Þjóðviljinn - 22.07.1983, Blaðsíða 7
Föstudagur 22. júlí 1983-WÓÐVILJINN SÍÐA 7
Nýjung hjá
Hótel Sögu:
Ferðaskrifstofufólk gæðir sér á
fiskréttunum sem verða á boðstól-
um í Súlnasal, næstu fímm vikur.
Ljósm. J.Sm.
Hér lítur yfírkokkur fískmatsölustaðarins, Sveinbjörn Friðjónsson, yfir
hina fjölbreyttu fískrétti. Ljósm. J.Sm.
Fiskmatsölustaður
í Súlnasal
Hótel Saga hefur tekið upp þá
nýbreytni að reka fiskmatsölustað í
Súlnasal í sumar. Á matseðli eru
fímmtán fískréttir auk súpu dags-
ins og eftirrétta. Salatbar er inni-
falinn í verði allra fiskréttanna.
Sjálfsafgreiðsluform er haft á,
sparast þannig þjónustugjald svo
verði réttanna er stillt í hóf. Þeir
kosta flestir um eða innan við tvö-
hundruð krónur.
Að söng Wilhelms Wessman,
aðstoðarhótelstjóra á Sögu verður
boðið upp á fiskréttina næstu fimm
vikur, frá klukkan sex öll kvöld
nema laugardagskvöld. Ölstofan
sem er á sömu hæð er opin á sama
tíma og geta gestir notið veitinga
hennar á undan og á eftir.
Ýmsa gírnilega fiskrétti er að
finna á matseðlinum t.d. grafinn
karfa með sinnepssósu, djúp-
steiktan sólkola, djúpsteiktan grat-
ineraðan þorsk, djúpsteiktan
krækling, pönnusteikta blálöngu
með estragon ediki auk lax, sil-
ungs, stórrar og smárrar lúðu o.fl.
I tilefni af þessari nýjung hefur
Steinþór Sigurðsson, leiktjalda-
málari skreytt glugga Súlnasalar
með fiskteikningum. Yfirkokkur
fiskmatsölustaðarins er Sveinbjörn
Friðjónsson. EÞ
Skotveiðifélagið:
Ólöglegt
dráp
gæsa
Nú fer sá tími í hönd, að gæsir
eru í sárum eða fara i felli, eins og
það er einnig nefnt. Fuglinn getur
þá ekki flogið og á því fáa griða-
staði nema ár, vötn og sjó. Á
undanförnum árum hafa hins veg-
ar borist fréttir um, að menn drepi í
verulegum mæli gæsir í sárum.
Nota þeir til þess m.a. létta hrað-
báta og ífærur.
Skotveiðifélag íslands vill benda
hlutaðeigendum á, að gæsaveiðar á
þessum tíma eru bannaðar með
lögum. Auk þess fordæmir stjórn
félagsins þessa aðferð við fugla-
dráp og skorar á menn, að vera vel
á verði gegn slíku athæfi. Verslan-
ir, kaupmenn og veitingahúsaeig-
endur eru hér með varaðir við að
kaupa þessa ólöglega fengnu bráð,
enda er hér um allt annan gæða-
flokk villibráðar að ræða en haust-
skotinn fuglinn. Félagar í Skotvís
munu umsvifalaust kæra alla þá,
Gæsir eru í sárum á þessum árs-
tíma og ættu veiðimenn að sjá sóma
sinn í því að fara að lögum og láta
varnarlausan fuglinn í friði.
sem staðnir verða að drápi gæsa í
felli, enda er hér um að ræða lög-
brot og gróft siðabrot. Stjórn fél-
agsins mun áminna og hvetja lög-
reglu, sýslumenn og önnur yfirvöld
úti á landi til að vera vel á verði við
þessum verknaði.
Einnig munu bændasamtökin
verða upplýst um málið og land-
eigendur hvattir til að veita ekki
mönnum aðgang að svæðum, þar
sem hætta er á að slík lögbrot verði
framin.
Stjórn Skotvís skorar á hvern
þann, sem kann að verða var við
eða gruna aðila um ólöglegt athæfi
af þessu tagi að koma upplýsingum
um það áleiðis til stjórnar Skotvís
eða til næsta löggæsluyfirvalds.
Fuglaskoðunarferð
Á morgun, laugardag fer Nátt-
úruverndarfélag Suðvesturlands í
fjórðu ferð sína til kynningar á
fyrirhuguðu Náttúrugripasafni ís-
lands. Sjófuglar eru skoðaðir, bæði
uppstoppaðir og á Krísuvíkur-
bergi.
í Norræna húsinu stendur nú yfir
sýning á uppstoppuðum sjófuglum
á vegum Náttúrufræðistofnunar.
Ferðin hefst kl. 1.30 á því að Árni
Waag leiðsögumaður í ferðinni fer
um sýninguna með þátttakendum.
Klukkan 14 verður svo lagt af stað
frá Norræna húsinu suður á Krísu-
víkurberg og sjófuglar skoðaðir í
sínu rétta umhverfi.
A leiðinni eru kynntar bækur um
lifnaðarhætti og greiningu ís-
lenskra fugla.
Þátttökugjald er kr. 150 fyrir
fullorðna og ókeypis fyrir börn í
fylgd með fullorðnum.
Nýja Shell-stööin Kleppjárnsreykjum er engin venjuleg bensín-
stöð. Að sjálfsögðu er þar á boðstólum allt sem tilheyrir Shell-stöð;
s.s. bensín, olíur, bifreiðavörur, gas, grillvörur, öl, gos og fleira
góðgæti, en að auki er fjölbreytt úrval pottablóma og græn-
metis á mjög góðu verði. Ennfremur ýmsar vörur til blóma-
ræktunar.
Shell-stöðin Kleppjárnsreykjum er miðsvæðis í Borgarfirði,
skammt frá Reykholti og Deildartungu. Hún er því tilvalin áninga-
staður í skoðunarferðum um héraðið. Vegalendirfrá helstu sumar-
húsabyggðum eru:
Bifröst u.þ.b. 31 km. Skorradalur - 22 km.
Húsafell - 32 km. Svignaskarð - 25 km.
Munaðarnes - 26 km. Vatnaskógur - 40 km.
Opnunartilboð:
í tjlefni opnunarinnar bjóðum við meðan birgðir endast:
40% afslátt af Vapona flugnafælum
30% afslátt af pottablómum
Skeljungur h.f.
SheHstöðin Kleppjárnsreykjum
er blómlegasta bensínstöðin
á íslandi!