Þjóðviljinn - 16.07.1983, Side 13

Þjóðviljinn - 16.07.1983, Side 13
Helgin 16.-17. júlí 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 Kartaflan skal fyrst talin. Heimkynni hennar eru Suður- Ameríka - nánar tiltekið Perú - og nú eru 95% af kartöfluuppskeru heimsins ræktuð í öðrum heimsálfum. "Hveiti er upprunnið í Asíu, en 90% þess er ræktað annars staðar. Maís er frá Suður-Ameríku, en 88% þess er ræktað í öðrum heimsálfum. Hrísgrjón eru frá Asíu, 52% þeirra eru ræktuð 'ánnars staðar. Bananar eru frá Asíu, 67% eru nú ræktuð annars staðar. Reyrsykur er frá Asíu, 78% ræktuð annars staðar. Kaffl er frá Afríku, 77% ræktuð annars staðar. Te er frá Asíu, 51% ræktuð ann- ars staðar. Baðmull er frá Suður-Ameríku, 88% ræktuð í öðrum heimsálfum. Sú þróun, sem er að baki þessara merkilegu talna, er löng. Hún hefir tekið meira en þúsund ár. Þau af- brigði af þessum nytjajurtum sem nú eru ræktuð, eru árangur af úr- vali á mörg hundruð árum við ólík- ar aðstæður í löndum, sem voru tegundinni framandi, og árangur markvissrar kynbótastarfsemi - einkum á þessari öld. Ég taldi upp nokkrar þær nytja- jurtir, sem fæða mannkynið á okk- ar dögum beint og óbeint. Afleiðing þess, að menn hafa smám saman breitt þær út til hinna fjarlægustu staða frá heimkynnum sínum, er hin gífurlega mannfjölg- un, sem nú er staðreynd. Mannfjöldi á jörðinni á nú rætur sínar að rekja til þess, að plöntu- tegundir voru fluttar úr heimkynn- um sínum út um allar jarðir. Stundum urðu slys fyrir það, að heilar þjóðir áttu orðið líf sitt undir innfluttum nytjajurtum. Ég nefni eitt dæmi: Á öldinni sem leið lifðu nokkrar þjóðir Evrópu á kartöflunni, sem var aðalfæða þeirra, þessari jurt, sem runnin var upp frá Perú. Árið 1845 kom upp í Belgíu sýki í kar- töflunni, sem kallaði hungursneyð yfir nokkrar Evrópuþjóðir. Þetta slys varð upphaf þjóðlíutninganna miklu til Norður-Ámeríku á sama hátt og kuldaskeið níunda áratug- arins hrakti fólk frá norðan- og austanverðu fslandi til þessa sama fyrirheitna lands. Flutningur á trjátegundum milli meginlanda hefir að vísu ekki öðl- ast aðra eins reginþýðingu í rækt- unarsögu jarðarinnar eins og á þeim fæðujurtum, sem áður voru taldar. En hann verður þó æ meiri þáttur í skógrækt heimsins með hverjum áratug sem líður. Áður en ég nefni dæmi um það, vil ég geta þess, að söfnun trjáteg- unda víðs vegar úr heiminum - einkanlega þó frá Norður- Ameríku - fyrir trjágarða Evrópu varð upphafið að markvissum flutningi þeirra fyrir skógrækt. Þessi innflutningur hófst á sext- ándu öld og náði hámarki á seytjándu, átjándu og nítjándu öld- inni. Á hinni tuttugustu hafa menn svo verið að notfæra sér mögu- leikana í risavöxnum mæli í skóg- rækt. Sitkagrenið frá Norður- Ameríku, sem er fjórða hávaxn- asta tré á jörðinni, var fyrst gróður- sett á Englandi árið 1931. Nú er fimmtungur bresku ríkisskóganna sitkagreni og engin ein trjátegund er gróður í sama mæli á Bretlands- eyjum. Aðaltréð í skógrækt Danmerkur er rauðgreni, sem ekki á þar nátt- úruleg heimkynni. Furutegund ein, Pinus radiata, sem vex á um 7000 ha svæði í strandhéraðinu Monterey í Kalif- orníu og er þar miðlungsstórt tré, er nú ein þýðingarmesta tegundin í skógrækt á Nýja-Sjálandi, Ástral- íu, ýmsum Miðjarðarhafslöndum, Suður-Afríku, Chile, og vex þar mun betur en í heimkynnum sínum. Gróðrastöðin á Tumastöðum. Skjólbeltið er til hægri á myndinni. 