Þjóðviljinn - 05.10.1983, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 05.10.1983, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 5. október 1983 Þjónustu- ferð fyrir málm- iðnaðinn Tveir sérfræðingar AS ESAB, eins stærsta framleiðenda á út- búnaði til rafsuðu í Evrópu eru nú í kynningarferð um landið. Fyrirtækið hefur um áralangt skeið efnt tii siíkra kynningar- ferða í samvinnu við umboðsað- ilann hér á landi, Héðinn hf. Tveir sérfræðingar, annar ís- lenskur hinn danskur hafa farið reglulega og heimsótt fyrirtæki í málmiðnaði, bæði stór og smá. Þar leiðbeina þeir við notkun tækja, kynna nýjungar og skýra lausnir á þeim vandamálum sem upp koma í málmsuðuverkum. Málmiðnaðarmönnum er mikið í mun að eiga sem bestan aðgang að yfirgripsmikiili þekkingu á rafsuðu og öllu sem að henni lýtur. Því hafa þessar heimsóknir þótt mjög gagniegar. Jafnframt gefur ESAB út blað- ið Svejs, sem fjallar eingöngu um málmiðnað. A þessu ári hafa komið út tvær sérútgáfur á ís- lensku með íslensku efni. Allar frekari upplýsingar veitir Gísli Jóhannsson framkvæmda- stjóri í Héðni, sími 24260. Snorri Hjartar á fœreysku Út er komin hjá bókarfor- laginu Orð og lóg í Færeyjum þýðing Martins Næs á ljóðabók- inni Hauströkkrið yfir mér eftir Snorra Hjartarson. Á færeysku heitir bókin Heystmyrkrið yvir mær og er gefin út með styrk frá Norðurlandaráði fyrir þessa bók árið 1981. Erfiðara er en ætla má að flytja ljóð milli svo skyldra mála sem íslensku og færeysku, en óhætt er að fullyrða að Martin Næs hefur unnið starf sitt af næmi og vand- virkni. Bókin er 74 bls., prentuð hjá Einars Prent í Þórhöfn. Hún er til sölu hjá Bókabúð Máls og menn- ingar. Reykjanessvœðið Sigrún Edda Björnsdóttir og Edda Þórarinsdóttir í Lokaæfingu. Frumsýning á Lokaæfingu Hænsnaræktin blómstrar Við höfum nú athugað búfjár- tölu, heyfeng og uppskeru garð- ávaxta í kaupstöðumog sýslumá Reykjanessvæðinu árin 1981 og 1982, hverju byggðarlagi fyrir sig. En hvar verður útkoman þeg- ar litið er á svæðið í heild? Við skulum líta nánar á það. Árið 1981 voru þar 1076 nautgripir. Árið 1982 voru þeir 1115 og hafði þannig fjölgað um 39. Sauðkindur á svæðinu voru 12.034 1981, 10.799 1982, fækk- unin nemur 1235 kindum. Árið 1981 voru hrossin 6125 en árið 1982 6361 og fjölgar þeim um 236. Svínin voru 515 1981, 531 1982, óveruleg viðbót, 16 hausar. En þó að hrossum fjölgi töluvert eins og að ofan segir, slær þó gróskan í hænsnastofninum öllu við. Árið 1981 voru hænsnin á Reykjanessvæðinu 124.649 en ári síðar voru þau orðin 140.586 og fjölgar hvorki meira né minna en um 15.937. Er það myndarlegt stökk á einu ári, en vonandi þó ekki heljarstökk, í neikvæðri merkingu þess orðs. Þurrheyið var 67.906 rúmm. 1981 en 70.193 rúmm. 1982. Vot- heysgerði óx einnig. Hún var 2204 rúmm. 1981 en 2506 rúmm. 1982. Kartöfluuppskeran minnkar aftur á móti. Hún var 5717 hektókg. 1981 en fór niður í 4451 hektókg.Heitamá aðrófna- uppskeran standi í stað. Hún var 87 hektókg. 1981 2n 84 hektókg. 