Þjóðviljinn - 18.08.1983, Side 11

Þjóðviljinn - 18.08.1983, Side 11
Fimmtudagur 18. ágúst 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA ll íþróttir! Umsjón: Víðir Sigurðsson „Ég var eiginlega hissa á að strákarnir skyldu ekki brotna alveg niður eftir að hafa fengið þessi ódýru mörk á sig í byrjun. Þau voru svekkjandi, ekki síst vegna þess að það var mikil stemm- ing í liðinu og upphafsmín- úturnar voru góðar, en þeir héldu haus í síðari hálf- leiknum, börðust þá betur þótt sóknarlega séð sé ég ánægðari með fyrri hálf- leikinn," sagði Jóhannes Atlason landsliðsþjálfari í knattspyrnu eftir að ungt og reynslulítið landslið íslands hafði fengið slæman skell, 0- 4, gegn Svíum á Laugardals- vellinum í gærkvöldi. „Við gerðum okkur þetta alltof erfitt sjálfir,“ sagði Viðar Hall- dórsson fyrirliði. „Ef við hefðum getað haldið út fyrstu 15-20 mínút- urnar hefðu úrslitin getað orðið mun hagstæðari, tapið var alltof stórt. Mér fannst okkur vanta meiri yfirvegun á miðjunni, menn voru að reyna að senda boltan frarn of snemma og misstu hann þá þannig að vörnin stóð eftir berskjölduð fyrir snöggum sóknum Svíanna," sagði Viðar Halldórsson. Svíar tóku forystu á 4. mínútu og voru komnir í 3-0 eftir hálftíma. Mörkin voru einum of ódýr, Mats Jingblad skoraði fyrst eftir mis- heppnuð úthlaup hjá Þorsteini Bjarnasyni, Sten-Ove Ramberg bætti öðru við á 20. mínútu, sendi boltann í mannlaust markið frá vít- ateig eftir að Þorsteinn og Sunes- son höfðu rekist saman með þeim afleiðingum að Þorsteinn missti boltann, og Glenn Hysen sá urn það þriðja eftir skyndisókn og fyrirgjöf Tommy Holmgren. Ragnar Margeirsson, besti leikmaður íslenska liðsins, fékk besta marktækifærið strax á 11. mínútu, Óli Þór hirti boltannn af varnarmanni, renndi á Ragnar sem Keflvíkingurinn Óli Þór Magnússon í baráttu við sænska varnarmenn í leiknum í gærkvöldi en í þetta skiptið sem oftar höfðu þeir sænsku betur. Mynd: -eik Jingblad sem hafði leikið á Bjarna Sigurðsson markvörð, og Stig Fredriksen sá um framkvæmd hennar. Stórsigur Svía í höfn. Við getum ekki verið án atvinnu- mannanna okkar í landsleikjum við sterkar þjóðir á borð við Svía, þ.e.a.s. ef við viljum gera okkur vonir um íslenskan sigur. Liðið sem lék í gærkvöldi var ungt, rnikið af leikmönnum úr landsliðinu 21 árs og yngri, og leikurinn bar þess merki. Að auki er samæfingin tak- mörkuð en útúr leik sem þessum fá yngri mennirnir tækifæri til að sanna getu sína, Ragnar Margeirsson stóð uppúr í íslenska liðinu og var einn í sama gæðaflokki og Svíarnir. Mikil vinn- sla í honum og flestar sóknir ís- lenska liðsins hófust á því að hann braust upp ntiðjuna. Óli Þór Magn- ússon var frískur frantan af og Sig- urður Jónsson og Sveinbjörn Há- konarson áttu ágætar rispur og þá var Viðar taustur í vörninni. Bjarni var síðari hálfleikinn í markinu og lék vel, Þorsteinn hins vegar langt frá sínu besta milli stanganna í fyrri hálfleik. Vörnin var óörugg og í þessunt leik hefði hún þurft sterkan varnartengilið fyrir frarrian sig. Varnarmönnunum hættir til að „selja sig“, einkunt má Óntar Rafnsson bæta hjá sér varnar- leikinn hvað það varðar. Gunnar Gíslason og Helgi Bentsson kontu inná í síðari hálfleik og við það Odýr mörk í byrjun lék að vítateig og skaut hörkuskoti sem Bernt Ljung varði vel. Sigurð- ur Grétarsson og Sveinbjörn Hák- onarson áttu einnig ágætar skottil- raunir í hálfleiknum en Ljung varði af öryggi í bæði skiptin. Svíarnir höfðu undirtökin, spiluðu oft hratt og vel í gegnum óþétta íslenska vörn og verðskulduðu forystuna þótt þrjú mörk væru í það mesta. Fjögur hefðu þau þó getað orðið, Ramberg skaut hörkuskot í sam- skeytin rétt fyrir leikhlé. Meiri barátta var í íslenska liðinu í síðari hálfleik en í þeim fyrri en sóknarleikurinn var tilviljana- kenndur og lítt markviss. Agætar skottilraunir sáust þó, menn voru ófeimnari við að reyna skot fyrir utan vítateig, en aldrei þurfti Ljung þó að grípa til sparihanskanna. Svíar