30 ára gamalt skjólbelti af birki á Tumastöðum íFljótshlíð. Ljósm.: Sigurður Blöndal í sept. 1971. ''k-mm * ^ & J" m > < j ' # - - ii Wjr'i 4 15 ára gamalt skjólbelti af kanadískri balsam-ösp á Altaí-sléttunni í V- Asíu. Ljósm.: Sig. Blöndal í okt. 1979. Dögglingsviðurinn frá vestur- strönd Norður-Ameríku, sem er annað hávaxnasta tré í heimi - og hér er þekkt undir nafninu Oregon pine - er orðið eitt af aðalskógar- trjám í Vestur-Þýskalandi og á að þekja þar frá 5 til 20% af skóg- lendum, jafnvel 40% í einstaka héruðum. Eukalyptustré, sem á heima í Ástralíu og er meðal þriggja hæstu trjátegunda og hraðvaxnara en flest, ef ekki öll, er að verða meiri háttar skógartré í ýmsum Afríku- löndum, Brasilíu, Portúgal og suð- vesturhluta Bandaríkjanna Nýjasta dæmið um flutning trjá- tegundar milli heimsálfa í stórum stíl er stafafuran frá Norður- Ameríku, sem nú er orðið eitt helsta tré í íslenskri skógrækt. Hún er önnur aðaltrjátegundin í skóg- rækt í Skotlandi, írlandi og Norður-Svíþjóð. Svíar gróðursetja af henni um 40-50 milljónir árlega. Loks get ég ekki stillt mig um að nefna eitt dæmi um svona tegund- arflutning, sem hefir komið mér mest á óvart af því, sem ég hefi séð með eigin augum. Fyrir nokkrum árum vorum við tveir íslendingar á ferð í Vestur- Síberíu, þar sem aðalmarkmiðið var að skoða lerkiskóga í Altai- fjöllunum. Við fórum ofan úr fjöll- unum niður á hina endalausu síber- ísku sléttu þar sem Ob-fljótið tekur að þræða sig eftir henni. Við ókum eftir sléttunni í hálfan dag til höfuð- borgar Altai-héraðs, Barnaul, sem stendur á vesturbakka Ob. Til- gangur með þessari ökuferó var m.a. að skoða skjólbeltarækt á steppunni, sem síberíski vindurinn hefir strokið óhindrað frá ómuna- tíð. Skógræktarstjórinn í Altai- héraði var búinn að segja okkur, að þeir hefðu gert mikið átak í skjól- beltagerð á steppunni síðustu 20 árin. Lengd skjólbeltanna væri orðin 110 þúsund km. Hvorki meira né minna. Ég neita því ekki, að okkur þótti talan ótrúleg. En nú gafst tækifæri til að sann- reyna, hvort nokkuð gæti verið hæft í þessari staðhæfingu. Er ekki að orðlengja það, að á þessum hálfa degi ókum við í gegn- um net af skjólbeltum, sem riðið hafði verið um steppuna með möskvastærðinni 4-500 m. Flest voru þessi belti 3ja-5 raða gróður- sett fyrir 15 árum og voru um 10 m á hæð. Aðaltrjátegundin í skjólbeltun- um þarna á Altai-steppunni var kanadísk balsamösp, náskyld al- askaöspinni okkar. Þá varð ég nú heldur betur hissa. En þetta er bara enn eitt dæmið í líkingu við það, sem ég hefi verið að segja ykkur hér á undan, áheyrendur góðir. Þeir Altajar lýstu fyrir okkur með fjálgleik, hverja breytingu skjólbeltanetið hefði haft í för með sér fyrir allt líf og mannvist á hinni endalausu steppu: Þau höfðu ómæld áhrif á akuryrkju á stepp- unni, sem er aðalbúgreinin, með tilkomu skjólsins. Þau stöðva snjó- inn á ökrunum og hann leysir hæg- ar á vorin en áður og bætir þannig vatnsbúskap í jarðveginum. Dýra- líf hefst í beltunum, sem áður var ekki til og líðan manna og málleys- ingja önnur og betri en áður var. Já, góðir áheyrendur, ég datt