Þjóðviljinn - 22.07.1983, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 22.07.1983, Blaðsíða 12
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 22. júlí 1983 hlýr og elskulegur og ávallt gott til hans að leita. Yrði manni eitthvað á í messunni eins og sagt er, var bent á það með hógværum orðum og alvöruþunga, en aldrei á sær- andi eða móðgandi hátt. Þessi fáu fátæklegu orð eiga ekki að vera nein tæmandi lýsing á störfum hans eða honum sjálfum, heldur persón- uleg kveðja til hans sem vinar og félaga og ekki síst sem læriföður. Samstarfið við Eðvarð og minning- in um hann er mér og okkur hjón- unum dýrmætur fjársjóður, minn- ing sem endist til æviloka. Um hann má segja „að þá kemur mér hann í hug, er ég heyri góðs manns getið“. Ein minning um manninn Eðvarð Sigurðsson er mér ljóslif- andi. Við hjónin vorum stödd í nokkru fjölmenni, trúlega ein- hverjum fundi og svo stóð á, að María var nýstaðin upp úr nokkuð alvarlegum veikindum. Á þessum fundi var Eðvarð einnig staddur og þegar hann sér okkur, kom hann rakleitt til okkar og heilsaði Maríu með sínu fágætlega hlýja handtaki og þeim yl og ástúð í allri fram- komu að yljaði til innstu hjarta- róta. Slíkur var maðurinn Eðvarð Sigurðsson. saman á þingi til haustsins 1979, er við hættum bæði þingmennsku. Samvinna í stjórnmálaflokki og á Alþingi er náin og menn kynnast vel eðliskostum hvers annars. Eðvarð hafði marga kosti sem þingmaður og engan hvimleiðan galla. Hann var stilltur og laus við ofstopa. Hann var fastur fyrir og þótt honum væri þungt niðri fyrir, missti hann aldrei stjórn á sér né brást honum háttvísin. Hann var vel máli farinn og rökfastur og fór ekki í ræðustól að óþörfu, en þegar hann talaði, hlustaði allur þing- heimur. Menn vissu af reynslu að þar talaði maður sem fór ekki með fleipur og talaði aldrei nema að vel- íhuguðu máli. Háttvís var Eðvarð með afbrigðum. Aldrei heyrði ég hann hallmæla nokkrum manni, hvorki samherja né andstæðingi. Það var eftirtektarvert að hann sagði hlutlaust frá ýmsum atburð- um úr viðburðaríkri og róstusamri verkalýðsbaráttu er hann og sam- herjar hans máttu þola margt mis- jafnt og ýmis konar rangindi. Aldrei fylgdi slíkum frásögnum huglægt mat Eðvarðs á framkomu andstæðinganna. Hann lét áheyr- andanum eftir að draga ályktanir og dæma. misst mikið, þegar þú stendur ekki lengur í forystusveit hennar. Þeim mönnum fækkar nú óðum, sem hafa lifað mestu breytinga- og byltingartíma í íslensku þjóðlífi frá upphafi vega og verið þar virkir gerendur. Einn af þessum mönnum var Eðvarð. Fæddur og uppalinn í al- þýðustétt og deildi við hana kjör- um frá vöggu til grafar. Þó Eðvarð sækti fram til bættra lífskjara verkafólki til handa, gleymdi hann gjarnan sjálfum sér. Hann bjó lengst af í litíum torfbæ vestur á Grímsstaðaholti í Reykja- vík, LitluBrekku. Mynd afþessum bæ var einu sinni á jólakorti og einnig man ég eftir mynd af honum á dagatali. Þessar myndir minntu mann á það sem er kyrrt á sinni rót. Ég man hvað það voru notalegir sunnudagar fyrir nokkrum árum síðan, þegar Eðvarð var heima í hverju húsi, sem hafði opið útvarp og sagði okkur frá staðháttum og mannlífi á Grímsstaðaholtinu, og maður rölti með honum í huganum um holtið. Svo rólegur og yfirvegaður. Þannig var Eðvarð eins og ég kynntist honum. Reykjandi pípuna sína í rólegheitum. Aldrei heyrði verður bætt. Hann sagði okkur eitt sinn frá þessum atburði, aðdraganda hans og eftirmálum. Mér er það