Þjóðviljinn - 05.10.1983, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 05.10.1983, Blaðsíða 4
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 5. október 1983 DIOOVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyf- ingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Eramkvaemdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Jtítstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúðvik Geírsson, Magnús H. Gislason, Ólafur Gíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson. Utlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson, Þröstur Haraldsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Magnús Bergmann. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónssón. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir. Jóhannes Harðarsnn. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Margret Guðmundsd. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir Útkgyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6, Reykjavík, sjmi 81333. Umbrot og setning: Preffnt. Prentun: Blaöaprent h.f.' Stjórnin heimtar stríð Sjálfstæðisflokkurinn tók eindregna afstöðu með frjálsum samningsrétti í stefnuskrá sinni fyrir síðustui alþingiskosningar. Leið Sjálfstæðisflokksins í kjara- málum var lýst með þessum hætti: ,y4ðilar vinnumarkað- arins komi sér sjálfír saman um kaup og kjör, er sam- ræmist getu atvinnuveganna. Nauðsyn ber til að finna nýjar leiðir að því markmiði og mun Sjálfstæðisflokk- urinn stuðla að því að skapa skilyrði fyrir slíku samkomulagi og leggja jafnframt áherslu á, að hagsmuna aldraðra og öryrkja verði gætt.“ Sjálfstæðisflokkurinn efndi þessa stefnuyfirlýsingu með afnámi samningsréttar í níu mánuði og banni við greiðslu verðbóta á laun í tvö ár. Jafnhliða var gert leynisamkomulag við Framsóknarflokkinn um að skerða þingræðið í landinu með því að kalla ekki saman þing í meira en hálft ár. Samt hafði Sjálfstæðisflokkur- inn fyrir kosningar krafist þess að þing kæmi saman eigi síðar en þremur vikum eftir þær. Lengra er varla hægt að komast í brigðum á kosningaloforðum. Nú er Morgunblaðið á báðum áttum hvort mótmæli verkalýðshreyfingarinnar gegn afnámi samningsréttar og hrikalegri kjaraskerðingu séu sprottinaf valdafíkn verkalýðsforingja, eða einlægri trú þeirra á það að kjör manna væru betri í landinu ef almenn mannréttindi væru höfð í heiðri af stjórnvöldum. Morgunblaðinu blandast hinsvegar ekki hugur um að Alþýðubandalag- ið ætli sér að nýta óánægjuna meðal launastéttanna. Á þeim fjölmennu fundum sem Alþýðubandalagið heldur um þessar mundir undir yfirskriftinni „Lýð- ræðið og lífskjörin - baráttan gegn ríkisstjórninni“, hefur Svavar Gestsson tekið þessa röksemdafærslu afturhaldsins til bæna. Á Akranesfundinum, sem sjón- varpað var frá, sagði formaður Alþýðubandalagsins m.a: „Það er átakatími framundan í íslenskum stjórnmálum. Verða verkföll?, er spurt. Ætlar þú að senda verkalýðshreyfinguna í verkfall, var ég spurður af einni vinkonu minni í sjónvarpinu fyrir nokkru. Fessi spurning finnst mér lýsa mjög þekktum og algengum barnaskap á fjölmiðlum afturhaldsins. Alþýðubanda- Iagið sendir verkalýðshreyfinguna hvorki eitt né neitt. i Það er verkalýðshreyfingin sjálf, sem ákveður það, j hvort hún fer í verkfall, hvort hún hrindir af stað undir- j skriftasöfnun, hvort hún beitir útflutningsbanni, eða í einhverri