Þjóðviljinn - 21.09.1983, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 21.09.1983, Blaðsíða 16
mmu/mí Aöalsími Þjóöviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaöamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum símum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er Aöalsími Kvöldsími 81348 Helgarsími 81663 Miðvikudagur 21. september 1983 hægt að ná í afgreiöslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. — 81333 Hvernig fara þeir að? 8000 krónur á mánuði ✓ 2ja mánaða áskrift að Þjóðviljanum í boði fyrir 350 kr. ¥ Atak til septemberloka tryggingu,þ.e. þeirhafaengar aðrar tekjur eða tekjur sem eru lægri en 2 þúsund krónur á mánuði. Úmsamin lágmarkslaun eru nú 10.530 krónur en hámark bóta sem einstæður öryrki eða ellilífeyrisþegi getur fengið er 7990krónurámánuði. Hjónog sambýlisfólk fá skertar bætur. Fyrir einstaklinga er elli- og örorkulífeyrir nú 3.035 krónur á mánuði og full tekjutrygging er 3.712 krónur. Ef einstaklingur nýtur fullrar tekjutryggingar og býr einn fær hann1243 krónur á mánuði í heimilisuppbót og samtals gera þetta 7990 krónur. Ef um sjúkling er að ræða fær hann allt að 759 krónum í lyfjauppbót á mánuði og bensínstyrkur til fatlaðra nemur nú 1460 krónum ámánuði. Flestum eru í fersku minni „mildandi aðgerðir“ ríkisstjórnarinnars.l. vor, en þá voru aðeins greiddar 8% verðbætur á Jaun og tryggingabætur, nema hvað tekjutrygging hækkaði um 13%. Um næstu mánaðamót verður eitt látið yfir alla ganga, samkvæmt bráðabirgðalögunum, ogfá öryrkjarog ellilífeyrisþegarþá aðeins 4% verðbætur eins og annaðlaunafólkílandinu. - ÁI Hátt á fimmta þúsund Islendingar þurfa að lifa af slíkum tekjum Hámark elli- og örorkubóta nemur nú aðeins 75% af umsömdum lágmarkstekjum og um næstu mánaðamót kemur full skerðing á tryggingabæturnar. Nú er á fimmta þúsund landsmanna ætlað að lifa á fjárhæð sem nemur um 8 þúsund krónum á mánuði. Þó kauprán ríkisstjórnarinnar komi illa við öll heimili launamanna í þessu landi, þá bitnar það harðast á þessum hópi. í júnímánuði nutu 6700 manns tekj utryggingar, þar af voru 4.140 örorku-og ellilífeyrisþegar með óskerta Hvað er ríkisstjórnin að gera fyrir elli- og örorkulífeyrisþega? Komið við á Vífilsstaðahæli og Kleppi „Ég er búin að vinna hérna á hælinu í 32 ár og á nú kannski allt í einu von á því að fá uppsagnarbréf. Ég vil ekki trúa því að slíkt muni eiga sér stað en maður veit aldrei hvað mönnum dettur í hug. Þetta kemur óneitanlega við fólk. Óvissan er mikil,“ sagði Björg Jóhannsdóttir trúnaðarmaður Sóknar á Vífilsstaðahæli í samtali við Þjóðviljann í gær. Blaðamenn litu við á Vífilsstaðahæli og Kleppi og heyrðu álit starfs- manna á fyrirhuguðu útboði og þá óvissu sem starfsmenn standa frammi fyrir í atvinnumálum. - sjá síðu 5. - lg/-mynd eik. segir Ólöf Ríkharðsdóttir „Nú þegar spurt er hvað ríkisstjórnin sé að gjöra fyrir menn, þá vil ég svara því til að ríkisstjórnin er að gjöra að engu lífsafkomumöguleika öryrkja og ellilífeyrisþega í þessu landi“, sagði