Þjóðviljinn - 22.07.1983, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 22.07.1983, Blaðsíða 10
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 22. júlí 1983 engmn vafi sé á, að hann er sá ein- 'staklingur, sem mestu hefir ráðið um alla þróun í kaupgjalds- og kjaramálum verkafólks á tímabil- inu frá 1942 til 1983, eða í rúm 40 ár. Þó að Eðvarð hafi ekki verið for- seti Alþýðusambandsins, eða sá sem að formi til var í æðstu stöðu, þá var hann tvímælalaust áhrifa- mesti maðurinn í Alþýðusamband- inu og verkalýðshreyfingunni sem heild, enda lengst af formaður, eða leiðtogi þess verkalýðsfélags, sem var langsamlega sterkast og jafnan hafði forystuna í hópi annarra stéttarfélaga launafóiks. Allan þann tíma, sem ég hefi tekið þátt í stjórnmálum, hefi ég fylgst með störfum Eðvarðs Sig- urðssonar. Fyrst í verkalýðsfélagi, síðan á Alþýðusambandsþingum og enn síðar á Alþingi. Saman sát- um við á Alþingi í rúm 20 ár og flokksbræður vorum við frá því fyrst að ég gekk í stjórnmálaflokk. Eðvarð var í eðli sínu hlédrægur maður, sem fremur vildi vera sam- starfsmaður, en leiðtogi. Hann hlaut hins vegar traust allra sem með honum unnu. Á Alþingi var Eðvarð ekki fyrirferðarmikill né hávaðasamur. Hann var þar sem hinn trausti samstarfsmaður, þó með mjög á- kveðnar skoðanir, fastur fyrir og hafði það fram sem mestu máli skipti. I þingflokki okkar sósíalista var Eðvarð alltaf sá trausti félagi, sem allir tóku tillit til, þegar um var að ræða málefni, sem snertu launa- og kjaramál eða önnur málefni launa- fólks. Það hefir verið mikil gæfa ís- lenskri verkalýðshreyfingu að hafa slíkan mann sem Eðvarð Sigurðs- son í sinni forystusveit. Enginn ef- aðist um heiðarleika hans og ein- lægni. Fyrir þá eiginleika hlaut hann sitt mikla traust meðal félaga og andstæðingarnir, eða þeir sem deilt var við, mátu hann sem bjarg- fastan heiðarleikamann. Þegar staðið var í erfiðum kaupgjalds- samningum minnist ég þess, að for- ystumenn atvinnurekenda og aðalsáttasemjarar sögðu: ef Eðvarð fellst á miðlunartillögu til lausnar, þá efumst við ekki um að samþykki hans jafngildir fullnaðar- lausn, slíkt hefir aldrei brugðist. Á þeim 40 árum, sem Eðvarð réði mestu um vinnubrögð í launa- og kjarabaráttu verkafólks, hefir margt og mikið áunnist. Launin hafa tekið stökkbreytingum, þrátt fyrir íhaldssemi atvinnurekenda og margítrekaðar tilraunir til að draga þau niður aftur. Stofnaður var Atvinnuleysistryggingasjóður. Lögfest var 40 stunda vinnuvika. Orlofslög sett. Jöfn laun karla og kvenna viðurkennd, miklar um- bætur í húsnæðismálum, lífeyris- sjóðum verkalýðsfélaga komið á ofl., ofl., sem hér verður ekki upp- talið. Auðvitað á ekki Eðvarð Sigurðs- son einn heiðurinn af þessum sigr- um. Þar hefir komið til almenn fé- lagsleg barátta verkalýðsstéttar- innar og þeirra sem á pólitíska sviðinu hafa staðið með henni. En þáttur Eðvarðs Sigurðssonar í þeirri baráttu er mikill. Verkalýðshreyfingin hefir misst mikinn og góðan leiðtoga. En mað- ur kemur í manns stað og nú reynir á að nýir, dugmiklir og traustir menn taki við merki hans og haldi baráttunni áfram. Mikið hefir áunnist. Mikið þarf því að verja, - en þó er enn eftir ennþá meira sem vinna þarf að og ná þarf fram vinn- andi fólki til handa. Við félagarnir, sem með Eðvarð unnum söknum hans og