Þjóðviljinn - 24.09.1983, Blaðsíða 25
útvarp
laugardagur
7.00 Veðurtregnir. Fréttir. Bæn. Tónleikar.
Þulur velur og kynnir. 7.25 Leikfimi. Tón-
leikar.
8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir.
Morgunorð - Richard Sigurbaldursson tal-
ar.
8.20 Morguntónleikar Fíladelfíuhljómsveitin
leikur „Morgun" eftir Edvard Grieg. Eugene
Ormandy stj. / Itzhak Perlman og Sinfóníu-
hljómsveitin í Pittsburg leika Sígaunaljóð
eftir Pablo Sarasate. André Previn stj. / Nýja
fílharmóníusveitin I Lundúnum leikur „Se-
villaog Granada”, tvo hljómsveitarþætti eftir
Isaac Albéniz. Rafael Frúbeck de Burgos
stj. / Cyprien Katsaris og Fíladelfíuhljóm-
sveitin leika Ungverska fantasiu fyrir píanó
og hljómsveit eftir Franz Liszt. Eugene Orm-
andy stj.
9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar.
9.45 Forustugr. dagbl. (útdr.).
I0.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir.
10.25 Óskalög sjúkljnga. Lóa Guöjónsdóttir
kynnir.
11.20 Sumarsnældan. Helgarþáttur
fyrir krakka. Umsjón: Sólveig Hall-
dórsdóttir.
I2.00 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynning-
ar. Tónleikar.
I3.40 íþróttaþáttur Umsjón: Hermann Gunn-
arsson.
I4.00 Á ferð og flugi. Þáttur um málefni líð-
andi stundar i umsjá Ragnheiðar Davíðs-
dóttur og Tryggva Jakobssonar.
15.00 Um nónbil í garðinum með Hafsteini
Hafliðasyni.
15.10 Listapopp - Gunnar Salvarsson. (Þátt-
urinn endurtekinn kl. 24.00).
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir.
16.20 Franz Kafka - maðurinn Dagskrá eftir
Keld Gall Jörgensen. Þýðandi: Svavar Sig-
mundsson. Lesari ásamt honum: Pétur
Gunnarsson.
17.15 Síðdegistónleikar Svjatoslav Rikhter
og Borodin-kvartettinn leika Kvintett í A-dúr
op. 114 eftir Franz Schuberf.
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurtregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.35 Óskastund Séra Heimir Steinsson
spjallar við hlustendur.
20.00 Harmonikuþáttur Umsjón: Sigurður
Alfonsson.
20.30 Sumarvaka a. „Árni Oddsson“ eftir
Friðrik Ásmundsson Brekkan Steindór
Steindórsson frá Hlöðum þýddi úr dönsku.
Björn Dúason les fjórða og síðasta lestur. b.
„Hans Vöggur" Kristín Waage les smá-
sögu eftir Gest Pálsson. c. „Vísnaspjöll“
Skúli Ben spjallar um lausavísur og fer með
stökur.
21.30 Á sveitalínunni Þáttur Hildu Torfadótt-
ur, Laugum I Reykjadal (RÚVAK).
22.15 veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgun-
dagsins. Orð kvöldsins.
22.35 „Gullkrukkan" eftir James Stephens
Magnús Rafnsson les þýðingu sina (10).
23.00 Danslög.
24.00 Listapopp Endurfekinn þáttur Gunnars
Salvarssonar.
00.50 Fréttir. Dagskrárlok.
sunnudagur
8.00 Morgunandakt Séra Sveinbjörn
Sveinbjömsson prófastur í Hruna flytur
ritningarorð og bæn.
8.10 Fréttir.
8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl.
(útdr.).
8.35 Létt morgunlög. Sinfóníuhljómsveit
Berlinarútvarpsins leikur. Ferenc Fricsay
stj.
9.00 Fréttir.
9.05 Morguntónleikar Kór og einsöngs-
þættir úr „Sköpuninni", óratoríu eftir
Joseph Haydn. Gundula Janovitsj,
Christa Ludwig, Fritz Wunderlich, Wern-
er Krenn, Dietrich Fischer-Dieskau og
Walter Berry syngja með Söngfélaginu í
Vínarborg og Fílharmóniusveitinni i
Berlín. Herbert von Karajan stj.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir.
