Þjóðviljinn - 05.10.1983, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 05.10.1983, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 5- uktdber.1983' PJÓÐVILJINN .- SÍPA U íþróttir Víðir Sigurðsson Málsvörn ÍBV Opið bréf til StjórnarKnattspyrn- usambands íslands frá íþrótta- bandalagi Vestmannaeyja. Iþróttabandalag Vestmanna- eyja krefst þessaf Knattspyrnu1- sambandi íslands að úrskurður - aganefndar KSl,kveðinn upphinn 27. september 1983, verði ógiltur þar sem hann er efnislega rangur. Samkvæmt 2. málsgrein 2. gr. starfsreglna aganefndar er heim- ild til að kalla nefndina saman og kveða upp nýjan úrskurð. Er þess hér með óskað að svo verði gert og forráðamönnum gefinn kostur á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri með munnlegum og/eða skriflegum málflutningi áður en nýr úrskurður verður kveðinn upp. (Hér er vísað í lögfræðilega álitsgerð sem fylgir bréfinu). Málsaðstæður ÍBV eru eftir- farandi: 1. 6. grein 8. töluliður starfs- reglna aganefndar hljóðar þann- ig: „Ef félag notar vísvitandi leik- mann í leikbanni, skal því vísað úr keppni. Jafnframt skal það sæta sekt að upphæð kr. 5.000,-“ IBV lét leikmanninn Þórð Hallgrímsson ekki leika gegn Breiðabliki vitandi það að hann var í leikbanni. Þrátt fyrir að skeyti þess efnis hafi verið móttekið í Eyjum af knattspyrnuráðsmanni ÍBV var engum ljóst að Þórður hefði feng- ið þriggja leikja bann. Má í því sambandi benda á að mörg sam- verkandi atvik urðu þess vald- andi að forráðamenn ÍBV stóðu í þeirri saklausu trú að Þórður hefði aðeins fengið leikbann í einn leik. Við viljum þar nefna blaðafregnir í DV og innskot fréttamanns í lýsingu á leik Vals og ÍBV sem staðfestingu á því að fleiri hafi staðið í sömu trú, og af jafn óskiljanlegum ástæðum. Einfaldast er þó að vísa til munn- legs málflutnings Jóhanns Ólafs- sonar sem móttók skeytið, en hann er stjórnarmaður í Knatt- spyrnusambandi íslands og þekktur fyrir samviskusemi og heiðarleika í sínu starfi, enda treystum við fulltrúum í stjórn KSÍ manna best til að dæma þar um. Þá er einnig hægt að vísa til blaðaviðtals við Jóhann, þar með er ljóst að úrskurðarorð aganefn- dar eru ekki á rökum reist. 2. Ákvörðun aganefndar um að taka þetta mál fyrir var tekin í gífurlegu hasti. Ekki var litið nægilega á orsakir málsins og hins mannlega þátt, sem þar kemur við sögu. Leikskýrslan úr leik ÍBV-UBK var komin, á heldur óskemmtilegan hátt, á borð aga- nefndar strax daginn eftir leikinn, þrátt fyrir að það sé í verkahring íþróttabandalags Vestmannaeyja að koma henni til KSÍ. Skýringin er sú, og getur starfsmaður íþróttamiðstöðvar- innar í Vestmannaeyjum staðfest það, að Ingvi Guðmundsson starfsmaður móta- og dómara- nefndar KSÍ tók skýrsluna úr höndum dómara leiksins strax eftir leikinn og flaug með hana til Reykjavíkur samdægurs, algjör- lega án vitundar knattspyrnuráðs ÍBV. Það er augljóst að það er ekki í hans verkahring að taka skýrslur af leikjum 1. deildar heldur að- eins aé taka við þeim frá fram- kvæmdaaðilum, sbr. 6. grein reglugerðar KSÍ um knattspyrnu- mót. Þar kemur einnig skýrt fram að félögin hafi 7 daga frest til að skila leikskýrslum inn til móta- nefndar KSÍ. Síðan er málið keyrt í gegn og úrskurður liggur strax fyrir þriðjudaginn 27. sept- ember sl. eða daginn áður en leikmenn ÍBV áttu að leika mikil- vægan leik í Evrópukeppni UEFA. Enn gleymist hinn mann- legi þáttur. Enginn úr knatt- spyrnuráðinu var staddur á landinu til að verja málið af hendi ÍBV, því allir leikmenn ásamt forráðamönnum þess voru stadd- ir í Austur-Þýskalandi. Samt tekur aganefndin þá á- kvörðun að vísa IBV úr keppni 1. deildar 1983. Óneitanlega er þetta stór ákvörðun fyrir litla nefnd á stuttum tíma. Málsmeð- ferðin er varla verjandi. 