Þjóðviljinn - 24.09.1983, Blaðsíða 22
22 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN j Helgin 24.-25. september 1983
um helgina
SEPTEM-hópurinn kominn saman í veitingasal Kjarvalsstaða. Frá vinstri: Jóhannes Jóhannesson, Kristján
Davíðsson, Guðmunda Andrésdóttir, Þorvaldur Skúlason, Valtýr Pétursson og Karl Kvaran. Ljósm. -eik.
Sýning helguð minningu
r
Sigurjóns Olafssonar
SEPTEM-hópurinn skipaður Valtý Péturssyni, Þorvaldi Skúlasyni,
Karli Kvaran, Jóhannesi Jóhannessyni, Kristjáni Davíðssyni og
Guðmundu Andrésdóttur opnar í dag sýningu á Kjarvalsstöðum sem
öðrum þræði er helguð minningu sjöunda meðlimsins, Sigurjón Ol-
afssonar sem lést á síðasta ári. SEPTEM-hópurinn var stofnaður í
byrjun áttunda áratugarins, en þeir saman komnu til að stofna hópinn
viidu með því minnast þcirra tíma á milli stríða er ekki var þorandi að
hengja upp verk vegna hneykslunar samborgaranna sem þá hneigðust
flestir að landslagsmálverkinu, bóndabæ í slakka undir fjallshlíð með
bunandi lækjasprænu undir.
Fyrsta sýning SEPTEM- vakti þá gríðarlega athygli.
hópsins var í Norræna húsinu og Reyndist húsið of lítið til að hýsa
verk meistaranna. Á Kjarvals-
stöðum virðist svipað vera á kom-
ið, því salarkynni þau sem hópur-
inn hefur yfir að ráða eru ekki
nándar nærri stór og verður því
komið fyrir verkum á gangi, í
anddyri og ýmsum útskotum. Að
sögn Þóru Kristjánsdóttur for-
stöðumanns Kjarvalsstaða eru
geysimörg verk á sýningu
SEPTEM-hópsins, langt yfir
hundrað eintök. Sýningin er opn-
uð fyrir boðsgésti kl. 14 í dag og
verður opin frá þeim tíma til kl.
22 alla daga. Síðasti sýningardag-
ur er 9. október.
Fimm finnskar textfl-listakonur opna sýningu í dag að Kjarvalsstöðum kl. 14, og verður framvegis opið kl.
14-22 alla daga til 9. október. Textílkonurnar, sem heita Eeva Renvall, Kristi Rantanen, Airi Snellman
Hánninen, Leo Eskola og Irma Kukkosjárvi, hafa á undanförnum mánuðum ferðast um Norðurlöndin með
sýninguna og hvarvetna hlotið mikið lof fyrir verk sín, sem ekki er að undra því þær þykja meistarar á sínu
sviði og eru í hópi virtustu listamanna Finna.
„Þetta eru listakonur þriggja kynslóða“, sagði Þóra Kristjánsdóttir listráðunautur Kjarvalsstaða þegar
Þjóðviljinn hafði tal af henni. Sú elsta er fædd 1923 en sú yngsta 1941.
Á myndinni sjáum við tvær finnsku kvennanna við verk sín, en aðeins þrjár þeirra koma til landsins vegna
sýningarinnar, Kirsti Rantanen er til vinstri og Airi Snellman Hánninen til hægri. Ljósm. - eik.
Finnskur textíll
myndlist
Ásgrimssafn
Haustsýning í Ásgrímssafni veröur
opnuð næsta sunnudag og er hún
59. sýningin í safninu. Að þessu
sinni verða sýndar myndir Ásgríms
frá upphafi ferils hans og fram á
fimmta áratuginn, en langflestar
myndanna eru málaðar á tímabil-
inu1905-'30. Meðalmyndaásýn-
ingunni má nefna olíumálverk af
Herðubreið sem safninu barst ný-
lega að gjöf og er myndin minning-
argjöf um V-íslendinginn Soffíu
Þorsteinsdóttur.
Safnið er opið sunnudag, þriðju-
daga og fimmtudaga og er að-
gangurókeypis. Opnunartími erfrá
kl. 13.30 til 16.
Gallerí Lækjartorg
Sýning Sigrúnar Olsen og Georgs
Fray hófst um síðustu helgi og
stendur enn í Galleríi Lækjartorgi.
Sýningin ber yfirskriftina TEM-
PERA - GLAS-GRAFIK. Hún er
opin daglega frá kl. 14-18 en frá
fimmtudögum til sunnudags frá kl.
