Þjóðviljinn - 16.07.1983, Side 16

Þjóðviljinn - 16.07.1983, Side 16
16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 16.-17. júlí 1983 dægurmál (sígiid?) Fifty million years ago They walked upon the planet so They live in a museum It’s the only placeyou’llsee um (them) Walking in your foolsteps They say the meek shall inherit the ' earth Walking in your footsteps Hér er sem sagt fyrirsjáan- legum (?) örlögum mannsins líkt við örlög hinnar miklu skepnu risaeðlunnar, sem fyrir 50 miljón- um ára gekk (eða skreið) hér á jörð og virtist sem hún væri kon- ungur sköpunarverksins, eins og við álítum okkur nú, sem fetum í fótspor hennar. En þótt hún væri uppáhaldsverk guðs þá átti hún ekki framtíðina fyrir sér. Hinn mikli brontósár (risaeðlutegund) er spurður hvort hann geti ekki miðlað okkur af reynslu sinni: „Þú hélst að þú myndir ríkja að eilífu, en þú hafðir engan til að læra af, þú varst á við fjögurra hæða hús, en gerðir samt ekki flugu mein; Og svo er aldauða meinleysisdýrsins risaeðlunnar, sem að öllum líkindum var líka heimsk, stillt upp gegn yfirvof- andi sjálfstortímingu mannsins með atómsprengjunni, sem er af- sprengi gáfna hans...munurinn á heimskunni Jóns og séra Jóns, en afleiðingin gæti orðið sú sanía: eitt og eitt eintak maður - eða leifar hans - á safni, og viðvörun í lokin: Þeirsegjaaðhinirhógværu muni jörðina erfa...í fótspor þín. I laginu O tny God er reynt að ákalla einhvern guð en frekar í örvæntingu en vissu um að hann sé til, jafnvel þó svo virðist sem aðeins eitthvað yfirnáttúruiegt geti bjargað tilveru okkar: The fat man in his garden The thin man at his gate My God you must be sleeping Wake up it’s much too late Take the space belween us andfill it up some way (Feiti maðurinn er í sínum garði, sá horaði fyrir utan garðs- hlið hans, Guð þú hlýtur að vera sofandi, vaknaðu, það er orðið allt of framorðið, brúaðu bilið á milli okkar). Hlið 2 á Synchronicity er per- sónulegri, úr einkalífi Stings (sem er nýlega skilinn ef marka má kjaftasíður dagblaðanna). Textar þar fjalla um afbrýðisemi og þann leiða ávana einnar manneskju að eigna sér aðra, eins og oftar en ekki vill vera samfara giftingu, sambúð og barneignum. Kannast einhver við málið? Endahnúturinn á plötunni er svo lagið Tea in the Sahara sem samið er upp úr sögunni The sheltering sky eftir Paul Bowles. Þar segir frá þrem systkinum sem eiga þá ósk heitasta að drekka te úti í eyðimörkinni og tekst að semja við ungan mann um að flytja sig en hann hverfur síðan af sjónarsviðinu og þau bíða, til eilífðar...?, eftir Messíasi...? - með bollana fulla af sandi, í þeirri von að Hann muni birtast til að uppfylla óskir þeirra um kaffi- samsæti í Sahara...eða eitthvað annað... Eins og áður segir er hljóm- sveitin Police ein sú besta popp- hljómsveit sem til hefur verið og þótt greina megi áhrif frá ýmsum hljómsveitum í músik þeirra, t.d. Bob Marley, Who og jafnvel Yes, Gentle Giant - og Jam (eða öfugt), þá er úrvinnsla Police slík að músik þeirra er auðþekkt og algjörlega þeirra eigin þegar upp er staðið til að dansa auðvitað - og hugsa...samstilling (h)anda og fóta, ...og eins og þeir segja sem leggja út í meiriháttar karl- mannlegævintýr: „Let’s syncron- ize our watches" (stillum saman úrin)... og verum viðbúin öll á sama andartaki til að taka í taumana áður en örlög risa- eðlanna verða okkar, hver sem heimskan verður fram að því... A Völd spilling og lygi Joy Division og síðar New Order hafa verið mestu „kúltúr“- hljómsveitir í Englandi síðustu árin. Joy Division naut á sínum tíma mikillar hylli og virðingar. Miklar goðsagnir spunnust um hljómsveitina og þá einkanlega söngvarann Ian Curtis sem var af mörgum talinn ein bjartasta von rokktónlistar í Englandi. Um líkt leyti og frægðarsól hljómsveitarinnar var að komast í hádegisstað svipti Ian Curtis sig lífi. Dauði hans kom sem reiðars- lag yfir aðdáendur hljómsveitar- innar og gerðu flestir ráð fyrir að dagar Joy Division væru allir. Þvert ofan í allar hrakspár héldu þremenningarnir sem eftir voru samstarfinu áfram. Upp úr rúst- um Joy Division reis ný: hljóm- sveit New Order. Ekki voru menn bjartsýnir á framtíð New Order því Ian Curtis hafði verið aðal laga- og texta- smiður Joy Division. En maður kemur í manns stað og kom það í hlut gítarleikarans Bernard Al- brecht að stíga fram í sviðsljósið og fylla skarð hins stórkostlega Ian Curtis. Albrecht gerði það svo vel að þegar eftir fyrstu tón- leika og plötu New Order þögn- uðu allar bölsýnisraddir