Þjóðviljinn - 24.09.1983, Blaðsíða 27

Þjóðviljinn - 24.09.1983, Blaðsíða 27
Helgin Í4.-2S. september 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 27 ! Skuldbreytingalánin: Harðnandi átök í þingflokki Sj álfstæðisflokksins 3 um forsetatign Átök fara nú harðnandi innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins um væntanlegan forseta sameinaðs al- þingis. Sj álfstæðisflokkurinn fékk þessu embætti úthlutað eftir helm- ingaskiptareglu Framsóknar- flokksins og eru þrír sagðir berjast um hituna: Þorvaldur Garðar Kristjánsson, Friðjón Þórðarson og Pétur Sigurðsson. Samkvæmt heimildum Þjóðvilj- ans er Þorvaldi Garðari Kristjáns- syni talið það til framdráttar að hann hefur gegnt forst taembætt- um í efri deiid alþingis cg átt gott samstarf við núverandi stjórnar- andstöðu um þinghaldið, þegar hann gegndi varaforse aembætti þeirrar deildar. Hins vegir mun hann eiga harðskeytta ands. æðinga innan þingflokksins einstg t.d. Matthías Bjarnason kollegá hans úr kjördæminu. Friðjón Þórðarson er virðingar- maður sem fyrrverandi dóms- málaráðherra og mun þeim Gunn- arsmönnum þykja tími til að fá ein- hverja umbun fyrir sáttfýsi - og einhver teikn þess að þeir ráðherr- arnir í síðustu ríkisstjórn fái fyrir- gefningu syndanna, uppreisn æru. Pétur Sigurðsson á helstu von fólgna í því að Sjálfstæðisflokurinn vilji sýna svokallaðri „verkalýðs- forystu" flokksins einhvern sóma. Núverandi forseti sameinaðs al- þingis er Jón Helgason sem einnig er landbúnaðarráðherra. Forseti sameinaðs alþingis er einn þriggja handhafa forsetavalds. -óg Frétt Þjóðviljans sl. fimmtudag. Peðsfórn í valdataflinu? Geir orðinn þingmaður Ellert Schram óskar eftir varamanni Geir Hallgrímsson formaður á alþingi, þarsem Eilert Schram Sjálfstæðisflokksins er kominn inn æskti þess með bréfi til forseta sam- einaðs alþingis í gær, að „varamað- ur tæki sæti mitt frá og með 1. októ- ber n.k.“. í bréfinu kvaðst Ellert Schram vilja taka sér frí af per- sónulegum ástæðum um „óákveð- inn tíma“. Ellert Schram tilkynnir jafn- framt að hann muni um mánaða- mótin hefja störf að nýju sem rit- stjóri DV. Efnislega samhljóða bréf hefur verið sent formanni þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Geir Hallgrímsson utanríkisráð- herra náði ekki kjöri inná alþingi í síðustu kosningum og er hann fyrsti varamaður Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík. Hann tekur því sæti á alþingi frá og með þingbyrj- un í næsta mánuði. Óhæfir að gegna embættum í sjónvarpsfréttum í gærkveldi, var Ellert spurður hvort hann væri ekki að svíkja kjósendur með því að taka ekki sæti sitt á þinginu. Svaraði hann þá með spurningu um hvort það væru ekki svik við kjós- endur á vegum Sjálfstæðisflokksins að velja menn til embættis sem væru óhæfir til að gegna þeim. -óg Aðeins fyrir hús- næðiskaupendur í fyrsta sinn j Skuldbreytingarlán þau, sem j bankar og sparisjóðir bjóða nú upp á til allt að 8 ára gilda aðeins fyrir þá, sem eru að byggja eða kaupa í fyrsta sinn. Þeir sem standa í sínum öðru eða þriðju eða fjórðu hús- næðisframkvæmdum verða að leita annarra úrræða - hver svo sem þau nú eru. Skuldbreytingarlánin eru fólgin í því, að fólk getur snúið sér til eins banka og óskað eftir því að hann safni öllum lánum þess, sem eru til skemmri tíma en fjögurra ára og breyti þeim öllum í eitt lán, sem er til allt að 8 ára. Umsóknarfrestur- inn um skuldbreytinguna er til 30. september. Vert er að vekja athygli á því, að skuldbreytingarlánin