Þjóðviljinn - 05.10.1983, Blaðsíða 14
14 SÍÐÁ ÞJÓÐVILJINN Mitfvikudagur'S.’óktobe'r 1983
Ályktun Sjálfsbjargar á Akureyri:
Mótmælir árás
á kjör öryrkja
Aðalfundur Sjálfsbjargar á Ak-
ureyri, haldinn fimmtudaginn 22.
sept. 1983, mótmælir harðlega
þeirri árás á kjör öryrkja, sem gerð
er með setningu bráðabirgðalaga
núverandi ríkisstjórnar frá 27. maí
1983, þar sem vísitölubætur sem
áttu að vera hinn 1. júní 22% eru
lækkaðar í 10.7%, á örorku- og
tekjutryggingu, auk þess sem vísi-
talan er svo tekin úr sambandi það
sem eftir er ársins og aðeins leyfð
4% hækkun hinn 1. október.
Á sama tíma og lífeyrir er þannig
stórskertur, virðist ríkisstjórnin
hafa sleppt öllu verðlagi lausu, og
hefur það hækkað milli 50 og 60%
frá 1. febrúar, og hafa opinberar
stofnanir ekki verið neinir eftir-
bátar í hækkunarskriðunni, því sú
þjónusta hefur hækkað um og yfir
50%.
Óskertur lífeyrir öryrkja (örork-
ulífeyrir + tekjutrygging) var hinn
31. maí kr. 6.095.- og hækkaði um
10.7% eða í kr. 6.747.-. Pað hlýtur
öllum að vera ljóst að enginn dreg-
ur fram lífið á slíkum tekjum í dag,
þær duga alls ekki fyrir nauðþurft-
um, sérstaklega þegar það er haft í
huga að fjöldi öryrkja á sáralítinn
eða engan rétt á greiðslum úr líf-
eyrissjóðum og að í reglugerð 351/
’77 við 19. gr. almannatrygginga-
laga er mjög óréttlátt skerðingar-
ákvæði á tekjutryggingu, vegna
tekna maka.
Bráðabirgðalög ríkisstjórnar-
innar eru óréttlát og ódrengileg,
þar sem skerðingin nær jafnt til
nauðþurftartekna sem umfram-
tekna. Því hvað segja þessi 2.7%
kr. 165.-, sem örorkulífeyrir var
hækkaður um umfram hin al-
mennu 8%, þegar á móti kemur öll
verðhækkunarskriðan? Nei, við
krefjumst þess að lögin verði af-
numin hvað varðar nauðþurftar-
framfærslu og staðið verði við það
að vernda hag þeirra sem við lökust
kjör búa.
Þá skorar aðalfundur Sjálfs-
bjargar á Akureyri á öll öryrkjafé-
lög að láta til sín heyra og mótmæla
þeirri árás á kjör öryrkja sem í
bráðabirgðaiögum ríkisstjórnar-
innar felast, því þess er vart að
vænta að aðrir mótmæli fyrir þá, ef
þeir sýna ekki tilburði til þess sjálf-
ir.
Kvenréttindafélag íslands
Efni um jafnréttí
vantar á bókasöfn
Kvenréttindafélag íslands hélt
fund laugardaginn 1. október sl.
með formönnum aðildarfélaga
sinna, sem eru samtals 43 og dreifð
um allt landið.
Á fundinum sem um 30 manna
sóttu flutti Elín Pálsdóttir Flyger-
ing framkvæmdastjóri Jafnréttis-
ráðs erindi um stöðuna í
jafnréttismálinu, lög, reglugerðir
ofl. Erna Indriðadóttir fréttamað-
ur fjallaði um kvennabaráttuna og
fjölmiðla og Kristín H. Tryggva-
dóttir talaði um kvennabaráttu og
launþegahreyfinguna. Að loknum
erindum voru fyrirspurnir og um-
ræður. í hádegishléi las Sigrún Val-
bergsdóttir leikar úr fyrstu bók
Stefaníu Þorgrímsdóttur sem kem-
ur út hjá Iðunni á næstunni og Sig-
rún Eðvaldsdóttir lék á fiðlu.
