Þjóðviljinn - 16.07.1983, Page 15
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 16.-17. júlí
Viðtal við Ingibjörgu
V. Friðbjörnsdóttur,
íslenska
myndlistarkonu, sem
býríNassaqá
Grœnlandi.
Ingibjörg og sonurinn Sigurður Samik.
mætast
austur og vestur“
grætt á Grænlandi, eru gjöldin nú langt um-
fram tekjurnar."
Það er enginn grænlenskur fáni.
„Samt er nú til grænlenskt fánamál. Það
hefur verið efnt til samkeppni um fána oftar
en einu sinni. A víst að vera sjálfsagt að
þjóðir hafi fánametnað. En það eru áka-
flega fáir sem hafa þann metnað á Græn-
landi. Eina tillagan sem hefur heyrst um í
fánamálinu er sú að rauði liturinn í danska
fánanum sé fallegur og fari vel við græn-
lenskt landslag og það sé bara best að nota
áfram danska fánann án hvíta krossins.“
Grænlensk fjölskylda í þjóðbúning. Grænlendingum er þjóðbúningurinn metnaðarmál en
ekki þjóðfáni.
íhaldið hallt undir Dani
en Grænlendingar eru róttækir
Eru Grænlendingar svona innstilltir í
pólitík?
„Mikill meirihluti Grænlendinga er
vinstri og þjóðernissinnaður, en íhaldið er
hallt undir Dani, enda eru í þeim hópi
margir Danir sem hafa verið búsettir á
Grænlandi og notið forréttinda þess vegna.
Sósíalistaflokkurinn, sem varð til úr
marx-lenínískum hópumog grænlensku
verkalýðshreyfingunni, berst fyrir aðskiln-
aði. Siumut-flokkurinn, sem er vinstri
miðjuflokkur, vill aukið sjálfstæði, án
aðskilnaðar.
Það er athyglisvert hve tónlist og pólitík
eru tengd á Grænlandi. Tveir helstu for-
sprakkar sósíalista Arqaluq Lynge og Jens
Geisler voru í popphljómsveitum og Ar-
qaluq er líka þekkt skáld. Jónatan Moztfeld
formaður landsstjórnarinnar er aldrei án
harmonikkunnar.
Þegar ég nefni Jens Geisler, dettur mér í
hug, að hann er bæjarstjóri í Sisimut (áður
Holsteinsborg). Sisimut er „bærinn rauði“
á Grænlandi. Þar er m.a. lýðháskóli, þar
sem kennd er grænlensk saga og baráttu-
fræði. Þar var líka einu sinni gerð uppreisn í
fóstruskólanum gegn því að kennt væri á
dönsku. Skólinn var lokaður í nokkra mán-
uði áður en málið var leyst.
Stafkarl,
sápusteinsstytta
eftir Ingibjörgu.
„Ég hef alltaf haft áhuga á Grænlandi,
og þegar ég loksins komst þangað, var
það í gegnum Danmörku, dæmigert."
Þetta eru orð Ingibjargar V.
Friðbjörnsdóttur, íslenskrar
myndlistarkonu sem býr í Nassaq á
Grænlandi.
Ingibjörg hafði stundað nám í Handíða-
og myndlistarskólanum hér, fór síðan
til Árósa til náms. Þar kynntist hún
Grænlendingum og komst þannig í
samband við „grafíska verkstæðið" í
Nuuk, sem nú heitir Listaskóli
Grænlands. Auk myndlistaráhugans,
heíur Incibjörg mikinn áhuga á
sljórnmálum, starfaði t.d. í Fylkingunni
áárumáður.
„Ég var í skólanum í eitt ár sem gesta-
nemandi. Ég fékk dásamlegar móttökur
hjá Grænlendingum, ekki síst af því ég er
íslendingur. Þar er líka mjög gaman að vera
í skóla þarna, það er lagt svo miklu meira
upp úrsamveru og uppeldien beinu námi.“
Þjóðleg nytjalist
Hvernig er listnám í Grænlandi?
„Það er mikiö unnið með hvalbein, rost-
ungstennur og sápustein, sem eru þeirra
heföbundnu efni. Annars eiga Grænlend-
ingar góða grafíkera. Þeim er hinsvegar
ekki eins lagið að fara með liti, þó eru þar
nokkrir góðir naívistar.
Þarna eru listamenn listamenn. Margir
gera allt í senn, yrkja. syngja og mála.
Frægasti myndlistamaðurinn er Hans
Lynge, hann er einnig góður rithöfundur.
Ungir listamenn eru ómótaðir, þó eru
margir góðir. Þeir reyna að tengja saman
andstæðurnar á Grænlandi, gamalt og nýtt.
T.d. Aga Hoegh, sent nýlega sýndi í Nor-
ræna húsinu. Henni tekst frábærlega aö
tengja gamla og nýja tímann í list sinni."