gilda einung- is fyrir þá sem standa í þessum mál- um í fyrsta sinn og hafa tekið bankalán til húsnæðiskaupa á um- liðnum 2-3 árum (þ.e. l.eftirjanú- ar 1981). Við höfum orðið vör við misskilning í þessum efnum, þann- ig að fólk heldur að þetta gildi fyrir alla skuldara, en það er sem sagt ekki rétt. ast Þingflokkur Alþýðuflokksins Niðurskurðaráformin verði birt nú þegar „Þingflokkur Alþýðuflokksins telur, að ríkisstjórnin ráðist á garð- inn þar sem hann er lægstur, ætli hún að byrja sparnaðarviðleitni sína með því að láta loka vinnustöð- I um láglaunafólks, eins og þvotta- 1 húsi og mötuneyti ríkisspítalanna“, segir í frétt frá þingflokknum. I samþykktinni sem gerð var sl. fimmtudag segir ennfremur: „Þingflokkurinn telur að laun- þegaheimildin í landinu hafi þegar tekið á sig nógar byrðar með því að una bótalaust sviptingu samnings- réttar, hrikalegri kjaraskerðingu og verðhækkunum vöru og þjón- ustu, þótt.ótti við yfirvofandi at- vinnumissi bætist ekki við. Ríkisstjórnin á að byrja sparnað- arviðleitni sína þar sem sólundin er mest. Sem dæmi um það má nefna ríkistryggðan milliliðagróða vinnslu- og dreifingaraðila land- búnaðarkerfisins, útflutningsbætur landbúnaðarafurða, ferðakostnað og fríðindi toppanna í ríkiskerfinu, greiðslur skv. sjálfteknum töxtum, hrikalegan skattaundandrátt for- réttindahópa í neðanjarðarhag- kerfinu, frestun ótímabærra bygg- ingarframkvæma á vegum opin- berra stofnana svo nokkuð sé nefnt. Þingflokkurinn skorar á ríkis- stjórnina að afléttá hið fyrsta ríkj- andi óvissu um atvinnuöryggi lág- launafólks í opinberri þjónustu, með því að birta þjóðinni áform sín um niðurskurð og sparnað í yfir- byggingu ríkiskerfisins.“ Félag ungra lækna hóf í gær þing Evrópusamtaka ungra lækna en þingið sækja fulltrúar frá flestum Evrópuríkjum. Atvinnumál lækna er til umræðu á þinginu svo og framhaldsmenntun þeirra. Myndin var tekin af nokkrum þingfulltrúa í gær. Ljósm.: eik. EUert Schram i gáttinni. mein pólitisk völd í Sjálfstædis- undir öldungaveldi flokksnum og áhrif í þjóðfélaginu flokksins. heldur en óbreyttur þingmaður [Átökin í Sjálfstæðisflokknum: Hafnar Ellert sætinu? Talið að Ellert Schram muni mótmæla öldungaveldinu í flokknum með afsögn Ellert Schram ritstjóri DV og al- þingismaður Sjálfstæðisflokksins mun nú fhuga alvarlega að segja af sér þingmcnnsku, og koma þannig „cnn einum flokksgæðingnum inná þing" eins og heimildarmaður blaðsins í Sjálfstæðisflokknum orð- aði það. Fyrsti varaþingmaður SjálfsUeðisflokksins er Geir Hall- grimsson. Heimildir Þjóðviljans segja, að I með þessu væri Ellert að gera i tvennt. í fyrsta lagi væri hann að 1 mótmzla öldungaveldinu í flokkn- I um. ( öðru lagi myndi hann storka flokknum með því að vfkja svo að flokksgæðingur kæmist á þing. Það hefur gengið fjöllunum hærra að Eljert ásamt yngri mönnum í flokknum sé'afar óá- nægður með hvcrnig „gömlu mennirnir" ráða lögum og lofum í flokknum. Ráðherraskipan þing- flokksins hafi verið hneyksli í þeirra augum. Sjálfur bauð Ellert Schram sig fram á móti Ólafi G. Einarssyni til formennsku í þingflokknum með tilvísun til þess að við val á ráðherr- um hafi verið einlitt „öldunga- veldi". Hann hafi þá viljað gefa mönnum kost á að setja nýjan svip ,á flokkinn - án þess að bcina spjót- um persónulega að ólafi G. Ein- arssyni. Þeirri kosningu tapaði Ell- ert naumléga með 13 atkvæðum gegn 9. Ellert var kominn á fremsta hlunn á sfðasta landsfundi með að bjóða sig fram til formennsku