Þjóðviljinn - 24.09.1983, Blaðsíða 11
Helgin 24.-25. september 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11
því kom, að rúm reyndist fyrir
meðhjálparann og mig í kirkjunni.
Og áfram var ekið inn Skarðs-
ströndina. Þegar farið var framhjá
býli leiðsögumanns okkar, Innri-
Fagradal, voru aligæsir á vappi í
hlaðvarpanum. Urðu þær Pálma
að yrkisefni:
Við Breiðafjörð er bjart sem fyr,
um bœndur ekki vœsir.
Bíða heim við bæjardyr
bústnar jólagœsir.
Nú var Skarðsströndin að baki
en Saurbærinn, þessi fallega og bú-
sældarlega sveit, tekin við.
Borðhald
í Bjarkalundi
Sigurður í Fagradal, sem veitt
hafði okkur hina ágætustu Ieið-
sögu, yfirgáf okkur nú á sýslu-
mörkunum en við leiðsögumanns-
starfinu tók Jens Guðmundsson,
kennari á Reykhólum. Fylgdist
hann með okkur á ferðinni um
Austur-Barðastrandarsýslu.
Fyrsti viðkomustaður okkar í Trjálundurinn í Barmahiíð. Þar eru sum trén orðin 12 m há.
ríki Barðstrendinga var Bjarkar-
lundur. Þar beið hádegisverður í
boði sýslunefndar og Kaupfélags-
ins í Króksfjarðarnesi. Stefán
Skarphéðinsson, sýslumaður á
Patreksfirði, ávarpaði hópinn og
bauð hann velkominn. Hér endur-
tók sig sagan frá kirkjugöngunni á
Skarði, flokkur skógarmanna var
of fyrirferðarmikill til þess að allir
gætu setið til borðs í einu. Hefur
því viðdvölin í Bjarkaríundi e.t.v.
orðið eitthvað lengri en áformað
var en kom ekki að sök. Tími var
nógur og um engan væsti þarna.
Höfuð tilgangurinn með þessu
ferðalagi var að skoða hlíðina mína
fríðu, Barmahlíðina. En þegar
svona langt var komið þótti rétt að
skreppa í Reykhóla og líta á starf-
semi þörungamanna. Var því ekið
beina leið þangað m.a. í því augna-
miði að veita ráðrúm til þess að
undirbúa ofurlitla útisamkomu í
Barmahlíðinni, er haldin skyldi í
bakaleiðinni.
Á Reykhólum var svo gengið um
hjá Þörungavinnslunni og voru Plantað trjám á Laugum
okkar veittar mjög greinagóðar
upplýsingar um þá starfsemi alla.
Er mannskapurinn kom út úr bygg-
ingum verksmiðjunnar voru flestir
jóðlandi á einhverju. Fyrirspurn
var gerð um það hvort þarna væri
selt tyggigúmí en svo reyndist ekki
vera heldur voru menn að japla á
þörunga- og þorskhausamjöli og
þótt það mikið hnossgæti.
„Hlíðin mín fríða“
Nú var komið á leiðarenda og
stefni snúið til baka. Veður hafði
því miður verið þungbúið svo að
lítt sá til eyja og fjalla, þrátt fyrir
birtuna í vísunni hjá Pálma, en þó
nokkurnveginn þurrt. En nú var
tekið að rigna. Ekki var það álitlegt
og við á leiðinni í Barmahlíðar-
skóginn. Jens var óþreytandi við
fræðslustarfsemina. Þegar svo var
komið að lítt sá til kennileita þá
sagði hann bara sögur af mönnum
og atburðum og allir undu sér hið
besta.
í Barmahlíðinni byrjuðu áhuga- Þegar Þórarinn Þórarinsson stjórnar geta allir sungið.
samir skógræktarmenn að planta
trjám fyrir rúmum 30 árum. I þeim
myndarlega reiti var nú stungið við
fótum, og sögðu þeir Haukur
Ragnarsson og Jens Guðmundsson
okkur ágrip af sköpunar- og
þroskasögu skógarins. Fyrstu
trjánum var plantað þarna 1948-
1949 og síðan eitthvað árlega.
Upphaflega voru það ungmenna-
og kvenfélögin, sem beittu sér fyrir
þessari plöntun en síðan skógrækt-
ardeildin Björk. Mest hefur verið
plantað af siktagreni, enda hefur
það þrifist best, en svo einnig
rauðgreni, stafafuru og fjallafuru,
sem þarna kann raunar fremur illa
við sig. Hæstu trén eru nú orðin allt
að 12 m og um fet í þvermál. Mjög
er skjólsamt þarna í Barmahlíð-
inni, stundum nokkuð snjóþungt
en snjórinn fellur yfirleitt í logni.