Líkaði ekki á íslandi
Ég spyr Ingibjörgu um Nikolai, græn-
lenskan sambýlismann hennar. „Nikolai
„Þar
var á (slandi, honunt fannst allt mjög lokað
og vélrænt hér. Hann hafði heimþrá. Hann
varð líka fyrir kynþáttafordómum. sem
reyndar hurfu þegar landinn vissi að hann
var frá Grænlandi en ekki Austurlöndum.
Grænlendingar vilja vita meira um ís-
land, þeir finna til samkenndar nteð okkur,
því við vorum líka einu sinni undir Dönunt.
Nú síöustu ár hafa Inuitar í Kanada og Al-
aska verið í santbandi við Grænland. Þeir
tala santa mál og komið hefur verið á ferð-
um og sameiginlegum ráðstefnum. Inuitar
eru reyndttr líka til í Sovétríkjunum, en þeir
hafa ekki verið með í þessu samstarfi enn.
Grænlendingar hlæja að okkur Islend-
ingunt, þegar ég segi frá að á íslandi eigi
ntenn ár, laxana og fjöllin, og reka upp rosa
hlátur þegar fjárhæðin er nefnd, sem það
kostar að veiða laxinn. Þeim finnst við vit-
laus, fyrir þeini er ekkí hægt að eiga náttúr-
una, bara lifa af henni."
Allir einhverjir veiðimenn
Eru enn til Grænlendingar sem lifa á
veiðum?
„Þeir eru fáir sem lifa á veiðum, en flestir
reyna að eignast bát, sem fjölskyldan notar
til ;ið veiða fisk og skjóta fugl og sel í frí-
stundum. Þegar svo fólk kemst á eftirlaun.
stundar það veiðar mjög mikið.
Þjóðlegir siðir eru enn við lýði í sambandi
við veiðarnar. Þegar komið er að landi með
veiðina, safnast fólk í vörina, veiðinni er
skipt og fólk fær sér hráa selslifur."
Danski fáninn
án hvíta krossins
Það er mikið að gerast í sjálfstæðismálum
á Grænlandi.
„Grænlendingar hafa mjög mikla
þjóðerniskennd og eru að reyna að vera
sjálfstæðir. En það er samt langt í land að
það sé mögulegt, sérstaklega efnahagslega.
Efnahagskerfið er fjármagnað af Dönum,
og þó það sé óuppgert hve mikið Danir hafa
Helgin 16.-17. júlí 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15
tagi, þegar loftskeytamenn kröfðust sömu
launa og í Danmörku væri. Þeir gerðu verk-
fall, sem hafði þau áhrif að allar samgöngur
lögðust niður á Grænlandi. Þetta þótti afar
slæmt, og grænlenska verkalýðshreyfingin
lagðist gegn kröfum þessa hóps og ford-
æntdi verkfallið. í þessu máli leituðu bæði
grænlenska verkalýðshreyfingin og danskir
loftskeytamenn fulltingis til ASÍ, sem brást
þannig við að svara Dönunum engu, en
styðja Grænlendingana. Þetta vakti athygli
á Grænlandi, og er þeint ntikilsvirði, vegna
þess skilnings sem þeir þykjast finna frá
íslensku verkalýðshreyfingunni á þeim
vanda sem við er að etja. Grænlenska-
verkalýðshreyfingin hefur eflst mikið
undanfarin ár. Stéttarvitund er ákaflega
sterk og nú síðast stofnaði verkalýðshreyf-
ingin sósíalískan flokk nteð fleiri róttækum
hópum. Það er líka margt sent berjast þarf
fyrir, t.d. eru stórar glompur í samningum
við einkaaðila, sent hafa fólk í vinnu án þess
að þurfa að greiða því eftir- og næturvinnu.
Sjálfsprottin verkföll eru tíð, oft vegna
aðstöðu á vinnustöðum eða misréttis ýmiss
konar.
Ég vil konta því enn og aftur á framfæri
að góð tengsl við verkalýðshreyfinguna á
íslandi er mikils virði fyrir Grænlendinga."
Slæmir tímar - og þó
„Það er ntargt að gerast á Grænlandi í
dag. Þeir eru að reyna að skapa santfélag
fyrir sig. Þeir eru náttúrubörn frá fornu fari
og vilja halda tengslum við uppruna sinn á
sama tíma og þeir rísa gegn erléndri kúgun
og skilningsleysi.
Það var leitt yfir þá vestrænt nútíma-
En í þjóðmálum er staðan þannig, að
eftir Landsþingskosningarnar í vor er staða
vinstri flokkanna sterkari en áður og
Siumut-flokkurinn mun fara áfram með
stjórnvölinn með hlutleysisstuðningi Sósí-
alistaflokksins.“
íslenskur stuðningur
gegn launamisréttinu
„Andstaðan við Dani er margvísleg. í
daglegri umgengni gera Grænlendingar
mikið grín að Dönum, þeir herma eftir
þeim td. göngulagi þeirra, og eru gjarnan
kvikindislegir.