munum alltaf minnast hans, sem hins trausta og trúa og góða félaga. Ég og kona mín vottum eigin- konu Eðvarðs og öllum vanda- mönnum, samúð okkar við fráfall hans. Lúðvík Jósepsson Nafni minn! Það er ég viss um að á fæðingar- degi þínum fyrir 73 árum hefur ver- ið jafn mikil heiðrfkja og fegurð og var austur á Héraði laugardaginn 9. júlí síðast liðinn. í glampandi sólskini kvaddir þú hana veröld og varst þá nýbúinn að minna á hvað við ættum fallegt land. Það átti líka vel við að landið þitt skartaði sínu fegursta þegar það kvaddi þig. Ég mun aldrei gleyma deginum hér niður á Borgarfirði fyrir rúm- lega tveimur vikum, þegar ég fór með ykkur Guðrúnu út í Höfn og þú hittir gamla bóndann þar, sem þú hafðir ekki séð í 10 ár. Það var gaman að sjá hvað þið urðuð inni- lega glaðir yfir endurfundunum. Lengi sátuð þið í yndislegu veðri og í stórkostlegu umhverfi á reka- viðardrumb og spjölluðuð saman. Stundin varð eilífð og ekkert lá á. Þannig varst þú, að ef þú hittir mannveru, sem þér líkaði við þá hafðir þú alltaf nægan tíma. Þetta gilti um alla, bæði unga og gamla og þess nutum við systkinabörn þín ekki hvað síst. Eins og reyndar öll þau börn sem urðu þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast þér. Ég held ég reyni ekki að útskýra hverskonar frændi þú varst en ég veit að engin börn hafa getað átt betri frænda en við.Nú erég þakk- látust fyrir það að börnin mín fengu einnig að kynnast þér og vita nú hvað það var að eiga þig að. Nafni minn, það verður tómlegt nú þegar þú ert farinn og Litlu- Brekku fjölskyldan mun hnípin kveðja í dag sinn mætasta mann. En við vitum að árin með þér hefðu getað verið færri og að við eigum síðustu árin þín henni Guðrúnu þinni að þakka. Bara að við gætum endurgoldið það. Þakka þér svo Nafni minn fyrir samfylgdina og vegarnestið sem þú gafst okkur. Ég vildi óska, að heimurinn ætti fleiri þína líka. Laufey Eiríksdóttir. Félagi Eðvarð Sigurðsson er dá- inn, burtkallaður á snöggu auga- Lí í ||i i * Sb m Ij ‘tíSíd- ■. wbtá&aami' -• í aj jf Ij Alþjóðasöngur verkamanna sunginn í lok ASÍ þings, sem Eðvarð var einróma kjörinn til að stýra sl. áratug. Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalagsins skrifar í minningu Eðvarðs Sigurðssonar. Einmitt nú 26. júní sl. kom í helgarblaði Þjóðviljans síðasta blaðaviðtalið við Eðvarð Sigurðsson. Það fjall- aði um skæruverkföllin frá 1942. í viðtalinu er Eðvarð spurður um aðdraganda gerðardómslaganna - sem sett voru með bráðabirgðalög- um - um skæruverkföllin og um málalyktir. Hann segir sem jafnan skýrt frá og heiðarlega. Að lokum er hann spurður „hvort stjórn Dagsbrúnar hafi skipulagt skæru- hernaðinn“ og viðbrögð Eðvarðs eru skráð á þessa leið: „Eðvarð Sigurðsson hlær inni- lega, en verður síðan alvarlegur á svip. „Eggert Classen, fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendafél- agsins, og fleiri atvinnurekendur reyndu allt hvað þeir gátu til að sanna slíkt skipulag á okkur - köll- uðu okkur „vinnustöðvasamtökin“ - og fleira í þeim dúr. En það tókst ekki hjá þeim að bendla stjórnina við þetta - ekki í einu einasta til- felli. Það ætti að nægja fyrir sög- una. Menn tóku þetta svona upp hjá sjálfum sér - fóru í frí eða sögðu upp og komu aftur fyrir hærra kaup. Stjórnum verkalýðsfélag- anna kom það ekki við.