Þjóðviljinn - 22.07.1983, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 22.07.1983, Blaðsíða 5
Föstudagur 22. júlí 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 Eigandi Burstafells: Þjónusta við hverfið Vill flytja sig um set vegna þrengsla „Ég viðurkenni að það er ekki rúmt um þennan rekstur hér enda var lóðinni úthlutað fyrir 21 ári síð- an. Þetta er samt engin stórverslun og umferðin í samræmi við það‘% sagði Kristinn Breiðfjörð eigandi Burstafelis, er hann var inntur álits á þeim staðhæfíngum íbúa við Hamarsgerði að það stafaði slysa- hætta af staðsetningu fyrirtækisins þar. „Kröfurnar um bílastæði og frágang á lóðum eru allt aðrar í dag envar fyrir20 árum“,sagði Krist- inn ennfremur, „og þess vegna er ég að sækja um nýja lóð við Soga- veginn fyrir reksturinn". Lagði Kristinn áherslu á það að hann vildi vera áfram með verslun- arrekstur í hverfinu, hann hefði verið brautryðjandi þar fyrir 20 árum síðan, og hann teldi sig fyrst og fremst vera að veita þjónustu við Smáíbúðahverfið og næstu ná- grannahverfi. Varðandi útivistar- svæðið neðan Sogavegar og þá deilu hvort hann ætti að fá að byggja þar þá benti hann á sem fordæmi, byggingar sem þegar hafa risið þar. Hann kvað það ekki rétt að hann væri búinn að láta teikna og hanna húsnæði á lóðina, það eina sem hefði verið gert, að beiðni skipulagsnefndar, hefði verið að sýna hvernig hugsanleg bygging kæmi út í landslagi, en vissulega hefði hann ákveðnar hugmyndir um hvernig nýtt húsnæði verslun- arinnar ætti að líta út ef byggingar- leyfi fengist við Sogaveginn. ~®þj Sigrún Stefánsdóttir og Ólafur Ragnarsson hjá Vöku kynna nýju heilsuræktarbókina fyrir blaða- mönnum. Mynd: -eik. Frú Unnur Ágústsdóttir formaður Thorvaldsensfélagsins afhendir Sævari Halldórssyni yfirlækni gjöfína. Ný heilsuræktarbók Rausnarleg gjöf Eitthvað fyrir alla Bókaútgáfan Vaka hefur nú gef- ið út fyrstu alhliða heilsuræktar- bókina, sem út kemur á íslensku. Hún nefnist „I fullu fjöri“ og hefur Sigrún Stefánsdóttir, fréttamaður og íþróttakennari tekið hana saman. Bókin er við það miðuð, að hún geti jafnt þjónað ungum sem öldn- um, konum og körlum, hverjar sem óskir fólks eða sérþarfir eru í heilsuræktinni. Af síðum bókar- innar getur fólk valið sér æfingar eftir þörfum sínum um þessar mundir, bætt síðan við öðrum æfingum, og fikrað sig þannig áfram skref fyrir skref undir leið- sögn Sigrúnar. Æfingaþörfin breytist er aldurinn færist yfir fólk, ogerfyrirþvíséðíbókinni, þannig að hún á að nýtast ár eftir ár. Heilsuræktarbókin „í fullu fjöri“ er í stóru broti, innbundin, með plasthúðaðri kápu. í henni eru hundruð teikninga, skýringar- mynda og ljósmynda, lesendum til glöggvunar. Ljósmyndirnar tók Jó- hannes Long, en teikningar eru unnar af starfsmönnum Diagram Visual Information Ltd. í Eng- landi, en það fyrirtæki hefur sér- hæft sig í gerð myndræns fræðslu- efnis fyrir bókaútgáfu, fjölmiðla og skóla. Æfingarnar hafa allar hlotið viðurkenningu lækna og annarra sérfræðinga á sviði heilbrigðismála og heilsuræktar. Prentvinnsla bókarinnar fór fram í Prentsmiðjunni Odda hf. og hjá Prentstofu G. Benediktssonar, en Bókfell hf. annaðist bókband. Bókin kostar 968 kr. útúr búð. -áþj Bílbelti — Af hverju notar þú þaðekki ||U^FERÐAR Barnadeild St. Jósefsspítala, Landakoti barst nýlega höfðingleg gjöf frá Thorvaldsensfélaginu. Er hér um 100.000 kr. fjárupphæð að ræða sem varið skal til endurbóta á húsnæði deildarinnar. Endurbæturnar, sem gerðar verða, eru m.a. að bætt verður aðstaða fyrir börn, sem þurfa vist- un á einbýli eða í einangrun, en jafnframt verður gert ráð fyrir að foreldri geti dvalist á deildinni með barni sínu. Thorvaldsensfélagið Nýtt verslunarhús hjá Kaupfélagi Skagfirðinga Skagfirðingabúð með nýju sniði Fyrir skömmu opnaði Kaupfélag Skagfírðinga nýja verslun á Sauðárkróki. Ber hún nafnið Skag- fírðingabúð, eftir tjaldbúð hinni miklu, sem Skagfírðingar komu sér upp fyrir Alþingishátíðina á Þing- völlum 1930, notuðu þar og síðan við samkomuhald heima í héraði lengi síðan. Þessi nýja verslun