og gaml- ir Joy Division aðdáendur tóku gleði sína á ný. Tónlist New Order er ekki eins þung og krefjandi og Joy Divisi- on. Samt leynir sér ekki að tónlist New Order á rætur að rekja til Joy Division. Á nýjustu plötu New Order, Power, Corruption & Lies fjarlægist hljómsveitin tónlist Joy Division meira en á fýrri plötu hljómsveitarinnar Mo- vement. Á Power, Corruption, & Lies kveður við allt annan og létt- ari tón en á plötum Joy Division Það sem setur mestan svip á plöt- una er hinn sérkennilegi og skemmtilegi gítarleikur Bernard Albrecht. Albrecht er ekki eins góður söngvari og Ian Curtis enda ekki margir sem geta fyllt skarð Curtis. Albrecht hefur þó tekist að gefa tónlist New Order svipaðan blæ með söng sínum og Ian Curtis gerði á sínum tíma í Joy Division. Power, Corruption & Lies er önnur breiðskífa New Order og mun betri og heilsteyptari en sú fyrri Movement. Má vera að sú ákvörðun hljómsveitarinnar að „producera“ plötuna sjálf hafi gert það að verkum hve heilsteypt hún er. Framtíð New Order er björt og vonandi fáum við að heyra mikið frá þeim á ko- mandi árum því hljómsveitin er sennilega ein sú besta sem star- fandi er í Englandi um þessar mundir. JVS Umsjón Sif Jón Viðar Andrea mínu viti, þ.e.a.s. þeir sem eru eftir Sting. Hann á allt efni á Synchronicity utan tvö lög sem hvor hinn meðlimanna á: Mother eftir Andy Summers, „sniðugt" lag undir miklum áhrifum frá Cörlu Bley en textinn er geðveikislegt ofsóknarbrjálæði drengstaula gagnvart móður sinni og öðru kvenfólki: „Every girl I go out with becomes my mother in the end“... (Allár stelpur sem ég er með verða mömmur mínar fyrir rest), en allt í góðu gamni — eða hvað?; Miss Gradenko er eftir Stewart Cope- land, e.k. spæjaratexti en gott lag með skemmtilegum gítarfrösum og takturinn minnir lauslega á Gentle Giant, eins og oftar á plötunni. Ekki er hægt að segja að mikið fari fyrir bjartsýni í textum Stings á plötunni Synchronicity. Á hlið eitt er efast um framtíð mann- kynsins og í laginu Walking in yo- ur footsteps (Fetað í fótspor þín) er því velt fyrir sér hvort maður- inn deyi út eins og risaeðlurnar, hann sem telur sig æðsta dýr jarðarinnar: Fifty million years ago You walked upon the ptanet so Lord of all that you could see Jusl a little bit like me Walking in your foolsteps. Hey Mr DinoSaur, you really couldn I ask for more You were God’s favourite creature but you didn’t have a future. Hey mighty brontosaurus don’t you have a lesson for us You thought your rule would always last There were no lessons in your past You were built three slories high They said you would’nt hurt a fly If we explode the alom bomb would they say that we were dumb. The Police - Löggan: Andy Summers, Sting og Stewart Copeland. The Police: Synchronicity Lögga Samstillt Hljómsveitin Police var stofn- uð snemma árs 1977 og er því rétt liðlega 6 ára gömul. Það er ekki ýkjahár aldur, jafnvel á popp- hljómsveit (Rolling Stones eru 20 ára!), en þrátt fyrir það hefur Pol- ice fest sér sess í sögu poppsins sem ein af bestu slíkum sveitum sem fram hafa komið í heimi hér. Þremenningarnir sem skipa hljómsveitina eru heidur engir viðvaningar. Stofnandi hennar, bandaríski trommuleikarinn Stewart Copeland, lék t.d. með ensku hljómsveitinni Curvec Air. Bassaleikarinn og söngvarinn Sting (Gordon Sumner mun vera hans rétta nafn) var á kafi í djass- og rokklífinu íNewcastle áður en Copeland fékk hann til liðs við sig. Sá elsti og reyndasti er þó gítarleikarinn Andy Summer (a.m.k. 35 ára, hinir eru um þrí- tugt), sem hefur verið viðloðandi breskt rokk síðan á Bítladögum og leikið með köppum eins og Zoot Money, Kevin Ayers, Ke- vin Coyne og hljómsveitinni Ani- mals, og í fyrra kom út plata með honum og gítarleikaranum Ro- bert Fripp (King Crimson), I advanced masked. Þremenningarnir í Police eru geysigóðir hljóðfæraleikarar og hafa „í gegnum tíðina” safnað í sarpinn áhrifum af ýmsum tón- listarstefnum og tekist að blanda saman og gera úr músik sem höfðar til bæði fóta og höfuðs - og alls þar á milli - nema hvort tveggja eða allt sé. Þ.e.a.s. mús- ikin er taktföst blanda af reggei, rokki og (nú á þeirra nýjustu plötu) afríkönskum trumbuslætti við þrælgóðar popp-laglínur sem hlýtur að setja sveiflu á skrokk- inn á öllum sem á annað borð hafa gaman af að dansa. Þar að auki eru textarnir á þeirra nýjustu plötu, Synchronicity (Samstill- ing), þess virði að velt sé yfir þeim vöngum, og vel gerðir að

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.