3. Starfsreglur aganefndar þurfa mjög endurskoðunar við. Það er einkar furðulegt að aga- nefnd KSÍ sem er í raun og veru ekkert annað en starfsnefnd skipuð af stjórn KSÍ, skuli vera sá hæstiréttur að ekki sé hægt að áfrýja hennar ákvörðunum, sbr. 4. grein starfsreglna hennar, en þar segir: „Urskurði aganefndar verður ekki áfrýjað“. Aganefnd er aðeins skipuð mönnum, sem aðeins starfa eftir reglum en ekki lögum, og þeim geta orðið á mannleg mistök eins og öðrum mönnum, án þess að verða refsað fyrir. Sem dæmi í þessu sambandi nægir að benda á bréf frá títt- nefndri aganefnd til ÍBV, dagsett 4. maí 1983, þar sem hvergi er minnst á í upptalningu, sem ætti þó að vera tæmandi, að Þórður Hallgrímsson hafi refsistig, frá því á síðasta keppnistímabili, þó er Þórður með 10 refsistig í dag, samkvæmt skeyti því er aganefnd sendi ÍBV, og hlýtur eins leiks bann fyrir þessi mistök er nefndin gerir. Samkvæmt okkar vitund hafði Þórður aðeins fengið 6 refsistig í leikjum sumarsins, fyrir gul kort í leikjum ÍBV og Þór, Akureyri (3 refsistig) og ÍA (3 refsistig). Enda kemur þetta fram í viðtali við formann aganefndar í vikublaðinuFréttum 29.09.1983. Hvar skyldi aganefndin hafa grafið upp þau 4 refsistig sem hún segir nú að Þórður Hallgrímsson hafi frá því í fyrra og hvers vegna sáu þeir ekki ástæðu til að nefna þau í áðurnefndu bréfi til okkar? Það skyldi þó ekki vera að hér væru hin mannlegu mistök aftur á ferðinni, en nú hjá þeim er dæma aðra? Reglur aganefndar virðast því miður ekki nógu vandaðar, og því hættulegt að einblína um of á þær, þegar svo mikið liggur við sem nú. Stjórn íþróttabandalags Vest- mannaeyja fer þess á leit við stjórn Knattspyrnusambands fs- lands, að ákvörðun verði ekki tekin í þessu máli nema að því vel athuguðu. Þar má ekki gleymast hinn mannlegi þáttur, né hinn sanni andi íþróttanna. Við teljum það afar ósanngjarnt að lið, sem hef- ur mikið á sig lagt og staðið sig með prýði, sé rekið úr keppni 1. deildar vegna mistaka eins manns er orsakast fyrst og fremst af sam- verkandi óhappaþáttum. Stórar ákvarðanir krefjast tíma og íhug- unar. Augljóst er að hér er ein- hver að hengja einhvem, án þess að gefa sér neinn tíma eða tæki- færi til að kanna sannleikann í þessu tilfelli, hverjum svo sem það er að kenna. Þetta mál hefði horft öðruvísi við ef það hefði komið upp á miðju keppnistíma- bili. Þá hefði ekki verið eins auðvelt að vísa liðinu úr keppni, þar sem ekki er einu orði á það minnst hvert því sé vísað. Með íþróttakveðju og von um drengilega málsmeðferð, f.h. ÍBV, Gísli Magnússon, formaður. /ysá/sfj/?/ a//p 3 ^) KNATTSPYRNUSAMBAND ÍSLANDS ÍPRÓTTAMIOSTÖOIN LAUGAROAI. REYKJAVlK HOX 1011 SlMI 04444 Reykjavik, .4. ma í 1983. 1-B.V. 15o S3mkvaemt bókum Aganefndar K.S.I. er staða leikmanna 145 íélagsins, sem hér segir : 14o Na in : Refsistlg. 