annarri tegund af aðgerðum. Eg er j sannfærður um það, að það er svo þröngt í búi hjá J mörgum alþýðuheimilum í landinu um þessar mundir, ! að það er óhugur í mörgum, að fara að leggja út í j. langvinn, erfið verkfallsátök, og það er eðlilegt. Fess j vegna hljóta umræður í verkalýðssamtökunum á næst- ; unni að beinast að því, með hvaða hætti, er unnt að koma af stað aðgerðum, sem kosta sem minnstar fórnir fyrir alþýðu manna í landinu, en skila samt árangri. I verkalýðssamtökunum eru allra flokka menn. Par eru Alþýðubandalagsmenn, þar eru Alþýðuflokksmenn, þar eru Sjálfstæðisflokksmenn og þar eru meira að segja til einn og einn Framsóknarmaður. Allt þetta fólk mun taka í sameiningu ákvörðun um það hvað gert verður í verkalýðsbaráttunni í vetur. En það er greinilegt að það hljóta að vera átök fram- undan. Og hver hefur stofnað til þessara átaka? Erum það við? Eru það verkalýðsfélögin sem eru að hefja hér ófrið í landinu af einhverju tagi? Sá sem er að efla til ófriðar á íslandi um þessar mundir er ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar. Hún fer með ofbeldi að kjörum hvers einasta launamanns í þessu landi. Fað er hún sem er að heimta stríð. Ríkisstjómin er ófriðarsegg- urinn á íslandi í dag. Hún verður að gera sér grein fyrir því að íslandi hefur aldrei verið stjórnað gegn hags- munum verkalýðsstéttarinnar og það verður heldur ekki gert nú. Það mun koma í Ijós, þó síðar verði.“ - ekh. klippt Sænska veikin Einhvern tímann heyrðj maðnr L-.ð.f-' Stgn« of hafd tlmes: Swedish textiJe workers withÞanmr read' _ KrístIán Djúpalgk. ^ farmJ. Svíar eru hommar Svíahatur er einhver sérkenni- legasta meinsemd sem grassérar í íslenskri umræðu. Lengst af átti það höfuðból í Morgunblaðinu og átti það sér stórpólitískar for- sendur. Svíar voru hlutlausir en ekki í Nató, og þeir gerðust meira að segja svo djarfir að halda uppi á ríkisstjórnarplani gagnrýni á framferði Bandaríkjamanna í Víetnam. Slíkir menn áttu vitan- lega ekkert gott skilið og brá Morgunblaðið á það þjóðráð, að flytja allar þær syndir sem vara- samastar töldust austur yfir Eyrarsund: Klám alveg sérstak- lega, en einnig hverskyns menn- ingarlega uppdráttarsýki, alkó- hólisma, lífsleiða, skólaleiða og guð má vita hvað. Síðan hafa margir þennan steinin klappað eins og kunnugt er - Svarthöfði er einna dugleg- astur og hefur reyndar látið Svía- hatrið leka út yfir öil Norður- lönd. Ein síðasta og glæsilegasta uppgötvun hans á þessu sviði er sú að hómósexúalismieigi sér ætt og óðulá Norðurlöndum. Skríb- enta af þessu tagi varðar að sjálfsögðu ekkert um það, að hómósexúalismi er fastur hryggj- ariiður í mannkynsbúknum og hefur sett mikil spor á menningu jafnt austur í Grikklandi til forna og í San Fransisco í Bandaríkjun- um nútímans. Sé það vitað, að fordómar eru útbreiddir gegn hommum, er sjálfsagt að koma þeim fyrir á Norðurlöndum. Metinfalla Sem fyrr segir: margt hefur verið afrekað í Svíahatri, en þó voru öll met slegin á dögunum. Þar er að verki Kristján skáld frá Djúpalæk sem skrifar um fjöl- rniðla í Dag á Akureyri. Hann kemst svo að orði (í.tilvitnun sem Skrafari Tímans hefur bersýni- lega hina mestu velþóknun á): „Einhvern tímann heyrði mað- ur haft eftir Guðmundi Hagalín að spænska veikin hefði vissulega verið slæm en „sænska veikin“ væri þó verri... En margt af því böli sem mæðir á notendum fjölmiðla okkar og menningarlífi er í ætt við þessa síðarnefndu veiki. Inntak þess sem borið er á borð er félags- málaþras, vandamálastreð og gáfnafarslegt ofmat þeirra er þætti semja. Enn má telja sult, geðveiki, fávitahátt, ergi, ver- girni, ofbeldishneigð, hjónerjur og barnabrek.