Þjóðviljinn - 05.10.1983, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 05.10.1983, Blaðsíða 1
UOÐVIUINN ■ Þaðerstjórnað segja menn á Spáni eftir eins árs setu ríkisstjórnar sósíalista undir forystu Felipi Gonzales. Sjá bls. 6 október 1983 miðvikudagur 226. tölublað 48. árgangur Landsbankinn að gefast upp á skuldasúpu Reykjavíkur „Það er ánæqjulegt að listamenn okkar eru nú einniq komnir undir friðarfánann. Þa mátti sist vanta“, saqði Þorsteinn Ö. Stephensen leikari m.a. iávarpi á stofnfundi Friðarsamtaka listamanna i fyrrakvöld. Fremst á myndinni er Þorkell Siqurbiörnsson, tónskáld, formaður Bandalaqs islenskra listamanna, en hann setti fundinn. Ljósm. - Magnús. Skuldasöfnunog fjárhagsóreiða Reykjavíkurborgar er farin að valda þungum áhyggjum í bankakerfinu, samkvæmt heimildum Þjóðviljans. Landsbankinn semer aðalviðskiptabanki borgarinnar er að komast í þrot og hefur frést af sérstökum fundum fjármálaráðherra, borgarstjóra og bankastjóra Seðlabankans vegna stöðunnar. Mun ætlunin að fá Seðlabankann til að yfirtaka þær skuldir sem borgin er nú komin í. í borgarráði í gær var lagður fram reikningsjöfnuður borgar- sjóðs í ágústlok og kemur þar fram að gjöld umfram tekjur nema 215 miljónum króna. Þessu hefur verið mætt með lántökum upp á 114 milj- ónir en auk þess nema skammtíma- skuldir 50 miljónum. Á mánudag- inn var 3. október nam yfirdráttar- skuld borgarinnar við Landsbank- ann þar að auki 212 miljónum króna, sem er meira en tvöfalt hærra en um síðustu áramót og margfalt hærra en verið hefur á undanförnum árum. „Landsbankinn hefði aldrei liðið slíka fjárhagsstöðu á síðasta kjör- tímabili", sagði Sigurjón Péturs- son borgarráðsmaður í gær. „Ég sé ekki betur en hér sé algerlega látið vaða á súðum og í stað þess að mæta tekjutapi með sparnaði eru bara tekin lán og aftur lán. Ég man ekki til þess að yfirdráttarskuldin hafi nokkru sinni farið hærra en þetta, og á síðasta kjörtímabili var hún yfirleitt í kringum 30 miljón- ir.“ Lánin uppá 114miljónirskiptust þannig að 83.6 er vörukaupalán í þýskum mörkum, 25.6 er lán vegna kaupa á Viðey og önnur lán, aðal- lega vegna SVR, nema 5.6. miljón- um. í nýrri greiðsluáætlun sem gilda á til áramóta er reiknað með 80% innheimtuhlutfalli opinberra gjalda. „Á síðasta ári var inn heimtuhlutfallið í sömumánuðum aðeins 73%“ sagði Sigurjón „en hvert prósentustig nemur 11 miljónum í tekjum. Ef inn- heimtan verður svipuð og í fyrra mun fjárhagsstaðan enn versna um a.m.k. miljónir króna til áramóta." Risamarkaður Hagkaupa í Nýja miðbænum Eins og allur Laugavegur Hagkaup hyggst reisa stórmark- að á um 20 þúsund fermetrum, og húsnæði undir sérverslanir á um 10 þús. fermetrum í Nýja miðbænum í Reykjavík. Verslunarrými stór- markaðarins mun verða um 6.600 ferm. sem er um helmingsstækkun miðað við verslun Hagkaupa í Skeifunni. Ef miðað er við Lauga- veg frá Bankastræti að Snorrabraut þá eru þar 90 hús sem verslun er rekin í, samtals að verslunarrými 5400 fermetrar. í fyrirhuguðu sér- vöruverslunarrými Hagkaupa eru 6.800 fermetrar ætlaðir undir versl- unarrými. Smávöruverslanirnar einar í hinum nýja miðbæ eru því rúmlega nýr Laugarvegur, og með stórmarkaðinum er um að ræða rúmlega tvöföldan Laugaveg. Þetta kemur fram í viðtali við for- mann Kaupmannasamtakanna í blaðinu í dag. Forráðamenn Hag- kaupa telja fulla þörf fyrir allt þetta verslunarrými. 3 -ekh Sjá 5 Borgin rekin Hrikaleg fjárhagsstaða -212 milljón króna yfirdráttur - Seðlabankinn beðinn að yfirtaka skuldirnar a lánum „Það er stjórnin sem heimtar stríð með því að fara með ofbeldi að kjörum hvers einasta launa- manns“, sagði Svavar Gestsson í Stapa. Annað kvöld verður hann ásamt Guðmundi J. Guðmunds- syni og Guðrúnu Hclgadóttiir með fund um lýðræðið og Hfskjörin á Hótel Sögu. Ljósm. eik. Svavar Gestsson á fundinum í Stapa: Stjórn Steingríms að efna tíl ófriðar Ræðir baráttuna gegn ríkisstjórninni Súlnasal Hótel Sögu annað kvöld „Það er greinilegt að það hljóta að verða átök framundan“, sagði i Svavar Gestsson formaður Alþýðu- bandalagsins m.a. á fjölmennum fundi í Stapa í fyrrakvöld. „Og hver hefur stofnað til þessara átaka? I Erum það við? Eru það verka- lýðsfélögin sem eru að hefja hér ófrið í landinu af einhverju tagi? Sá sem er að efla til ófriðar á íslandi um þessar mundir er ríkisstjórn . Steingríms Iicrmannssonar. Hún fer með ofbeldi að kjörum hvers einasta launamanns í þessu landi. Það er hún sem er að hcimta stríð.“ í ræðu Svavars kom fram að Al- þýðubandalagið sendi verkalýðs- hreyfinguna hvorki eitt né annað. Innan hennar væri fóik úr öllum flokkum. Spurningin stæði ekki um það hvort Álþýðubandalagið segði aðmenn ættu aðfara íverkföll eða verkalýðshreyfingin segði mönnum að fara í verkföll. Þetta væri spurningin um það hvernig fólk ætlaði að tryggja það með samtakamætti sínum, að það héldi lífvænlegum launum og geti lifað frá degi til dags. Fundir Alþýðubandalagsins undir yfirskriftinni Lýðræðið og lífskjörin, baráttan gegn ríkis- stjórninni, hafa verið fjölsóttir og líflegir. Næsti fundur verður í Súln- asal Hótel Sögu annað kvöld, og eru þar frummælendur auk Svavars alþingismennirnir Guðmundur J. Guðmundsson og Guðrún Helga- dóttir. _ ekh Sjá 8. Bílakaupamál Stcingríms forsætisráðherra cnn ísviðsljósinu. Hvernig keypti hann Blazerinn 1979?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.