Þjóðviljinn - 22.07.1983, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 22.07.1983, Blaðsíða 19
Föstudagur 22. júlí 1983 "ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 19 RUV0 frá lesendum 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Tónleikar Þulur velur og kynnir 7.25 Leiklimi Tónleikar. 7.55 Daglegt mál. Endurtekinn þátta Árna Böðvarssonar frá kvöldinu áður. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð - Örn Bárður Jónsson talar. Tónleikar 8.30 Ungir pennar Stjórnandi: Dómhildur Sigurðardóttir (RÚVAK). 8.40 Tónbilið 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Dósa- strákurinn" eftir Christine Nöstlinger ValdísÓskarsdóttir les þýðingu sina (5). 9.20 Leikfimi 9.30 Tilkynningar. Tón- leikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Forustu- gr. dagþl. (útdr.). 10.35 „Það er svo margt að minnast á“Torfi Jónsson sér um þáttinn. 11.05 „Ég man þá tíð“ Lög frá liðnum árum. Umsjónarmaður: Hermann Ragn- ar Stefánsson. 11.35 „Sólveig", smásaga eftir Elísabetu Helgadóttur Höfundur les. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 14.00 „Refurinn í hænsnakofanum" eftir Ephraim Kishon í þýðingu Ingibjargar Bergþórsdóttur. Róbert Arnfinnsson les (20), 14.20 A frívaktinni Sigrún Sigurðardóttir kynnir óskalög sjómanna. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Síðdegistónleikar 17.05 Af stað í fylgd með Ragnheiði Da- viðsdóttur og Tryggva Jakobssyni. 17.15 Upptaktur - Guðmundur Benedikts- son. - Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.50Við stokkinn Gunnvör Braga heldur áfram að segja börnunum sögu fyrir svefninn. 20.00 Lög unga fólksins. Þóra Björg Thor- oddsen kynnir. 20.40 Sumarið mitt Þorsteinn Vilhjálms- son. 21.30 Frá samsöng Karlakórs Reykjavik- ur í Háskólabfói i nóv. s.l. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.35 „Sögur frá Skaftareldi" eftir Jón Trausta Helgi Þorláksson fyrrv. skóla- stjóri les (21). 23.00 Náttfari Þáttur i umsjá Gests Einars Jónssonar (RÚVAK). 00.50 Fréttir. 01.00 Veðurfregnir. 01.10 Á næturvaktinni - Ásgeir Tómas- son. 03.00 Dagskrárlok. RUV# 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Á döfinni Umsjónarmaður Karl Sig- tryggsson. Kynnir Birna Hrólfsdóttir. 20.50 Steini og Olli Skopmyndasyrpa með Stan Laurel og Oliver Hardy. 21.05 „1984“. Fyrir 35 árum dró George Orwell upp dökka mynd af einræðisriki framtiðarinnar í skáldsögunni „1984“, sem selst hefur í milljónum eintaka og þýdd hefur verið á meira en 30 tungumál, þar á meðal islensku. I þessari mynd ber hinn heimskunni fréttamaður, Walter Cronkite, saman lýsingu skáldsins á heimi „Stóra bróður'' og þeim veruleika sem við blasir árið 1984. Þýðandi er Bogi Ágústsson. 22.00 Dauðinn á skurðstofunni. (Green for Danger). Bresk sakamálamynd frá 1946. Myndin gerist á sjúkrahúsi i ná- grenni Lundúnaárið 1944. Tveir sjúkling- ar látast óvænt á skurðarborðinu. Grunur vaknar um að ekki sé allt með felldu um iát þeirra og við þriðja dauðsfallið skerst lögreglan i leikinn. Þýðandi: Dóra Haf- steinsdóttir. 