Þáeru styrjaldir og náttúruhamfarir hvers konar, náttúruspjöll, ofveiði fiska og „morð“ á sel og hval ómissandi ívaf, að ógleymdri vonsku at- vinnurekenda, eiturlyfjafári, skólaskyldu og prófun. Allt eru þetta einkenni hinnar „sænsku veiki“ og það hnossgæti er fjölmiðlar telja sér skylt að flytja okkur“. Sálnaflakk í eina þrjá áratugi hefur enginn maður komist lengra í því, að tengja við eina þjóð, tiltölulega saklausa, allt það sem honum sjálfum þætti hvimleitt. Eða eins og þar stendur: Gyðingarnir - nei fyrirgefið Svíarnir - eru vor ógæfa!“. Kristján skáld mun trúa á endurholdgun, en samkvæmt henni flakka menn á milli tilvist- arforma allt eftir því, hvernig þeir hafa hagað sér í næstliðnu lífi. Ef almættið á til kímnigáfu, sem vel getur verið, er rétt að mæla með þvívið það, að Djúpalækjarskáld endurfæðist á næsta lífi til sænskr- ar félagsmálastofnunar. ÁB Og rann hann af hólmi Steingrímsráðherrar eru nú í einkennilegu yfirlýsingastríði upp á dag hvern. Nú síðast hefur blaðið Islendingur á Akureyri það eftir iðnaðarráðherra Sverri Hermannssyni, að í stjórnar- myndunarviðræðum í vor hafi Sjálfstæðismenn gert leynilegt samkomulag við Framsóknar- menn um að þing kæmi ekki sam- an í sumar. Hafi um þetta ráðið heimtufrekja Framsóknarmanna og verði nú að snúa flótta undan þeim í sókn og „reisa við þingræði okkar“ eins og Sverrir kemst að orði. Þetta hér er eftir iðnaðarráð- herra haft: „Ég var ekki þar til kvaddur, þar sem ráðið var ráðum stjórn- arsamvinnu í ríkinu íslandi á vor- dögum. Ég hef ekki sannanir fyrir því, en hlýt að álykta að í lokaviðræðum samninga hafi ver- ið gengið undir það jarðarmen af okkar forystumönnum að fallast á kröfu Framsóknarflokksins um það, að þing yrði ekki kvatt sam- an. „Þetta er hvergi skrifað, en ég get ekki annað en ályktað, að svo hljóti að hafa verið og ég dreg þær ályktanir af eftirleiknum, því við fengum engu um þokað. Og það er ekkert annað að gera en að játa á sig vesaldóminn í því efni. Ég sá engin sköpuð ráð til þess að ná fram þessu, sem ég taldi mjög mikilvægt, og ýmsir rnínir fé- lagar, þingflokksformaðurinn og hávaðinn af þingmönnum Sjálf- stæðisflokksins, en málið var þá þannig vaxið, þegar á reyndi að ég sá ekki annað ráð en að renna af þessum hólrni". Leki og koppur Sverrir Hermannsson reynir svo að hefna harma sína á Fram- sóknarmönnum með því að líkja lausmælgi Steingríms forsætis- ráðherra um járnblendi og fleira við „húsleka" - og láta í ljós von um að samflokksmenn Stein- gríms „taki einhvern kopp í hönd“ og haldi undir leka þennan skelfilegan „að. minnsta kosti lengst af“. Sverrir Hermannsson er gefinn fyrir fornar bókmenntir eins og kunnugt er. Líkingin af Steingrími og koppnum er að sjálfsögðu tekin af Loka, sem liggur í fjötrum eftir illverk sín mörg, og konu hans fórnfúsri, sem setur skál undir eiturleka þann sem drýpur ofan á Loka. Hitt vita menn líka, að þegar konan þarf að bregða sér frá til að hella úr skálinni, þá bregst Loki svo hart við lekanum sem á hann kemur, að jörð öll skelfur. ÁB

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.