10.25 Út og suður Þáttur Friðriks Páls
Jónssonar. Halldór Ármannsson segir
frá Búrúndi. Síðari hluti.
11.00 Messa í Hallgrímskirkju Prestur:
Séra Ragnar Fjalar Lárusson. Organleik-
ari: Hörður Áskelsson. Hádegistónleik-
ar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn-
ingar. Tónleikar.
13.30 Sporbrautin Umsjónarmenn: Ólafur
H. Torfason og örn Ingi (RÚVAK).
15.15 Kaffitíminn Skemmtihljómsveit
austurriska útvarpsins leikur létta tónlist.
Karel Krautgartner stj.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir.
Heim á leið Sigurður Kr. Sigurðsson
spjallar við vegfarendur.
16.25 Falleg, vorgræn vera Þáttur um
dönsku skáldkonuna Susanne Brögger.
Umsjón: Nína Björk Ámadóttir. lesari
með henni: Kristín Bjarnadóttir.
17.00 Síðdegistónleikara. BarryTuckwell
og St. Martin-in-the-Fields hljómsveitin
leika Hornkonsert nr. 2 í Es-dúr K. 417
eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Neville
Marriner stj. b. Alicia de Larrocha og
Fílharmóníusveit Lundúna leika Sinfón-
ísk tilbrigði fyrir píanó og hljómsveit eftir
César Franck. Rafael Frúbeck de Burgos
stj. c. Sinfóníuhljómsveit Lundúna leikur
Sinfóníu nr. 1 I D-dúr op. 25 eftir Sergej
Prokofjeff. Neville Marriner stj. d. Sinfón-
iuhljómsveit Lundúna leikur „L'Arlés-
ienne", svítu nr. 2 eftir Georges Bizt.
Neville Marriner stj.
18.00 Það var og ... Út um hvippinn og
hvappinn með Þráni Bertelssyni.
18.20 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.35 Samtal á sunnudegi Umsjón: Ás-
laug Ragnars.
19.50 „Fingurnæmar nætur“, Ijóð eftir
Jóhann Árelíus. Höfundur les.
20.00 Útvarp unga fólksins Umsjón: Eð-
varð Ingólfsson og Guðrún Birgisdóttir.
21.00 „Meistari Kjarval", Steingrímur Sig-
urðsson les úr bók sinni „Spegill samtíð-
ar“.
21.15 „Heitir straumar", smásaga eftir
Erskine Caldwell. Margrét Fjóla Guð-
mundsdóttir þýddi. Baldur Pálmason les.
21.40 fslensk tónllst. Sinfóníuhljómsveit
(slands leikur „Hátíðarmars" og tónlist úr
„Gullna hliðinu" eftir Pál Isólfsson. Páll
P. Pálsson stj.
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morg-
undagsins. Orð kvöldsins.
22.35 „Gullkrukkan" eftir James Step-
hens Magnús Rafnsson les þýðingu
sína (11).
23.00 Djass:Harlem-1.þáttur-JónMúli
Árnason.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
mánudagur
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Séra
Hanna María Pétursdóttir, Ásapresta-
kalli, Skaftafellsprófastsdæmi flytur
(a.v.d.v.). Tónleikar. Þulur velur og
kynnir.
7.25 Leikfimi. Jónína Benediktsdóttir
(a.v.d.v.).
8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir.
Morgunorð - Hanna Þórarinsdóttir talar.
8.30 Ungir pennar Stjórnandi. Hildur
Hermóðsdóttir.
8.40 Tónbilíð
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna: „Simon
Pétur“ eftir Martin Næs Þóroddur Jón- .
asson þýddi. Hólmfríður Þóroddsdóttir
byrjar lesturinn.
9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleik-
ar.
9.45 Landbúnaðarmál Umsjónarmaður:
Óttar Geirsson.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. For-
ustugr. landsmálabl. (útdr.). Tónleikar.
