Þjóðviljinn - 05.10.1983, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 5, qktóbec J?S3. yWQÐYyjINN -r JSÍf>A 15. .
RUV®
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Morgun-
þáttur. 7.25 Leikfimi.
8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir.
Morgunorð - Erlingur Loftsson talar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna: „Leitin að
vagnhjóli" eftir Mindert DeJong Guðrún
Jónsdóttir les þýðingu sína (4).
9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Forustugr.
dagbl. (útdr.).
10.35 íslenskir einsöngvarar og kórar
syngja
11.00 „Furðufugl", smásaga eftir Hugrúnu
skáldkonu Höfundur les.
11.30 Dægurflugur
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynning-
ar. Tónleikar.
13.30 íslensk dægurlög
14.00 „Katrín frá Bóra“ eftir Clöru S.
Schreiber Benedikt Arnkelsson þýddi.
Helgi Elíasson les (5).
14.30 Miðdegistónleikar André Pepin, Ray-
mond Leppard og Claude Viala leika Svítu í
g-moll fyrir flautu, sembal og selló.
14.45 Popphólfið - Pétur Steinn Guðmunds-
son.
15.30 Tilkynningar. Tónleíkar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir.
16.20 Síðdegistónleikar Fíladelfíuhljóm-
sveitin leikur Sinfóníu nr. 2 í e-moll eftir
Serge Rakhmaninoff. Eugen Ormandy stj.
17.10 Síðdegisvakan
18.00 Snerting Þáttur um málefni blindra og
sjónskertra í umsjá Arnþórs og Gísla Helg-'
asona.
18.10 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.50 Við stokkinn Heiðdís Norðfjörð heldur
áfram að segja börnunum sögu fyrir svefn-
inn. (RÚVAK).
20.00 Ungir pennar Stjórnandi: Hildur Her-
móðsdóttir.
20.10 Sagan: „Drengirnir frá Gjögri" etir
Bergþóru Pálsdóttur Jón Gunnarsson les
(10).
20.40 Friðarráðstefnan í Haag 1899 „Striðs-
bumban barín" eftir Barböru W. Tucham.
Bergsteinn Jónsson les þýðingu Óla Her-
manssonar (3).
21.05 Einsöngur Christa Ludwig syngur lög
eftir Franz Schubert. Irwin Cage leikur á
píanó.
21.40 Útvarpssagan: „Hlutskipti manns“
eftir André Malraux Thor Vilhjálmsson
byrjar lestur þýðingar sinnar.
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgun-
dagsins. Orð kvöldsins.
22.35 íþróttaþáttur Hermanns Gunnars-
sonar.
22.06 „Samlyndi baðvörðurinn“, Ijóð eftir
Magnús Gestsson. Höfundur les.
23.15 íslensk tónlist Sinfóníuhljómsveit ís-
lands leikur. Páll P. Pálsson stj. a. Hátíðar-
mars eftir Árna Björnsson. b. Kansóna og
vals eftir Helga Pálsson. c. Lög úr „Pilti og
stúlku" eftir Emil Thoroddsen.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
RUV
18.00 Söguhornið Umsjónarmaður Guðbjörg
Þórisdóttir. Sögumaður Kristjana Guð-
mundsdóttir.
18.05 Amma og átta krakkar 7. þáttur. Norsk-
ur framhaldsmyndafiokkur gerður eftir barn-
abókum Anne Cath. Vestly. Þýðandi Jó-
hanna Jóhannsdóttir. (Nordvision - Norska
sjónvarpið).
18.25 Rauði refurinn Bresk dýralífsmynd um
villta refinn í Bretlandi og lifnaðarhætti hans.
Þýðandi Jón 0. Edwald. Þulur Guðni Kol-
beinsson.
19.50 Hlé
19.45 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.35 Dagur í dýragarðinum Bresk heimild-
armynd um dagleg störf í dýragarðinum i
Lundúnum þar sem starfsmenn hafa í mörg
horn að líta við umhirðu hinna ýmsu dýrat-
egunda. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir.
21.45 Dallas Fyrsti þáttur af 26 í nýrri syrpu
I bandaríska framhaldsmyndaflokksins um
I Ewingfjölskylduna í Texas.
