Þjóðviljinn - 23.08.1983, Síða 10
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN. Þriðjudagur 23. ágúst 1983
erlendar bækur
Ensk
Ijóð
1918 -1980
English Poetry 19181960. Selected with
an Introduction and Notes by Kenneth
Allott. Penguin Books 1982.
The Penguin Book of Contemporary
British Poetry. Edited by Blake Morri-
son and Andrew Motion. Penguin
Books 1982.
Fyrsta úrval enskra ljóða sem
Kenneth Allott gaf út, birtist 1950
undir titlinum The Penguin Book
of Contemporary Verse. Þetta rit
var oft endurprentað og endur-
skoðað eftir því sem á leið, önnur
útgáfa 1962. Þetta er útgáfan frá
1962, en undir titlinum English Po-
etry 1918 - 1960. Þessi sýnisbók
enskrar Ijóðagerðar hefur lengi
verið talin meðal þeirra marktæk-
ustu, sem út hafa komið. Hér eru
öll þau ensku skáld, sem mótuðu
enska ljóðagerð á fyrri hluta og um
miðbik aldarinnar. Það er auðveld-
ara að velja í slíka sýnisbók eftir því
sem tímabilið er lengra, sem hún
spannar, mat þarfnast fjarlægðar.
Þegar forsendur og kveikja eins
ljóðs eru löngu gleymdar þá má
marka hvort ljóðið lifi eigin lífi,
hvort höfundi hafi tekist að skapa
lifandi og sjálfstætt verk, sem lifir í
sjálfu sér.
Eliot talar um að á tímum örra
breytinga hljóti skynjun skáldanna
að móta mjög fjölbreytilega og oft
langsótta tjáningu (1921). Þetta á
vissulega við ljóð Eliots, hann var
ekki aðeins skáld samtímans, hann
bar með sér Ijóðaarf fyrri tíma og
tengdi hann samtímanum á listi-
legan hátt.
Áhrif samtímans á skáldin verða
mismunandi mikil, orðið samtími
getur verið mjög vítt hugtak, fram
á miðja þessa öld var samtíminn
tengdur fortíðinni með þeim ensku
skáldum, sem þóttu merkust.
Hreinn samtíma-skáldskapur var
því ekki hugsanlegur, afmarkaður
frá hefðum og arfleifð. Það villti
um fyrir mörgum, að nýtt form
hlyti að rjúfa tengslin við arf-
leifðina, það sannast best í ljóðum
Eliots að því fer víðs fjarri.
Ef samtíminn verður best tjáður
með nýju formi, þá gildir það ekki í
„Contemporary British Poetry" og
samtíminn getur bæði verið þessi
15 - 20 ár sem ritið spannar í en-
skum skáldskap og talsvert lengri
tími. Útgefendurnir tala um nýja
skynjun og tilfinninganæmi núver-
andi skáldakynslóðar, en þeir virð-
ast binda sig við þá kynslóð, og þó
ekki, því að þeir taka ekki hér með
skáld, sem hafa gefið út mörg bestu
verk sín eftir 1962, svo sem Ted
Hughes, Thom Gunn, Geoffrey
Hill og Charles Tomlinson. Þeir
tala um hina miklu breytingu í
skynjun og tilfinningu þessara tutt-
ugu skálda og bera verk þeirra
saman við skáldverk sjöunda ára-
tugarins, sem þeir telja að hafi ein-
kennst af lægð í enskri Ijóðagerð.
Sýnisbækur nýjustu verka í ljóða-
gerð geta verið mjög þarflegar, þær
verða oft gagnleg upplýsingarrit
um skáldskap og höfunda, sem er
ekki auðvelt að nálgast á annan
hátt, jafnvel þótt valið sé tilviljun-
arkennt, þá getur ekki farið hjá því
að góð verk slæðist með.
Það getur verið vafasamt að ein-
kenna eina skáldakynslóð og tí-
unda viss einkenni og þar með
staðla verk og höfunda. Skáld eru
fjörrust því að vera hópverur jafn-
vel af sömu kynslóð, lífvænleg verk
þeirra lifa lífi sínu ofar tíma, rúmi
og ákveðinni kynslóð. Svo er um
nokkur skáld í þessari sýnisbók,
Seamus Heaney á hér flest kvæði,
Fenton og Mahon.
Útgefendurnir telja sig hafa
markað breytingu í enskri ljóða-
gerð seint á sjöunda áratugnum.
Þeir telja að skáldin, sem séu öll
undir fertugu séu laus við spennu
eftirstríðsáranna og að þeir sýni
aukinn kjark í meðferð máls og ím-
yndunarafl þeirra sé frjórra en
forvera þeirra. Þeim tekst að gera
það kunnuglega, nýtt og framandi.
