Þjóðviljinn - 16.07.1983, Síða 18

Þjóðviljinn - 16.07.1983, Síða 18
18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 16.-17. júlí 1983 skak Helgi Ólafsson skrifar Nokkur orð um gamlar gildrur Helgi Ólafsson skrifar Fátt þykir skákáhugamönnum skemmtilegra cn að rifja upp fyrstu kynni sín af skáklistinni. Fyrsti andstæðingur, fyrsta tap- ið, fyrsti vinningurinn, staður og stund. Það gleymist ekki. Reynsla manna er áreiðanlcga jafn mis- munandi og mennirnir eru marg- ir, en þó hygg ég að ekki sé ofmælt að fyrsta hindrunin sem menn yfirstíga á skákferli sínum, með góðu eða illu, er það sem kallast á ágætu skákmáli heimaskítsmát. Við heimaskítsmáti eru margar góðar varnir, en í fyrstu falla menn æ ofan í æ í þennan sama pytt. Þú ert mát góði, segir sá reyndari og hefur kannski ekki lært neitt annað en þessa gildru sem er á þessa leið: 1. e4 e5 2. Bc4 Rc6 3. Dh5 Rf6 4. Dxf7 mát! Ekki hirði ég um að tíunda varn- ir, en minni á að 2. - Rf6 hefði komið í veg fyrir allar máthótan- ir. Þetta er stysta mátið sem hægt er að falla í, en ekki 1. f3 e5 2. g4 Dh4mát, þvítilþess aðverða mát á þennan hátt þarf hvítur að sýna fágætt hugarflug! Þegar fram líða stundir og heimaskítsmátið er orðið sem gamall brandari fara þróaðri mát- stöður að velkjast innra með mönnum. Ég hygg að næst á eftir komi mát niðrí borði. Óvina- kóngurinn hefur ekki búið sér skjól og hrókur smellur í borði: mát! Slíkar trakteringar eru oft á tíðum tilviljanakenndar og iðu- lega hægt að forðast í næsta leik á undan. En þegar komið er á enn hærra plan fara hlutirnir að gerast flóknari og jafnframt skemmti- legri. Þeir sem einhvern tímann hafa átt þá ágætu bók Fléttuna kannast áreiðanlega við eitt dæmið úr þeirri bók þar sem hvít- ur sýndi óvenjulegt hugvit til þess að ná settu marki: I ' I k W kkk m k m k W&ÍM abcdefgh / Adams - Torre New Orleans 1920 18. Dg4! Db5 (Eini leikurinn.) 19. Dc4! Dd7 (Aftur á svartur þennan eina leik.) 20. Dc7! (Og enn blæs’ann!) 20. .. Db5 21. a4! Dxa4 (Allir leikir svarts hafa verið þvingaðir og svo heldur áfram þar til hann gefst upp.) 22. He4 Db5 23. Dxb7! - Svartur verður annað hvort að gefa drottinguna eða verða mát, . hvorugur kostur er lífvænlegur svo svartur gafst upp. Á þessum árum í kringum alda- mótin voru hugmyndir margra góðra skákmanna almennt á reiki varðandi grundvallarhugmyndir sem byggjandi væri á. Einn vildi frekar riddara en biskupa, annar taldi að þrjú peð væru áreiðan- lega jafnokar biskups eða ridd- ara. Með tímanum og tilkomu „sovéska skákskólans“, þar sem menn á borð við Mikhael Bo- tvinnik fóru að beita hávísinda- legum aðferðum til lausnar viðfangsefna sinna, þróuðu ein- beitingarhæfileika sína og sund- urgreindu afbrigði með allt að því kynngimögnuðum aðferðum (sjá bók Alexanders Kotov „Hugs- aðu eins og stórmeistari"), urðu skákir fremstu skákmanna þann- ig „vaxnar“ að fallegustu flétt- urnar, djúphugsaðar brellur litu aldrei dagsins Ijós. M.