Ólöf Ríkharðsdóttir, starfsmaður Sjálfsbjargar og fulltrúi í stjórn Öryrkjabandalagsins í gær. „Það er útilokað að tekjur öryrkja og ellilífeyrisþega hrökkvi fyrir brýnustu Iífsnauðsynjum“, sagði Ólöf, „en það er kannski líka ætlun ríkisstjórnarinnar að einmitt „þetta fólk“ skuli lifa af vatni og brauðieinu saman. Þessir láglaunahópar hafa engan samningsrétt svo ríkisstjórnin þurfti ekki að hafa fyrir því að takahannafþeims.l. vor“. „Upp til hópa má þetta fólk nú búa við það að hafa milli 7 og 8 þúsund krónur á mánuði með öllu ogöllu. Þaðgat dregið fram lífið af tryggingabótunum á síðasta vetri þegar þær hækkuðu í samræmi við Ólöf Ríkharðsdóttir verðlag, en nú ná endar alls ekki saman. Síðasta atlagan er svo stórfelld hækkun á lyfj akostnaði, sem að engu skal bæta. Stjórn Öryrkjabandalagsins gjörirsér ljóst að við svo búið má ekki standa“,sagðiÓlöf Ríkharðsdóttir að lokum. -ÁI Lífsafkoman að engu gjörð Eins og fram kom í spjalli við Guðrúnu Guðmundsdóttur fram- kvæmdastjóra Þjóðviljans f blað- inu í gær er nú hafið átak í söfnun áskrifta að Þjóðviljanum. Er tak- markið að safna 1000 nýjum áskrifendum fram til næstu ára- móta. Fyrsti liður þessarar herferðar er fólginn í því að boðnar eru kynningaráskriftir fyrir október-- nóvember með allmiklum af- slætti, Er fólki gefinn kostur á að fá blaðið sent heim þessa tvo mánuði fyrir aðeins 350 krónur en venjuleg mánaðaráskrift kost- ar nú 230 krónur og á eflaust eftir að hækka með haustinu. Við báðum Kristínu útbreiðslustjóra JÚÐVIUINi sími: (91)81333 Kynningaráskrift að Þjóðviljanum oklóber-nóvember 1983 • Blaö launamanna. jafnréttis og friöarsinna • Höfuðmálgagn stjórnarandstöðunnar • Nauðsyn fyrir þá scm vilja fylgjast mcð og mynda scr sjálfstæða skoðun • Fjölbreytt sunnudagsblað og vikulcgir blaðaukar. N° 1401 .ATr 1401 Ég undirrituö/uður óska cftir kynningaráskrift að Þjóðviljanum í októbcr og nóvember 1983. Vcrð fyrir kynningartímabilið cr kr. 350.- Vilji cg ekki gerast áskrifandi.Þjtiðviljans frá og mcð I. dcscmbcr mun cg láta blaðið/ umboðsmann vita í lok nóvcmbcr. blaðsins að skýra þennan fyrsta lið söfnunarinnar út fyrir okkur. -Við höfum látið prenta sér- staka ávísun, sem við köllum svo. Ætlunin er að sem allra flest- ir velunnarar blaðsins fái í hendur 3-5 slíka seðla og bjóði vinum og kunningjum þessa ódýru kynn- ingaráskrift næstu 8 daga. Þess- ar ávísanir liggja frammi hjá Þjóð- viljanum og Flokksmiðstöð Al- þýðubandalagsins í Reykjavík en í næsta helgarblaði Þjóðviljans mun birtast listi yfir umboðsmenn söfnunarinnar úti á landi. Þar geta menn nálgast seðlana en einnig hringt í aðalnúmer Þjóðvilj- ans, 91-81333 og fengið þá senda heim. - Við höfum farið talsvert á vinnustaði undanfarna daga og kynnt Þjóðviljann og undirtektir sýna svo ekki verður um villst að hann nýtur mikils hljómgrunns um þessar mundir. Það er greini- legt að menn vilja kynna sér mál- flutning öflugasta stjórnarand- stöðublaðsins. - v.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.