsta, sem hitinn að sumri
komst árið 1882, en þá var sumar-
hitinn á Skagaströnd 3,2 stig á
Celsíus, en hann er í venjulegum
sumrum sunnanlands þetta 9-10
stig. Þannig má það vera nokkur
huggun þessi árin, að við höfum
ekki þurft að þola veðurfar, sem er
neitt í námunda við það, sem knúði
forfeður okkar og mæður til vest-
urfara á síðasta hluta nítjándu
aldar.
Ég ætla að nefna eitt dæmi enn
um hitafar, en það er sumarið
1980, sem þótti með afbrigðum
gott og hlýtt í flestum landshlutum,
nema á Austurlandi.
Þegar ég fékk í hendur skýrslur
skógarvarða Skógræktar ríkisins
fyrir það ár, en í þeim draga þeir
saman allmiklar upplýsingar um
veðurfar í umdæmum sínum, þá
kom í ljós, að sumarhitinn náði í
besta falli meðaltali áranna 1930-
1960.
Ég skal nú ekki þreyta góðfúsa
áheyrendur með lengri romsu um
veðurfar og tölur lútandi að því.
En fyrir því er mér þetta efni
hugleikið, að skógræktarmenn fást
við innflutning trjáa til gagns og
prýði víðs vegar að af þessum
hnetti. Ástæðan fyrir þeim inn-
flutningi er sú vissa okkar, að hér
geti vaxið miklu fleiri tegundir en
fyrir eru í landinu. Við vitum, að
landfræðileg einangrun veldur því,
að svo fáar tegundir plantna vaxa
hér villtar sem raun ber vitni, þar á
meðal tré og runnar. Af 450 teg-
undum háplantna, sem greindar
eru í Flóru íslands hafa einar 90
„Það er ekkert vor, þegar ekki er
kominn sauðgróður um sumar-
mál“, sagði frændi minn, Guttorm-
ur Pálsson á Hallormsstað, við mig
einhvern tíma kringum 1960, en
upp úr því má telja að ljúki nær
fjörutíu ára skeiði, sem kannski er
hið hlýjasta í sögu þjóðarinnar, eða
a.m.k. frá árdögum hennar.
Já, hugsið ykkur, áheyrendur
góðir, „sauðgróður um sumar-
mál“. Slíkt þætti saga til næsta
bæjar nú, jafnvel í suðursveitum
landsins, þar sem fyrst vorar. Ég
var einmitt staddur austur í Skafta-
felli í Öræfum síðasta vetrardag í
vor og þá voru þar engin merki
vorsins, öðru nær. Daginn áður
kom blindbylur um sunnanvert
landið. Bílar festust á
Breiðamerkursandi og jafnvel upp
undir Hof í Öræfum. í Skaftafelli,
þeirri veðraparadís, varð jörð al-
hvít næstsíðasta vetrardag.
Á hlýviðrisskeiðinu, sem hófst á
íslandi upp úr 1925 og stóð fram
yfir 1960 - ætli við megum ekki
segja til 1963 - hefði veður af þessu
tagi verið óhugsandi í Öræfasveít
um sumarmál. Svo maður tali nú
ekki um ástandið á Vestur-,
Norður- og Austurlandi, þar sem
vorið er að koma fyrst núna. Þetta
rifj ar upp fyrir manni vorið og sum-
arið 1979, sem sýnir einmitt vel, að
yfir okkur ríkir annar veðraheimur
en sá, sem Guttormur frændi minn
lifði á meira en helmingi starfsævi
sinnar.
í tölum talið má gefa hugmynd
um breytinguna á þann hátt, sem
nú skal greina:
í skógræktinni á Norðurlöndum
- og þá að sjálfsögðu hér á íslandi
Marmkynið lifir á
innfluttum nytjajurtum
%