Á fundinum var samþykkt
áskorun til menntamálaráðuneyt-
isins þess efnis að í bókasöfnum og
skólabókasöfnum verði efni er
snertir jafnréttismál og réttinda-
baráttu kvenna á sérstökum að-
gengilegum stöðum. Ennfremur
var samþykkt að KRFÍ efni til
fundar með þeim konum er starfa
sem fréttamenn á fjölmiðlum.
erlendar bækur
Jane Austin: The Penguin Comp-
lete Novels of Jane Austin. Penguin
Books 1983.
Graham Greene: Monsignor Qu-
ixote. Penguin Books 1983.
Þeir sem töluðu fremur niðrandi
um „kerlinga-bókmenntir" hér um
árið ættu að tala varlega þegar
Jane Austin birtist ásviðinu. Ymsir
bestu höfundar Englendinga á 19.
öld voru konur og meðal þeirra var
Jane Austin. Hún lifði yfirlætis-
lausu lífi alla sína tíð og var ein
þeirra „sem fordildarlaust deyja“.
Humor og innsæi voru aðal henn-
ar, mórallinn gegnir lykilhlutverki í
skáldsögunum og það var alltaf
stutt í komedíuna. Þessvegna er
hún lesin af ánægju enn þann dag í
dag af þeim sem ennþá halda fullri
meðvitund og skoppa ekki eins og
soðbollar eftir lækjum og fljótum
tilverunnar í leitaðstöðugriafþrey-
ingu á markaðstorgum trúðanna.
Á þessum 1336 blaðsíðum eru allar
þessar ágætu skáldsögur, sem
Austin setti saman beggja megin
við aldamótin 1800.
„Ekkert er gott eða vont, en um-
hugsunin móta það svo“. Eftir
þessu fer frásögn Greenes af þeim
svarabræðrum, kaþólskum presti
og fyrrverandi kommúnista-
borgarstjóra. Séra Ouixote er
gerður að monsignor af biskupi
nokkrum, sem er á ferðalagi í sókn
séra Quixote og nýtur gestrisni
hans. Síðan æxlast málin svo að
Zancas fyrrverandi borgarstjóri,
sem Ouixote nefnir Sancho eftir
skjaldsveini riddarans gamla, og
presturinn hefja ferð sína um Spán
eins og forfaðir prestsins gerði á
sínum tíma og frægt er úr bókum.
Þeir félagar birgja sig upp með
landvín og góða osta auk brauðs og
svo er haldið af stað í Rociante,
sem er bíll prestsins, nefndur eftir
hesti riddarans fræga. Ferðin
gengur hægt, víða stoppað og hinir
og aðrir atburðir gerast, sem minna
á atburðarásina í bók Servantes.
Presturinn og kommúnistinn ræða
um pólitík og trúmál, þeir lenda
auðvitað í brösum við lögregluna
og ýmsa fleiri aðila. Og þeir drekka
rauðvínið og borða ostinn, sem á
sér fáa líka. Marxismi og kristin-
dómur eru nærtæk umræðuefni og
niðurstöður beggja eru efinn og
trúin. Borgarstjórinn fyrrverandi
er afneitari, en afneitararnir eru
sumir hverjir kristnari en margur
munnkristinn.
í lokin slasast Quixote í skothríð
lögreglubjána fyrir utan klaustur,
þar sem þeim félögum er búin gist-
ing. Sagan endar með því að borg-
arstjórinn gengur til altaris hjá
dauðsjúkum félaga sínum, Quix-
ote.
leikhús • kvikmyndahús
^ÞJÓÐLEIKHÚSIfl
Skvaldur
7. sýn. í kvöld kl. 20.
Rauö aðgangskort gilda.
8. sýn. föstudag kl. 20
laugardag kl. 20
sunnudag kl. 20.
Litla sviðii
Lokaæfing
Frumsýning fimmtudag kl. 20.30.