voru áfram meira með boltann og fengu nokkur mark- tækifæri, flest eftir varnarmistök ís- lenskra. Fjórða markið kont svo úr vítaspyrnu á 83. mínútu, dæmdri á Ólaf Ííjörnsson fyrir að brjóta á jókst baráttan í íslenska liðinu. Sem sagt, slæmt tap, en af því má læra á ntargvíslegan hátt. Ljóst er að varnarleikinn verður að bæta fyrir Evrópuleikina í haust en þeg- ar sex til sjö atvinnumenn bætast við hópinn sem lék í gærkvöldi þurfum við tæpast nokkru að kvíða. -VS Svavar Jóhannsson mundar kjuðann í úrslitaleiknum, eitt af mörgum giæsiskotum í uppsiglingu. Mynd: Leifur „Vann ég þá alla - og suma tvisvar!” „Vann ég þá alla - og sunta tvisvar“, varð Svavari Jóhannssyni, hinum 69 ára gamla billiardmeistara, að orði eftir að hafa tryggt sér sigur á stórmeistara- móti gamalla billiardspilara í Ballskák á Hverfisgötu í fyrrakvöld. Hann mætti Jóhanncsi Magnússyni, „Nóa“, í úrslitaleik og sigraði á sannfærandi hátt. Svavar lagði alla andstæðinga sína að velli í undankeppninni, þar á meðal Jóhannes, en þeir urðu í tveimur efstu sætunum og léku því til úrslita. Stefán Guðjónsson hafnaði í þriðja sæti, Sigurður Sigurðsson, „Sídó“, í fjórða, Sigurður Jónsson varð fimmti og Dagbjartur Grímsson sjötti. Þessir kapp- ar eru allir hættir keppni en voru hér á árum áöur litríkir og sigursælir billiardspilarar. Svavar vann sinn fyrsta meistaratitil í billiard árið 1930 og hefur síðan verið talinn jafnbestur í þessari íþróttagrein hér á landi í gegnum árin. Hann hefur greinilega litlu gleymt og fór á kostum undir lokin í úrslitaleiknum. -VS Kvennaliðið tilkynnt Islenski landsliðshópurinn fyrir leikina gegn Finnum á sunnudag, Svíum á miðvikudag og Finnum annan laugardag í Kvrópukcppni landsliða í knattspyrnu kvenna hef- ur verið valinn. I honuni cru eftir- taldar stúlkur: Guðríður Guðjónsdóttir, Mar- grét Sigurðardóttir, Erla Rafns- dóttir, Ásta M. Reynisdóttir, Magnea Magnúsdóttir, Ásta B. Gunnlaugsdóttir, Bryndís Einars- dóttir og Rósa Á. Valdimarsdóttir frá Breiðabliki, Erna Lúðvíksdótt- ir, Jóhanna Pálsdóttir, Kristín Arnþórsdóttir og Ragnheiöur Vík- ingsdóttir frá Val, Laufey Sigurð- ardóttir, ÍA, Brynja Guðjónsdótt- ir, Víkingi, Arna Steinsen. KR, og Eva Baldursdóttir, Fylki. Þjálfari liðsins er Guðmundur Þórðarson. -MHM Kampavínið bíður Höttur, Egilsstöðum, vann stór- sigur á Súlunni frá Stöðvarfirði, 7- 1, í A-riðli 2. deildar kvcnna í knattspyrnu í fyrrakvöld. Þar með hefðu Hattarstúlkur átt að vera búnar að tryggja sér sigur í riðlin- um en Helgi Indriða og dömur hans neyðast til að bíða mcð að opna kampavínsflöskurnar, a.m.k. þar til í kvöld. Kæra hefur nefnilega borist frá FH vegna leiks Hattar og FH sem Egilsstaðastúlkurnar unnu 1-0. Þar var óvart notaður bolti nr. 5 í stað nr. 4 og gerðu FH-ingar athug- asemd fyrir leikinn við dómarann. Hann lét þó leikinn fara fram en ntældi stærð boltans þegar honum var lokið. Málið verður tekið fyrir í héraðsdómi eystra í dag. _VS Jafntefli í Hólminum Snæfell og Víkingur frá Ólafsvík gerðu markalaust jafntefli þegar félögin mættust í A-riðli 3. deildar- innar í knattspyrnu í Stykkishólmi í fyrrakvöld. Mikil barátta var í leiknum, Snæfellsmenn sóttu öllu meira, en náðu ekki að knýja frant sigur og Iosa sig þar með úr fallbar- áttunni. Snæfell hefur 7 stig en Ármann 5 fyrir lokaumferðina. Snæfell mætir HV heima en Ár- mann fer til Ólafsvíkur og Snæfelli dugir því annað stigið til að halda sæti sínu í 3. deild. Haukar unnu á Patró Haukar úr Hafnarfirði eru svo Igott sem komnir í úrslit 4. deildar- innar í knattspyrnu eftir 6-1 sigur á Hrafna-Flóka á Patreksfirði í fyrra- kvöld. Haukar liafa 19 stig en Afturelding 18 fyrir síðustu um- ferðina. Haukar mæta neðsta Iiðinu, Óðni, en Afturelding leikur gegn Reyni frá Hnífsdal sem er í þriðja sæti. Haukar hafa sjö mörk- um betri markatölu og dugir því líklega annað stigið gegn Öðni til að komast í úrslitakeppnina.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.