22.35 Dagskrárlok.
Tikkanen
Bara að ég hefði fengið að vera
ung á þeim tímum þegar maður
elskaði karlmenn.
frá lesendum
- -jV7±. SflMV M
Herhreiðrið við Eystra-Horn.
Tvær stefnur
Glúmur Hólmgeirsson skrifar:
Tvær stefnur eru uppi í hermál-
um, sem eru hreinar andstæöur,
og ræðst framtíð þjóðarinnar af
því hvor stefnan verður valin:
friður eða ófriður.
Annarsvegar eru þeir, sem
vilja hafa hér öflugan, útlendan
her og hervirki.um allt land, hins-
vegar eru þeir, sem vilja engan
her né hervirki, það eitt geti orð-
ið okkur vörn gegn vopnaðri
árás. Vel má það vera rétt, eins
og hervinir segja, að landið hljóti
að verða hersetið í stærri styrjöld,
sérstaklega milli Evrópu og Am-
eríku. En það er grundvallar-
munur á því, þegar þar að kærni,
hvort hér er her og herstöðvar unt
land allt, eins og nú er stefnt að,
eða algerlega herstöðvalaust. Ef
til ófriðar kemur hlýtur andstæð-
ingur þess, sem hér reisir og á
herstöðvar, að ráðast á þær og ef
hann gerði það með þessum ný-
móðins gælitækjum nútíma
morðingja og brjálæðinga og
sprengdi upp allar hergildrurnar,
sem vitanlega koma engum vörn-
unr við, þá mun þjóðin fá þefinn
af réttunum, sérstaklega ef her-
hreiðrunum hefur verið dreift urn
allt land.
Sé hinsvegar enginn her eða
herhreiður hér, er engin ástæða
til þess að fara með ófriði, heldur
svipað og 1940, er Bretar komu.
Hvað eftir það skeður geta
hvorki hersinnar né hersandstæð-
ingar sagt um, en frá því hefði
verið forðað, að þjóðinni yrði
allri slátrað þegar í upphafi átak-
anna. Væri því ekki tilvinnandi
að losna við herstöðvar, sem
aldrei voru reistar okkur til varn-
ar og gátu aldrei annað en kallað
á árás? Hvort kýs þjóðin? Her-
leiðin er fljótvirkari, tekur fljótt
af og engin vörn til, það sýndi
Hírósíma. Og síðan hafa orðið
mikiar „framfarir" í þessum göf-
uga iðnaði.
Verndaður vinnustaður
í Vestmannaeyjum
Magnús Jónsson
frá Hafnarnesi skrifar:
Nú er langþráður draunrur
minn og fleiri öryrkja um vernd-
aðan vinnustað hér í
Vestmannaeyjum að rætast. Með
og upp úr áramótunum fer þessi
vinnustaður að taka til starfa.
Fyrst með kertasteypu, sem getur
veitt 20 öryrkjum létta vinnu. Nú
er verið að auglýsa eftir fram-
kvæmdastjóra. Mun nú léttast
brúnin á mörgum, sem ekki gátu
boðið sig út á hinn almenna
vinnumarkað, fisk og aftur fisk.
Vinnan hér í Vestmannaeyjum
hefur verið nokkuð einhæf. Hún
hefur snúist um fiskinn og er oft
unnið fram á rauðar nætur. Nú er
ég ekki að vonskast út í þann
gula, blessaðan. Það þarf að
vinna við hann svo dýrmætur sem
hann er fyrir þjóðarbúið. En
þetta er þreytandi vinna, langar
stöður fyrir þá, sem eru búnir að
jaska sér út bæði á sjó og landi.
Bónusinn er bölvaldur í þessu.
Hann eykur keppni, sem gerir
ekki annað en eyðileggja
heilsuna og er frekar til fram-
dráttar fyrir vinnuveitandann en
launþegann. En nóg um það.
Ég vona að það verði ekki virt
mér til fordildar þótt ég minni á,
að hugmyndina um verndaðan
vinnustað setti ég fram, að ég
hygg fyrstur manna hér, í
greininni Ónotað vinnuafl, sem
birtist í Dagskrá. En sjálfsagt eru
margir búnir að gleyma þeirri
grein.