ö.o. urðu aðeins til í hugarfylgsnum skák- mannanna sjálfra. Tökum dæmi frá hinu magnaða einvígi Korts- nojs og Spasskís í Belgrad í Júg- ósiavíu um áramótin ’77-’78. m o&a i mnm.......» abcdefgh Kortsnoj - Spasskí 7. skák: Staðan kom upp eftir 29. leik hvíts Hcl - dl. Staðan er æsi- spennandi og hlýtur að hafa reynt mjög á taugar keppenda. Staðan í einvíginu var á þessu stigi 4:2, Kortsnoj í vil, og því undruðust margir að hann skyldi ótrauður leggja út í stórkostlegar flækjur með svo þægilegt forskot. Kort- snoj er þekktur fyrir hæfileika sína til að sundurgreina afbrigði á mjög nákvæman hátt og það langt fram í tímann. Hann treysti hæfileikum sínum og dæmdi þessa stöðu sér hagstæða. Nú lék Spasskí leik sem kom fjölmörg- um áhorfendum mjög á óvart... 29. .. Dxa2! (Leikurinn fær hrópmerki þar sem hann byggir á afar skemmti- legri gildru sem Spasskí leggur fyrir Kortsnoj. Hví í ósköpunum leikur Kortsnoj ekki 30. Db8 sem virðist vinna í einu vettfangi. Spasskí hafði undirbúið magn- aðan leik: 30. - Da4! og nú 31. Dxc8+ Kh7 32. Dg8- Kxg8 33. c8 . (D)+ Kh7 34. Hc2 Dal! 35. Hxd2 Dxdl! og mátar. Það er at- hyglisvert að hvítur gat villst af leið með því að reikna með mög- uleikanum 30. - Dal, leik sem einnig lítur vel út. í því tilviki vinnur hvítur á eftirfarandi hátt: 31. Dxc8+ Kh7 32. Hxh6+! Kxh6 33. Dh8+ Kg6 34. De8+ Kh6 35. De6+ Kh7 36. Dh3+ Kg6 37. Dg4+ og 38. Hxal. Eftir að hafa athugað alla þessa mögu- leika og komist að niðurstöðu lék Kortsnoj afskaplega rólyndis- legum leik, sem fáir hugðu að hefði byggst á nákvæmum út- reikningum...) 30. h3!! - Loftar út. Kóngsstaðan er mikilvæg í flóknum stöðum. Karpov heimsmeistari er aldrei í rónni fyrr en hann hefur loftað út hjá sér, sem e.t.v. skýrir byrjana- val hans að nokkru. Tartakower- afbrigðið í Drottningarbragði er eitt hans aðalvopn: 1. d4 Rf6 2. c4 e63. Rf3d54. Rc3 Be7 5. Bg5 0-0 6. e3 h6. í skákinni sem við erum að skoða gerir þessi „litli" leikur gæfumuninn. Kortsnoj situr eftir með yfirburðatafl og vann í 48 leikjum: 30. - Da4 31. Hxd2! Hxd2 32. Db7 Hdd8 33. cxd8 Hxd8 34. Hc7 Dal+ 35. Kh2 e4 36. Dxe4 Df6 37. f4 Df8 38. Ha7 Dc5 39. Db7 Dc3 40. De7 Hf8 41. e4 Dd4 42. f5 h5 43. Hxa5 Dd2 44. De5 Dg5 45. Ha6 Hf7 46. Hg6 Dd8 47. f6 h4 48. fxg7 - svartur gafst upp. Finna má ótal mörg dæmi um stórfalleg afbrigði s'em aldrei komu upp á yfirborðið og nútíma taflmennska byggist æði mikið á því að hindra að áætlanir and- stæðings nái fram að ganga. Petr- osjan gat á sínum bestu árum skynjað hættu löngu.áður en hún gat orðið að veruleika og í dag er Karpov manna fundvísastur á leynda möguleika og gerir venju- legast sínar ráðstafanir í tíma. Á Skákþingi Sovétríkjanna sem lauk í Moskvu ekki alls fyrir löngu var tefld skák sem um margt er lík viðureign Kortsnojs og Spasskís sem var rakin að nokkru hér að framan. Þar eigast við tveir af snjöllustu skák- mönnum Sovétríkjanna. Skákþing Sovétríkjanna 1983 Hvítt: Lev Polugajevskí Svart: Lev Pshakis Nimzoindversk vörn 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Dc2 (Þessi gamli leikur sem meistarar á borð við Bogoljubow, Nimzow- itch og jafnvel Capablanca beittu á sínum tíma, hefur öðlast vin- sældir á nýjan leik. Hvítur vill komast hjá tvípeði á c-línunni.) 4. .. 0-0 (Botvinnik kaus að leika 4. - c5. Ánnar möguleiki er 4. - d5.) 5. a3 Bxc3+ 6. Dxc3 b6 7. Rf3 Bb7 8. e3 a5 9. b3 d6 10. Bb2 Rbd7 (Eitthvað svipað þessu hefur margoft sést áður, m.a. í skák Kasparovs og Gligoric á síðasta Olympíumóti.) 