Þjóðviljinn - 22.07.1983, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 22.07.1983, Blaðsíða 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Föstudagur 22: jú)í'í983 Skák Karpov að tafli - 172 Það finnst mörgum einkenilegt að ftalir sem eiga marga af frægustu bridgespilurum heims skuli aldrei hafa náð að koma sér upp almenni- legum skákmönnum. Þeir eignuðust einn stórmeistara árið 1976, Sergio Mariotti, en hann hefur þó aldrei talist í hópi þeirra sterkari. Annar skák- maður, Tatai hefur einnig teflt tals- vert, en ekki náð eftirtektarverðum á- rangri. Hann tefldi í Las Palmas '77 og mætti Karpov í 13. umferö. abcdefgh Tatai - Karpov Karpov hafði fórnað peði fyrir betri stöðu í byrjun tafls og lætur nú til skarar skríða: 23. .. Dd3! 24. exd3 (Að sögn Karpovs var betra að leika 24. Dd2.) 24. ..exd3+ 25. Kd2 He2+ 26. Kxd3 Hd8+ 27. Kc4 Hxc2+ 28. Kxb4 Hcd2 29. f3 Bf8+! 30. Ka5 Bd7! -Hvíturerímátneti. Reynihann að bjarga biskupnum með 31. Re3 kem- ur 31. - Bc5 og 32. - Ha8 mát. Tatai gafst því upp. Bridge Haft var eftir Guðmundi Péturssyni fyrirliða íslenska landliðsins, sem nú keppir í Evrópumótinu þessa dag- anna, að ekki væri við mennska menn að eiga, eftir þá útreið sem liðið okkar hefur hlotið í 5 fyrstu leikjunum. Er það ekki fullfast kveöiö, Gummi? En ekki eru þeir allir ómennskir sem komast í landsliðin ytra, saman- ber þetta spil frá EM 1970 úr leik is- lands við Portúgal (sem þá voru gest- gjafar): ÁK3 10 D92 DG942 D104 D9532 ÁG7 Á3 G2 G976 G106543 7 í lokaða salnum vann Ásmundur Pálsson 4 spaða á spilið í A/V og átti ekki í miklum vandræðum með það. í opna salnum enduðu heimamenn í 4 hjörtum í A/V. Símon Símonarson (sem nú keppir ytra á EM) spilaði út spaðás og kóng og meiri spaða sem Þorgeir Sigurðsson trompaði. Þorgeir spilaði svo laufi, sem sagnhafi drap á kóng, tók hjartaás og kóng og spilaði síðan laufi að ás. Þorgeir trompaði laufað, einn niður. Vinningsleiðin liggur þó Ijós fyrir, kunni maður aö telja upp að tíu (nauðsynlegt í bridge). Semsagt, taka á laufaás, hjartaás og kóng, út með tígulkóng og yfirtaka með ás, hreinsa út hjartað, inn á laufakóng og spaðarnir eru góðir. Auðvelt? Já, sumir af þessum „stórkörlum" þarna ytra eru bærilega mennskir, jafnvel þó þeir séu frá Portúgal... (sland vann leikinn með 144-46 eða 20 mínus 2 og eftir 8 umferðir á mótinu, voru íslendingar efstir með 123 stig. 98765 ÁK K K10865 „Ég nota mest svart-hvítar filmur. Mérfinnst það meira krefjandi en liturinn, — þú nærð meiri blæbrigðum í svart/hvítum myndum og fíngerðari tjáningu. Ég mynda allt mögulegt-ég hef unnið mikið við kvikmyndir og ballett sem Ijósmyndari og tek einnig myndir fyrir ýmis blöð. Mest hef ég tekið fyrir City Arts Magasin, sem er mjög víðlesið tímarit og á ég sæti í blaðstjórn þess. Við fjöllum um listirog menningarmál af ýmsu tagi og höfum náð mikilli útbreiðslu", segir Jane Levy Read, Ijósmyndari frá San Francisco, en hún er stödd hér á landi I tilefni af opnun sýningar á Ijósmyndum hennarí Stúdentakjallaranum. „Ég er hér aðeins í 10 daga og fer þá til New York. Fegurðin hér er ótrúleg, jafnvel þótt veðrið hafi verið heldur þungbúið. Fyrir Ijósmyndara er ótrúlegt efni hér - ég sá miðnætursólina um daginn og ég hef varla séð nokkuð sem jafnast á við það um ævina. Von- andi kemst ég hingað aftur til að taka fleiri myndir. Maðurinn minn, sem er kvikmyndastjóri, hefur mikinn áhuga á að koma hingað og filma,“ sagði Jane. „San Fransjsco-hvernig er að búa þar?“ „Það er að mörgu leyti alveg stórkostlegt. Þar er sannarlega mikið um að vera. Ég hef unnið mikið með kvennahreyfingunni þar og tók m.a. þát í gerð bókar- innar „Our bodies - ourselves" (frumútg. af „Kvind kend din krop“ á ísl. „Nýi kvennafræðar- inn“), en sú bók varð metsölubók í Bandaríkjunum. „Hvað geturðu sagt okkur um þróun bandarísku kvenna- hreyfingarinnar?" „Ég get ekki neitað að ég er í nokkrum vafa um þær hreyfingar sem virðast sterkastar núna. „Aðskilnaðarstefnan" er mjög ráðandi og það má segja að ein- angrun kvenna frá umhverfinu og þá einkum frá karlmönnum sé orðin vinsælasta leiðin. Sjálf hef ég alltaf gert það sem ég hef ætlað „Hrædd um að bandaríska kvennahreyfingin sé komin á villigötur“ segir Jane. Myndina tók ívar Brynj' ólfsson. „Stórkostlegt land fyrir ljósmyndara” Jane Levy Reed, sem sýnir myndir sínar segir bandaríski Ijósmyndarinn í Stúdentakjallaranum mér og aldrei fundið fyrir erfið- leikum vegna þess að ég er kona eða vegna þess að ég er gyðingur. En auðvitað hafa margar konur lent í því og kvennahreyfingin var gífurlega þýðingarmikið afl. En mér finnst hún vera komin á vill- igötur. Ég bý sjálf í miðju hommahverfinu í San Fransico og það má segja að hliðstæðir hlutir séu að gerst nú í samtökum homósexual fólks. Hommar hafa verið mjög af- skiptir og niðurlægðir í banda- rísku þjóðfélagi, en nú er eins og það sé að verða tíska að vera hómósexual. Auðvitað er sumum fullkomlega eðlilegt og sjálfsagt að vera hommi, en fyrir aðra virðist þetta vera tískufyrirbæri sem stöðugt þarf að auglýsa. Það væri hægt að segja margt og mikið um þetta mál, sem ég hef kynnst mjög vel í San Fran- sisco. í bandarísku þjóðfélagi hafa alltaf risið upp hreyfingar af- skiptra hópa, hreyfingar sem vilj a bylta öllu. Sj álf var ég dæmi- gerður bandarískur hippi á sínum tíma og auðvitað komum við mis- vel út úr því tímabili. En mér finnst öfgarnar í þessum hreyf- ingum í dag vera uggvænlegar og það er hætt við að það komi ekki allir niður á báða fætur, þegar þessi bylgja er gengin yfir. “ Sýning Jane verður opin út júlímánuð og eru myndimar allar til sölu. þs (Ljósmyndir Astrid Bergmann-Sucksdorff, Sweden Now) Viltu? Efþú.. og knúsar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.