Útgefendur telja að eitt einkennið
sé að ljóðin séu opin og eigi að vera
endaslepp. ímyndunaraflið sé ekki
njörvað við dekkri hliðar samtím-
ans, Hitler, Hiroshima og þræla-
búðir Hitlers og Stalins, sem þeir
telja að hafi einkennt eftirstríðs
skáldakynslóðina, nú sé það upp-
spretta endurnýjunar og við-
kvæmni.
Fjarlægðina telja þeir eitt ein-
kennið, fjarlægðina frá viðfang-
sefninu, þeir standi hjá og séu ekki
þátttakendur, séu í „innri útlegð“
jafnvel leitist við að „lifa utan eigin
lífs“.
Það er áberandi að mörg þessara
skálda sem hér eru kynnt, yrkja
löng ljóð eða ljóðabálka og telja
útgefendur það frábrugðið fyrri
skáldakynslóð, þeir segja gjarnan
sögur í ljóðum sínum og nálgast
epíkina í vægu formi. Visst fráhvarf
frá raunveruleika samtíðarinnar
ýtir undir ímyndunaraflið, sem Ke-
ats sagði að væri „stýrishjól skáld-
skaparins“.
Sagnfrœðingar
og saga
John Kenyon: The History Men. The
Historical Profession in England since
the Renaissance. Weidenfeld and Nic-
olson 1983.
Daten der Geschichte. Eine chrono-
logie wichtiger Daten und Ereignisse
der Weltgeschichte in Text und Bild.
Zusammengestellt von Bernhard Poll-
mann. Hermes Handlexikon. ECON
Taschenbuch Verlag 1983.
John Kenyon er prófessor í sögu
við háskólann í St. Andrews. Hann
hefur sérhæft sig í tímabili Stuart-
anna og sett samajj nokkrar bækur
varðandi það tímabil. Hann skrifar
gagnrýni í Observer.
Kenyon fjallar um breska sagn-
fræðinga og verk þeirra frá endur-
reisnartímunum og til nútímans.
Hann telur að á endurreisnartím-
unum „hafi menn tekið að átta sig á
því að fortíðin gæti verið mjög frá-
brugðin nútímanum". Þetta varð
til þess að ný tegund söguritunar
hófst, og sú skoðun réttlætir í raun-
inni sagnfræðina. Prentlistin kem-
ur til sögunnar um svipað leyti og
átti hún ekki lítinn þátt í aukinni
sangfræðiritun.
Höfundurinn ætlaði sér í fyrstu
að spanna alla breska sögu og þar
með þá menn sem sögu rituðu, en
hann ákvað að einskorða sig við
tímabilið endurreisn-nútími.
Ritinu er ætlað að upplýsa les-
endur um þá menn sem mótuðu
söguskoðanir þessa tímabils. Höf.
fjallar því um höfundanna og
leitast við að skýra hvað þeim gekk
til að grúska í sagnfræði, hverjar
forsendurnar voru og hvaða skoð-
anir þeir höfðu á því samfélagi sem
þeirvoru fæddirinn í. Trúarbrögð,
stétt, stjórnmálaskoðanir, mennt-
un, allt þetta hafði áhrif á mótun
söguskoðana hvers og eins.
Kenyon fjallar um þá sagnfræð-
inga sem unnu á eigin vegum og þá
sem unnu við háskóla og voru
stundum bundnir ríkjandi anda
stofnananna. Gibbon er glæstasta
dæmið um þá fyrrnefndu. Síðan
kemur röð merkra sagnfræðinga,
Macaulay, Stubbs, Acton, Carlyle,
Buckle, Froude Elton, Trevelyan,
Tonbee ofl. ofl.
Þess ber að geta að skoðanir höf-
undarins sjálfs móta vitaskuld af-
stöðu hans til umræddra sagn-
fræðinga. Bókin er liðlega skrifuð
og skoðanir höfundar ákveðnar,
þessvegna er bókin skemmtileg.
Daten der Geschichte er annáll,
semnær frá 8000 f.kr. til 1982, skipt
upp í tímabil. Hér er drepið á það
sem höfundur og útgefendur telja
helstu atburði sögunnar. 14 kort og
um 320 myndir í litum og svart/
hvítar eru prentaðar í texta, bók-
skrá og registur eru í bókarlok.
Þetta er skemmtilega uppsettur
veraldarannáll, efnið er nokkuð
bundið sögu Evrópu og myndefnið
sömuleiðis. Eitt bindið í Econ út-
gáfunni á Hermes Handlexikon.
