Þjóðviljinn - 18.08.1983, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 18.08.1983, Qupperneq 6
6 SIÐA - ÞJOÐVILJINN Fimmtudagur 18. ágúst 1983 LIBYEN /TCHAD/ ;AlAL* • iiiöiil 0 400km Stjórnarherinn býst nú til varnar við Salal í miðju Tsjad. Ekki var alltaf Ijóst hvert Khaddafi var að fara í þessum um- svifum sínum. Þó þykjast menn hafa séð það af ýmsum yfirlýsing- um hans síðastliðin tvö-þrjú ár, að hann hafi sett sér það meginmark- mið að koma á einskonar „Banda- ríkjum Norður-Afríku". Að baki þessum áformum liggur meðal annars svonefnd „þriggja hringa kenning". En hringirnir þrír, sem saman eiga að koma í framtíðar- stórveldi Khaddafis eru arabísk þjóðernishyggja, eining undir merkjum Islams og sam- afríkuhyggja. Hitt er svo annað mál, að eins og Khaddafi hefur þegar rekið sig á í fyrri tilraunum sínum til að sameina ríki sitt öðr- um, þá er kenning eitt og fram- kvæmd annað. Til dæmis er hægt að spyrja: er hægt að komast nokk- uð áfram með slík áform án þess að Alsír sé haft með í ráðum? Alsír er miklu fjölmennara og öflugra ríki en Líbýa, það er einnig olíuríki mikið, það nýtur miklu meira álits í þriðja heiminum. Satt best að segja stendur flestum Afríkustjórnum heldur stuggur af Khaddafi, og þurfa þær ekki endilega að vera hallar undir Vesturveldin til að taka slíka afstöðu. Enda tókst hon- um það ekki á síðasta fundi Eining- arsamtaka Afríkuríkja sem hann hafði lengi dreymt um - að verða kosinn forseti þeirra samtaka. -ÁB. Sjórinn étur upp strendur Spánar Sandur á sólarströndum er ein- hver helsta auðlegð Spánar og nú er þessi auðlegð í hættu. Hailð skolar gífurlegu magni á brott með sér á hverju ári - á sumum stöðum mjókka baðstrendurnar um alltað því einn mctra á ári. Sandstrendur Spánar eru um 1700 kílómetra langar og tryggja landinu mikið aðstreymi ferða- manna. 55 miljónir manna, að Spánverjum sjálfum meðtöldum, flatmaga á þeim í leyfum sínum. En mjög mikill hluti þessarar „auð!indar“eríhættu , ekkisístá Miðjarðarhafsströndum - Costa del Sol, Costa Brava, Mallorca. Ástæðurnar fyrir strandhöggi sjávar eru margar. Fyrst og fremst hefur ákveðið jafnvægi raskast milli hafs og lands við það, að á síðustu 20-30 árum hafa strendurnar orðið fyrir gífurlegu álagi af mannavöldum. Pangað er í miklu stærra mæli en fyrr sóttur sandur í byggingar, og ekki hafa aðeins sólargestir flykkst til stranda, heldur og með þeim fjöldi Spánverja með ræktun og önnur umsvif. Sósíalistastjórnin spænska hef- ur miklar áhyggj ur af þessari þró- un eins og vonlegt er. Nýlega hef- ur verið myndaður í Madrid starfshópur sérfræðinga, sem ætl- ar að stöðva strandát sjávarins rneð ýmsum tæknibrellum og mannvirkjum. Hafa þeir nú feng- ið til umráða tólf miljarða peseta. (Byggt á Spiegel) MEDELHAVET NIGER /™GEAU Franskar fallhlífasveitir: Mitterrand kveðst verða að svara Líbýumönnum í sömu mynt. Stríðið í Tsjad og stór- pólitísk áform Khaddafis Á Mallorcaströnd: Sumsstaðar étur sjórinn upp heilan metra af sandi á ári. Það er hlé á bardögum í Afríkuríkinu Tsjad þegar þetta er skrifað. En uppreisnarmenn Weddeyes hafa með aðstoð f lughers Líbýu og „íslamskra hersveita“ Khaddafis Líbýuforseta lagt undir sig norðurhluta landsins mestallan, meðan Frakkar hafa ef It stuðning sinn við Hassene Habre forseta og sent honum um 700 manna lið svo og hergögn. Og yfir öilu saman svífa bandarískar AWACS-radarf lugvélar og bandarískarflugvélarflytja og á vettvang lið f rá Zaire, stjórnarhernum til trausts og halds. Tsjad er stórt land, tæplega 1,3 miljónir ferkílómetra, en íbúar munu aðeins röskar fjórar miljón- ir. í norðri hafa búið hirðingjar, múhameðskir og flestir mæltir á ar- abísku, en sunnar í landinu búa blökkuþjóðir, kristnar eða „heiðnar". Ekki verður þó sagt, að hér sé um einskonar þjóðastríð að Khaddafi: Bandaríki Norður- Afríku? Frakkar Það viröast lfka fæstir spyrja um það, um hvað Tsjadmenn séu að berjast. Athyglin beinist, sem oft áður mest að afskiptum utanað- komandi aðila af málum. Líbýu- rnenn eru ekki í fyrsta sinn flæktir í málin: árið 1980 voru líbýskar her- sveitir komnar alla leið inn í höfuð- borg Tsjad, Ndjamena, og Khadd- afi lýsti því yfir, að ríkin ætluðu að sameinast. Ekkert varð samt úr því frekar en úr ýmsum fyrri sam- einingartilraunum hans við ná- granna í Norður-Afríku - stundum Egypta, stundum Túnismenn. Frakkar hafa líka haft mikil af- skipti af Tsjad og höfðu þar herlið í hinum ýmsu smástyrjöldum sem þar hafa verið háðar í átján ár eða svo. Vinstrimenn í Frakklandi gagnrýndu jafnan þetta „lögreglu- hlutverk'" Frakklands, en nú verð- ur Mitterrand að bíta í það súra epli að flækjast í eyðimerkurstríð (hálft landið norðanvert liggur undir Sa- hara). Frakkar reyndu að komast af með að senda þjálfara og her- gögn, en nú segjast þeir verða að „gera það sama og Líbýumenn". Hvað nú verður veit enginn - en fregnir berast um að hafðir séu út þreifarar urn frið. Draumar forsetans Mest er rætt um Khaddafi og áform hans í sambandi við stríðið í Tsjad. Sem fyrr segir hefur hann óspart beitt olíuauð lands síns og herstyrk til að hafa afskipti af mál- ræða rnilli aðila, sem áttu fátt sam- eiginlegt annað en hafa lotið dutt- lungum franskrar nýlendustjórnar hér áður fyrr. Til að mynda eru bæði forsetinn og uppreisnarfor- inginn múhameðskir. og vita menn ekki gjörla hvaða stuðning þeir hafa meðal landsmanna. Nema hvað báðir hafa þegið aðstoð frá Frökkum og Líbýumönnum - þótt nú hafi þeir skipt um hlutverk frá því að næstsíðast var barist í landinu. um granna sinna: hann hefur reynt að steypa stjórnum eða bjarga í Marokko eða Úganda, í Súdan og Ghana og nú síðast hefur höf- uðsmaður einn í Efri Volta, Thom- as Sankara, tekið sér forsetavald þar og segist hafa lært mikið af Khaddafi.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.