Útvarp kl. 23,15
Islensk
tónlist
Rétt þykir að minna á að í út-
varpinu í kvöld flytur Sinfóníu-
hljómsveitin íslenska tónlist,
undir stjórn Páls P. Pálssonar.
Verkin, sem hljómsveitin flytur
að þessu sinni eru: Hátíðarmars,
eftir Árna Björnsson, Kansóna
og vals eftir Helga Pálsson og
loks lög, sem Emil Thoroddsen
samdi við ljóð í hinni vinsælu
skáldsögu afa síns, Jóns sýslu-
manns Thoroddsens, Pilti og
stúlku. _ mhg.
Páll P. Pálsson.
skák
Karpov að tafli 7 210
Með því að sigra Hollendinginn
Jan Timman í 11. umferð stórmót-
sins í Montreal náði Karpov 1/2 vinn-
ings forskoti á næsta mann, landa
sinn Mikhael Tal. Eins og mótið
hafði þróast virtist fátt geta komið í
veg fyrir sigur Karpovs sem hafði
teflt eins og sönnum
heimsmeistara sæmdi:
abcdefgh
Timman - Karpov
15. ... Rxh2!
16. c5
(Ekki 16. Kxh2 Dh4+ 17. Kg1 Bxg3
18. fxg3 Dxg3+ 19. Kh1 He4 og
svartur vinnur).
16. ... Rxf1
17. cxd6 Rxg3!
18. fxg3 Dxd6
- Svartur hefur náð að rífa kóngs-
stöðu hvíts upp og honum varð ekki
skotaskuld úr því að innbyrða vinn-
inginn: 19. Kf2 Dh6 20. Bd4 Dh2+
21. Ke1 Dxg3+ 22. Kd2 Dg2 23.
Rb2 Ba6 24. Rd3 Bxd3 25. Kxd3
Hbd8 26. Bf1 De4+ 27. Kc3 c5 28.
Bxc5 Dc6 29. Kb3 Hb8+ 30. Ka3
He5 31. Bb4 Db6 - og hvítur gafst
upp.
bridge
Sumt kostar ekkert í bridge, en
getur þó gefið mikið í aðra hönd.
Lítum á örlagaríkt dæmi:
3
G753
G752
ÁK64
AD974
K942
D953
G1065
D108
D108
G87
K82
Á6
ÁK9643
102
Spilið kom fyrir í sveitakeppni.
Báðir Suðurspilararnir opnuðu á 1
tígli, spaði frá Vestri og dobl frá
Norðri og báðir Suðurspilararnir
enduðu í 3 gröndum. Á öðru borð-
inu kom spaði út, drepið á kóng og
tígulás lagður niður. Þá var það
búið, einn niður.
Á hinu borðinu kom út lítið hjarta,
drepið á ás, lítið lauf upp á ás og
tígulgosa spilað. Austur lagði drott-
ninguna á, og eftir leikurinn var
auðveldur. Drepið og inn í borð á
iaufakóng og tíglinum svínað,
þannig að sagnhafi fékk sína 9
slagi.
Með því að fara inn í borð á laufið
og spila út tígulgosa, eykur sagn-
hafi líkur sínar um 10%, ef Austur
skyldi eiga drottninguna. Nú, ef það
kemur lítið frá Austri, stingur sagn-
hafi að sjálfsögðu upp tígulás og
spilið fer marga niður (hjarta út).
Svona „duló“ spilamennska hef-
urgefið margan púnktinn til sóknar-
innar, frá upphafi vega í bridge.
Pennavinir
Óska eftir pennavinum á aldrinum
16-60 ára, að báðum kynjum.
Margvísleg áhugamál.
Karl Þorsteinsson,
Pósthólf 7002 - Reykjavfk.
Gætum
tungunnar
Sagt var: Hann kemur ekki, alla-
vega ekki í dag.
Rétt væri: ... að minnsta kosti
ekki í dag.
Eða: ... alltjent ekki í dag.
(Ath.: alla vega merkir: á allan hátt,
með ýmsu móti).
Sagt var: Arabar og Israelsmenn
eigast illt við, en friður væri í beggja
þágu.
Rétt væri: ... en friður væri í þágu
hvorratveggju, eða hvorum-
tveggju til góðs.
(Ath.: báðir er sagt um tvo, en
hvorirtveggja um tvenna).