í rauninni óvart niður á efni, sem ég á margt vantalað við ykkur um: Ræktun skjólbelta á íslandi. Það er best ég noti þessar mínútur, sem eftir eru til að minnast á það. Skjólbelti hafa ekki verið neinn þáttur í ræktunarmenningu íslend- inga fram að þessu, þ.e.a.s. þeirrar, sem tengist landbúnaði. Hins vegar hafa þau lengi verið sjálfsagður þáttur heimilismenn- ingar víða í þéttbýli og á allmörgum sveitabæjum. Ég á þá við það, sem nú fer ört í vöxt um allt land, að fólk vill hafa skjólbelti af trjám eða runnum kringum hús sín og sumar- bústaði. Þarna hafa menn fundið, að trjágróðurinn skapar þeim aðra veröld en þeir áttu annars kost á í nöktu landi. Heimilistrjágarðurinn er skjóllundur eða skjólbelti. Það þarf ekki að lýsa þessu frekar. Þús- undir íslendinga hafa kynnst á- hrifum af eigin raun. Skjólbeltarækt í tengslum við jarðrækt og kvikfjárrækt er í raun réttri sama eðlis og heimilistrjá- garðurinn. í skjólinu eykst mönnurn og málleysingjum vel- líðan og þar dafnar ýmislegur gróður, sem ekki fær þrifist, þar sem er „eilífur stormbeljandi“, auk þess sem allt líf vex meira í skjóli en skjólleysi. Á stöku stað í landinu eru til skjólbelti af þessu tagi. Einkenn- andi er þó, að það eru einstök belti, en hvergi net á stærri svæðum í lík- ingu við það, sem ég lýsti frá síbir- ísku sléttunni, eða sjá má víða um lönd, t.d. á Jótlandi, svo að nær- liggjandi dæmi sé nefnt. Samt er þegar komin sú reynsla í ýmsum landshlutum á íslandi, að tæknilega er hægt að rækta skjól- belti, ef vel er að því staðið. Um það gæti ég nefnt ótal dæmi, en nóg mun nú komið af upptalningum í þessu spjalli. Það er meira segja svo víðast, þar sem þessi belti eru, að þau vaxa beint upp í loftið eins og ekkert sé, ef þau komast á ann- að borð á legg, en eru ekki vindbar- in og hallandi undan einni átt, eins og sjá má t.d. á Norð-vestur- Jótlandi, þar sem skjólbeltin hall- ast meira og minna undan útsynn- ingnum, eða „sydvesten", eins og hann heitir þar. Ég fullyrði, að við höfum þegar reynslu af nokkrum trjátegundum, sem gætu myndað skjólbelti víða á Islandi. Þannig sýnist mér t.d. augljóst, að um stóran hiuta Suðurlandssléttunnar, mætti ríða skjólbeltanet ekki ólíkt því, sem ég lýsti frá Altaisléttunni. Til þess þyrfti hins vegar í fyrsta lagi al- mennan skilning og í öðru lagi pól- itískan vilja, sem væri nauðsynleg forsenda fyrir fjárhagslegu átaki. í landbúnaði á íslandi hafa verið gerð átök áður: Túnræktin var slíkt átak, framræsla mýranna annað. í þetta setti þjóðin verulegt fjár- magn. Á þessu tvennu byggir ís- lenskur landbúnaður nú. Þriðja átakið í ræktuninni er eftir: Skjól- beltaræktin, sem vantar tii þess að hin tvö nýtist til fullnustu. Það verður vafalaust gert, það hefir alls staðar gerst, þar sem ræktunar- menning er á háu stigi. Skjólbelta- ræktunin er lokastig fullkominnar ræktunar og kvikfjárræktar í löndum, þar sem vindar blása. í flestum byggðum löndum blása vindar minna en á fslandi, en samt hafa menn talið þörf á að skapa þar , skjól og lagt í mikið fé og fyrirhöfn. Fyrir því, góðir áheyrendur, skulu lokaorð mín vera um þetta efni: Þar var þörf, en hér er nauðsyn. Ég þakka þeim, sem hlýddu. Verið þið sæl.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.