gegn Geir Hallgrímssyni en dró framboð sitt til baka á síðustu stundu. Áður hefur Ellert Schram staðið uppúr sæti á framboðslista til að koma Pétri Sigurðssyni inná þing. Sú fórn er ekki talin hafa orðið honum til framdráttar á flokks- toppnum. Heimildir Þjóðvilians herma og að ritstjóri DV þvÞ- hafa ólfkt Stjórnarliðið svarar ekki beiðni um samkomulag Samstarf stjórnar- andstöðu um þinghaldið í haust Stjórnarflokkarnir hafa ekki enn svarað meir en mánaðargömlum tilmælum stjórnarandstöðunnar um samstarf um þinghaldið í haust. Samkvæmt heimildum Þjóðviljans hafa stjórnarandstöðuflokkarnir, Alþýðubandalag, Alþýðuflokkur, Bandalag jafnaðarmanna og Kvennalisti haft samvinnu um mörg atriði sem varða þinghaldið, en geta ekki gengið frá samkomu- lagi þarsem stjórnartlokkarnir, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðis- flokkur, hafa ekki enn svarað til- mælum um samkomulag. Samkvæmt heimildum, sem blaðið telur áreiðanlegar, hefur stjórnarandstaðan haldið fundi, þarsem fjallað hefur verið um þingstörfin - og jafnvel samkomu- lag um nefndarkosningar í þing- byrjun. Að sögn hefur stjórnarliðið sýnt mikið fálæti varðandi þinghaldið - og þykir mönnum sem umhugsun- artíminn sé orðinn æði langur. Al- þingi á~að koma saman 10. október næstkomandi eftir eitt lengsta þinghlé á síðari árum. Ríkisstjórn- in hefur því stjórnað landinu án umfjöllunar löggjafarsamkomunn- ar. -óg Fögnuður á Heimaey - sorg í Keflavík! Keflvíkingar töpuðu leik Vestmannaeyinga og Breiðabliks í 1. deildarkeppninni í knattspyrnu í gærkvöldi! Honum lauk með jafn- tefli, 2-2, og þar með féllu Keflvíkingar á 17 stigum. Eyja- menn hefðu fallið á tapi og Blikar á sex marka tapi en úrslitin þýða jafnframt að Breiðablik hafnar í þriðja sæti 1. deildar í fyrsta skipti. Breiðablik var mun betri aðilinn í fyrri hálfleik og sótti mjög. Tvíveg- is björguðu Eyjamennn á mark- línu, Snorri Rútsson frá Sigurjóni Kristjánssyni og Þórður Hallgríms- son frá Sigurði Grétarssyni. Á milli, á 28. mínútu, kom Sigurjón Breiðabliki yfir með föstu, óverj- andi skoti, staðan 0-1 í hálfleik. Eyjamenn kipptu Aðalsteini Jó- ihannssyni markverði útaf fyrir hlé ;og settu Pál Pálmason í markið. Páll varði stráx í byrjun síðari ! hálfleiks eftir að Sigurjón hafði ikomist einn í gegn en á 60. mínútu |réð hann ekki við Óvænt skot Sig- íurjóns. Staðan 0-2 og 2. deildin Sblasti við ÍBV. í | En þá tóku Eyjamenn leikinn ialgerlega í sínar hendur. Sóknar- loturnar buldu á vörn Breiðabliks og á 64. mínútu skoraði Ómar Jó- i hannsson með hörkuskoti eftir óbeina aukaspyrnu viðmarkteig Blikanna, 1-2. Tíu mínútum fyrir leikslok trylltust síðan allir, nema Blikar, af fögnuði, um gervalla Heimaey. Hlynur Stefánsson fékk þá boltann eftir aukaspyrnu, tók jhann lagalega niður og þrumaði í netið, 2-2. Eyjamenn uppi Keflvíkingar niðri. Leikurinn var spennandi og skemmtilegur þótt knattspyrnan sjálf væri ekki alltaf áferðarfalleg. Sigurjón og Sigurður voru yfir- burðamenn hjá Breiðabliki, bestu menn vallarins. Sveinn Sveinsson miðlaði boltanum vel á miðju ÍBV og hann og Jóhann Georgsson voru einna bestir þar. Annars brugðust hinir miðjumennirnir í varnarhlut verkum sínum og gerðu þar með vörninni erfitt fyrir. Einhverju jafnasta íslandsmóti sem sögur fara af er lokið, Keflvíkingar, sem unnu næstflesta leiki allra í 1. deild, mega sætta sig við að falla í 2. deild þrátt fyrir 17 stig úr 18 leikjum! - JR/VS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.