Styðjum baráttu
pólitískra fanga
í Tyrklandi
Síðan herforingjaklíkan undir
forystu Kenans Evren rændi völd-
um í Tyrklandi fyrir nær þremur
árum hefur átt sér stað hrikaleg
þróun. Öll framsækin og lýðræðis-
sinnuð samtök hafa verið bönnuð.
Hvers konar stjórnmálastarfsemi,
sem ekki er skipulögð af her-
foringjunum sjálfum er bönnuð. 25
manns hafa verið teknir af lífi. Ná-
lægt þúsund manns eru skotnir nið-
ur á götum úti árlega og meira en
hundrað þúsund af bestu sonum og
dætrum alþýðunnar sitja í fangelsi
sem pólitískir fangar.
Kreppan dýpkar ört á öllum
sviðum í Tyrklandi. Efnahagslífið
er í rúst. Efnahagsstefna stjórnar-
innar hefur beðið skipbrot og um-
bótaloforð hennar hafa opinberast
sem lýðskrum eitt. Samkvæmt op-
inberum tölum er a.m.k. fjórði
hver vinnufær maður atvinnulaus
og fleiri og fleiri lenda út í stjórn-
lausa örvæntingu.
Valdaránið fyrir þremur árum
var svar afturhaldsins við því bylt-
ingarástandi, sem þá var að skapast
og sókn alþýðunnar í baráttunni
gegn fasismanum. Afturhaldið og
bandaríska heimsvaldastefnan ætl-
uðu að uppræta byltingarhreyfingu
fólksins í eitt skipti fyrir öll. Þó að
alþýðan í Tyrklandi hafi búið við
fasískt alræði í áratugi og aldrei
haft lýðræðisleg réttindi svo að
neinu næmi hefur ástandið sjaldan
verið eins slæmt og nú. Mörg bylt-
ingarsinnuð samtök voru upprætt
og önnur eru einungis til í
fangelsunum. Byltingarsinnaði
Kommúnistaflokkur Tyrklands
(TDKP) var eini byltingarsinnaði
flokkurinn, sem var starfhæfur
eftir valdaránið þó að hann hafi
einnig orðið fyrir miklum skakka-
föllum. Árið 1980 safnaði TDKP
yfir milljón manna til funda á 1.
maí (öll þjóðin er um 45 millj.) en
valdaránið orsakaði bakslag fyrir
baráttu fólksins. Þetta bakslag gat
þó aldrei orðið annað en tímabunið
því að fólkið hefur herst í barátt-
unni við hina erfiðu aðstæður og
þegar fólkið hættir að hræðast kúg
arann verður hann sjálfur skjálf-
andi af hræðslu.
Hungurverkfall
5. júlí síðastliðinn hófst hung-
urverkfall í Metrisfangelsinu í Is-
tanbúl meðal pólitískra fanga og
fljótlega náði hungurverkfallið til
annarra fangelsa í Istanbúl og einn-
ig í Ankara, Izmir og Bartin.
Upphaflega tóku um 1000
manns þátt í því en sú tala hækkaði
fljótlega upp í 2500.
Kveikjan að hungurverkfallinu
var sú að nýverið var tekin upp sú
regla að pólitískir fangar voru
skyldaðir til að vera í einkennis-
búningum og fyrsta krafa þeirra
' var sú að því skyldi hætt. Síðar
Þorvaldur
Þorvaldsson
skrifar
bættust fleiri við sem hér segir:
Að fangar, sem sendir höfðu
verið frá Metris-fangelsinu og
dreift til annarra fangelsa verði
fluttir til baka.
Að pyndingum og ofsóknum
verði hætt.
Réttur til að tala við lögfræðing
og ættingja.
Réttur til að fá ferskt loft. (Fang-
arnir fá útiloft aðeins 45 mínútur á
viku).
Lágmarksskilyrði til að undirbúa
vörn fyrir rétti.
Þær aðstæður sem pólitískir
fangar í Tyrklandi búa við eru væg-
ast sagt hrikalegar. Hrottalegustu
pyndingar eru daglegt brauð. Áður
fóru þær fyrst og fremst fram í sér-
stökum pyndingarklefum og við
„yfirheyrslur" en nú orðið eiga þær
sér einnig stað í fangaklefunum og
nánast hver sem er og fleiri og fleiri
deyja vegna pyndinga. Heilbrigðis-
ástand í fangelsunum er mjög bág-
borið. Margir fangar þjást af berkl-
um, innvortis blæðingum og heila-
skemmdum vegna pyndinga en
þeir fá enga læknisþjónustu.