“ (Letur- breyting mín. - S.) 41 ári eftir átökin miklu 1942 neitar Eðvarð enn opinberlega að gera grein fyrir því hvort verka- lýðsfélögin hefðu átt aðild að átök- unum 1942, skæruhernaðinum! Þetta var Eðvarð líkt. Hann var orðvar og ábyrgur, en þó skarpur og fastur fyrir. Hann sá nákvæm- lega alla veikleika í stöðu andstæð- ingsins í stéttarbaráttunni, en hann hafði þrek til þess að standast kröf- ur um skyndiupphlaup innan henn- ar. 41 ári eftir stærsta sigur Dags- brúnar og verkalýðshreyfingarinn- ar á íslandi er hann enn ekki til viðtals um það hvernig skæruverk- föllin voru skipulögð! Eðvarð Sigurðsson var í Dags- brúnarstjórninni sem vann félagið 1942. Sústjórn var kosin eftir harð vítug átök -í upphafi ársins, 29. janúar. ' Fráfarandi stjórn Dagsbrúnar, undir forystu Héðins Valdimarssonar, tap- aði félaginu með 719 atkvæðum gegn 1.073. Sigurður Guðnason varð formaður Dagsbrúnar. Þessi sigur markaði þáttaskil í sögu verkalýðshreyfingarinnar á Is- landi. Þar með varð vinstri armur hennar hægri arminum sterkari og þar með varð skráð sérstaða ís- lenskrar verkalýðshreyfingar. Með sigrinum í Dagsbrún var slegin sú bjalla sem hljómaði árið 1942 uns yfir lauk er Vinnuveitendafélag Reykjavíkur undirritaði uppgjaf- aryfirlýsingu sína 26. ágúst og gerðardómslögin voru numin úr gildi 1. september með bráða- birgðalögum. Þannig var innsiglað jafnvægi stéttanna sem síðan ríkti um áratugaskeið á íslandi og ríkir enn. Afturhaldið hefur síðan ekki þorað að ráðast gegn grundvall- armannréttindum launafólks samningsrétinum, fyrr en nú með þeirri ríkisstjórn sem situr í landinu um þessar mundir. Það er ekki hægt að bera fram betri ósk á kveðjustund Eðvarðs Sigurðssonar en þá, að íslenskt launafólk megi bera gæfu til þess sem fyrst að skynja nauðsyn þess að hrista af sér þau ólög sem núverandi ríkisstjórn setti sl. vor. Með því móti værum við sem enn lifum í bestu samræmi við grundvallarhugsjón sem Eðvarð Sigurðsson barðist fyrir allt sitt líf. Eðvarð Sigurðsson var félagi í Kommúnistaflokki íslands og einn af stofnendum hans. Hann varð síðan einn af stofnendum Sósíalistaflokksins og síðan Al- þýðubandalagsins. Eðvarð var þannig einn þeirra manna sem átti í sjálfum sér sögu hinnar róttæku stjórnmálahreyfingar á íslandi. Hann sótti alltaf fundi þeirra stofn- ana sem hann var kosinn í og kom sem slíkur á miðstjórnarfundi í Al- þýðubandalaginu, eina tvo, sem haldnir voru eftir stjórnarskiptin. Hann var einnig á þeim fundum stjórnar verkalýðsmálaráðs sem haldnir voru eftir kosningarnar. Hann var á þessum fundum sem alltaf ella glöggur og benti á aðal- atriðin. Einkenni hans var rökvísi, hugur hans var heiðskír svo af bar. Þegar Eðvarð hafði talað lá fyrir afstaða verkalýðshreyfingarinnar - slíkur máttur fylgdi orðum hans. Ég man vel eftir því hvaða afl fylgdi orðum Eðvarðs á alþingi þau ár sem ég skrifaði fyrst þingfréttir fyrir Þjóðviljann. Oft er fátt í saln- um þegar menn tala í alþingi, en það brást ekki að þegar Eðvarð kvaddi sér hljóðs, kom Bjarni Ben- ediktsson í salinn. Andstæðingar Eðvarðs vildu heyra hvað hann lagði til mála. Það var ekki skrum og óhófsorð heldur kjarni málsins og ekkert annað. Eðvarð var kosinn í fram- kvæmdanefnd Sósíalistaflokksins 1942 og var þar alltaf síðan til 1968. Hann var því sá maður sem bar