Þjóðviljinn - 23.08.1983, Page 9

Þjóðviljinn - 23.08.1983, Page 9
T>riðjudagur 23. ágúst 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA Í3 Krydd- þáttur Karfa- eitrun? Úr því að fjallað er nokkuð um þann litríka fisk, karfann, hér á síðunni, skal um leið varað nokk- uð við honum. Karfinn er ansi vel útbúinn beinum og því auðvelt að stinga sig á honum. Frystihúsa- fólk þekkir flest karfaeitrun, sem felst í því að ígerð kemst í sár af völdum karfastungu og oft hlýst blóðeitrun af. Ekki viturn við hvort karfaeitrunin stafar af al- mennri gerlasýkingu eða því að karfinn sé baneitraður, en það er átæða til að fara varlega þegar heill karfi er handleikinn. Gamalt frystihúsa- og sjómanna- ráð er að stinga augað úr þeim karfa, sem stakk mann, og kreista augað yfir sárið. Þaö á víst að duga - ef ekki þá er bara að leita sér læknis. ast Garða- brúða (Valeriana officinalis) Garðabrúðu má víða finna hér- lendis í görðum og þykir hin mesta prýði að henni. Hitt vita kannski fáir, að þetta er alþekkt lækningajurt og úr henni eru unnin lyf til lækninga á ýmsum kvillum, svo sem höfuðverk, óró- legum hjartslætti og svefnleysi. Hún er ekki notuð sem kryddjurt í matargerð, eða ég veit a.m.k. engin dæmi um slíkt. En mér finnst sjálfsagt að taka í þennan þátt um kryddjurtir það sem við getum nýtt okkur úr nánasta um- hverfi, einkum ef heilsubót má fá með því að skreppa út í garð. Pað eru ræturnar af garða- Garðabrúða - ágætis sefnmeðal við bæjarvegginn. brúðunni, sem notaðar eru til lyflækninga. Ræturnar skyldi taka að hausti, þegar blöðin eru fallin, og þær þurrkaðar á skugg- sælum stað. Þær eru síðan geymdar í loftþéttum umbúðum eða krukkum. Garðabrúðan hef- ur róandi áhrif og því gott að nota hana við svefnleysi eða taug- spennu. Það er þó varað við því, að stöðug notkun getur haft van- abindandi áhrif og því skyldi fara varlega í sakirnar. Til lækninga á þeim kvillum, sem garðabrúðan getur haft áhrif á og hér hafa verið taldir upp, er ráðlagt að drekka rótarte og þá kalt. l-E/2 teskeið er nægjanleg í 1 bolla af köldu vatni. Bollinn er látinn standa í 8-12 klukkutíma áður en vökvinn er drukkinn, en rótarleyfarnar eru síaðar frá áður. Við svefnleysi er ráðlagt að drekka 1 bolla af þessu tei klukkustund fyrir háttumál. ast Má bjóða þér fylltan heilan karfa með beikoni, eplum og tómötum? Eða fylltan heilan karfa með lauk og gulrótum? Eða rauðmagaragú? Hvernig líst þér á soðna ýsu í rjóma- sósu? Fiskréttir geta verið eins marg- ir og hugmyndaflug eldabusk- unnar býður uppá og sé rétt að eldamennskunni staðið gefa slík- ir réttir safaríkum kjötsteikum hreint ekkert eftir. Til skamms tíma litu íslendingar vart við öðru en soðningu: soðinni ýsu eða soðnumjrorski með floti og kart- öflum. A þessu hefur hins vegar orðið nokkur breyting til batn- aðar, þótt undarlegt megi heita hvað fiskveiðiþjóðin hefur sinnt og sinnir lítið fiskréttum. Matar- dálkar dagblaðanna og útgefend- ur matarbóka endurspegla þetta viðhorf okkar, en það er hending ef bók um fiskrétti er gefin hér út eða blöðin birta gómsætar fisk- réttauppskriftir. Búsýslan gerir hér bragarbót á og helgar fisk- inum þessa síðu. í tilefni Reykjavíkurvikunnar 15. - 20. ágúst efndi Bæjarútgerð Reykjavíkur til karfakynningar á Lækjartorgi þar sem fólki gafst kostur á að kaupa sér karfa í soðið og fékk í hendur sex upp- skriftir að gómsætum karfarétt- um. Gott framtak þetta, því karf- inn er einn okkar bestu fiska. Hann hefur þó lítt verið étinn hér, sennilega vegna „tilgerðar- legs litaskrúðs", eins og Halldór Laxness bendir á í bók sinni „Guðsgjafaþulu", en sú ábend- ing Halldórs fjallar um þau skil- yrði, sem fiskar þurfa að upp- fylla, til þes að teljast manna- matur á íslandi. Ótrúlega skemmtileg lesning það. Fiskréttir Ekki er nóg að bjóða Reykvíking- um karfa ti) sölu í nokkra daga á Lækjartorgi - fisksalar ættu