11.00 „Ég man þá tíð“ Lög frá liðnum
árum. Umsjón: Hermann Ragnar
Stefánsson.
11.30 Lystauki Þáttur um lifið og tilveruna
í umsjá Hermanns Arnarsonar (RÚVAK).
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn-
ingar. Tónleikar.
13.30 íslensk sjómannalög
14.00 „Ég var njósnari“ eftir Mörthu
McKenna Hersteinn Pálsson þýddi.
Kristín Sveinbjömsdóttir ies (15).
14.30 Islensk tónlist Sinfóniuhljómsveit
Islands leikur „Minni Islands", forleik op.
9 eftir Jón Leifs. Jean-Pierre Jacquillat
stj.
14.45 Popphólfið - Jón Axel Ólafsson.
15.30 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir.
16.20 Síðdegistónleikar Forleikir að óper-
um eftir Wagner, Verdi, Mozart, Gluck og
Glinka. Ýmsar hljómsveitir og stjómend-
ur flytja.
17.05 „Papýrus Egyptalands", sögulegt
erindi eftir Leo Deul. Óli Hermannsson
þýddi. Bergsteinn Jónsson les síðari
hluta.
17.30 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.35 Daglegt mál - Erlingur Sigurðarson
flytur þáttinn.
19.40 Um daginn og veginn Sigurlaug
Bjarnadóttir menntaskólakennari talar.
20.00 Lög unga fólksins. Þórður Magnús-
son kynnir. 20.40 Staður 8. þáttur. Pale-
tera Umsjónarmenn: Sveinbjörn Halldórs-
son og Völundur Óskarsson.
21.10 Pfanóleikur Agustín Anievas leikur
Tilbrigði op. 24 eftir Johannes Brahms
um stef eftir Georg Friedrich Hándel.
21.40 Útvarpssagan: „Strætið" eftir Pat
Barker Erlingur E. Halldórsson les þýð-
ingu sina (19).
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morg-
undagsins. Orð kvöldsins
22.35 Nornagestur Norðurlanda. Séra
Sigurjón Guðjónsson flytur siðari hluta
erindis síns.
23.00 Kvöldtónleikar a. Chantal Mathieu
leikur á hörpu lög eftir Beethoven,
Hándei. • Granados og Offenbach. b.
Aurélé Nicolet og Chrisliane Jaccotten»
leika Flautusónötu í D-dúr eftir Carl
Philipp Emanuel Bach. c. Don-kósakka-
kórinn syngur rússnesk þjóðlög. Serge
Jaroff stj.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
sjónvarp
laugardagur______________________
17.00 íþróttir Umsjónarmaður Bjarni Felix-
son.
18.55 Enska knattspyrnan
19.45 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.35 Tilhugalíf (A Fine Romance) Annar
þáttur. Breskur gamanmyndaflokkur í sjö
þáttum, framhald fyrri þátta um óframfærna
elskendur. Aðalhlutverk: Judy Dench og
Michael Williams. Þýðandi Guðni Kolbeins-
son.
21.05 Félagi Napóleon (Animal Farm)
Endursýning Bresk teiknimynd frá 1955
sem gerð er eftir samnefndri skopádeilu-
sögu eftir George Orwell. Á bæ einum gera
húsdýrin byltingu og reka bóndann frá völd-
um en þá tekur ekki betra við. Þýðandi Krist-
mann Eiðsson. Áður sýnt i Sjónvarpinu í
janúar 1972.
22.15 Út í vita (To the Lighthouse) Ný, bresk
sjónvarpsmynd gerð eftir einni þekktustu
bók bresku skáldkonunnar Virginiu Woolf,
en ýmsir telja að elnið megi rekja til æsku-
minninga hennar. Leikstjóri Colin Gregg.
Leikendur: Rosemary Harris, Michael Go-
ugth, Suzanne Bertish, August Carmichael
o.fl. Myndin gerisl að mestu árið 1912 og
lýsir sumardvöl Ramseyfjölskyldunnar og
gesta hennar i Cornwall. Við þessar nánu
samvistir verður margt til að opna augu
barnanna fyrir ólíkri skapgerð foreldra sinna
og móta tilfinningarnar í þeirra garð. Þýð-
andi Kristrún Þórðardóttir.
