Þjóðviljinn - 22.07.1983, Side 13

Þjóðviljinn - 22.07.1983, Side 13
Föstudagur 22. júlí 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 fáar stundir, þau átta ár er ég vann í því húsi. Sagt er með nokkrum rétti að þegar menn minnast gengins manns skrifi menn fyrst og fremst um sjálfa sig. Minnugur þessa ætla ég nú að botna þetta bréf, en get þó ekki látið hjá líða að rifja upp gamla sögu, sem ég vil ekki að fari í gröfina með mér. Kunningi minn úr lögfræðinga- stétt, mikill aðdáandi Eggerts Classens, sem Verkalýðsblaðið titlaði gjarnan sem verklýðsböðul nr. 1, hafði þau orð eftir Classen að erfiðasti maður sem hann þurfti að semja við væri strákur af Gríms- staðaholtinu að nafni Eðvarð Sig- urðsson. Samningar höfðu vana- lega gengið þannig fyrir sig að til- boðum var alfari hafnað, kölluð smánarboð og fleira í þeim dúr og eftir háværar deilur og stundum rifrildi gat Classen hlaupið frá öllu er hann hafði boðið ef honum sýndist svo. Strákurinn af Grímsstaðaholtinu tók ekki hátt i' þessum hávaða. Hann grúfði sig yfir sáttatillöguna, hirti allt úr henni sem honum fannst bitastætt á fyrir Dagsbrúnar- menn og sagði síðan: Þessi atriði gætum við samþykkt, en fleira og sýndarmennska voru eitur í hans beinum. Það er því mikið lán að hafa átt þess kost að kynnast eiginleikum og mannkostum hans á lífsleiðinni. I þeim efnum veit ég að ég mæli fyrir munn sameigin- legra félaga okkar Eðvarðs, sem unnið hafa með honum að málefn- um almennu líeyrissjóðanna. Ég vil að lokum senda öllum þeim, sem eiga um sárt að binda við fráfall Eðvarðs Sigurðssonar, mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Hugurinn hvarflar þó sér- staklega til konu Eðvarðs, Guð- rúnar Bjarnadóttur, sem annaðist Eðvarð í veikindum hans af ein- stakri alúð og ástríki. Einn áhrifamesti forystumaður íslensks verkafólks er nú horfinn af sjónarsviðinu, en minningin um góðan dreng lifir í hugum sam- starfsmanna hans. Hrafn Magnússon „Þar sem jökulinn ber við loft hættir landið að vera jarðneskt, en jörðin fær hlutdeild í himninum, þar búa ekki framar neinar sorgir og þessvegna er gleðin ekki nauð- synleg, þar ríkir fegurðin ein, ofar hverri kröfu“. öldu og fegurð himinsins ófst saman við tign fjallanna og magn- þrungið landslagið umhverfis vötn- in. Eðvarð kvað upp úr með, að ótækt væri að trufla þessa fegurð og ómælis kyrrð með byssuskotum. Um þetta urðu allir strax sammála og það varð úr að ákveðið var að ganga á Hádegisöldu og dvelja þar til sólarlags. Eðvarð hafði að sjálf- sögðu myndavélina meðferðis í von um að geta náð þó ekki væri nema brotabroti af fegurð himins og jarðar. Eðvarð var frábær ljósmyndari og átti fjölda ágætra ljósmynda, sem hann hafði tekið í ferðalögum sínum um land allt, ekki síst frá Arnarvatnsheiði, sem var áfangastaður okkar árum saman. Þegar upp á Hádegisöldu var komið, blasti við ólýsanleg sjón. Svo langt sem augað eygði í allar áttir, sáum við hvert fjall, hverja hæð, hverja laut, hverja gjá og jafnvel hvern stein og hvert strá eins og innan seilingar. Sjóndeild- arhringurinn var eins og skörp lína allt í kring. Himinninn