135 Guðmundur Marísson 4 stig. Johann Georgsson 1 13o Kari Þorvaldsson 4 ómar Jóhannsson 5 125 Snorri Rútsson 5 12o Valþór Sigþórsson 4 Örn öskarsson 12 115 Sigurlas Þorleifsson 2 llo lo5 loo Aganefnd vonast eftir góðu samstarfi við télagið í ár. tga y 1 lst. /ZOf ;ur8ur Hannesson 1orma ður. Bréf aganefndar til ÍBV þar sem ekki kemur neitt fram um að Þórður Hallgrímsson hafi flutt refsistig með sér milli ára. Ársútgjöld meðalfjölskyldu: Minnst á Akranesi Mest á Austurlandi, ísafirði og í Vestmannaeyjum IÐUNN hefur gefið út nýja út- gáfu á Vísnabókinni, hinu gamal- kunna safni sem Símon Jóh. Ág- ústsson tók saman, en Halldór Pét- ursson myndskreytti. Vísnabókin kom fyrst út árið 1946, og hefur síðan verið ein allra vinsælasta og útbreiddasta barna- bók í landinu. Þessi nýja útgáfa er hin sjöunda og skiptir upplag bók- arinnar nú nokkrum tugum þús- unda. Hin nýja prentun Vísnabók- arinnar hefur verið vönduð eftir föngum og eru margar myndanna litprentaðar. Hún er 110 blaðsíður að stærð. Lægstu ársútgjöld fjögurra mannafjölskyldu vegnakaupaámat, drykkjar- og hreinlætisvörum er aö meðaltali í verslunum á Akranesi eða113,3 þúsund (rúmlega9 þúsund á mánuði). Hæst er meðaltalið á Egilsstöðum eða 124,5 þúsundkrónur(103 þúsund ámánuði). Mismunurinn er um 10 prósent. Þetta kemur fram í nýjustu könnun Verðlagsstofnunar, en stofnunin gerði samanburð á út- gjöldum vegna kaupa á mat, drykkjar- og hreinlætisvörum í 14 sveitarfélögum víðs vegar um landið og var verðið kannað dag- ana 12.-16. september sl. Kannað- ar voru 67 vörutegundir og þeim gefið vægi í samræmi við það hve mikið magn meðalfjölskylda kaupir af þeim og sams konar vörum yfir heilt ár skv. neyslu- könnun Hagstofunnar. Eru vör- urnar 67 látnar endurspegla árs- innkaup fjölskyldunnar á öllum mat, drykkjar- og hreinlætis- vörum. Könnunin sýnir ávallt heildarútgjöld miðað við lægsta verð þessara 67 vörutegunda í hverri verslun. Á höfuðborgarsvæðinu var valið úrtak 14 verslana, sem taldar eru dæmigerðar fyrir alhliða mat- og nýlenduvöruverslanir á því svæði. Á öðrum stöðum náði könnunin til þeirra verslana sem seldu allar vörurnar sem kannaðar voru. Dýrast á Austur- landi, ísafirði og í Vestmannaeyjum Dýrustu verslanirnar reyndust vera á Austfjörðum, en þar var verð athugað á Egilsstöðum og í Neskaupstað. Meðaltal á Egils- stöðum reyndist vera 124,5 þúsund krónur, eins og áður sagði, en í Neskaupstað 123,4 þúsund krónur. Á ísafírði reyndust meðalársút- gjöldin vera 112,7 þúsund krónur og 122,6 þúsund krónur í Vestmannaeyjum. Er þetta langt fyrir ofan meðaltal allra verslan- anna, en það var 117,3 þúsund krónur. Fjarðarkaup ódýrust á höfuð- borgarsvæðinu Meðaltal ársútgjalda á höfuð- borgarsvæðinu reyndist vera 114,7 þúsund krónur. Lægsta heildar- verð var í Fjarðarkaupum, Hafn- arfirði, 109.6 þúsund krónur, en hæsta heildarverð í Borgarbúð- inni í Kópavogi, 119-120 þúsund krónur. Verslanir sem liggja undir meðaltali á höfuðborgarsvæðinu voru Fjarðarkaup, Hagkaup, Kjöt- miðstöðin, Vörumarkaðurinn, J.L. húsið og Stórmarkaður KRON. Fyrir ofan meðaltal voru Kaupfélag Hafnfirðinga, Breið- holtskjör, Víðir, SS Glæsibæ, Kjot og fiskur á Seljabraut, Kaupfélag Kjalarnesþings. KRON á Dun- haga og Borgarbúðin í Kópavogi. Verðlagsstofnun þykir rétt að benda á, að á höfuðborgarsvæðinu var tekið úrtak verslana. Mundu tugir verslana á þessu svæði lenda í hinum hærri verðflokkum ef sömu reglu væri fylgt þar og annars stað- ar á landinu. Þá kemur einnig fram í fréttatil- kynningu Verðlagstofnunar, að í 15-20 tilvikum var vöruverð óleyfi- lega hátt, en hefur nú verið leiðrétt. Verðtrygging Verðlagsstofnun- ar nr. 16, þar sem könnun þessi er kynnt, liggur frammi endurgjalds- laust á skrifstofu Verðlagsstofnun- ar, Borgartúni 7, og hjá fulltrúum Verðlagsstofnunar úti á landi. ast

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.