00.20 Dagskrárlok
sunnudagur
18.00 Sunnudagshugvekja Jón Hjörleifur
Jónsson flytur.
18.10 Amma og átta krakkar 6. þáttur. Nor-
skur framhaldsmyndaflokkur gerður eftir
barnabókum Anne Cath. Vestly. Þýðandi
Jóhanna Jóhannsdóttir. (Nordvision - Nor-
ska sjónvárpið)
18.30 Heiðagæsin Bresk náttúrulífsmynd
sem tekin er að mestu leyti á varpstöðvum
heiðagæsa I Þjórsárverum. Þýðandi Óskar
Ingimarsson. Þulur Friðbjörn Gunnlaugs-
son.
19.00 Hlé
19.45 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.35 Sjónvarp næstu viku
20.50 Karlakór Reykjavíkur og Kristján Jó-
hannsson Frá hljómleikum kórsins í Há-
skólabíói I júni síðastliðnum. Einsöngvari
Kristján Jóhannsson. Undirleikari Guðrún
Kristinsdóttir. Stjórnandi Páll Pampichler
Pálsson. Upptöku stjómaði Tage Ammend-
rup.
21.25 Wagner. Nýr flokkur Fyrsti þáttur. Nýr
framhaldsmyndaflokkur, gerður I samvinnu
Breta, Ungverja og Þjóðverja um þýska tón-
skáldið Richard Wagner og ævi hans, en i ár
er öld liðin frá því að hann lést. Leikstjóri
Tony Palmer. Aðalhlutverk Richard Burton
ásamt Vanessa Redgrave, Gemma Cra-
ven, László Gálffi, John Gielgud, Ralph Ric-
hardson, Laurence Olivier, Ekkehardt
Schall, Ronald Pickup o.fl. Richard Wagner
er kunnastur fyrir stórbrotnar óperur sinar
en æviferill hans var einnig litríkur. Hann var
brautryðjandi og uppreisnarmaður sem
sjaldan fór troðnar slóðir, kvenhollur og
höfðingjadjarfur. Hann var ýmist dáður eða
tyrirljtinn, ríkur eða örsnauður, í vinfengi við
þjóðhöfðingja eða á flótta undan reiði þeirra.
Þessa atburði rekja þættirnir og hefst sagan
árið 1848 þegar Wagner er við hirð Sax-
landskonungs. Ennfremur sjást I þáttunum
atriði úr óperum Wagners. Þýðandi Oskar
Ingimarsson.
22.20 (slensk föt '83 Fjölbreytt sýning á ís-
lenskum tatnaði vakti einna mesta athygli á
nýliðinni iðnsýningu i Reykjavik. Sjónvarpið
fékk leyfi til að taka upp þessa sýningu í heild
á staðnum og stýrði Örn Harðarson upp-
töku. Umsjón með sýningunni höfðu Pálina
Jónmundsdóttir, Sóley Jóhannsdóttir og
fleiri, en sýningarfólk er frá Model '79 og
Módelsamtökunum. Kynnir Magnús E.
Kristjánsson.
23.00 Dagskrárlok
mánudagur
19.45 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.35 Tommi og Jenni
20.45 íþróttir Umsjónarmaður Ingólfur
Hannesson.
21.15 Hnefafylli af draumum (Pocketful of
Dreams) Bresk sjónvarpsmynd. Leik-
stjóri Stuqrl Urban. Aðalhlutverk: Michael
Eiphick, Philip Jackson og Debbie Whe-
eler. Ræningjahópur i gervi kvikmyndag-
erðarmanna fær greiðan aðgang að
banka nokkrum. Þýðandi Dóra Hafsteins-
dóttir.
21.50 Verndun striðsfanga Bresk heimild-
armynd sem lýsir hjálparstarfi Alþjóða-
ruðakrossins í bænum Peshawar í
Norður-Pakistan. Þar skipuleggja starfs-
menn Rauða krossins hjúkrun fórnar-
lamba strlðsins I Afganistan og vinna að
verndun sovéskra stríðsfanga. Þýðandi
Björn Baldursson. Þulur Sigvaldi Jú-
líusson.