að hafa hann í borðinu hjá sér ásamt ýsunni (Ijósm. Leifur). ásamt pipar í 10 mínútur. Látið fiskinn útí ásamt hvítvíninu og sjóðið áfram við mjög vægan hita í 15 mín.. Sjóðið á meðan lifrina og svilin sér í litlum potti. Að soðningu lokinni færið þið fiskinn uppá fat með grænmetinu og skreytið með lifrinni og svil- ununt. smjör og hveitikím saman í smjörbollu. Hitið rjóm- ann í potti uppað suðumarki, hrærið smjörbollunni samanvið og haldið vel heitu í nokkrar mín- útur. Bragðbætið með salti og pipar. Hellið sósunni yfir fiskinn og stráið steinseljunni útá. Ýsa i rjómasósu Að lokurn er hér ein afbragðs uppskrift fyrir þjóðarsoðning- una, ýsuna. Hér er hún soðin í dillrjómasósu, sem gefur henni einstakt bragð. Sósan: Brœðið ípotri: 2-4 msk. smjörlíki eða 1-2 msk. af smjöri og 1-2 msk. af olíu saman. Bætið útí 114 bolla af hveitikími og hrœrið vel saman. Síðun hrærast útí 2 bollar af mjólk. Þegar þetta er orðið þykkt og slétt er bœtt útí: U2 tsk. malaður hvítur pipar U4 tsk. papríkuduft 1 tsk. Worcestershire-sósa Sjóðið saman í 10 mínútur til að ekkert hveitibragð finnist. Að lokum er bætt útí 2 msk. af dilli, nýju eða 1-3 msk. af möluðum dillfræjum. Fimm mínútum áður en réttur- inn skal snæddur er mjög smáum ýsubitum bætt útí og þeir soðnir með (magnið af fiskinum fer auðvitað eftir heimilsstærðinni). Yfir þetta er svo stráð saxaðri steinselju rétt áður en rétturinn er borinn fram. ast Þeir fáu karfaaðdáendur, sem hér hafa gengið á götum, hafa þó mátt ganga af sér skótauið í rápi milli fiskbúðanna, a.m.k. hér í Reykjavík, því yfirleitt hafa fisk- salar karfa ekki á boðstólum. Vonandi rætist þó úr bráðlega. Þá er að snúa sér að elda- mennskunni. Fyrir nokkru var hér fjallað um meðferð á kjöti og m.a. bent á hitastigið semúrslita- atriði. Hið sama gildir um fisk og í raun þarf mun meiri nákvæmni í þessu efni með fiskinn en kjötið. Fiskur þarf yfirleitt mjög stutta suðu í potti, 5-7 mínútur er há- mark. Fiskurinn heldur nefnilega áfram að sjóða eftir að hann er tekinn úr hitanum og því þarf að fara mjög sparlega með suðutím- ann. Ofnhiti má ekki vera meiri en 100 °C. Hér koma svo uppskriftir dagsins. Karfaflök með ansjósum eða kryddsíld (fyrir 4) 1 bikar sýrður rjómi 4 karfaflök pipar safi úr 1 sítrónu 10 ansjósur eða 2-3 kryddsíld- arflök söxuð steinselja (eða 1 msk. þurrkuð) U2 tsk. timian (blóðberg) U4 tsk. pipar 2 tsk. sinnepsduft 1 egg + 1 msk. vatn 2 dl haframjöl 3 msk. olía + 1 msk. smjör Roðdragið karfaflökin, hellið á þau sítrónusafa og stráið á þau pipar (um fisk gildir hið sama og kjöt - ekki skal salta fyrr en hann er borinn á borðið). Skerið an- sjósurnar eða kryddsíldina smátt, klippið steinseljuna og blandið þessu ásamt sinnepsdufti, pipar og timian í sýrða rjómann. Smyrjið þessu á karfaflökin, brjótið hvert flak sa^jji langs- um, festið stönglum. Hitið olíuna og smjör- ið saman á pönnu (ekki við háan hita). Sláið sundur eggið með vatninu, veltið fiskinum uppúr egginu, síðan haframjölinu og steikiðí7mín. áhvorrihlið. Fjar- lægið tannstönglana og leggið á fat. Þessi uppskrift er úr bókinni „220 gómsætir sjávarréttir“, en auðvitað geta eldabuskur breytt útaf henni að vild. Til dæmis má sleppa ansjósunum og kryddsíld- inni en fylgja uppskriftinni að öðru leyti. Ef þið viljið auka nær- ingargiídið getið þið notað hveiti- kím í stað haframjöls, en að rnínu mati eykur hveitikímið á bragðgæðin. Raunar ættum við að nota ávallt hveitikím þar sem í uppskriftum stendur að velta eigi matnum uppúr hveiti fyrir steikingu. Rauðmagaragú (fyrir 4) 1- 2 rauðmagar (1 kg) lifur og svil 1 skorinn laukur 2- 3 gulrœtur, skornar 2 púrrulaukar, skornir 2 dl vatn eða fiskisoð 1 dl hvítvín 1 dl rjómi pipar 3 msk. smjör 2 msk. hveitikím söxuð steinselja Skerið rauðmagann í hæfilegar sneiðar. Sjóðið grænmetið í vatni

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.