er með stórmarkaðs-sniði og með tilkomu hennar leggur K.S. niður 6 eldri verslanir á Sauðárkróki og flyst þjónusta þeirra í hina nýju búð. Þessar verslanir eru lagersalan á Eyrinni, Grána, ritfangadeild, vefnaðardeild, byggingadeild og kjörbúð við Smáragrund. Árið 1975 fékk K.S. lóð fyrir höfuðstöðvar sínar. Ári síðar hóf- ust byggingarframkvæmdir. Tekur félagið nú í notkun þann hluta hússins, sem hýsir verslanir þess. Flatarmál byggingarinnar er 3.473 ferm. Hluti hússins er á þreinur hæðum og eru efri hæðirn- ar 800 ferm. Hafa þær verið steyptar upp en arkitekt var Gunn- ar Guðnason. Verkfræðistofa Eyvindar og Braga gerði burðar- þolsútreikninga og járnateikningar en Raftákn hf. á Akureyri vann stýrirásamyndir fyrir hita- og kæli- kerfi. Búðarinnréttingar eru frá Modul Inventar A/S í Danmörku en um uppsetningu á þeim sá Birgir ísleifsson, verslunarráðunautur SÍS. Yfirsmiður var Pétur Péturs- son, byggingameistari KS og múr- arameistari Haraldur Hróbjarts- son. Vélaverkstæði KS sá um raf- lagnir, hitalagnir og alla vélsmíði og með fulltingi frystivélaverk- stæðis Sveins Jónssonar í Reykja- vík um uppsetningu frysti- og kæli- lagna með tilheyrandi vélabúnaði. Flestar verslanir KS á Sauðár- króki hafa lengi verið í gömlu og ófullnægjandi húsnæði. Breytist nú sú aðstaða öll mjög til hins betra, rekstrarhagkvæmni og vinnu- aðstaða færist til nútímahorfs og þjónusta við viðskiptamenn á að stórbatna. Vöruhússtjóri er Magnús Sigurjónsson. Kaupfélagsstjóri KS er Ólafur Friðriksson en stjórnarformaður Gunnar Oddsson, Flatatungu. -mhg Verslunarmannahelgin: Bind- indis- mót í Galta- læk Bindindismót verður í Galtalæk um verslunarmannahelgina að venju og verður þar margt til skemmtunar. Stendur það frá föstudegi til mánudags en íslenskir ungtemplarar og Umdæmisstúka Suðurlands annast undirbúning og framkvæmd. Hljómsveitin Dansbandið og plötutekið DEVO leika fyrir dansi, Jörundur og Laddi stjórna barna- tíma, Þórskabarett verður sýndur Þúsundir gesta hafa sótt bindindismótið í Galtalæk undanfarnar verslun- armannahelgar. og skipulagðir leikir, Tívolítæki, góðakstur, hljómleikar, varðeldur og flugeldasýning. Verð aðgöngu- miða fyrir allan tímann er 450 krónur fyrir fullorðna. Börn 12 ára og yngri greiða ekki aðgöngueyri. Á undanförnum árum hefur ver- ið unnið að uppbyggingu aðstöðu til mótshaldsins og í sumar verður reist 240 fermetra funda- og ráðstefnuhús sem notað verður fyrir veitingasölu á bindindismót- um framtíðarinnar. í Galtalæk eru tjaldstæði skjólgóð og þurr, renn- andi vatn og vatnssalerni eru á svæðinu og hreinlætisaðstaða því góð. Löggæsla og sjúkrahjálp verða á mótstað. Allir þeir, sem ekki nota áfengi á þessum stað, eru velkomnir. gaf Barnadeildinni kr. 100.000,- á afmæli spítalans hinn 16. október s.l. Með því fé og því sem nú var gefið, mun verða hafist handa nú í sumar við breytingar á deildinni. Frú Unnur Ágústsdóttir, for- maður Thorvaldsensfélagsins af- henti gjöfina, en yfirlæknir barna- deildar, Sævar Halldórsson veitti henni viðtöku. Hann þakkaði Thorvaldsensfélaginu gjöfina og margra ára stuðning við Barna- deildina. -áþj Leiðrétting f fyrsta hluta greinar Steins Stefánssonar um Þjóðfrelsi ís- lendinga, sem birtist í blaðinu á miðvikudag eru nokkrar prentvillur en tvær þó meinlegastar. Björn Jónsson, ráðherra næstur á eftir Hann- esi Hafstein, er kallaður Bjarni Jónsson og Hermann Jónasson, leiðtogi Framsókn- arflokksins er sagður Jónsson. Á þessu biðst blaðið vel- virðingar. Þess skal og getið að greinin var skrifuð áður en George Bush varaforseti heimsótti fsland. BULGARIA 0RL0FSFERÐIR Alla mánudaga um Kaup- mannahöfn og Sofiu til Varna. Besta baðströnd Evrópu sumarhús - hótel-matar- miðar. 80% uppbót á gjaldeyri - skoðunarferðir m.a. til Istanbul með skipi. Ódýrasta landið í Evrópu. Verð 3 vikurfrá kr. 37.000 á Grand Hotel Varna en kr. 28.000- á Shipka Am- bassador. Sumarhús kr. 25.000- örfá sæti laus. FERÐASKRIFSTOFA KJARTANS Gnoðarvogur 44 sími 91-86255

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.