22.40 Dagskrárlok.
Hclgin 24.-15. september 1983 ÞJÓÐVlLJlNN — SÍ0A 25
Útvarp kl. 11.20
Rosemary Harris (frú Ramsey) og yngsti sonur hennar.
Sjónvarp kl. 22.15
UTIVITA
í kvöld verður á skjánum ný,
bresk kvikmynd. Er hún gerð
eftir einni kunnustu bók bresku
skáldkonunnar Virginíu Woolf,
en ýmsir telja að sú bók sé byggð
á æskuminningum hennar.
Myndin gerist að mestu árið
1912. Er þar lýst sumardvöl
Ramsey-fjölskyldunnar og gesta
hennar í Cornwall. Við þær
kringumstæður, sem þarna
skapast og nánar samvistir fólks
af ýmsum gerðum, gerist sitt af
hverju, sem leiðir til þess að augu
barnanna opnast fyrir ólíkri skap-
gerð foreldranna og verður til
þess að móta tilfinningarnar í
þeirra garð. - Leikstjóri er Colin
Gregg en leikendur: Rosemary
Harris, Michael Gough, Susanne
Bertish, August Carmichael o.fl.
- Þýðandi er Kristrún Þórðar-
dóttir. - mhg.
Richard Burton (Wagner), Ronald Pickup (Nietzsche).
Sjónvarp sunnudag kl. 21,25
Richard Wagner
Allir, sem einhverja nasasjón
hafa af óperutónlist, kannast við
Richard Wagner, en óperur hans
þykja með stórbrotnari verkum,
sem samin hafa verið á því sviði
tónlistar. Og sjálf höfum við átt
stórfrægan Wagnersöngvara þar
sem var Pétur Jónsson.
En Wagner átti einnig að öðru
leyti býsna litríkan og mikilfeng-
legan æviferil og fór sjaldan al-
faraveg. Hann var uppreisnar-
gjarn brautryðjandi, taldi sig
hlutgengan við hlið hvaða verald-
arhöfðingja sem var, kvenna-
maður ágætur. Vinsældirnar voru
ýmist í ökla eða eyra. Annan
sprettinn vingaðist hann við ýmsa
þjóðhöfðingja en hina stundina
móðgaði hann þá og varð að
bjarga sér á flótta undan bræði
þeirra. Þannig var hann ýmist
dáður, nánast tilbeðinn, eða fyr-
irlitinn, stundum auðugur en átti
þess á milli ekki málungi matar. -
Og dó fyrir hundrað árum.
Á sunnudagskvöldið hefst í
Sjónvarpinu framhaldsmynda-
flokkur um Wagner. Er hann
gerður í sameiningu af Bretum,
Ungverjum og Þjóðverjum.
Hefst sagan árið 1848 en þá
dvaldi Wagner við hirð Saxlands-
kóngs. Jafnframt því að þættirnir
sýna hinn litauðuga lífsferil
Wagners verða flutt atriði úr óp-
erum hans.
Leikstjóri er Tony Palmer en
með aðalhlutverk fara: Richard
Burton, Vanessa Redgrave,
Gemma Craven, László Gálffi,
John Gielgud, Ralph Richard-
son, Laurence Olivier, Ekke-
hardt Schall, Ronald Pickup
o.fl... - Þýðandi er Óskar Ingi-
marsson.
- mhg.
Sumrmlán
Þessi ágæti helgarþáttur fyrir
krakka er á dagskrá nú fyrir há-
degið. Er hann að þessu sinni í
umsjá Guðnýjar Halldórsdóttur.
Efni þáttarins er að þessu sinni
m.a. spjall um drauma, endur-
tekning frá síðasta þætti. Ungur
maður mætir í þættinum og segir
frá eigin draumi. Þá koma þarna
við sögu tveir ungir leikarar hjá
Leikfélagi Kópavogs, sem nú
leika í Gúmmí-Tarsan og kynna
þeir leikritið og fleiri þræðir vind-
ast ofan af snældunni. - mhg.