Þjóðviljinn - 22.07.1983, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 22.07.1983, Blaðsíða 15
___________________________________________Föstudagur 22. júli 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 íþróttir Víöir Sigurðsson Thompson ekki með í Helsinki Breski tugþrautarmaður- inn og fyrrum heimsmethafi, Dakey Thompson sem nú er 24 ára gamail hefur gefið út þá yfirlýsingu að hann muni ekki taka þátt í heimsmeistara- keppninni í Helsinki í næsta mánuði. Thompson hefur átt við þrálát meiðsli að stríða að undanförnu og í yfirlýsing- unni frá honum sagði hann að það væri til einskis að taka þátt í mótinu uppá það að verða í 2. sæti. Hann kvaðst aðeins æfa þrjár klst. á dag í stað 7 klst. eins og hann er vanur. Þó er ekki loku fyrir það skotið að Thompson skipti um skoðun á síðustu stundu þar sem hann hefur fengið leyfi til þess að tilkynna þátttöku á mótinu með mjög skömmum fyrirvara. Eins og kunnugt er þá tapaði Thomp- son heimsmetinu yfir til V- Þjóðverjans Juenger Hingsen. UL-liðið leikur við Færeyinga Haukur Hafsteinsson ungl- ingalandsliðsþjálfari hefur valið landslið íslands skipað leikmönnum undir 18 ára aldri, sem leika á við Færey- inga hér á landi dagana 24. og 25. júlí. Fyrri leikur liðanna fer fram á Kaplakrikavelli en sá síðari á Selfossvelli. Þeir hefjast báðir kl. 20. Lið ís- lands er þannig skipað: Haukur Bragason, Fram Björgvin Pálsson, Þrótti Jón Sveinsson, Fram Eiríkur Björgvinsson, Fram Ólafur Þórðarson, ÍA Birgir Sigurðsson, Þrótti Magnús Magnússon, Val Sigurður Jónsson, ÍA Örn Valdimarsson, Fylki Kristján Hilmarsson, FH Kristján Gíslason, FH Gunnar Skúlason, KR Andri Marteinsson, Víkingi Júlíus Þorfinnsson, KR Bergsveinn Samphsted, Val Guðmundur Magnússon, ÍBÍ. Fram-dagur Knattspyrnufélagið Fram heldur sinn árlega Fram-dag á sunnudaginn næsta, 24. júlí. Verður dagskráin með hefð- bundnu sniði, þó heldur meira sé gert nú í ár en endranær en Fram heldur upp á 75. ártíð sína á þessu sumri. Leikin verður knattspyrna frá kl. 12.30 til 19.20 á Fram- svæðinu. Þar verður hraðmót í 5. og 6. flokki í 7 manna liðum, leikur í flokki heldri manna, þ.e. 40 ára og eldri, leikur í 2. deild kvenna og síð- ast en ekki síst vígsluleikur nýja grasvallarins á Fram- svæðinu milli FRAM og Bröndby IF frá Danmörku í 3. aldursflokki. Um kvöldið verður leikur á Laugardalsvelli (Fögruvöll- um) í 2. deild karla milli FRAM og Völsungs. Fram fara einnig leikir í meistaraflokki karla í hand- knattleik og körfuknattleik í íþróttahúsi Álftamýrarskóla. í Álftamýrarskóla verður haldin sýning á ýmsum mun- um og minjum úr sögu Fram í 75 ár. í Framheimilinu verða hinar rómuðu kaffiveitingar Framkvenna á boðstólum frá kl. 14.00. Hér sjást KR-ingarnir Erling Aðalsteinsson (t.h.) og Willum Þórsson sækjaaðmarkiEyjamanna. Snorri Rútsson (t.h.) og Þórður Hallgrímsson eru til varnar. \ KR — ÍBV 0:1 í ffiV æsispennandi leik í undanúrslitin Eyjamenn tryggðu sér sæti í undanúrslitum bikarkeppninnar í gærkvöld með því að sigra KR í æsispennandi og fjörugum leik. Bæði liðin eiga hrós skilið fyrir leikinn. Knattspyrnan sem þau sýndu verður að teljast mjög góð á okkar mælikvarða, og verði áfram- hald á slíkum leikjum munu áhorf- endum vafalaust fjölga á þeim