í öllum regnbogans litum. Kyrrðin algjör eins og náttúran svæfi magnþrota eftir erfiðan dag. Það heyrðist hvorki kvak í fugli né suð í flugu. alhug og barðist alla æfi fyrir feg- urra mannlífi. Þannig munum við minnast hans öll sem hann þek- ktum og feta í fótsporin. Halldór Jakobsson Við sósíalistar og verkalýðssinn- ar trúum því að mennirnir móti sína sögu sjálfir. Barátta okkar fyrir jafnrétti, bræðralagi og frelsi er háð í þessari trú. f dag kveðjum við einn virtasta forystumann íslensks verkafólks um áratugaskeið. Ef hægt er að segja að einn maður móti sögu samtíðar sinnar öðrum fremur, þá gildir það um Eðvarð Sigurðsson. Hinir miklu sigrar verkalýðshreyfingarinnar sem áunnist hafa hin síðari ár, náðust ekki síst fyrir tilstuðlan þeirra manna sem kunnu að setja hags- muni fjöldans ofar eigin hag, manna eins og Eðvarðs. Svo samofin er saga verkalýðshreyfingarinnar, sigrar hennar og saga Eðvarðs Sigurðs- sonar, að þar verður vart skilið í milli. Það þarf djörfung til þess að standa í eldlínu baráttunnar og hvika hvergi. Mótlæti, m.a. og jafnvel óbeina tryggingu lýðræðislegs stjórnarfars í þeim. Staðfesta hans eða fastheldni í þessumefnum sýnir,að uppljóstr- unum Khrúsjeffs um uppbygg- ingarskeið Ráðstjómarríkjanna tók hann með nokkurri vantrú, þótt ekki hefði hann hátt um það. Á þrítugsaldri sótti Eðvarð nokkura mánaða námskeið í verkalýðsfræðum í Svíþjóð og naut þess, þegar hann varð starfsmaður Dagsbrúnar. Á annan bóginn lagði hann alúð og kostgæfni við daglega umsýslan, á hinn bóginn var hann forystumaður verkamanna í kaupdeilum. í hlut hans féll að verða einn höfuðforystumaður verkalýðsfélaganna í tveimur af þremur afdrifaríkustu vinnu- deilum, sem hérlendis hafa verið háðar, „skæruhernaðinum" 1942, (sem hann bjó nokkurn inngang), og verkföllunum miklu 1955. Látiausir lífshættir Eðvarðs og dagfar bentu til ástundunar ein- falds lífernis af ráðnum huga. í viðræðum var hann orðvar, enn frekar í ræðum og jafnvel um of í skrifum sínum. Daglega hafði hann samskipti við fleiri eða færri um fjögurra áratuga skeið, og fórust þau vel. í samningum við atvinnu- Eðvarð í ræðustól 1. maí á Lækjartorgi. Guðrún Bjarnadóttir og Eðvarð í síðustu 1. maí göngu hans sl. vor. verður að koma til frá ykkur ef samningar eiga að takast. Með saknaðarkveðju frá okkur Þórhalli. Árni Halldórsson Fáein orð til minningar um ágæt- an vin og félaga, Eðvarð Sigurðs- son. Kynni okkar Eðvarðs hófust fyrir alvöru fyrir rúmum átta árum, þegar sá sem þessar línur ritar réðst til starfa hjá Sambandi al- mennra lífeyrissjóða. Nú er hins vegar komið að leiðarlokum og því ber að þakka fyrir ánægjulega sam- fylgd, sem aldrei bar skugga á. I mínum huga var Eðvarð Sig- urðsson ímynd þess besta, sem prýða má forystumann verkalýðs- hreyfingarinnar. Hann var íhugull og glöggskygn gáfumaður, sem dáður var af samherjum sínum og virtur af öllum þeim, sem til hans þekktu. Eðvarð var mikill baráttu- maður fyrir félagslegum réttindum verkafólks og einn helsti frum- kvöðull að stofnun almennu líf- eyrissjóðanna Hann var í stjórn Sambands almennra lífeyrissjóða