Þjóðviljinn - 16.07.1983, Page 17

Þjóðviljinn - 16.07.1983, Page 17
Helgin 16.-17. júlí 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17 Eftirfarandi ljóð rákumst við á í skólablaði Hag- skælinga „Huginn“. RAUNVERU- LEIKINN Og raunveruleikinn kom og fór. Og ég Iifði og lifði ekki. Og mennirnir töluðu og töluðu ekki. Lífið gekk í sveiflum fram og aftur. Mér til bóta og mér til skaða. En dag einn. Þegar múrinn var í þann mund að bresta. Þá steigst þú útúr þögninni. Þú komst, falleg, eins og í draumum mínum. Og hjálpaðir mér. í baráttunni við mennina. Sem stendur enn. Mr. A. Bragason Verð á tískufatnaði Verð á tískufatnaði er sífellt um- ræðuefni meðal unglinga, enda ekki nema von því í hann fara flestir peningurnir. Fáheyrður verðmun- ur ei á milli hinna ýmsu vöru- merk.ia. T.d. kosta galiabuxur ■ Airport 1.010.- kr. meira en galla- buxur er fást í Buxnaklaufinni. Vegna þessa gerðum við ofur- litla verðkönnun (á gallabuxum og hvítum skyrtum) og höfðum sam- band við tvo aðila er hafa með þessi mál að gera, Neytendasamtökin og Verðlagsstofnun. Hjá Neytendasamtökunum fengum við þær upplýsingar að þau hefðu ekkert bolmagn til þess að rannsaka verðlagningu á þessum vörum og er það miður. Hjá Verðlagsstofnun hittum við að máli Jóhannes Gunnarsson, starfsmann Verðlagsstofnunar og stjórnarmann í Neytendasamtök- unum. Við spurðum hann hvort álagning á fatnaði væri fjáls. Hann kvað svo ekki vera, álagningin væri tvíþætt, annarsvegar fyrir karl- menn, unglinga og börn og hins vegar fyrir konur. Heildsöluálagn- ingin er sú sama í báðum flokkum, 10%, en smásöluálagningin er 36,5% á fatnað fyrir karlmenn, unglinga og börn, en 40% fyrir konur. Okkur þótti þetta vera augljóst brot á jafnréttislögum og spurðum hann því nánar út í þennan mun. Hann sagði Jafnréttisráð ein- hverntímann hafa fett fingur út í þetta, en ástæðan fyrir þessu væri sú að er álagning þessi var ákveðin þótti kvenfatnaður meira tísku- bundinn og þar af leiðandi væri meiri tilkostnaður. Hann taldi það ekki vera hag neytandans að leiðrétta þetta, því karlmannafatn- aður væri orðinn jafn tískubundinn og kvenfatnaðurinn og þar af leiðandi myndi hann bara hækka upp í 40%. Hvítar skyrtur Vorsl. Adam Buxnaklaufin Blondie Faco Karnabær Sautján Verö Teg. Verð Teg. 550,- Love 690.- Love 345.- Moustache 445,- Moustache 620,- Compliement 720,- Disturb 349.- Fun Factory 560.- Markamut 370.- Mens Club 6Ó5.- Mens Club 540,- FUS 600.- FUS Gallabuxur unglingasíðan Hvers eiga Andropov og félagar að gjalda? Hvers á Sovétið gjalda? Vegna sífclldra árása á stjórn So- vétríkjanna tókum við þá ákvörðun að skrifa unglingasíðunni bréf svo hin sósíalíska æska þessa lands fái ekki rangar hygmyndir um vel- ferðarríkin austan Járntjalds. Þegar byltingin var gerð árið 1917 var efnahagsástandið í Rúss- landi í rúst, iðnbyltingin hafði enn ekki séð dagsins Ijós, þ.e.a.s. Rúss- land var 30 árum á eftir í allri iðn- þróun. 95% allra landsmanna voru ólæsir þegar byltingin var gerð. Þegar þetta ástand er skoðað sést glöggt hvflíkt kraftaverk hefur ver- ið gert þar í landi. IRússlandi árið 1917 var komm- únismi sá er Marx ritar um að sjálf- sögðu ekki framkvæmanlegur því hann miðaðist við þróuð iðnríki. Því urðu Lenin og félagar að byrja frá grunni. Á örfáurn árum tókst Sovét- mönnum að gera kraftaverk: 10 árum eftir byltinguna voru allir íbu- ár landsins læsir. Markviss áætlun- arbúskapur tókst með afbrigðum vel. Á rétt rúmum tuttugu árum jókst þjóðarframleiðsla Sovét- manna svo gífurlega að hún varð hærri en Bandaríkjamanna. Eftir síðari heimstyrjöldina þeg- ar Sovétríkin voru í rúst vegna svika Breta og Bandaríkjamanna kröfðust Sovétmenn stríðsskaða- bóta af A-Evrópuríkjunum. Hver _ er svo