Þjóðviljinn - 16.07.1983, Page 27
Hc'lgin T6.-17. júlí' Í983 ÞjÓb^ílíjlI'ilSí - SÍÐÁ Í7
Heildarendurnýjun á ratsjárkerfi hersins fyrir dyrum
Ekkert skríflegt
Gert ráð fyrir tveimur nýjum herstöðvum, móðurstöð
í Keflavíkurherstöðinni og þátttöku íslendinga í rekstrinum.
í svari Geirs Hallgírmssonar viö spurningum Ragnars
Arnalds í utanríkismálanefnd kemur fram aö rætt er um
heildarendurnýjun ratsjárkerfis Bandaríkjahers á íslandi og
tvær nýjar hersöðvar, austan og vestan, auk móöurstöövar í
Keflavíkurherstööinni. Þrátt fyrir þessar viöamiklu áætlanir,
sem m.a. gera ráö fyrir möguleika á þátttöku íslendinga í
rekstri hernaðarkerfis NATO og Bandaríkjanna liggja ekki
fyrir neinar greinargeröir eöa skýrslur um eöli og tilgang
þessarar endurnýjunar.
ra ra
BORGARSPÍTALINN
LAVSSTADA
fa Starfsmaöur á saumastofu óskast sem allra fyrst. na
fg| Fjölbreytilegt starf. Æskilegt aö umsækjandi hafi [qJ
|qJ starfsreynslu.
föl Upplýsingar gefur yfirsaumakona í síma 81200. 13
fGl Reykjavík 14. júlí1983
13 f3
0 BORGARSPÍTALINN [1
f3 0 81200 IGJ
[3 13
eJ eJe!e1e1é1e1e1e1e1e1e1e1e1e1e1í1eJe1e] EI
Engar greinargerðir
1. Hvenær lögðu stjórnvöld í
Bandaríkjunum fram greinarg-
erðir og skýrslur um eðli og tilgang
þeirra ratsjárstöðva sem ætlunin er
að reisa? Er ríkisstjórnin reiðubúin
að leggja þessar skýrslur fram i
utanríkismálanefnd?
Svar 1. „Engar greinargerðir
hafa verið lagðar fram af hálfu
bandarískra stjórnvalda um þessi
mál, en eins og skýrt hefur verið frá
hafa umræður um ratsjárstöðvar
varnarliðsins á íslandi farið fram
milli íslenskra og bandarískra
stjórnvalda. Ég er að sjálfsögðu
reiðubúinn til viðræðna og upplýs-
inga í utanríkismálanefnd urn öll
utanríkis- og varnarmál eins og
verið hefur. Mál þessi voru síðast
rædd á fundi nefndarinnar 11. þ.m.
og verða væntanlega einnig á dag-
skrá fundar 8. ágúst n.k.“
Fylgjast
með umferð
2. Hvcrs eðlis eru ratsjár-
stöðvarnar, hve margar þeirra
vilja Bandaríkjamenn reisa hér á
næstu árum og hvar eiga þær að
rísa?
Svar 2. „Ratsjárstöðvum er ætl-
að sama hlutverk hér og annars
staðar, að fylgjast með untferð í
nágrenni landsins. Rætt hefur ver-
ið um að reisa tvær ratsjárstöövar í
stað þeirra, er lagðar voru niður á
Vestfjörðum og Norð-Austurlandi
og endurnýja tækjabúnað þeirra
sem fyrir eru, þ.e. á Stokksnesi og
Reykjanesi. Þá opnast enn betri
möguleikar en áður til að nýta rat-
sjárstövðar við stjórn á untferð
almennra flugvéla á innanlands-
leiðum og í millilandaflugi, sem og
við öflun upplýsinga fyrir landhelg-
isgæsluna."
Með vissum hætti
3. Hvert er hlutverk hinna nýju
ratsjárstöðva í a) hernaðarkefi
NATO, b) hernaðarkerfi Banda-
ríkjanna?
Svar 3. „Islendingar gerðust
stofnaðilar að Atlantshafsbanda-
laginu og Bandaríkin tóku að sér
varnir landsins fyrir hönd Atlants-
hafsbandalagsins með varnars-
amningnunt milli landanna sbr. lög
nr. 110/1951. Hlutverk ratsjár-
stöðanna er með vissunt hætti að
vera augu og eyru varnarkerfis
okkar og þeirra sem aðilar eru að
Atlantshafsbandalaginu."
íslensk þátttaka
4. Hvert skila ratsjárstöðvar þær
sem Bandaríkjastjórn vill reisa á
Islandi þeim upplýsingum sem þær
safna?
Svar 4. „Úrvinnsla upplýsinga
og framkvæmd ratsjáreftirlits er í
höndum varnarlisins á íslandi, en
ekkert er því til fyrirstöðu að fs-
lendingar vinni við ratsjár-
stöðvarnar og fylgist með úrvinnslu
upplýsinga."
Ekki tímabœrt
5. Hvenær hyggst ríkisstjórnin
afgreiða ósk Bandaríkjastjórnar
um nýjar ratsjárstöðvar?
Svar 5. „Ég hef skýrt ríkisstjórn-
inni frá viðræðum um þessi mál, en
þau eru á undirbúningsstigi og ák-
vörðun um frekari meðferð máls-
ins því ekki tímabær að svo
stöddu."
-ekh.
Endurnýjun
og fœkkun
I eftirmála segir Geir Hall-
grímsson:
„Verði tækjabúnaður núverandi
ratsjárstöðvar á Stokksnesi endur-
bættur og tvær nýjar stöðvar
byggðar, er gert ráð fyrir, að mun
færri geti rekið hverja stöð og að
niestu eða öllu leyti íslendingar, ef
því er að skipta, í stað rúmlega 100
manna, sem nú starfa á Stokksnesi
og eru allt Bandaríkjamenn.
