Þjóðviljinn - 16.07.1983, Blaðsíða 26
26 SÍf>A - ÞJ.ÓÐyiLJINN Helgin 16.—17. júlí 1983
ALÞYÐUBANDALAGID
Sumarferð Alþýðubandalagsins
á Norðurlandi vestra
Að þessu sinni liggur leiðin í sumarferð Alþýðubandalagsins a
Norðurlandi vestra á einn fegursta og sérkennilegasta stað landsins:
gljúfrin í þjóðgarðinum við Jökulsá á Fjöllum: Hljóðakletta,
Hólmatungur og Ásbyrgi.
Ferðin hefst fyrir hádegi Iaugardaginn30. júlí og er miðað við sameiginlega
brottför frá Varmahlíö kl. 10. Hópferðir verða frá öllum þéttbýlisstöðum a
Norðurlandi vestra og veita umboðsmenn ferðarinnar upplýsingar á
hverjum stað. Farið verður um Akureyri, Mývatn og Grimsstaði, Asbyrgi og
þaðan upp með Jökulsá vestan megin. Gist verður tvær nætur í tjöldum við
Hljóðakletta og efnt til fagnaðar eins og venja er með dagskrá og
fjöldasöng.
Nægur tími ætti aö gefast til skoðunarferða um Gljúfrin á sunnudeginum en
á mánudag verður ekið um Tjörnes og Húsavík heim á leið.
Þátttakendur hafi með sér tjöld, nesti og annan viðlegubúnað.
Þátttökugjald er kr. 1000 en hálft gjald fyrir þátttakendur 14 ára og yngri.
Umboðsmenn ferðarinnar eru:
Siglufjörður: Svava Baldvinsdóttir s. 71429, Sigurlína Þorsteinsd. s.
71406.
Sauðárkrókur: Bragi Skúlason, s. 5245, Rúnar Backmann, s. 5684 og
5519.
Hofsós: Gísli Kristjánsson s. 6341.
Varmahlíð: Ragnar Arnalds s. 6128.
Blönduós: Sturla Þórðarson s. 4356 og 4357, Vignir Einarsson s. 4310.
Skagaströnd: Ingibjörg Kristinsd. s. 4790.
Hvammstangi: Eyjólfur Eyjólfsson s. 1348, Elísabet Bjarnadóttir s. 1435.
Þátttaka er öllum heimil
Alþýðubandalagið Norðurlandi vestra
Sumarferð Alþýðubandalagsins
á Austurlandi 23. júlí
Eins dags gönguferð frá Oddsdal í Norðfirði um Grákoll
til Viðfjarðar (15-20 km).
Fararstjóri: Hjörleifur Guttormsson.
Nauðsynlegur útbúnaður: Góðir gönguskór, hlifðarföt og nesti fyrir
daginn.
Gisting: Aðkomufólk sem óskar eftir gistingu þarf að panta hana með
fyrirvara I Hótel Egilsbúð, Neskaupstað, sími 7321.
Ef óskað er eftir svefnpokaplássi þá tiikynnið það við skráningu. Tjald-
stæði er yst í Neskaupstað.
Þátttaka tilkynnist (m.a. vegna bátsferðar) til einhvers eftirtalinna eigi
síðar en 18. júlí:
Einar Þórarinsson í síma 7606 eða Valur Þórarinsson í síma 7690 Nes-
kaupstað.
Margrét Oskarsdóttir í síma 6299 Eskifirði.
Jóhanna Þóroddsdóttir í síma 4134 Reyðarfirði.
Anna Þóra Pétursdóttir í síma 5283 Fáskrúðsfirði.
Jóhanna lllugadóttir í síma 1622 Egilsstöðum.
Ferðaáætlun: Þátttakendur koma í bílum (einkabílum eða rútum, ef á þarf
að halda) að brúnni á þjóðvegi innarlega á Oddsdal. Frá Neskaupstað .
verður lagt af stað frá Egilsbúð kl. 8:30.
Lagt af stað í göngu frá þjóðvegi kl. 9 stundvíslega. Áð á völdum stöðum á
leiðinni til Viðfjarðar og eftir dvöl þar siglt með bátum til Neskaupstaðar um
kvöldið, þaðan sem menn fá ferð til að nálgast einkabíla sína á Oddsdal,
Ábending um landabréf: Uppdráttur íslands, blað 114 „Gerpir".
Öllum heimil þátttaka - Alþýðubandalagið.
Aðaifundur Aiþýðubandalagsins
í Rangarþingi
verður haldinn fimmtudaginn 21. júlí kl. 21.00 að Geitasandi 3 Hellu. Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin.
• Blikkiðjan
Asgarði 7, Garðabæ
onnumst þakrennusmiði og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmfði.
Gerum föst verðtilboð
SIMI 53468
bridge
Evrópumót í Wiesbaden
Metþátttaka í Þýskalandi
alls og mikið stríð í stigakeppninni,
í heildina:
Landsliðið okkar í bridge hélt
utan í fyrrinótt. Evrópmótið er í
ár haldið í Wiesbaden í V-
Þýskalandi og er metþátttaka
nú; 24 þjóðir skráðar til leiks og
mæta væntanlega allar.
Meðal þjóða sem nú keppa í
fyrsta sinn má nefna Rúmena en
þar hefur orðið gríðarleg framför í
greininni, eins og í flestum A-
Evrópulöndum.
Mótið er sett í dag og keppni
hefst síðan á morgun, sunnudag og
nær til mánaðarloka. Spilaðar 23
umf., tveir leikir á dag, 32ja spila.
Flestar sigurstranglegustu þjóð-
irnar, Frakkar, ítalar og Pólverjar
t.d. senda sitt skæðasta lið.