1982. Vaxtarbroddurinn í búfjár- eign á Reykjanessvæðinu eru því hrossin og þó alveg sérstaklega hænsnin. -mhg ,,Lokaæfing“ eftir Svövu Jakobs- dóttur verður frumsýnd í Þjóðleikhúsinu annaðkvöld. Það hvílir leynd yfir efni þessa nýja íslenska verks, og hinir forvitnu verða að lcggja leið sína á Litla sviðið á næstunni ætli þeir að grafast fyrir um hið sanna. „Um efni leiksins er rétt að segja sem minnst“, segir ífrétt frá Þjóðleikhúsinu „en í sem stystu máli má segja að Lokaæfing fjalli um ung og vel stæð hjón í Reykja- vík og mjög ákveðnar og óvenju- legar áætlanir fyrir óvissa fram- tíð. Atburðarás leiksins snýst um það að þau eru að sannprófa áætl- un sína til að komast að því hvort allt stenst. Það er semsagt loka- æfing". Þá vitum við það. Þjóðleikhúsið hefur þegar sýnt . þetta verk tvisvar sinnum í Fær- ! eyjum og hlaut sýningin afar | lofsamlega dóma og þótti mikill . leikiistarviðburður. Leikstjóri er j Bríet Héðinsdóttir, ieikmynd og j búninga gerir Birgir Engilberts, j en Ásmundur Karlsson annast i lýsinguna. Edda Þórarinsdóttir, j Sigurður Karlsson og Sigrún ■ Edda Bjömsdóttir fara með hlut- - j verkin í Lokaæfingu. Frumsýning verður annað- f kvöld, önnur sýning sunnudags- j kvöldið 9. október og þriðja sýn- ing þriðjudagskvöldið 11. októ- ber. Sýningar á Litla sviðinu hefj- ast kl. 20.30. Jafnvægi óttans Jafnvægi óttans heitir þessi mynd og er höfundur hennar Gottfried Helnwein, listamaður í Vínarborg. Henn sendi myndina í sumar til Reagans, Andropofs, Kohls, kanslara Vestur- Þýskalands og Honeckers, leið- toga Austur-Þýskalands, með svofelldum orðum: „Ég gerði þessa mynd til að lýsa þeirri stöðu sem við mennirnir nú erum í. Reynið að muna eftir okkur þeg- ar þið sitjið við samningaborð..." Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis Opnar nýtt útibú Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis opnaði sitt fyrsta útibú á fimmtudaginn, Sparisjóðurinn Seltjarnarnesi að Austurströnd 3 þar í bæ. Verður útibúið opið á venjulegum afgreiðslutíma og veitir alla almenna þjónustu á borð við útibú annarra innlánsstofnana. Sparisjcðui Reykjavíkur og nágrennis var stofnaður á árinu 1932 fyrir forgöngu iðnaðar- manna. Meginverkefni sjóðsins hefur alla tíð verið að lána fé til einstaklinga vegna íbúðabygg- inga, íbúðakaupa eða til viðhalds og endurbóta á íbúðum. Á síðari Starfsmenn hins nýja útibús ásamt yfirstjórn Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis. -Ljósm. Magnús. árum hefur starfsemi sjóðsins aukist mjög að umsvifum í þá átt, sem gerist almennt hjá viðskipta- bönkum. Engu að síður er það meginverkefni sparisjóðsins að ávaxta sparifé einstaklinga og veita framar öðru heimilunum fyrirgreiðslu. Láta mun nærri að á 50 ára starfsferli sínum hafi Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis veitt u.þ.b. helmingi íbúðaeigenda á starfssvæði sínu veðlán, þar á o:an bætast mörg þúsund skammtímalán. Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis hefur pví átt drjúgan þátt í uppbygg- ingu húsnæðis og atvinnulífs í höfuðborginni og nágranna- byggðum hennar. Með útibúinu að Austurströnd 3, Seltjarnarnesi, vill sparisjóð- urinn bæta og auka þjónustu sína við íbúana í Seltjarnarnes- kaupstað og vesturhluta Reykja- víkur. í útibúinu munu starfa fjórir menn, en útibússtióri hefur verið ráðinn Baldvin Omar Magnús- son.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.