Þjóðviljinn - 23.08.1983, Qupperneq 6
6. SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 23. ágúst 1983
Blaðamaður, sem staddur er í
Egilsstaðakauptúni, hefur í
mörg horn að líta. En yfir fátt eitt
af þeim verkefnum, sem vert
væri að sinna, verður komist á
einum degi. Páll Sigbjörnsson,
ráðunautur, hefurþegarverið
tekinn tali. Næsta mál á dag-
skrá er að finna hana Bryndísi
Símonardóttur, forstöðukonu
vistheimilisins Vonarlands,
sem Austfirðingar hafa komið
upp til hjálpar þroskaheftum.
Og þótt Bryndís eigi ærið ann-
ríkt þessa stundina- og trúlega
oftast endranær - féllst hún á
að fórna blaðamanni fáeinum
mínútum.
mhg ræðir við Bryndísi Símonardóttur,
forstöðukonu vistheimilisins Vonarlands um heimilið
og þá þjónustu, sem það veitir.
*:m#*''****'*
Vistheimilið Vonarland.
„Þessu miðar áfram
og það er fyrir mestu”
Bryndís Símonardóttir: Mér finnst ástæða til að benda á að Vonarland er
ekki eingöngu vistheimili í venjulegri merkingu þess orðs, heldur öðrum
þraeði þjónustumiðstöð fyrir þroskahefta hér á Austurlandi.
- Þú ert þroskaþjálfi, Bryndís?
- Já, ég útskrifaðist úr Þroska-
þjálfaskóla fslands árið 1977, eftir
þriggja ára nám þar. Fyrst framan-
af útskrifaði skólinn svo nefndar
gæslusystur og var nám þeirra að
mestu fólgið í umönnun og gæslu.
F>að var út af fyrir sig gott og gagn-
legt nám miðað við þann tíma, en
nú hefur námi í þroskaþjálfun ver-
ið bætt við og starfsvið skólans
þannig orðið víðfeðmara en áður.
Námið er nú við það miðað að
þroskaþjálfar starfi að þjálfun
þroskaheftra á stofnunum, dag-
heimilum, í leikskólum og á al-
mennum skólum eða allsstaðar
þar, sem þroskaheftir dvelja.
- Hvernig erum við þá á vegi
staddir með þroskaþjálfa, er nóg
framboð á þeim?
- Nei,þvífervíðsfjarriaðsvosé.
Á þeim er stöðugur skortur og því
miður eru allar horfur á að svo
verði enn um sinn.
Vonarland
- Vonarland, þetta er táknrænt
nafn, viltu segja mér eitthvað frá
þessari stofnun?
- Já, það skal ég með ánægju
gera. Hún átti sér nú nokkurn
aðdraganda, eins og eðlilegt er.
Umræður höfðu farið fram um það
í nokkur ár, að koma svona stofnun
upp hér eystra. Það var Styrktarfé-
lag vangefinna á Austurlandi, sem
beitti sér fyrir málinu og hratt því í
framkvæmd en ríkið sér um fjár-
hagshliðina. Starfssvæðið er
Austurland.
- Hvenær tók heimilið til starfa?
- Starfsemin hérna hófst í júní
1981. Fyrsta árið var heimilið rekið
á ábyrgð Styrktarfélagsins en síðan
tók ríkið við rekstrinum og hefur
raunar alltaf séð um fjármála-
hliðina.
- Hvað rúmar Vonarland marga
vistmenn?
- Það rúmar 10 vistmenn og af
þeim er gert ráð fyrir að 9 séu hér í
lengri tíma, en svo er eitt skamm-
tímapláss.
Frá 8 og upp í
35 ára
- Varð heimilið strax fullskipað?
- Já, þörfin varþegarfyrirhendi.
Við hefðum getað fyllt þetta heim-
ili strax en við ákváðum hinsvegar
að gera það ekki í einum svip held-
ur smátt og smátt. Sá síðasti kom 8
mánuðuin á eftir þeim fyrsta.
- Hversvegna höfðuð þið þennan
hátt á?
- Við töldum það betra, bæði
fyrir vistmenn og starfsfólk, að
veita þannig svigrúm fyrir nokkurn
aðlögunartíma, og ég er viss um að
það var rétt ráðið.
Það hefur greinilega
komið í ljós
að hinir yngri leita
öryggis hjá þeim
eldri, sem aftur
hefur leitt til þess,
að hinir eldri
finna til ábyrgðar-
tilfinningar gagn-
vart krökkunum.
- Og vistmennirnir eru auðvitað
á ýmsum aldri?
- Já,þeirerufrá8áraaldriogallt
'upp í 35 ára. Reynsla okkar af þess-
ari aldursbreidd er mjög góð. Það
hefur greinilega komið í ljós, að
hinir yngri leita öryggis hjá þeim
eldri, sem aftur á móti hefur leitt til
þess að þeir eldri finna til
ábyrgðartilfinningar gagnvart
krökkunum. Þannig skapast gagn-
kvæm tengsl og vistfólkið rennur
saman eins og ein stór og góð fjöl-
skylda. Ég held, að það sé mun
heppilegra að á svona heimili velj-
ist saman vistmenn, sem eru á svip-
uðu þroska- og getustigi en að þeir
séu endilega á áþekkum aldri.