Danirnir þarna eru mjög misjafnir, sumir
taka fullan þátt í sjálfstæðisbaráttunni, en
aðrir halda í yfirráð Dana og forréttindi,
sem eru ntikil ennþá.
Launamisréttið er það versta. Á Græn-
landi vantar fagmenntað fólk, og þess
vegna er hægt að hafa Danina yfirborgaða.
Það er erfitt að fagmenntast á Grænlandi og
helst þar í hendur fáir skólar, meistarakerfi
og danskir iðnmeistarar.
Það sem grænlenska verkalýðshreyfingin
er svo að reyna að gera er að bæta kjör
Grænlendinganna. Það er því mikið stríð
við hópa sem Danir eru fjölmennastir í, því
þeir hafa svo miklu betri kjör og geta alltaf
fengið stuðning danskra kollega. I þessunt
stéttum sem Danirnir eru fjölmennastir í,
er krafist launa sambærilegra við danska
starfsbræður.
Fyrir fáum árum, kom upp deila af þessu
samfélag af útlendingum. Þeir áttu bara að
passa inn í myndina, sem erekki mögulegt.
Og nú vilja þeir vera sjálfstæðir.
Flestir spyrja um drykkju- og otbeldis-
mál. Það er nú dálftið öðruvísi frá mínum
bæjardyrum séð en afmennt viröist álitið.
Drykkjuskapur sem er inikill, er jafnmikill
meðal Dana á Grænlandi og Grænlend-
inga. Samt hafa Danirnir allir vinnu. Ég
býst við að atvinnuleysiö eigi mikinn þátt í
að auka vandann og svo er ekkert SÁÁ...
Áfengisskömmtun ákváðu Grænlending-
ar að hætta, því bót á þessutn vanda yrði að
koma frá þeim sjálfum.
Eins er með ofbeldi, það er minna en
sýnist. Hinsvegar eru sjálfsmorð tíð sem
segir nokkuð um rótleysi og erfiðleika að
finna sig í nýrri og slæmri samfélagsgerð.
Reyndar voru sjálfsmorð til í gamla satnfé-
laginu á Grænlandi og tilfinning fyrir
dauðanum er mjög á annan veg en við venj-
umst hér á landi. Við þjóðfélagsbreyting-
arnar hefur orðið mikið kynslóðabil. Eldra
fólk er stolt og lagði metnað sinn í að börnin
færu í skóla. Þessi börn hafa svo menntast
upp á danska vísu og mörg verið í Dan-
mörku og tileinkað sér nýja lifnaðarhætti.
Þau hafa jafnframt risið upp metnaðargjörn
fyrir grænlensku sjálfstæði sem er á vissan
hátt fordæming á gjörðum feðranna. Þetta
veldur margskonar erfiðleikum.
Samt er ungt fólk á Grænlandi þjóðernis-
sinnað og pólitískt. Það hefur kjark oggetu,
sent miklar vonir eru bundnar við."
Þarna mætast austur og vestur,
gamalt og nýtt
„En það er margt sérstakt við Grænlend-
inga og Grænland. Þeir kunna listina að
hlæja og vita hve hollt það er.
Þeir hafa lund líkari austrænum þjóðum,
eru léttlyndir, viðkvæmir og skapmiklir.
Þeir eru skapandi, það er listamaður í
flestum.
Mér fannst ég kannast við margt þegar ég
kom fyrst til Grænlands. Þarna mætist
austur og vestur og blandast á sérkenni-
legan hátt. Gamalt og nýtt gerir það líka.
Maður sér gamla konu sníða þráð úr sel-
Texti: Unnur G. skinni og horfa á vídeó um leið.“
K’rictiáncrinttir Ingibjörg og sonurinn Sigurður Samik
rvi isijauauuiui eru ^ förum til Grænlands eftir vetursetu
hér á landi. Ingibjörg hefur beðið síðan um
miðjan maí eftir fari, þvf nú eru ekki lengur
samgöngu milli íslands og Grænlands nema
tvo mánuði á sumrin, því SAS þóknast ekki
lengur að ntillilenda hér. Ingibjörg lét þess
getið að henni og öðrunt íslendingi, Helga
Jónassyni, þætti gott að búa á Grænlandi og
bað okkur að styðja grannana í vestri í bar-
áttu sinni fyrir betri tíð og sjálfsforræði.
Amaut: Barnið t pokanum
Kveðjuveisla í „graflska verkstaeðinu“ nú Listaskóla Grænlunds.
Fremst til vinstri er Hans Lynge, frægasti málari og rithöfundur Græn-
lands.
Jeremias dansar við blómið, Grænlendingar
kunna að skemmta sér.
Veiðmennska er öllum ( blóð borin.
Frá myndlistarsýningu
Ingibjargar í Ásmundarsa!
s.l. vetur. Það eru
greinileg grænlensk áhrif í
myndum hennar.