frá stofnun og þar af formaður sam- bandsins til ársins 1980. Auk þess átti hann sæti í stjórn Lífeyrissjóðs Dagsbrúnar og Framsóknar og um- sjónarnefndar eftirlauna allt frá upphafi. Éðvarð hafði öðlast yfirgrips- mikla þekkingu á lífeyrismálum og átti einkar auðvelt með gera sér grein fyrir og reifa helstu meginatr- iði lífeyriskerfisins. Nú þegar kom- ið er að lokastarfi við heildarend- urskoðun lífeyriskerfisins, e'r hans sárlega saknað af samstarfsmönn- um. Eðvarð Sigurðsson var einstakur maður. Hann var alla tíð sjálfum sér samkvæmur og skeleggur bar- áttumaður fyrir þá lægstlaunuðu í þjóðfélaginu. Hann var heilsteyptur persónuleiki og hræsni Þessi orð skáldsins komu mér í hug þegar ég frétti lát vinar míns og ferðafélaga í hálfa öld, náttúru- barnsins Eðvarðs Sigurðssonar. Því minnist ég þessara orða, að einu sinni sem oftar dvöldum við Eðvarð við Veiðivötn ásamt fleirum vinum um Tiálfsmánaðar- tíma. Kvöld eitt höfðum við ákveð- ið að reyna riffil, sem við höfðum meðferðis til þess að geta skotið varg ef með þyrfti. Eftir að hafa snætt glænýjan silung gengum við úr tjaldinu og hugðumst reyna riffi- linn. Eitthvað hélt þó aftur af okk- ur. Veður hafði verið fádæma gott um daginn og með kvöldinu var komið blæjalogn og djúp kyrrð. Sólin var að hníga bak við Hádegis- Þegar sólin hneig til viðar mynd- uðust litbrigði óteljanleg og ólýs- anleg á himni og jörðu. Það var þögull hópur, sem gekk niður Hádegisöldu þetta miðnætti, því við höfðum séð „að hér ríkti fegurðin ein ofar hverri kröfu“. En gleðin var nauðsynleg og það var glaður hópur, sem gekk til náða þessa nótt og margt um þessa lífs- reynslu talað. Ég man alltaf hvað Eðvarð var ánægður með að hafa átt þess kost að líta þessa fegurð og sagði hann mér miklu seinna að hann hefði aldrei hvorki fyrr né síð- ar séð neitt fegurra. Eðvarð var fagurkeri í þess orðs bestu merkingu. Hann unni ó- spilltri náttúru og fegurð hennar af tugthúsvist, haggaði hvergi óbifan- legri trú Eðvarðs á hugsjónum sín- um, hagsmunum verkafólks. Það var hans líf. Ég átti því láni að fagna að fá að þekkja og starfa með Eðvarð Sig- urðssyni frá haustmánuðum 1981. Ég kynntist djúpvitrum, ná- kvæmum raunsæismanni og einum heiðarlegasta verkalýðssinna sem ég hef hitt. Fyrir það og þann lær- dóm sem hann gaf mér vil ég þakka. Eiginkonu hans og öðrum aðstandendum sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur. Skúli Thoroddsen Eðvarð Sigurðsson starfaði alla ævi að verkalýðssamtökunum og stjórnmálahreyfingu þeirra, fram yfir þrítugt sem verkamaður í Reykjavík, frá 1942 sem stjórn- armaður og (frá 1944) starfsmaður Dagsbrúnar, frá 1954 sem mið- stjórnarmaður í Alþýðusambandi íslands, frá 1959 til 1978 sem al- þingismaður Sósíalistaflokksins og Alþýðubandalagsins. Hann var af annarri kynslóð forystumanna verkalýðsfélaganna, en starfaði með og þekkti flesta af hinni fyrstu. Forysta verkalýðsins fyrir um- mótun þjóðfélags iðnaðarlanda var honum hugstæð sem hið sögulega hlutverk hans, er hann leit svo, að koma á stéttlausri sameignarskip- an umheim allan á jafnréttisgrund- velli. Hin mikla