mesta ábyrgð á því að framkvæma stefnu Sósíalistaflokksins í verka- lýðsmálum alla þessa áratugi. Sem leiðtogi sósíalista í verkalýðs- hreyfingunni bar hann mikla ábyrgð á stofnun Alþýðubanda- lagsins á sínum tíma eftir að samn- ingarnir voru gerðir við Hannibal á ASÍ-þinginu fræga. Enginn nema þeir sem sérstaklega til þekktu gera sér grein fyrir því hve miklar kröfur voru gerðar til þessa manns á þeim árum. Allt var gert til þess að rægja og baknaga kommúnista og sósíal- ista innan verkalýðshreyfingarinn- ar. Eðvarð var sú stærð af sjálfum sér að andstæðingarnir gátu ekki annað en borið virðingu fyrir hon- um. Persóna hans öll bar með sér reisn og festu. Þegar Sigurður Guðnason, for- maður Dagsbrúnar, lét af þing- mennsku fyrir Sósíalistaflokkinn, kom það í hlut Eðvarðs að skipa þingsætið fyrir hönd verkamanna í Reykjavík. Eðvarð var traustur þingmaður. Hann fór ekki með há- vaða og flutti ekki margar ræður né mörg þingmál. En ráð hans voru svo mikils virði að þau riðu oftar baggamuninn en nokkurn utan- aðkomandi mann getur órað fyrir. Við Eðvarð sátum saman á alþingi í aðeins eitt ár, frá 1978 til haustsins 1979. Eðvarð var mér hollráður í því starfi sem ég tókst þá á hendur. Hann bar mikla ábyrgð á fram- boðslista flokksins 1978 og verður sú saga vonandi skrifuð síðar ásamt mörgu öðru sem ekki er tími eða tóm til að skrá hér. Ég tók fjölda blaðaviðtala við Eðvarð og það var einstaklega gott að skrá eftir honum skoðanir og minnisatriði. Framsetning hans var svo skipulögð og skýr á öllum svið- um. Af þessum texta kemur til þessa ekkert fram sem lýsir þó Eðvarð Sigurðssyni sem manneskju. Hann var hlýr í viðmóti og það var gott að hitta hann á erfiðum tímum. Hand- tak hans var traust og framganga glaðleg og hressileg. Alúð ein- kenndi hann í smáu og stóru. Hann bar ekki aðeins virðingu fyrír manninum, heldur einnig náttúr- unni og umhverfi mannsins öllu. Þannig var hann náttúrunnandi svo næmur að ótrúlegt má teljast með bæjarbarn. Eðvarð var alinn upp á mölinni og var þar aila ævi. Hann fór á saltfiskreitinn sex ára og í kjörum sínum var hann alltaf svo hógvær að hann bjó í síðasta torf- húsinu í Reykjavík, að Litlu- Brekku. Heimsóknirnar þangað eru eftirminnilegri en flest annað frá mínum blaðamannsárum. Eðvarð kynntist Guðrúnu Bjarnadóttur fyrir um 12 árum og hefur hún síðan verið góður þáttur í lífi okkar allra sem þekktum Eðvarð. Á kveðjustund leyfi ég mér að þakka Guðrúnu fyrir það sem hún hefur gert fyrir okkur öll og Eðvarð á þessum áratug. Það hefur verið betra að vita af Eðvarð nálægt henni því öll þekktum við að heilsa hans var ekki góð á þess- um árum, því nærri 20 ár eru liðin frá því hann veiktist fyrst. Fallinn er einn þeirra manna sem mestan svip hafa sett á tuttugustu öldina. Þess lét hann aldrei getið sjálfur og fáir gera sér það ljóst, en það er engu að síður rétt: Sá maður sem í senn ber í sér afl stjórnmála- samtaka íslenskra sósíalista og hinnar faglegu verkalýðshreyfing- ar hefur haft áhrif á lífskjör hverrar einustu alþýðufjölskyldu um ára- tugaskeið í þessu landi. Spor Eðvarðs Sigurðssonar liggja hvar- vetna þar sem unnið hefur verið að umbótum í þágu íslenskrar alþýðu. í þau spor þurfa fleiri menn að ganga, einmitt nú. Svavar Gestsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.