Uppselt.
2. sýning sunnudag kl. 20.30.
Miðasala 13.15-20 sími 11200.
LEIKFELAG '
REYK)AVlKUR
Hart í bak
í kvöld kl. 20.30
laugardag kl. 20.30
Guðrún
föstudag kl. 20.30
Úr lífi
ánamaðkanna
sunnudag kl. 20.30
Fíar sýningar eftir.
Miðasala í Iðnó kl. 14-20.30 sími
16620.
KTiimfvrA
l+IKHIJSIH
Bond
í þýðingu og leikstjórn Hávars Sig-
urjónssonar.
Fimmtudag 6. okt. kl. 20.30.
Siiasta sýning.
Af hverju láta
börnin svona
Dagskrá úr verkum atómskáld-
anna.
Handrit og leikstjórn Anton Helgi
Jónsson og Hlín Agnarsdóttir.
Frumsýning 14. október.
TURBÆJA
Sími11384
Leyndardómur-
inn
Hörkuspennandi og leyndardóms-
full, ný, bandarísk kvikmynd I litum
og Panavision, byggðásamnefnd-
ri sögu ettir Robin Cook. Myndin er
tekin og sýnd í Dolby-Stereo. Að-
alhlutv.: Lesley-Anne Down,
Frank Langella, John Gielgud.
Islenskur texti
Bönnuð innan 12 ára.
Sýndkl. 5, 7.10, 9.10 og 11.15.
Llf og fjör á vertið í Eyjum með
grenjandi bónusvíkingum, fyrrver-
andi fegurðardrottningum, skip-
stjóranum dulræna, Júlla húsverði,
Lunda verkstjóra, Sigurði mæjón-
es og Westurislendingunum John
Reagan - frænda Ronalds. NÝTT
LÍF! VANIR MENN!
Aðalhlutverk: Eggerl Þorleifsson
og Karl Ágúst Úlfsson
Kvikmyndataka: Ari Kristinsson
Framleiðandi: Jón Hermannsson
Handrit og stjórn: Þráinn Bertels-
son.
Sýnd laugardag og mánudag kl. 5,
7 og 9.
Sýnd sunnudag kl. 3, 5, 7 og 9.
Poltergeist.
Frumsýnum þessa heimsfrægu
mynd frá M.G.M. i Dolby Stereo
og Panavision. Framleiðandinn
Steven Spielberg (E.T., Leitin að
týndu Orkinni, Ókindin og fl.)
segir okkur i þessari mynd aðeins
litla og hugljúfa draugasögu. Eng-
inn mun horfa á sjónvarpið með
sömu augum eftir að hafa séð
þessa mynd.
Sýnd kl. 11.
Bönnuð innan 16 ára. Hækkað
verð.
SIMI: 1 89 36
Gandhi
Islenskur texti.
Heimsfræg ensk verðlaunakvik-
mynd sem farið hefur sigurför um
allan heim og hlotið verðskuldaða
athygli. Kvikmynd þessi hlaut átta
Óskarsverðlaun i apríl sl. Leikstjóri
Richard Attenborough. Aðalhlut-
verk Ben Kingsley, Candice Berg-
en, lan Charleson o.fl.
Sýnd kl. 5 og 9.
Sýningum fer fækkandi.
_______Salur B_______
Tootsy
Sýnd kl. 9.05
Hetjur fjallanna .
Spennandi amerísk úvalsmynd í
litum með Charlton Heston.
Endursýnd kl. 5 og 7.05.
Bönnuð börnum innan 16 ára.
SÍMI: 2 21 40
Ránið
á týndu örkinni
Endursýnum þessa afbragðsgóðu
kvikmynd sem hlaut 5 óskarsverð-
laun 1982.
Leikstjóri: Steven Spielberg.
Aðalhlutverk: Harrison Ford og
Karen Allen.
Sýnd kl. 5, 7.15 og 9.30.
Dolby Stereo.