leikjum sem eftir eru á sumrinu. KR-ingar hófu leikinn af miklum krafti, og strax á 3. mín. komst Björn Rafnsson í gott marktæki- færi en tókst ekki að nýta það. Smátt og smátt jafnaðist leikurinn, og höfðu Eyjamenn aðeins yfir- höndina þar eð sóknarleikur þeirrra var beittari. Eina mark leiksins kom á 25. min. eftir að KR-ingar höfðu misst boltann klaufalega á miðju vallar- ins. Snöggt og vel útfært upphlaup Eyjamanna endaði með því að Jó- hann Georgsson skoraði framhjá Stefáni Jóhannssyni markverði KR-inga. 0-1. Það sem eftir lifði hálfleiks var eign KR-inga sem af mikilli grimmd sóttu að marki ÍBV, og fengu þeir nokkur góð tækifæri til að jafna, en sem of oft áður vantaði grimmd til að ljúka verkinu. Vest- mannaeyingar tóku brátt við sér og á 58. mín. komst Tómas Pálsson einn innfyrir vörn KR-inga en Stef- án markvörður bjargaði meistara- lega. Mínútu síðar munaði hársbreidd að KR-ingar næðu að jafna er Jó- steinn skallaði í innanverða stöng- ina og Eyjamenn náðu að hreinsa frá af línu. Hólmbert, þjálfari KR-inga tók rétta ákvörðun, er hann bætti manni í sóknina er hálfleikurinn var u.þ.b. hálfnaður, því sókn þeirra jókst til muna, að vísu á kostnað háskalegs varnarleiks. Pressa KR-inga varð mikil, en við og við náðu Eyjamenn afar hættu- legum skyndisóknum, sem þó báru ekki árangur. Enginn þeirra fékk þó eins gott marktækifæri og Kári Þorleifsson, sem komst einn langt inn fyrir vörn KR-inga, en hann hreinlega datt um sjálfan sig og ekkert varð úr neinu. Þrátt fyrir mikla pressu, eins og áður segir, tókst KR-ingum ekki að jafna, og er greinilegt að liðið vant- ar illilega markaskorara af betri 1. deild kvenna: Fyrsta tap Blika í heilt ár Tveir leikir fóru fram í 1. deild kvenna á fslandsmótinu í knatt- spyrnu í gærkvöldi. Á Kópavog- svelli léku íslandsmeistarar Breiðabliks við Val og suður með sjó léku Víðir Garði við f A. Breiðablik - Valur 0:1 Blikastúlkurnar voru alveg heillum horfnar í þessum leik og töpuðu í fyrsta sinn síðan í ágúst í fyrra er þær töpuðu fyrir þesum sömu andstæðingum með sömu tölum. Guðrún Sæmundsdóttir skoraði eina mark leiksins á 23. mínútu fýrri hálfleiks. í síðari hálfleiks var meira jafn- ræði með liðunum. Blikastúlkurn- ar áttu tvö góð markatækifæri. Ásta B. Gunnlaugsdóttir komst innfyrir vörn Vals en markvörður Vals varði vel. Þá komst Bryndís Einarsdóttir í gott færi en Valur náði að bjarga á línu. Með sigrinum halda Valsstúlk- urnar enn í vonina um að hreppa titilinn. Víðir - ÍA 1:12 Víðir Garði fékk heldur óskemmtilega heimsókn þar sem var sókndjarft lið ÍA. Úrslit leiksins urðu þau að í A skoraði 12 mörk og Víðir aðeins eitt. Eins og tölurnar gefa til kynna þá var hér um algjöra einstefnu að marki Víðis að ræða. Laufey Sigurðar- dóttir var atkvæðamikil í liði ÍA, skoraði hvorki fleiri né færri en 8 mörk. - MHM. sortinni. Segjast verður eins og er að það var ákaflega súrt fyrir þá að tapa þessum leik, en spili þeir næstu leiki eins og þennan lætur árangurinn ekki á sér standa. Eyjamenn léku á köflum mjög vel í þessum leik, og eru til alls líklegir í sumar. Lið sem hefur innanborðs framlínumenn á borð við Tómas Pálsson og Kára Þor- leifsson, sem báðir eru eldsnöggir og leiknir, er ekki á flæðiskeri statt. Síðastnefndu