Barðstrendingar mega vera
hreyknir af þessum skógarreit og
hann er enn ein sönnun þess að Frá v.: Hulda Valtýsdóttir, Kjartan Ólafsson, Bjarni K. Bjarnason, Bjarni Helgason og Ólafur Vilhjálms-
víða getur skógur vaxið á fslandi, son, öll í stjórn Skógræktarfélags íslands.
ekki aðeins til yndisauka heldur og
til nytja.
Og nú var efnt til veislu. Voru
veisluföngin bæði í föstu formi og
fljótandi og smökkuðust vel. Skóg-
ræktin mun hafa staðið fyrir
veitingum, kannski líka sýslumað-
urinn, a.m.k. hefur Pálmi talið svo
vera því hann sagði:
Brauð og vín eg bragða enn,
betur vart má gera.
Svona eiga, segja menn,
sýslumenn að vera.
Ræðuhöld voru þarna mjög í
hófi en mikið sungið undir stjórn
Þórarins og auðvitað endað á
„Hlíðin mín fríða“, sem Þórður
Kristleifsson sagði mér einu sinni
að líklega væri eina þekkta lagið
eftir Flemming en hann orðið hátt í
það heimsfrægur fyrir.
Og víkur nú sögunni aftur heim í
Lauga.
„Hver er alltof
uppgefinn
eina nótt að
kveða og vaka?“
Það hefur verið ákaflega vel að
okkur búið í mat og drykk hér á
Laugum. Og raunar hefur aðbún-
aður allur verið með hreinum ágæt-
um. Okkur Pálma á Hvolsvelli,
Ólafi Vilhjálmssyni, Ragnari á
Oddsstöðum, Friðgeiri í Ysta-Felli
o.fl. hefur meira að segja verið
leyft að syngja af öllum lífs- og
sálarkröfum niðri í borðsal fram
eftir allri nóttu. Við erum búin að
vera á útihátíð í Barmahlíð. Og nú
er öllu til skila haldið með að við
höfum tíma til þess að týgja okkur í
aðra veislu hérna niðri í borðsaln-
um. Hafi ég ekki ruglast eitthvað í
ríminu þá stóðu fyrir henni sýslu-
maður Dalamanna, Pétur Þor-
steinsson og sýslunefndin hans og
ekki er ég grunlaus um að fleiri hafi
átt þar hlut að máli. Þarna fann ég
m.a. tvo Dalamenn, sem ég hef
ekki hitt í aldarfjórðung þá Krist-
mund á Giljalandi og Baldur á
Ormsstöðum og voru það ánægju-
legir endurfundir. Einnig Guðrúnu
Jóhannesdóttur, eina af Merki-
gilssystrunum í Skagafirði, sem
ung giftist vestur í Dali og hefur
búið þar síðan, - og dóttir hennar
og tilvonandi tengdason, einstak-
lega geðfelld ungmenni.
En víkjum nú að veislu og kvöld-
vöku því undir borðurn var flutt
mjög skemmtileg og fræðandi dag-
skrá. Einar Kristjánsson, fyrrver-
andi skólastjóri á Laugum, flutti
prýðilegt erindi um Dali og mann-
lífið í því sögufræga héraði, karla-
kór söng, ungt par söng og lék á
gítar, harmonikkuflokkur spilaði
og svo var efnt til vísnakeppni. Ut-
varpað var þremur fyrripörtum og
leitað eftir botnum. „Nú vandast
rnálið", sagði Pálmi, „ég hef aldrei
ort hringhendu“. Við Friðgeir í
Felli tókum að okkur að leita að
miðrímsorðum með Pálma. Tekst
ef tveir vilja, hefur verið sagt og þá
ætti árangurinn ekki að verða lak-
ari ef þrír leggjast á eitt. Og eftir
nokkur heilabrot og með hjálp
rauðvínsins hljóðuðu vísurnar
þannig:
Sunnanvindar hafa liátt,
heiðalindir streyma.
Við mitt yndi er í sátt,
enda synd að gleyma.
Afram líður œvi mín
alveg gríðarlega.
Ellin bíður bara þín,
brydduð kvíða og trega.
Ungt og sveitt er fljóðið feitt,
fangið heitt og mikið.
En eg veitt get ekki neitt,
allt er breytt og svikið.
Mér er til efs að aðrir hafi staðið
sig betur í þessari þolraun en með-
hjálparinn frá Hvolsvelli. - Þórar-
inn sá um fjöldasönginn sem fyrr.
Og svo var farið að dansa. Sumir
háttuðu seint. Daginn eftir lauk
fundinum og haldið var á heima-
slóðir.
- mhg.