14-22.
Verslanahöllin
Sýning Súsúar Pálsdóttur í Versl-
anahöllinni sem opnaði um síðustu
helgi stendur enn. Aðaluppistaðan
á sýningunni eru olíumálverk unnin
á síðustu árum. Sýningin er opin
daglegafrákl. 14-19 og frá kl. 20-
22 á kvöldin.
Tónlistarskólinn Akureyri
Sýning Samúels Jóhannssonar á
málverkum, teikningum og grafík í
húsi tónlistarskólans að Hafnar-
stræti 81 stendur til 2. október.
Mokka
Valgarður Gunnarsgon hefur
hengt upp nokkur verka sinna á
Mokka-kaffi í Reykjavík. Sýningin
stendur út septembermánuð.
Norræna húsið
Ingunn Benediktsdóttir sýnir
listmuni úr steindu gleri og spegl-
um í kaffistofu hússins. Sýningin
stendur til 2. október. Þá stendur
yfir í Norræna húsinu sýning á
verkum danska málarans Henri
Clausen.
Djúpið
Niðri í Djúpinu stendur yfir sýning
Dags Sigurðarsonar og verður hún
opin til 2. október. Djúpið er sem
kunnugt er náið tengt veitingast-
aðnum Horninu.
Gallerí Langbrók
Ásrún Kristjánsdóttir sýnir silki-
þrykk og Elísabet Haraldsdóttir
keramikmuni. Sýningin verður opin
um helgar frá kl. 14-18 og virka
daga frá kl. 12-18.
tónlist
Ársel
Norski söng- og leikhópurinn
„Symre" verður með skemmtidag-
skrá í Félagsmiðstöðinni Árseli v/
Rofabæ næstkomandi mánudag
kl. 20.30. Hópurinn hefur spilað og
leikið að undanförnu í Reykjavík og
nágrenni við mjög góðar undirtekt-
ir. Tónlistarflutningur hópsins
spannar fremur vítt svið, allt frá
þjóðlegum vísnasöng til rokk-
söngva með jassívafj. Hljóðfæra-
skipanin er: Gítarar, kontrabassi,
saxafónn, munnharpa, þverflauta,
og nokkur ásláttarhljóðfæri, auk
söngs.
Norræna húsið
Aldrei aftur og norski fiðlarinn
Svein Nymo leika listir sínar í dag
(laugardag) kl. 16.00. Birgitte
Lundkvist og Carl Otto halda tón-
leika í Norræna húsinu mánudag-
inn 26. september sem hefjast kl.
20.30. Á efnisskránni eru verk eftir
Skúla Halldórsson, P. Heise, W.
Stenhammer. J. Sibelius og E. Gri-
eg-
leiklist
Gerðuberg
Dýrin munu ráða ríkjum á fjölskyld-
uhátíð í menningarmiðstöðinni í
Gerðubergi um helgina. Dýraríkið
er dagskrá með sögum, söngvum
og leikjum sem tengjast frumskóg-
inum. Dagskráin verður unnin sem
mest af krökkunum sem
heimsækja dýraríkið n.k. sunnu-
dag. Skemmtunin hefst kl. 15. Að-
gangur er ókeypis.
Meðan börnin dvelja í dýraríkinu
munu félagar úr Kvennaleikhúsinu
flytja Ijóðabálkinn „Fugl óttans"
eftir Nínu Björk Árnadóttur við
flautuleik Guðrúnar Birgisdóttur.
Dagskráin er flutt kl. 15.30 og kl.
16.30 og lesarar eru Sólveig Hall-
dórsdóttir, Anna Einarsdóttir og
Inga Bjarnason.
Iðnó
Sýningará leikritinu Úr lífi ánamað-
kanna eftir Per Olov Enquist hefj-
ast að nýju í kvöld, laugardags-
kvöld, í Iðnó. Verkið hlaut af-
bragðsdóma, ekki síst þau Þor-
steinn Gunnarsson og Guðrún
Ásmundsdóttir í hlutverkum H. C.
Andersen og leikkonunnar Jó-
hönnu Lovísu Heiherg. Ennfremur
leika í sýningunni Steindór Hjör-
leifsson og Margrét Ólafsdóttir.
Leikstjóri er Haukur J. Gunnars-
son.
ýmisiegt
Hótel Saga
Samband hárgreiðslu- og hársker-
ameistara heldur haustsýningu,
Hár '83, sunnudaginn 25. sept-
ember n.k. að Hótel Sögu, Súlnas-
al. Sýningin hefst kl. 20.30 og verð-
ur sýnd hausttíska í klippingu,
háralitun og greiðslum ásamt
ýmsu öðru.