Veist
þú hverju
það getur
forðað
ÉT
uM{ FERÐAR
Q 19 OOO
Leigumorðing-
inn
inmyno, um narosviraoan náunga
sem ekki lætur segja sór fyrir verk-
um, með Jean-Paul Belmondo,
Robert Hossein og Jean Desa-
illy.
Leikstjóri: Georges Lautner.
Islenskur texti.
Bönnuð innan 16 ára.
Sýndkl. 3, 5, 7,9 og 11.15.
ie$$
Þreföld Oskarsverðlaunamynd.
Siðustu sýningar.
Sýnd kl. 9.05
Átökin um
auðhringinn
Afar spennandi og viðburðarík
bandarísk litmynd með: Audrey
Hepburn, Ben Gazzara, James
Mason. Leikstjóri: Terence Yo-
ung.
Islenskur texti.
Bönnuð innan 14 ára.
Sýnd kl. 3.05, 5.05 og 7.05.
Beastmaster
Stórkostleg ný bandarísk ævin-
týramynd, spennandi og skemmti-
leg, um kappann Dar, sem hafði
náið samband við dýrin og naut
hjálpar þeirra í baráttu við óvini
sina.
Marc Singer - Tanya Roberts -
Rip Torn.
Leikstjóri: Don Coscarelli.
Myndin er gerð í Dolby stereo.
Islenskur texti
Bönnuðinnan 12 ára
Sýnd kl. 3, 5, 9 og 11.15.
Annardans
Skemmtileg, Ijóðræn og falleg ný
sænsk-íslensk kvikmynd, um
ævintýralegt ferðalag tveggja
kvenna.
Myndin þykir afar vel gerð og hefui
hlotið frábæra dóma og aðsókn
Svíþjóð.
Aðalhlutverk: Kim Anderson -
Lisa Hugoson - Sigurður Sigur-
jónsson - Tommy Johnson.
Leikstjóri: Lárus Ýmir Oskars
»on. sýnd kl. 7.10
Siðasta sinn.
Vein á vein ofan
Spennandi og hrollvekjandi
bandarísk litmynd, um brjálaðan
vísindamann, með Vincent Price,
Christopher Lee, Peter Cushing.
Islenskur texti.
Bönnuð innan 16 ára.
Endursýnd kl. 3.15, 5.15, 7.15,
9.15 og 11.15.
Simi 78900
Salur 1
Upp með fjörið
(Sneakers)
Leikstjóri: Daryl Duke
Sýnd kl. 5, 7, 9og 11.
Salur 2
Laumuspil
(They all laughed)
% "r0 .
Peter Bogdanovich.
Sýnd kl. 5-7,05-9,05 og 11,10.
Salur 3
Get Crazy
Sýnd kl. 5, 7, 9og 11.
Hækkað verð
Myndin er tekin i Dolby Sterio og
sýnd í 4ra rása Starscope sterio.
.Salur 4
Utangarös-
drengir
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
LAUGARi
E“
The Thing
Sýnd kl. 5, 7.30 og 10.
Bönnuð innan 16 ára.
Hækkað verð.
TÓNABÍÓ
SÍMI: 3 11 82
Svarti folinn
(The Black Stallion)
Stórkostleg mynd framleidd al Fra-
ncis Ford Coppola gerð eftir bók
sem komið hefur út á fslénsku
undir nafninu „Kolskeggur".
Erlendir blaðadómar:
***** (fimm stjörnur)
Einfaldlega þrumugóð saga, sögð
með slíkri spennu, að það sindrar
af henni.
B.T. Kaupmannahöfn.
Óslitin skemmtun sem býreinnig
yfir stemningu töfrandi ævintýris.
Jyllands Posten Danmörk.
Hver einstakur myndrammi er
snilldarverk.
Fred Yager AP.
Kvikmyndasigur. Það er fengur
að þessari haustmynd.
Information Kaupmannahöfn
Aðalhlutverk: Kelly Reno, Mickey
Rooney og Terri Garr.
Sýnd kl. 5, 7.20 og 9.30.