Leiðbeininga-
þjónusta
Mér finnst ástæða til þess að
benda á, að Vonarland er ekki ein-
göngu vistheimili, í venjulegri
merkingu þess orðs, heldur öðrum
þræði þjónustumiðstöð fyrir þrosk-
ahefta hér á Austurlandi. Við för-
um hér um svæðið allt suður að
Frá Egilsstaðakauptúni.
Höfn og leiðbeinum foreldrum og
aðstandendum þroskaheftra. Við
höfum samband við þá eða þeir við
okkur og þá veitum við þeim
aðstoð og leiðbeiningar um þjálfun
og skipulagningu þessara starfa
heima fyrir. Það auðveldar að
þetta fólk geti dvalið í heimahúsum
ef aðstaða til þess er að öðru leyti
fyrir hendi. Sum þroskaheft börn
dvelja heima að nóttunni en eru
annars í skóla eða á dagheimilum
og þá leiðbeinum við kennurum og
foreldrum um meðferð þeirra og
þjálfun. Að þessu leyti má segja að
við stundum einskonar ferðaþjón-
ustu. Og svona farkennsla gerir
það að verkum, að síður þarf að
koma til stofnanavistunar og fólkið
getur fremur dvalið heima hjá sér.
Nú svo erum við hér einnig með
íbúð fyrir foreldra, sem hér kynnu
að vilja dvelja eitthvað vegna
barna sinna eða annarra aðstand-
enda. Hér kynnast foreldrarnir
hvernig við meðhöndlum vist-
mennina og geta síðan beitt þeim
aðferðum við þá heimafyrir.
Námstilhögun
- Hvernig er svo skólanámi þess-
ara krakka háttað?
- Já, það fer nú fram með nokk-
uð öðrum hætti en annarsstaðar
gerist. Fyrir börn á svona stofnun-
um annarsstaðar eru sérskólar.
Hér fara krakkarnir aftur á móti í
barnaskólann og stunda sitt nám
þar en þjálfarar þeirra fylgja þeim
eftir í skólanum. Þetta fyrirkomu-
lag finnst okkur að hafi gefið mjög
góða raun og ég held að við séum
‘þarna alveg á réttri leið.
- Þú minntist á það áðan að mik-
ill skortur væri á þroskaþjálfum,
hvernig eruð þið í þeim efnum?
- Þeir þroskaþjálfar, sem ég hef
haft, eru mjög góðir, en því miður
missi ég líklega eitthvað af þeim í
haust og hef ekki, eins og sakir
standa, von um að fá aðra í staðinn.
Yfirleitt er mikil vöntun á þrosk-
aþjálfum og sá skortur er það, sem
háir þessari starfsemi hvað mest.
Nú, aðra sérfræðiaðstoð, t.d.
talkennara og sálfræðinga, höfum
við fengið fyrir milligöngu
Fræðsluskrifstofu Austurlands en
við hana höfum við átt mjög góða
samvinnu.
Sambýli og
ieikfangastofa
- Nú er þessi stofnun ykkar hér,
Vonarland, ekki búin að starfa
nema í tvö ár en þó þykist ég viss
um að hún sé búin að hafa mikla
þýðingu og góða fyrir þá vistmenn,
sem hér hafa dvalið og dvelja.
Einkum þykir mér athyglisverð
leiðbeiningastarfsemin ykkar utan
heimilisins, eða ferðaþjónustan
eins og þú kallar það, og svo náms-
tilhögunin. En eruð þið með ein-
hver ný áform á prjónunum?
- Já, vonandi heldur þetta starf
hér áfram að þróast og nú er það
framundan hjá okkur að koma upp
sambýli hér í Egilsstaðakauptúni.
Við erum að vona að það geti kom-
ist á fót seinnipartinn á næsta ári.
Þetta er brýnt verkefni því þörfin
fyrir slíkt sambýli er mikil hér og
meiri en fyrir vist inni á stofnunum,
vil ég álíta.
En þó að slíkt sambýli komist á
laggirnar hér þá er engan veginn
hugmyndin að láta þar staðar num-
ið heldur er að því stefnt, að það
komist einnig upp annarsstaðar hér
á Austurlandi.
Okkur vantar líka leikfangasafn
en hlutverk þess á m.a. að vera
það, að lána þroskaleikföng og
kenna foreldrum að fara með þau.
Sú stofnun hygg ég að sé nú í sjón-
máli. Það er ekki við því að búast
að allt komi í einu en þessu miðar
þó áfram og það er fyrir mestu.
Og við kveðjum Bryndísi með
þeirri ósk, að vonirnar, sem
bundnar eru við Vonarland, haldi
áfram að rætast, bæði þær, sem
þegar eru í sjónmáli og einnig hin-
ar, sem lengra eiga í land.
-mhg