ítalir etja fram Belladoyma og
Garozzo, Frakkar senda olympíu-
og Rosenblum-meistarana, þá
Lebel-Soulet og Pilon-Feigen-
baum. Bretar eru hins vegar með
ungt og reynslulítið lið, sem ekki er
vænst mikils af.
Sveitir Dana, Normanna og Svía
eru einnig skeinuhættar og þykir
mér sennilegt að danska sveitin nái
lengst. Á pappírnum er slagurinn
þó milli Frakka og ítala. Ég spái að
önnur þjóðin sigri og hallast að
þeirri frönsku.
Sumarbridge
Enn er metþátttaka í sumarspila-
mennskunni og sannast enn að spil-
afólk á höfuðborgarsvæðinu er
ekki uppnæmt þótt sjái til sólar eins
og sl. fimmtudag. 68 pör skráðu sig
og var spilað í 5 riðlum. Skor var
gríðarleg í nokkrum riðlum. í C-
riðli t.d. skoruðu Guðlaugur Niel-
sen og Sveinn Sigurgeirsson hvorki
meira né minna en 74%, eða 230,
meðalskor 156!
Úrslit urðu annars þessi:
A-riðill: stig
I. Sigfús Þórðarson-
ÞórðurSigurðsson 287
2. Ólafía Jónsdóttir- stig
Sigrún Pálsdóttir 273 Jónas P. Erlingsson 13
3. Ragnar Björnsson- Hrólfur Hjaltason 13
Þórarinn Árnason 257 Ester Jakobsdóttir 11
4. Óskar Þráinsson- Guðmundur Pétursson 10
Sigurður Jónsson 244 Gylfi Baidursson 10
B-riðill: Sigurður B. Þorsteinss. 10
1. Ester Jakobsdóttir- Sigtryggur Sigurðsson 9,5
Magnús T orfason 197
2. Gylfi Baldursson- Að vanda er spilað nk. fimmtu-
Sigurður B. Þorsteinss.
3. Guðmundur Pétursson-
Sigtryggur Sigurðss.
4. Arni Magnússon—
Jón Ámundason
C-riðill:
1. Guðlaugur Nielsen-
Svcinn Sigurgeirss.
2. Jón Hilmarsson-
Þorfínnur Karlsson
3. Dröfn Guðinundsd.-
Umsjón
Ólafur
Lárusson
177
172
170
230
200
Einar Sigurðsson 181
4. Arnar Ingólfsson-
Magnós Eymundsson 174
D-riðill:
1. Jónas P. Erlingss,-
Hrólfur Hjaltason 206
2. Stefán Pálsson-
Aðalsteinn Jörgensen 184
3. Georg Sverrisson-
Kristján Blöndal 177
4. Anton Gunnarsson-
Magnús Ólafsson 174
E-riðili:
1. Gestur Jónsson-
Viðar Jónsson 131
2. Bernharður Guðmundss.-
Iryggvi Gíslason 126
3. Erla Sigurjónsd.-
Kristmundur Þorsteinss. 119
4. Lárus Hermannsson-
Björn Hermannsson 118
Meðalskor í A- var 210. 156 í B-,
C-, og D-riðli. 108 í E.
Nú hafa verið spiluð sjö kvöld
dag, í Domus Medica, og hefst
spilamennska í síðasta lagi kl.
19.30, hálf átta. Allir velkomnir, -
meðan húsrúm leyfir.
BULGARIA
0RL0FSFERÐIR
Alla mánudaga um Kaup-
mannahöfn og Sofiu til
Varna.
Besta baöströnd Evrópu
sumarhús - hótel-matar-
miðar. 80% uppbót á
gjaldeyri - skoöunarferöir
m.a. til Istanbul meö skipi.
Ódýrasta landið í Evrópu.
Verö 3 vikur frá kr. 37.000
á Grand Hotel Varna en
kr. 28.000- á Shipka Am-
bassador.
Sumarhús kr. 25.000-
Örfá sæti laus.
FERÐASKRIFSTOFA
KJARTANS
Gnoöarvogur 44
sími 91-86255
Alþýdubandalagið
á Vesturlandi
um
verslunar-
manna-
helgina
Það verður lagt af stað frá Borgarnesi, laugardaginn 30.
júlí og komið heim að kvöldi mánudags 1. ágúst.
Farið verður um Húnavatnssýslur, um Skagafjörð og til
Siglufjarðar. Gist báðar nætur að Húnavöllum.
Svefnpokapláss og hótelherbergi eftir vali.
Leiðsögumaður er Magnús H. Gíslason frá
Frostastöðum.
Þátttaka tilkynnist sem allra fyrst til þessara manna:
Akranes: Guðbjörg Róbertsdóttir, sími 2251, Ingunn Jónasdóttir,
sími 2698. Borgarnes og nærsveitir: Ríkard Brynjólfsson, sími
7270, Halldór Brynjúlfsson sími 7355. Snæfellsnes sunnan
heiðar: Jóhanna Leópoldsdóttir, sími 7691. Hellissandur: Sigríður
Þórarinsdóttir, sími 6616. Ólafsvík: Anna Valversdóttir, sími 6438.
Grundartjörður: Ingi Hans Jónsson, sími 8811. Stykkishólmur:
Guðrún Ársælsdóttir, sími 8234. Búðardalur: Kristjón Sigurðsson,
sími 4175. Reykjavík: Magnús H. Gíslason, sími 81333. Tilkynnið
ykkursemfyrst.
Ferd fyríralla fjölskylduna!
Öllum heimil þátttaka!
Kjördæmisrád.
Séð yfir Siglufjörð, en þar munu félagar í sumaríerð Alþýöubandalagsins á Vesturlandi meðal annars
staldra við.