23.35 Dagskrárlok. Sjónvarp kl. 21,05 ,1984‘ Það mun hafa verið árið 1948 sem út kom skáldsagan „1984“ eftir George Orwell. Fjallar hann þar um mannlífið í ein- ræðisríki framtíðarinnar og er það ekki beinlínis heillandi. Saga Orwells hefur verið þýdd á meira en 30 tungumál, þar á meðal íslensku, og selst í miljónum eintaka. í kvöld sýnir Sjónvarpið mynd þar sem Walter Cronkite, heimskunnur fréttamaður, ber saman lýsingu Orwells á heimi „Stóra bróður" og þeim veru- leika, sem ætla má að við okkur jarðarbúum blasi á næsta ári, árinu „1984“. _ mhg. Haukur Guðmundsson kom að máli við okkur og sagðist ekki átta sig á ástæðum fyrir þeim mis- mun, sem væri á upphæð tekjutryggingar til sambýliskonu sinnar, Halldóru Olafsdóttur, Ljósheimum 8A, og átti þá við mánuðina júní og júlí. Tók Haukur það fram, að Halidóra væri óvinnufær. Samkvæmt tilkynningum frá Tryggingarstofnun ríkisins er tekjutrygging Halldóru kr. 3.310,00 í júnímánuði en hins- vegar aðeins kr. 1.433,00 í júlí. Vildi Haukur fá upplýsingar um hvað ylli þessum mun. Við höfðum samband við Tryggingarstofnun ríkisins og samkvæmt upplýsingum hennar hlýtur munurinn í tekjutrygging- unum að ligga í því að tekjur sambýlismanns Halldóru hafi hækkað frá síðasta útreikningi, en tekjur beggja eru lagðar sam- an og síðan deilt í þær með tveimur. „Steinninn“ Steinninn“ ekki „Grjótið Kristín Guðmundsdóttir hringdi út af texta á baksíðu Þjóð- Vísnasending frá Sigurði Sigurður Guttormsson sendir okkur eftirfarandi stökur: Ný vísa Gömul heilræðavísa Grátlegt er að færa fórn Aumra smámenna yfirráð fyrir sakir heimsku og vanans. aldrei máttu þola. Alverst þó að öðlast stjórn Trúðu ekki á tudda náð, úr undirlægjusafni Kanans. taktu í hornin á bola. viljans, þar sem segir frá Gallerí Grjóti á Skólavörðustíg. Þar segir svo að „svo lengi, sem elstu menn muna“ hafi tugthúsið þar við götuna verið kallað „Grjótið“. Kristín segir að það hafi alltaf verið talað um „Steininn" við Skólavörðustíg og „Grjótið" sé síðar til komið. Bridgeþættirnir í Þjóðviljanum: Melda pass! Hvernig er þetta með umsjón- armann bridge-þáttarins, er hann ekki með fullum sönsum? Það er ekki nein leið fyrir fólk sem kann að spila bridge að lesa svona vit- leysu eins og var í síðasta sunnu- dagsblaði. Ekki eru nú bridge- þættirnir í Mogganum uppá marga fiska en þó eru þeir skömminni skárri en í Þjóðviljan- um! Ég melda pass! Hvernig væri að reyna að bæta eitthvað úr þessu? Bridgeáhugamaður Spurt og svarað Nú skuluð þið ríma. Skrifið rímorðin í auðu reitina. Hörpuslagarinn Gauti tók sér hörpu í hönd gekk hann svo með sjávar. Gauti sló það fyrsta slag: , stjarnan fauk í myrkva.... Hann sló kólf úr lási, fagra kú af. Hann sló hest af stalli, fagra hind af. Hann sló skip af hlunni, fagra mey frá. Gauti gekk um hvítan sand, þar var Magnhild rekin á.... Það var Gauta mikil pín: dauða kyssti hann Magnhild. Hann tók hennar bjarta hold, gróf það ofan í vígða. Hann tók hennar bjarta hár, spann sér úr því strengi. Þessar myndir teknaði Arnaidur Máni, 5 ára, fyrir barna- hornið. Krakkar! Verið dugleg að senda okkur teikningar og frásagnir af skemmtilegum atvikum sem hafa komið fyrir ykkur í sumar. Utanáskrift: Barnahornið, Þjóðviljanum, Síðumúla 6, 105, Reykjavík.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.