hugsjón kommúnism- ans átti þannig hug Eðvarðs Sig- urðssonar. Hann heillaðist af henni á unglingsárum, stóð að félagi ungra kommúnista og var ötull í Kommúnistaflokknum. Hann átti hlut að stofnun Sameiningarflokks alþýðu, Sósíalistaflokksins, og síð- ar Alþýðubandalagsins, en skoð- anir hans voru samar eftir sem áður. Uppbyggingu sósíalisks þóðfélags í öðrum löndum taldi hann verða verkalýðshreyfingunni í kapitaliskum löndum til styrktar rekendur hlaut hann að vonum traust þeirra. Án efa verður hans minnst sem eins fremsta forystu- manns íslenskrar verkalýðshreyf- ingar fra upphafi, og um alvöru mun enginn hafa tekið honum fram. Haraldur Jóhannsson Örfá þakklætis- og saknaðarorð. Ekki man ég lengur hvenær við Eðvarð hittumst í fyrsta sinn, sjálf- sagt í einhverri kjaradeilu, en mér er enn minnisstætt með hve mikilli virðingu var talað um hann mín megin við borðið. En eftir því sem ég hitti hann oftar, já og samdi við hann oftar, fór ég að skilja betur hvað olli, því Eðvarð var einstakur maðui, það þurfti í raun aldrei að gera skriflegan samning við hann, handsal frá honum var meira virði en nokkur skrifaður samningur getur nokkurn tíma orðið. Eðvarð var hlýr maður, hygginn, traustur og heiðarlegur og trúr sín- um hugsjónum, fastur fyrir og lagnasti samningamaður sem ég hef kynnst. Nýjasta dæmið er kjarasamningur frá 1981, mér er til efs að hann hefði nokkurn tíma náðst í gegn án hans atfylgis. Við hittumst í síðasta sinn í lok maí og ræddum þá einslega um erf- itt mál og viðkvæmt, sem hann vildi, en ég var honum ósammála og sagðist mundu beita mér sem ég mætti til að stöðva málið. Að venju fór svo að hann hafði fullan sigur í málinu, ég varð að láta í minni pok- ann og þótti súrt í broti. Þegar ég frétti lát hans voru fyrstu viðbrögðin hinsvegar þau að samgleðjast honum með að hafa komið þessu hjartans máli sínu far- sællega í höfn. Ég sakna trausts vinar og vona að Island verði þeirrar gæfu að- njótandi að eignast syni slíka sem Eðvarð Sigurðsson var. Ðavíð Sch. Thorsteinsson. í minningu Eðvarðs Sigurðssonar Mildur var austfirzkur sumarþeyr síðasta daginn. Sóldýrð á tindum, en harmhljóð var kveðið í blæinn. Leiftrandi um hug fóru myndir frá minningalundi. Margt ber að þakka, er lokið er síðasta fundi. Fyrst skal þó munað, að dýr var þinn framtíðardraumur. Dáðrík þín barátta, kröftug sem elfunnar straumur. Meitluð þín orð, enda mögnuð í bardagagnýnum. Man ég hve hlustað var grannt eftir tillögum þínum. Þeim sem vort þjóðfélag sköpuðu hörðustu höndum helgað var starf þitt og barizt gegn alþýðufjöndum. Auðvaldsins þjónar í fangelsifengu þér hrundið. Frelsisins eldmóð og hugsjón þeir gátu ei bundið. Farsæl og árangursrík var þín œvi og saga ávinning margan þú sást þína baráttudaga. Hæst ber í minningu hlýja og merlandi gleði. Manngildis hugsjónin hvarvetna í lífinu réði. Alþýðan finna mun brýning í baráttu þinni, bera hátt merkið, svo fátœkt og arðráni linni. Dýrmœt var fylgd þín og harmljóð í huganum lifir. Heiðríkja og vordýrð er fagurri minningu yfir. Helgi Seljan

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.