minnis- stætt þegar hann sagði okkur frá því, þegar hermennirnir komu heim að Litlu-Brekku, þar sem hann bjó með móður sinni, til að handtaka hann, og hermaður sagði lágt við hann: „Klæddu þig vel“. „Eg fór í stóran úlsterfrakka sem ég átti og mamma rétti mér húfu, trefil og vettlinga," sagði Eðvarð, „og ég held að það hafi bjargað lífi mínu. Við vorum settir í óupphit- aðan bragga, um hávetur og í tals- verðu frosti“. Hann lýsti fyrir okk- ur fangelsisvist sinni hjá hernum, aðbúnaði og yfirheyrslum. Fleira sagði hann okkur, og alltaf var hann jafnrólegur. Engar ásakanir, ekkert vfl. Nokkru áður en Eðvarð dó, var viðtal við hann í Þjóðviljanum. Þar var verið að bera saman gerðar- dómslögin frá 1942 og bráða- birgðalögin frá því í vor. Eðvarð var spurður um það, hvað hafi gert gæfumuninn, svo að gerðardóms- lögin voru brotin á bak aftur. Hann svaraði því meðal annars með þess- um orðum. „Það gerði gæfumuninn að eining alltaf átti hlýlegt bros og uppörv- andi orð. Hann sem hafði svo ótal mörgu að sinna, að undur var hvernig einn maður gat afkastað og afrekað svo miklu sem hann gerði, en átti samt alltaf tíma til að ræða við stelpugopa sem mig þegar ég leitaði til hans og ætíð reyndist hann mér vel. Að eiga mann eins og Ebbi var að vini er mikil gæfa. Það er auðlind sem aldrei mun þverra. Fyrir það er ég ákaflega þakklát. Ékki ætla ég mér hér að tíunda öll störfin hans, en það ætla ég að öllu launafólki sé ljóst hve gífurlega miklu þrekvirki Ebbi áorkaði til hagsbóta og hagsældar fyrir alþýðu þessa lands. Fyrir 12 árum var Ebbi svo lán- samur að kynnast konu sinni Guðrúnu Bjarnadóttur. Greini- lega naut hann mjög þeirrar ham- ingju sem hún veitti honum þessi ár því hann geislaði sem unglingur af gleði og stolti í návist hennar. Söknuður okkar allra er mikill, þó Guðrúnar mestur. Minningin um tryggan, trúfastan og góðan dreng mun ætíð lifa í hjörtum okk- ar sem vorum svo giftusöm að fá að kynnast Eðvarði Sigurðssyni á lífsbraut okkar. Kristín Jóna Halldórsdóttir. Eðvarð var miðstjórnarmaður í Sósíalistaflokknum Sameiningarflokki alþýðu. Eðvarð var miðstjórnarmaður í Alþýðubandalaginu og sat í verkalýðsmálaráði þess, hér á sameiginlegum fundi þingflokks, stjórnar verkalýðsmálaráðs og framkvæmda-stjórnar. Og þá er aðeins eftir að kveðja. Þá eru orð til lítils. Hinsta kveðja til vinar og félaga verður aldrei með orðum tjáð. Guðrúnu og öðrum vinum og ættingjum sendum við hjónin okk- ar einlægustu samúðarkveðjur. Þórir Daníelsson. Fyrir örfáum árum var Litla- Brekka á Grímsstaðaholtinu jöfn- uð við jörðu. Við þetta raskaðist verulega heimsmynd okkar sem áttum þar leið um daglega. Litla- Brekka var ekki aðeins síðasti torf- bærinn í Reykjavík heldur sýnilegt tákn fyrir merkilegt skeið í reyk- vískri verkalýðsbaráttu því að þar bjó Eðvarð Sigurðsson lengst af æfinnar. Og enn erum við minnt á hverfulleikann, er Eðvarð er allur. Með honum er genginn einn merk- asti fulltrúi íslenskrar menningar. Á grundvelli innborinna hugsjóna um manngildi og lýðræði varði Eðvarð æfi sinni í að berjast fyrir rétti alþýðunnar til mannsæmandi lífs og fyrir sjálfsagðri hlutdeild hennar í gögnum og gæðum þessa lands. Rætur átti hann í menningu alþýðufólks í Grímsstaðaholtinu. Útvarpshlustendur muna eflaust margir eftir því, er Eðvarð gekk þar um götur í útvarpsþáttum með Jökli, bróður mínum, og lýsti fólki og mannlífi þar frá því er hann mundi eftir sér. Er það merkileg menningarsöguleg