Það sem skilur þetta hungur-
verkfall frá þeim, sem áður hafa
verið skipulögð meðal pólitískra
fanga í Tyrklandi er það að fljót-
lega var hægt að smygla upplýsing-
um um verkfallið út úr fangelsun-
um og ættingjar fanganna og fleiri
hófu aðgerðir fyrir utan fangelsin.
Ættingjarnir mynduðu nefnd og
250 þeirra voru kosnir til að fara til
Ankara til viðræðna við Evren
hershöfðingja. Þeim var ekki leyft
að tala við Evren en þess í stað voru
fjórir þeirra teknir fastir.
Hershöfðingjarnir létur hótanir
til fanganna hljóma stöðugt í há-
talarakerfi fangelsanna, þar sem
sagði að kröfum þeirra yrði ekki
fullnægt og þeir bæru sjálfir ábyrgð
Tyrkncska herforingjastjórnin
undir forystu Evren hershöfðingja.
á afleiðingum hungurverkfallsins,
sem sagt dauðanum. Hins vegar
reyndu herforingjarnir og hand-
langarar þeirra allt sem þeir gátu til
að koma í veg fyrir að vitneskjan
um hungurverkfallið breiddist út.
Til dæmis var Ali Ciftci tekinn fast-
ur skömmu fyrir mánaðamótin
fyrir að reka áróður fyrir verkfall
inu í almenningsvagni. Hann var
tekinn til yfirheyrslu og pyndaður
til dauða. En þrátt fyrir tilraunir
herforingjanna breiddist vit-
neskjan um verkfallið út og hefur
fengið víðtækan stuðning bæði
innan og utan Tyrklands. í flestum
Evrópulöndum og mörgum öðrum
hafa verið skipulagðar stuðnings-
aðgerðir. Til dæmis hófu yfir 300
Tyrkir hungurverkfall í Bonn um
mánaðamótin og á alþjóðlegum
æskulýðssumarbúðum í Dan-
mörku skipulagði fólk frá um 15
löndum tveggja daga hungurverk-
fall í lok júlí í Kaupmannahöfn.
Hér á Islandi hefur verið mynd-
uð stuðningsnefnd við hungurverk-
fall pólitískra fanga í Tyrklandi,
sem hafið hefur undirskriftasöfnun
til stuðnings verkfallinu og mun
hún standa til 12. september en þá
eu 3 ár liðin frá valdaráni herfor-
ingjanna.
Hungurverkfallið
heldur áfram
29. júlí, þegar 4 fangar höfðu dá-
ið, um 30 voru meðvitundarlausir
og fangarnir höfðu misst að meðal-
tali 20-25 kíló, pyndingarnar juk-
ust og hótað var að drepa hvern
einasta mann, hættu fangarnir í Is-
tanbúl hungurverkfallinu, en 4. ág-
úst hófu um 1500 fangar í borginni
Erzurum í austurhluta landsins
hungurverkfall fyrir sömu kröfum.
Það stendur enn en nýjar upplýs-
ingar skortir frá Ankara, Izmir og
Bartin.
Um leið og ég hvet alla
lýðræðissinna til að taka þátt í
undirskriftarsöfnun og mögulega
fleiri aðgerðum stuðningsnefndar-
innar, vil ég gefa félag Nedim frá
Tyrklandi orðið: „Samstaðan er
mjög, mjög mikilvæg. Tyrkland er
aðili að NATO, og því er haldið
fram að í NATO séu einungis
lýðræðislönd. Tyrkland er allavega
ekki lýðræðisland, þannig að það
að halda slíku fram er högg í and-
litið á þjóðunum í Evrópu.
Heimsvaldasinnarnir geta fundið
upp á því að skapa svipað ástand í
öðrum NATO-löndum. Við vitum
að efnahagskreppan dýpkar og í
löndum eins og Vestur-Þýskalandi
og Danmörku á sér stað fasistiser-
ing og grafið er undan lýðræðis-
legum réttindum. Þess vegna er
stuðningur við baráttu tyrknesku
alþýðunnar gegn hinum fasísku
herforingjum, sem myrða og
pynda, ekki aðeins til gagns fyrir
Tyrkland, heldur einnig barátta
gegn því að svipuðu ástandi verði
komið á í öðrum NATO-ríkjum“.
Þeir sem vilja hafa samband við
stuðningsnefndina, geta haft sam-
band við undirritaðan að Ránar-
götu 22 eða Daníel Karlsson
Hvassaleiti 6, sími 30699.
Fasizme ölliim - halka húrriyet!
Niður með fasismann - frelsi til
fólksins!
Þorvaldur Þorvaldsson.