Eyjamenn voru einna bestir í annars jöfnu liði. KR- ingar léku allir vel, og athygli vakti geysileg barátta Sæbjörns, sem ég hef ekki séð berjast meira. Óli Ólsen hefur oft dæmt betur. Toppuppgjör í 1. deild á laugardag: Blikar sækja IA heim Fjölmargir leikir eru á dagskrá í 2., 3. og 4. deild íslandsmótsins í knattspyrnu í kvöld. í 2. deild fara fram tveir leikir. FH leikur við Víði á Kaplakrikavelli og Njarðvík leikur við Fylki í Njarðvík. I A-riðli 3. deildar fer fram einn leikur. ÍK mætir Selfyssingum á Kópavogs- velli. í B-riðli leika Huginn og Tindastóll. í 4. deild fara fram eigi færri en sex leikir. I A-riðli fer fram einn leikur. Reynir Hnífsdal leikur við Bolvíkinga á heimavelli. í B- riðli eru tveir leikir á dagskrá. Grótta leikur við Hafnir á Gróttu- velli og Stjarnan leikur við Augnablik á Stjörnuvelli. í C-riðli fara fram tveir leikir. Á Háskóla- velli leika Víkverji og Árvakur og í Þorlákshöfn leika Þór og Hvera- gerði. í E-riðli leika svo Vorboðinn og VasKur. Allir lcikirnir hefjast kl. 20 ef marka má leikjabók. 12. umferð 1. deildar hefst svo á morgun með einum mikilvægasta leik sumarsins. Á Akranesi leika heimamenn við Breiðablik. Hér er um sannkallað toppuppgjör að ræða, því liðin tróna nú á toppi deildarinnar. Aðrir leikir um helg- ina að mánudeginum meðtöldum eru tíma- og staðsettir á eftirfar- andi hátt: Laugardagur 23. júlí: 3. deild A Grindavík - Grindavík : Vikingur................................kl. 14.00 3. deild A Melavöllur - Ármann : HV........................................kl. 14.00 3. deild B Krossmúlavöllur - HSÞ : Sindri..................................kl. 14.00 3. deiid B Neskaupst.völlur - Þróttur : Magni..............................kl. 14.00 4. deild A Hvaleyrarvöllur - Haukar : Stefnir..............................kl. 14.00 4. deild A Varmárvöllur - Aftureld. : Hrafnafl.,...........................kl. 14.00 4. deild B Grundafj.völlur - Grundarfjöröur : ÍR...........................kl. 14.00 4. deild C Víkurvöllur - Drangur : Eyfellingur.............................kl. 14.00 4. deild D Hólmav.völlur - HSS : Glóðafeykir...............................kl. 14.00 4. deild D Siglufj.völlur - Skytturnar : Hvöt..............................kl. 14.00 4. deild E Dalvikurvöllur - Svarfd. : Árroöinn.............................kl. 14.00 4. deild E Ólafsfj.völlur - Leiftur : Reynir Á.............................kl. 16.00 4. deild F Borgarfj.völlur - Umf. B : Höttur.............................kl. 14.00 4. deild F Stöðvarfj.völlur - Súlan : Leiknir...............................kl. 14.00 2. deild kv. A Varmárvöllur - Aftureld. : Súlan.............................kl. 16.30 2. deild kv. B ísafj.völlur - ÍBÍ : Þór....................................kl. 17.00 2. deild kv. B Keflavíkurvöllur - ÍBK : KA...............................kl. 14.00 Sunnudagur 24. júlí: 2. deild Laugardalsvöllur - Fram : Völsungur.....................kl. 20.00 3. deild B Reyðarfj.völlur - Valur : Tindastóll......................kl. 14.00 4. deild F Neskaupst.v. - Egill rauði : Hrafnkell....................kl. 14.00 2. deild kv. A Framvöllur - Fram : Súlan...........................kl. 14.00

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.