Kynnt verða landslið íslands í hár-
greiðslu og hárskurði, sem taka
munu þátt í Norðurlandakeppni í
hárgreiðslu og hárskurði í Kaup-
mannahöfn 6. nóvember n.k.
Norðurlandakeppnin er haldin
annað hvert ár til skiptis I höfu-
ðborgum Norðurlanda. Að þessu
sinni fer um 50 manna hópur frá
íslandi, 10 keppendur ásamt mó-
delum og aðstoðarfólki.
Sjálfstæðishúsið, Njarðvík
Bræðurnir Haukur og Hörður
standa fyrir sýningum í Sjálfstæð-
ishúsinu að Hólagötu 15 í Ytri
Njarðvik.
Á fyrri sýningunni munu þeir sýna
„Micro relief print" og laufaskúl-
ptúr, en micro relief print er þeirra
eigin grafíktækni sem þeir hafa
þróað undanfarin 6 ár. Þetta er
sölusýning og mun hún verða opin
sunnudaginn 25/9 frá kl. 11 til 18. Á
meðan á sýningunni stendur mun
Jo Jo Shipp spila á gítar.
Kl. 16 mun hreyfilistaverk þeirra
bræðra, Graphic erotica, verða
sýnt en í því hlutverki mun Sif
Björnsdóttir vera með sóló-
hlutverk.
MÍR-salurinn
Tvær stuttar kvikmyndir verða
sýndar í MlR-salnum, Lindargötu
48, nk. sunnudag, 25. sept. kl. 16.
Önnur er „Sólarsvíta", mynd með
tónlistarívafi frá suðurhlutum So-
vétríkjanna, hin nefnist „Trúðar og
börn“, og er sýnd ánþýddra skýr-
inga. Aðgangur að MÍR-salnum er
ókeypis og öllum heimill.
Kennslumiðstöðin
Ákveðið hefur verið að stofna sérs-
takt félag líffræðikennara þar sem
kennarar af öllum skólastigum
komi saman. Markmið félagsins er
m.a. að auka tengsl milli skólas-
tiga, auka almenn samskipti þeirra,
sem fást við líffræðikennslu, og
standa fyrir ýmis konar símenntun-
arfundum og námskeiðum.
Stofnfundurinn verður haldinn í sal
Kennslumiðstöðvarinnar, Lauga-
vegi 166, laugardaginn 24. sept.
1983 kl. 14.
Stúdentaleikhús
Bond á dagskrá
í Félagsstofnun
Stúdentaleikhúsið frumsýnir
dagskrá úr verkum breska
ieikskáldsins Edward Bond í
kvöld, laugardagskvöld, kl.
20.30. Frumsýningin fer fram í
Félagsstofnun stúdenta við
Hringbraut. Tekið hefur saman
Hávar Sigurjónsson en hann er
jafnframt leikstjóri flutningsins.
Dagskrá þessi er fyrsta frum-
sýningin á vetrardagskrá Stúd-
Úr einu atriðanna í Bond
dagskránni: „Píslarganga“.
entaleikhússins, en það verður
með sýningar áfram í Félags-
stofnun en stærri verk leikhússins
verða færð niður í Tjarnarbíó.
Edward Bond er fæddur 1934
og hóf leikritunarferil sinn í lok 6.
áratugarins, fyrir atbeina Royal
Court leikhússins. Höfundarfer-
ill Bonds er samofinn sögu
leikhússins. Hefur honum oft
verið líkt við Bertolt Brecht, en
sjálfur segist hann einnig hafa
dregið mikinn lærdóm af höfund-
um eins og Wedekind og Buc-
hner auk Shakespeares. Af verk-
um Bonds má nefna: Brúðkaup
Páfans, Hjálp (flutt í Iðnó 1968),
Lér, Hafið o.fl.
Að Bonds dagskránni standa
um 20 manns og verða fluttir kafl-
ar úr leikritinu Hafinu, sem er
kómedía sem gerist í sjávarþorpi í
upphafi aldarinnar. Og einþátt-
ungurinn Píslarganga sem skrif-
aður var fyrir bresku friðarhreyf-
inguna. Leikmynd og búninga
hannaði Haraldur Jónsson, tón-
list og hljóð annaðist Einar Mel-
ax og Ágúst Pétursson sá um lýs-
ingu.