Þjóðviljinn - 24.09.1983, Blaðsíða 18
18 SÍÐA ÞJÓÐVILJINN Helgin 24.-25. september 1983
dægurmál (sígiid?)
Norskur
fiðlari
á-
samt
ALDREI
AFTUR
Hér á landi er staddur norski
fiðlarinn " Svein Nymo, í boði
söngsveitarinnar „Aldrei aftur“
en hann mun leika með sveitinni
til 10. október n.k..
Fyrstu tónleikar þeirra voru í
Norræna húsinu sl. fimmtudag og
spila þau á sama stað í dag,
laugardaginn 24. sept., kl. 16.00.
Á morgun (sunnudag) halda þau
út á land og halda tónleika sem
hér segir: mánud. 26. sept. í Ól-
afsvík, þriðjud. 27. sept. í Grund-
arfirði, miðvikud. 28. sept. í
Stykkishólmi, fimmtud. 29. sept.
í Búðardal.
í Ólafsvík, Grundarfirði og
Stykkishólmi heimsækir hópur-
inn vinnustaði í boði verkalýðsfé-
laganna á stöðunum og tekur
lagið fyrir verkafólkið.
Svein Nymo er þekktur í
heimalandi sínu sem fiðlari, og
reyndar víðar um Skandinavíu,
en hann hefur unnið mikið fyrir
útvarp og sjónvarp og komið
fram á fjölmörgum hljómplötum.
Að auki hefur hann unnið tals-
vert með leikhópum í Norður-
Noregi, en hann er frá Tromsö,
fæddur 1953, og hefur leikið á
fiðlu frá unga aldri.
Tónlist sú er Svein flytur flokk-
ast helst undir vísnatónlist, en
hann bregður fyrir sig ýmsum
tónlistarstefnum og getur leikið
næstum hvað sem er.
Söngsveitina „Aldrei aftur“
skipa Bergþóra Árnadóttir,
Pálmi Gunnarsson og Tryggvi
Húbner.
Með nöktum
N.k. fimmtudagskvöld leikur
hljómsveitin Með nöktum á
Borginni og í og með verða ný-
listamenn á ferli með gjörninga.
Fjörið byrjar kl. 22.
Bítla (æði)kvöld á Broadway
Mikil Bítlahátíð hófst í Broadway í gærkvöldi undir forystu
Gunnars Þórðarsonar, stofnanda fyrstu íslensku Bítlahljóm-
sveitarinnar Hljóma frá Keflayík. í kvöld verður þess minnst að
20 ár eru síðan Hljómar voru stofnaðir og verða „afmælisbörn-
in“ heiðursgestir kvöldsins, auðvitað... Bítlakvöldin verða líka
um næstu helgi og eru pantanir þegar farnar að berast á þau og
verður þessum kvöldum fjölgað í samræmi við aðsókn
Hljómsveit Gunnars Þórðar-
sonar sér um að leika gömlu sígildu
Bítlalögin og önnur vinsælustu lög
7. áratugarins og kennir þar
margra grasa, lög sem Sandy Shaw
söng og allt til Zeppelin, Kinks og
Stones og....
Margir söngvarar koma við tón-
list, t.d. Magnús og Jóhann, Þu-
ríður Sigurðardóttir, Pétur Krist-
jánsson, Jónas R (Slappaðu af...),
Björgvin Halldórsson, Rúnar Jú-
líusson, Jóhann G., Engilbert
Jensen, Ólafur Þórarinsson (Labbi
í Mánum) og fleiri og fleiri..
Gaman gaman hjá fyrrum bítl-
um og síungum misgömlum hipp-
um .... hvar er annars gamli bítla-
trefillinn?.. .Síjú...
A
...og þeir íslensku, Hljómar: Engilbert Jensen, Gunnar Þórðarson, Shady Owens, Rúnar Júlíusson og
Erlingur Björnsson. Bítlakvöldið í Broadway í kvöld (laugardag) verður helgað þeim þar sem 20 ár eru liðin
frá „fæðingu“ þessarar fyrstu „bítla“hljómsveitar íslands. Við fundum ekki eldri mynd af Hljómum en þessa
í myndsafninu, bara 15 ára... tekin 23. nóvember 1968.
Hefur einhver heyrt hans getið? ?
Ef svo er þá kann það að vera
undantekning, því að svo virðist
sem maðurinn sé geróþekktur
hér á landi og mun að mínu viti
ekki hafa verið kynntur hér áður í
fjölmiðlum. Gögn um Klaus og
eða einhver kennileiti um sögu
hans var erfitt að finna, og er
það skaði, þar sem hér á í hlut
afar forvitnilegur listamaður og
sérstæður persónuleiki. Kann
þetta að stafa af því að flest sú
tónlist (popp + rokk) er hingað
rekur í fjörurnar kemur beint frá
Bretlandi og einnig að einhverju
leyti vegna þeirrar geysilega öru
tækniþróunar sem gert hefur
mönnum kleift að kom sér upp
eigin plötuútgáfufyrirtæki. Og
segir það sína sögu að ekki er
smuga fyrir umboðsaðila hér að
komast í samband við þau öll.
Og nú er kappinn Klaus horf-
ínn á vit forforeldra sinna yfir
móðuna miklu. Han ku hafa ver-
ið ættaður frá Þýskalandi (veit
ekki hvar í Germaníu) en að
sögn fengið nóg af því harða
lífsgæðakapphlaupi sem þar ríkir
að hans mati og flúið til Banda-
ríkjanna þar sem hann svo sýktist
af hinum ógnvænlega sjúkdómi
„Aids“ er leiddi hann að lokum
til dauða. Mun hann einnig hafa
verið óhress með þær fálegu við-
tökur landa hans sem þóttu útlit
hans og uppákomur æði undar-
legar og meðtóku ekki frumleg-
heit þau er Klaus hafði uppá að
bjóða.
Það sem gerir Klaus að jafn
sérstökum listamanni og hann í
raun er, er söngstíll hans. Svo
virðist sem hann hafi lagt stund á
óperusönginn, því raddbeiting
hans og víðfeðmt raddsvið það er
hann býr yfir og notar óspart í
söng sínum kemur manni í opna
skjöldu þegar hlustað er á hann í
fyrsta sinn. Og ekki síður vegna
þess að þessi sérstæði söngvari
syngur „ekta“ rokklög með sinni
sérstöku falsetto rödd, og hefur
undirrituð ekki síður heyrt jafn
litla málamiðlun milli svo ólíkra
tónlistarstefna sem rokktónlist
og óperutónlist er.
Klaus syngur ótrauður með óp-
erurödd sinni þau leikandi fjör-
ugu rokklög sem á tíðum bera ei-
lítinn keim (eða minna nokkuð á)
af þeirri tónlistarstefnu sem Nina
Hagen tileinkaði sér og varð fræg
fyrir.
Hinir einu sönnu bresku bítlar, The Beatles árið 1964: Paul
McCartney, Ringo Starr, John Lennon og George Harrison...