heimild sem vonandi er geymd. Kom þar glöggt fram hversu nákominn Eðvarð var umhverfi sínu og fróður um menn og atburði. Uppruna sínum var hann trúr og helgaði alla krafta sína hugsjóninni um reisn íslenskrar alþýðu. Sá sem það gerir, stækkar landhelgi íslenskrar menningar því þjóðin öll nýtur góðs af starfi hans. Ég kynntist Eðvarð í kosninga- baráttunni fyrir Alþingiskosning- arnar 1971 og við sátum síðan Þegar vinir deyja, skýtur oft eins og ósjálfrátt upp í hugann þeim á- hrifum sem orkuðu sterkust á mann í samvistum við þá. Og því er mér efst í huga núna að minnast þeirrar hlýju og góðvildar sem Eðvarð sýndi mér alla tíð. Ég var alger nýliði í stjórnmálum þegar ég kynntist Eðvarð og oft alls ekki ör- ugg með mig. En þá þurfti ekki nema eitt bros frá Eðvarð eða hlý- legt orð til þess að hugarástandið lagaðist og ég sæi hlutina í réttu ljósi. Mérerminnisstætter við sát- um einu sinni saman á kosninga- fundi og áttum bæði að tala. Ég var að blaða í ræðunni minni með pennann á lofti meðán ég beið þess að röðin kæmi að mér, og þá heyrði ég Eðvarð hvísla í eyra mér: Értu enn að lagfæra? Og á brosinu skynjaði ég það, að nú þætti Eðvarð ég komin í ógöngur. Á þennan Ijúfa hátt minnti hann mig á, að áheyrendur okkar væru ekki komnir til að gagnrýna setninga- skipan og orðaval heldur til að hlýða á og meta mikilvægari boð- skap. Og öll árin sem við unnum saman var viðmót Eðvarðs við mig slíkt að ég vissi að ég átti vináttu hans. Hann var hlýr og einlægur og traustur og þótt ég sæi hann ekki oft eftir að við hættum þing- mennsku var mér það ætíð einstakt gleðiefni að hitta hann. Ég verð æfinlega þakklát fyrir að hafa feng- ið að kynnast Eðvarð og starfa með honum. Ég sendi Guðrúnu innilegustu samúðarkveðjur frá okkur hjón- um. Hennar er missirinn mestur en minningin um Eðvarð Sigurðsson mun lifa. Svava Jakobsdóttir. Félagi Eðvarð. í dag verðum við að kveðja þig, þó okkur finnist við ekki hafa efni á því. íslensk verkalýðshreyfing hefur ég hann segja styggðaryrði við nokkurn mann. Áreiðanlega hefur hann þurft að aga sig mikið til að hafa þvíiíka stjórn á skapi sínu, í öllu því umróti og þeim átökum fyrir réttindum og kjörum verka- fólks, sem hann hafði forystu fyrir um svo langan aldur. Hann var maðurinn sem lifði sín manndómsár fyrir og eftir stríð, þekkti kreppuna og atvinnuleysið af eigin raun, þegar atvinnurek- endavaldið hafði líf og metnað verkafólks í hendi sér. Hann var í stjórn Dagsbrúnar þegar gerðar- dómslögin frá 1942 voru brotin á bak aftur. Lög sem sett voru til höf- uðs verkafólki. Eftir þau átök var Dagsbrún sú brjóstvörn verkalýðs- hreyfingarinnar sem allt brotnaði á. I þeim átökum bauð hann og nokkrir félagar hans byrginn breska herveldinu, sem þá hafði hernumið ísland. Vegna dreifi- bréfamálsins svonefnda vörpuðu Bretar þeim í fangelsi upp á vatn og brauð og með hótunum um líflát. Síðan tók íslenskt dómsvald við þeim og dæmi Eðvarð og félga hans í fangelsi fyrir landráð. Minna mátti ekki gagn gera. Ég átti því láni að fagna að kynn- ast Eðvarði. Fara með honum nokkrum sinnum til útlanda, því að við unnum saman í nefnd, sem fjallaði um samskipti almenns verkafólks í austri og vestri. Var það ánægjulegt samstarf og ég held að það hafi verið þó nokkurs virði. Þá gafst dálítill tími til að rabba saman, og bar þá margt á góma, og ekki síst atburðir frá liðnum árum. Hann var sögumaður góður og eftir því minnugur. Ég innti hann oft eftir