heimskur að halda að Sovét- menn hafi ætlað að „innlima" þessi ríki? Hefðu þeir heimtað stríðs- skaðabætur af ríkjum sem þeir ætl- uðu hvort eð var? Onei, A- Evrópuríkin gengu sjálfviljug í varnarsamstarf við Sovétmenn! Oft er um það rætt að Sovét- menn séu aðalforsprakkarnir í víg- búnaðarkapphlaupinu. Það er rangt! Þeir buðu Bandaríkja- mönnum að báðar þjóðirnar út- rýmdu öllum sínum kjarnorku- vopnum, en hverju svaraði Banda- ríkjastjórn? Hún sagði þeim að þeir skyldu útrýma sínum vopnum en það ætluðu þeir sjálfir ekki að gera. Innrásin í Afganistan er mikið hitamál um þessar mundir. Stóri ljóti rússneski björnin er að drepa allar afgönsku hetjurnar. Þetta er mikill misskilningur! Bandaríkjastjórn fylgir þeirri utan- ríkisstefnu sem oft er nefnd Trum- an kenningin um að öllum tiltækum ráðum skuli beitt í því skyni að ná löndum þeim er næst liggja Sovétr- íkjunum. Beita þeir í því skyni fégj- öfum (líkt og á íslandi) og styðja einnig til valda ýmsa menn sem ekki láta sér allt fyrir brjósti brenna. Þetta er það sem gerðist í Afgan- istan. Leppar Bandaríkjastjórnar reyndu að taka völdin gegn vilja almennings. Það er fásinna að halda því fram að öll þjóðin sé að berjast gegn Rauða hernum. Það eru einungis nokkrir leppar Banda- ríkjastjórnar sem keypt hafa málal- iða þá er nefndir eru „skæruliðar". Með fyrirfram þökk fyrir birt- inguna Þrír eldrauðir Umsjón Helgi Hjörvar Frjálshyggja í praxis ... égeroghefalltaf verið hlynnturframtaki einstaklinganna og verið á móti því að allur kostnaður og áhætta af svona löguðu hvíli á einstaklingnum... (Albert Guðmundsson í „TÍMA~ NUM“ 14. júlí 1983) Versl. Verft Teg. Verð Teg. Airport 790,- Take out 1.590.- Closed Buxnaklaufin 580.- Cirio Blondie 598,- Diesel 1.550,- Coldie Adam 755,- Lee Cooper 990,- Lee Cooper Faco 798.- UFO 1.190,- Jackpot Gallerí 1.050,- 1.150,- Karnabær 990.- Wrangler 1.090,- Bandito Sautján 650.- FUS 890.- FUS Kynfræðslu í sj ón varpið? Nú megum við eiga von á kyn- upp veggspjöld, dreifa bæklingum fræðsluherferð! Og ekki bara í - og guð má vita hvað. skólum heldur einnig í sjónvarpi og Þeir sem bera ábyrgð á þessu eru jafnvel í sjálfum auglýsingatíma 57 konur (ekki er nú jafnréttinu sjónvarpsins. Það á líka að hengja fyrir að fara) sem skrifað hafa bæði Nestispakkar Fræðsluráð Reykjavíkur hefur samþykkt sölu á hin- um svokölluðu „nestispökkum“ í öllum skólum Reykja- víkur nú í vetur. Nestispakkar þessir voru reyndir í fjórum skólum í Reykjavík í vetur og þóttu gefast svo vel að nú fá allir skólakrakkar í Reykjavík eitthvað að bíta og brenna á löngum skóladegi. Innihald þessara pakka er mjög breytilegt frá degi til dags (að sjálfsögðu valið af ein- hverjum næringarsérfræðingum), en þó má nefna á- vexti, samlokur og ávaxtadrykki. Verði er mjög stillt í hóf. menntamála- og heilbrigðismála- ráðherra bréf þar sem þær hafa óskað eftir aukinni kynfræðslu meðal „yngra fólks". Ástæðan fyrir þessu er að þeirra sögn fáheyrður fjöldi fóstur- eyðinga meðal 15-19 ára stúlkna (128 stúlkur létu framkvæma fóst- ureyðingu árið 1981). Þess ber að geta að tölur um fóst- ureyðingar eru aðsjálfsögðu eng- inn mælikvarði á það hversu marg- ar stúlkur verða þungaðar „ótíma- bærlega" því það er fjöldinn allur af stúlkum sem ýmist vilja ekki láta eyða fóstri eða taka ákvörðun um að eyða því of seint. Nú væri gaman ef þið létuð í ykk- ur heyra! Hvað finnst ykkur um þá kynfræðslu sem hefur verið í skól- anum hjá ykkur? Finnst ykkur óþægilegt að spyrja spuringa þegar allur bekkurinn heyrir til? Hvernig viljið þið hafa kynfræðsluna? Vilj- ið þið yfirhöfuð hafa kynfræðsiu? Bréf um þessi mál þurfa ekki að vera merkt nafni sendandans!

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.