Rekstur endurbættrar stöðvar á
Reykjanesi verður nokkuð mann-
frekari, en þó fækkar frá því sem
nú er. Þar er gert ráð fyrir miðstöð,
sem safni upplýsingum á einn stað
frá hinunt þrent stöðvunum".
Umboðsmaður
Þjóðviljann vantar umboðsmann á Hellu.
Upplýsingar á afgreiðslu Þjóðviljans, sími
81333.
íbúð óskast
Okkur# vantar 3-4 herbergja leiguíbúð í
Reykjavík. Við erum líffræðingar, nýkomin úr
framhaldsnámi erlendis og verðum við
kennslu í vetur. Heitum góðri umgengni.
Guðrún Narfadóttir og Snorri Baldursson í
Skaftafelli (97-8627). Uppl. einnig í síma
86713 Rvík.
„Tökum allan Húsavíkurflotann nema togarana." Kristján Eggertsson með málningardósina í nýja slippn-
um á Húsavík. Ljósm. Leifur.
(Jlttlllr mltmr: I5W
BYGGINGARHAPPDRÆTTI
VINNINGAR:
1. PASTELMYNDeflir J GIFSMYND eflir
Bjorgvm Haraldston kr. 9.000 Hallslcin Sigurduon. — J 000
2. OLlUMYNDeíur 6 LAGMYNDeflir
Brynhildi Gisladóilur — 10.000 Helga Gislason _ 8 000
J OLlUMYNDefiii 7. GRAFlKMYNDcfUr
Einar Hikonarson......— 20.000 Infunni Eydal . 2.000
4. PASTELMYND efnr í GRAFlKMYND efnr
Erlu Axelsdóllur
SEUASÓKNAR
10
n.
12.
AKRYLMYNDeflir
Rji R. Sigurjónsdótiur — IJ.000
PASTELMYNDefln
Steingrim SigurOuon.. — 10.000
Þrjár GARFlKMYNDIR efiir
Valgerði Bergsdötiur — J.000
MYNDVERK efiir
Orn Þorsieinsson...... — 10.000
FARMIDI fyrir tvotil Kaup-
mannahafnar Of til baka . . — 40.000
S—uk kr. I4R.93B
Drcgið verður 30. júni 1983
úppíý*l»jmr I sima 71910.
Verö: Kr. 100.—
Útför eiginmanns míns og föður okkar
Páls S. Pálssonar
hæstaréttarlögmanns
Skildinganesi 28, Reykjavík
verður gerð frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 19. júií n.k. kl.
13 30. ^ _
Guðrun Stephensen
Stefán Pálsson Þórunn Pálsdóttir
Sesselja Pálsdóttir Sigþrúður Pálsdóttir
Páll Arnór Pálsson Anna Heiða Pálsdóttir
Signý Pálsdóttir ívar Pálsson
Slippurinn
á Húsavík
Það var enginn bátur inni þegar
Þjóðviijamenn bar að slippnum
nýja á Húsavík, og strákarnir not-
uðu tímann til að dytta að. Slippur-
inn er vetrargamall, fyrsti báturinn
tekinn inn í nóvember í fyrra, og
hefur gerbreytt allri aðstöðu Húsa-
víkurflotans sem áður þurfti að
senda annað til viðgerða. Húsa' ík-
urbær á slippinn, en leigir hann
fyrirtækiru Naustum hf. Togararn-
ir tveir fara inná Akureyri í slipp,
en allir bátar eru teknir í heima-
slippinn, og raunar kom að auki
inn Raufarhafnarbátur í vetur. 12-
13 manns vinna á slippstöðinni.
-m
Hvalveiðiráðstefnan:
Náttúruverndarráð ekki með
Náttúruverndarráð á ekki mann
í sendinefnd íslands á Hvalveiði-
ráðstcfnunni sem hefst í Brighton á
Englandi næsta mánudag. Ráðinu
var gefinn kostur á að eiga mann í
nefndinni og kosta hann sjálft, en
ráðsmenn telja ekki stætt á að taka
til þess fé af knappri fjárveitingu
sinni.
Ráðið hefur átt mann í íslensk-
um sendinefndum á þessar
ráðstefnur frá 1979, og var upphaf-
lega beðið að leggja þennan mann
til. Sjávarútvegsráðuneytið hefur
hingað til kostað sendimann
ráðsins, en nú neitaði sjávarútvegs-
ráðherra að greiða fargjaldið.
Náttúruverndarráð gerði hinsveg-
ar ráð fyrir því að senda manninn
sér að kostnaðarlausu þegar það
deildi niður fjárveitingu sinni og
treystir sér ekki til að skera niður
aðra liði í starfinu til þess arna.
Fjárveiting ti! Náttúruverndarráðs
var á síðasta ári 5,2 milljónir, en
ráðið sér um rekstur allra friðaðra
svæða, þám. Skaftafells og Jökuls-
árgljúfra; annast eftirlit með
mannvirkjagerð skv. lögum og fæst
við ótal smærri verkefni, útgáfu,
fræðslu og fundarhöld.
„Við berjumst í bökkunum með
þessa fjárveitingu og getum ekki
sinnt öllu sem við eigum að gera“
sagði Eyþór Einarsson formaður
ráðsins í samtali við Þjv. í gær.
„Við treystum okkur því ekki til að
kosta þennan mann sjálfir, allra
síst svona fyrirvaralaust." Fulltrúar
íslendinga á ráðstefnunni verða
tveir menn úr ráöuneytinu, maður
frá Hafrannsóknastofnun og annar
frá hvalveiðifyrirtækinu Hval hf.
-m