11. Bd3 Re4 12. Dc2 f5 13. 0-0 Hf6 (Pshakis er með sókndjarfari skákmönnum og þessi leikur skýrist því af skákstíl hans. Var- kárari sálir hefðu leikið 13. - De7 þar sem textaleikurinn gefur hvít- um tækifæri til að ráðast fram.) 14. c5! (Laglegur leikur, en heldur ein- faldur í allri gerð og heldur ólík- legt að jafn sterkur skákmaður og Pshakis hafi ekki tekið hann með í reikninginn. Það er vel hugsan- legt að hann hafi ætlað sér að fórna skiptamun með 13. leik sín- um. Hótun hvíts er vitaskuld 15. c6.) Lev Polugajevskí og Lev Pshakis eins og þeir koma fyrir sjónir so- véskra teiknara. 14. .. dxc5 15. dxc5 Rexc5 (Svartur á engan betri kost úr því sem komið er. Hefði hann viljað forðast skiptamuninn, hefði hann leikið 14. - Bd5.) 16. Bxf6 Dxf6 (Svartur hefur allt að því nægjan- legar bætur fyrir skiptamuninn, ■ peð og trausta stöðu.) 17. Be2 Be4 18. Bdl BxO?! (Vafasamur leikur. Svartur gat haldið þokkalegri stöðu með 18. - Hb8 o.s.frv.) 19. BxO Hb8 20. Bc6! Db2! (Svartur er vel á verði. Ef 20. - Re5 þá 21. b4! axb4 22. axb4 og svartur er í vanda. Ef 22. - Hxb3 þá vinnur hvítur á eftirfarandi hátt: 23. Ha8+ Kf7 24. Dh5+! o.s.frv. Leiki svartur hinsvegar 22. - Rxc6 er staða hans hreint afleit eftir 23. bxc5.) 21. Bxd7 Rxd7 22. b4! (Hvítur sér fram á peðstap og finnur einu réttu leiðina til að losa sig við það á sem hagkvæmastan hátt.) 22. .. axb4 23. Da4! Rc5 24. Dc6 bxa3 25. Dxc7 Ha8? (Leiðir til mikilla sviptinga. En best var 25. - Db6, því svartur hefur allgóða jafnteflismöguleika í endataflinu sem kemur upp eftir 26. Dxb6 Hxb6 27. Hxa3.) 26. Dxd6 Rb3 27. Dxe6+ Kh8 28. Habl?! (Polugajevskí er ekki nógu ánægður með þennan leik í aths. sínum í hinu víðlesna sovéska skáktímariti „64“. Hann bendir á aðra og betri leið: 28. Dc6! Hb8 29. Habl Rd2 30. Hxb2 axb2 31. Hbl! Rxbl 32. Dc7 H-eh. 33. Db7 og vinnur b-peðið.) 28. .. Dxbl 29. Hxbl a2 30. Dxb3 al (D) (Hvítur nýtur þess að eiga leikinn í þessari stöðu. Hann má að sjálf- sögðu ekki drepa drottninguna vegna mátsins í borðinu, en svart- ur á einnig við vanda að stríða vegna máthættu í borðinu. Leikur Polugajevskí er stórsnjall og leiðir til vinningsstöðu hverju sem svartur svarar.) 31. g4! (Hótar að vinna drottninguna.) 31. .. De5 (31. -Df6dugar skammt. Hvítur leikur 32. Db8+ og eftir 32. - Df8 33. Dxf8+ Hxf8 33. gxf5 má svartur ekki taka peðið vegna máts í borði. Og tvö peð yfir í hróksendatafli nægja yfirleitt til vinnings.) 31. .. De5 (Valdar b8 - reitinn og býst til að svara 32. gxf5 með 32. - Dxf5! Staðan sem kemur upp eftir 32. Db8+ Df8 33. Hxf8 er að vísu erfið á svart en hann á þó veru- lega jafnteflismöguleika.) 32. .. Dd6 (32. - Df6 kemur á svipaðan stað niður og getið er um í aths. við 31. leik hvíts.) 33. gxf5 Hf8 34. Hdl Dc5 35. Hd5 Dcl + 36. Kg2 h6 37. Dd3 Db2+ 38. Kg3 Dcl 39. e4 Kh7 40. e5 Dgl + 41. Kh3 h5 42. f6+ Kh6 43. Dg3! Dll 44. Kh4 gxf6 45. exf6 - Svartur gafst upp. Kennarastaða Laus er til umsóknar kennarastaöa viö gagn- fræðaskólann á Sauöárkróki. Aöalkennslugreinar, stæröfræöi og eðlis- fræöi. Nánari upplýsingar gefa skólastjóri í síma 95-5219 og formaður skólanefndar í síma 95-5255. Skólanefnd Sauðárkróks

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.