því, hvort hann ætlaði ekki að skrifa endurminningar sínar frá þessum baráttudögum, ég taldi það mjög mikilvægt fyrir komandi kyn- slóðir. Líklega hefur flest af því fallið í glatkistuna, eins og svo margt annað, sem gengnar kyn- slóðir höfðu frá að segja, og aldrei var komin á í félaginu og stjórn tekin við, sem sinnti kröfum félags- manna og Ieiddi baráttuna inn á sigursæla braut. Verkamenn báru traust til þessarar forystu og það hafði margoft komið fram að mikill meirihluti félagsmanna var reiðu- búinn að láta hart mæta hörðu. Stjórnin þekkti grasrótina og við stóðum allir saman“. Ég tel það hafi verið gæfa Eðvarðs og um leið verkalýðs- hreyfingarinnar að hann þekkti grasrótina. Hann vissi hvað hann var að gera, hann stóð báðum fót- um fast á þeirri jörð, sem hafði alið hann. Hann þekkti sitt fólk og það þekkti hann, og treysti honum. Það er margs að minnast, þó get ég ekki látið hjá líða að minnast þess, af hve miklum myndugleik og festu hann stjórnaði þingum Al- þýðusambandsins, og þá minnist ég sérstaklega þingsins sem haldið var haustið 1976. Ég hafði ásamt öðrum borið fram tillögu sem fjall- aði um brottför Bandaríkjahers af íslandi. Þetta var tillaga sem mátti búast við að miklar sviptingar yrðu um, og ég vissi að enginn skaði þætti honum meiri en sá að þessi tillaga yrði felld á Alþýðusam- bandsþingi. En hann leiddi þetta mál á þann veg, að það fór átaka- laust í gegn með góðum meirihluta. Ég var honum svo þakklát, að eng- in orð fá lýst. Eðvarð. Þakka þér vinur og fé- lagi fyrir allt það sem þú hefur ver- ið okkur, alla leiðsögn þína, líf þitt og starf fyrir alþýðu þessa lands, fyrir þjóðina alla. í virðingu og þökk votta ég konunni þinni og öll- um ættingjum þínum mína dýpstu samúð. Bjarnfríður Leósdóttir Þegar mér var tilkynnt að hann Eðvarð væri dáinn setti að mér hljóðan harm. Horfinn var einn af mínum mætustu vinum. Vinur sem Guðrún. Ég þakka þér og Ebba fyrir síð- ast. Varla verð ég svo gamall að ég gleymi föstudagskvöldinu 8. júlí 1983 þegar ég kom arkandi í hlað hjá ykkur á Einarsstöðum um miðnæturbil, studdur af tveim fær- eyskum drengjum, og sá inn um gluggann hvar þið sátuð og nutuð veðurblíðunnar. En „Skjótt hefur sól brugðið sumri“ sagði Jónas forðum. Ekkert verður úr því í bili að við róum aftur á Klakki suður undir Blábjörg, skoðum leyndardóma Gríðarnessins og drögum viljugan þorsk á norðurfallinu allar götur frá Stóranesi norður í Kjólsvíkur- flór, hafandi fyrir augum rústirnar af fæðingarbæ Sigurðar heitins Guðmundssonar, Þjóðviljarit- stjóra, baðaðar í sól Austfjarða- blíðunnar. En hver veit hvað verð- ur. Það hefir ekki verið langt stórra högga á milli í raðir gamalla kunn- ingja minna úr fylkingu þeirra rót- tæku á mektardögum Kommún- istaflokksins og Sósíalistaflokks- ins. Guðmundur og Marta eru öll, og nú Sigurður heitinn Guðgeirsson, þannig að af fer- eykinu sem kom hér austur til að draga sjóbirting úr Selfljóti er Guðrún ein eftir. Og nú er Ebbi líka horfinn til feðra sinna. Fyrstu kynni mín af þeim manni voru 1950, en þá æxl- uðust hlutirnir þannig að ég réðst í skyndi og til bráðabirgða í vinsæl- ustu stofnun Reykjavíkur, skatt- stofuna, sem þá var í Alþýðuhús- inu. Á 2. hæð í því húsi var skrif- stofa Dagsbrúnar og rak ég þar stundum við, eins og sagt er á austfirsku. Þá réðu þar ríkjum Siggi Guðna, Hannes og Ebbi og átti ég þar ánægjulegar en allt of

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.