Þjóðviljinn - 05.10.1983, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 05.10.1983, Blaðsíða 9
t•* t Miðvikudagur 5. október 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 Ný leið í húsnœðismálum: Húsnæðissamvinnufélög f Svíþjóð hafa verið byggðar yfir hundrað þúsund íbúðir skv. húsnæðissamvinnukerfi og hafa félögin staðið fyrir mörgum nýjungum á sviði húsnæðis- og umhverfismála. Húsin þykja vönduð og allur frágangur til fyrirmyndar. Er þetta ekki eitthvað fyrir okkur? eru góður kostur Hér á landi er í bígerð að stofna húsnæðissamvinnufélög - nýtt form í húsnæðismálum sem opnar nýja leið úr þeim ógöngum sem húsnæðismál íslendinga eru komin í. Félagsmenn Leigjendasamtakanna áttu frumkvæðið að því að umræða skapaðist um þessa leið hér á landi og hafa unnið ötullega að framgangi málsins ásamt ýmsum f leirum, sem til liðs hafa komið við hugmyndina. Húsnæðissamvinnufélög eru velþekkt fyrirbæri í nágrannalöndum okkar og því er ekki úr vegi að kynna örlítið starfsemina sem fram fer þar í kringum þessi félög. Við bregðum okkur til Svíþjóðai', en þar er mjög öflugt félag starfandi með rúmlega 360 þúsund félagsmenn og hefur byggt 110 þúsund íbúðir í fjölbýlishúsum og 22 þús- und einbýlishús. Samvinnufélag stofnað 1923 Fyrsta húsnæðissamvinnufélagið í Sví- þjóð var stofnað árið 1923 í Stokkhólmi. Leigjendasamtökin áttu frumkvæðið að stofnuninni og hvatinn að stofnuninni var bágborið húsnæðisástand í Stokkhólmi og víðar í Svíþjóð á þeim tíma. Upphaflega markmiðið var að gefa fólki aðra mögu- leika í húsnæðismálum en eignarformið, möguleika sem tæki tillit til neytenda og pyngju þeirra og hann átti einnig að auka gæðin í húsnæðismálum. Landssamtök húsnæðissamvinnufélaga voru stofnuð árið 1924 og eru þau skamm- stöfuð HSB. HSB hafði ýmislegt á sinni könnu, sem þótti þá tíðindum sæta, svo sem að hafa klósett í hverju húsi! Árið 1926 tók HSB upp á því að hafa sameiginlegt þvotta- hús f öllum sínum fjölbýlishúsum og þótti álíka merkileg nýmæli og klósettin. HSB hefur einnig alla tíð haft áhuga á nánasta umhverfi húsa þeirra, sem byggð eru í þessu kerfi, svo sem dagvistarheimili, leiksvæði, þjónustumiðstöðvar o.fl. og jafnvel þjálfað starfsfólk til þess að taka að sér rekstur slíkra fyrirbæra. Nú sér ríkisstjórnin sænska og sveitarfélögin um slíkan rekstur, og þyk- ir sjálfsagt nú á tímum, en HSB var langt á undan sinni samtíð og skapaði þannig for- dæmi. Allir hafa sama rétt í húsnæðissamvinnufélögum hafa allir meðlimir sama rétt; öllum er heimilt að ganga í þau og er þá ekki spurt um kyn, aldur, eignir eða annað þess háttar - öll sitjum við við sama borðið. Lýðræðið er virkt í þessum félögum og þeir sem komast inn í íbúðir í þessu kerfi hafa áhrif á húsfé- lagið og reka það saman. Fólk sem gengur í húsnæðissamvinnufé- lag greiðir til þess félagsgjald og því gefst einnig kostur á að leggja fram fé í sparnað- arskyni til að létta leikinn þegar það fær íbúð hjá félaginu. Félagsmaður greiðir á- kveðna upphæð fyrir íbúðina, upphæð fyrir búseturéttinn, og síðan mánaðarlegar upp- hæðir, sem jafngilda þá mánaðarleigu. Sú upphæð ætti aldrei að fara upp fyrir það sem hér viðgengst á braskmarkaði leiguhúsnæð- is. Tryggur búseturéttur Félagsmenn eiga ekki ibúðirnar í venju- legum skilningi séreignarinnar á íslandi. Öllu heldur leigja þeir hana - af sjálfum sér, því þeir eru jú í félagi sem á íbúðina. „Leigjandinn" hefur öruggt húsnæði svo lengi sem hann vill halda því og við fráfall hans gengur búseturétturinn til maka og/ eða barna. íbúarnir geta breytt til og innréttað íbúðir sínar eins og þá lystir (svo framarlega sem burðarstoðir eru ekki rifnar burt eða annað af því tagi), rétt eins og gengur með einkaeignina. Það er því lítill munur á því að „eiga“ og „leigja hjá sjálfum sér“ - nema í einu atriði og það veigamiklu: fjárhagsbyrðin er ólíkt léttari í síðara tilvik- inu. Kostir húsnæðis- samvinnufélaga ótvíræðir Hér gefst að sjálfsögðu ekki tóm til þess að reifa allar hliðar á þessu máli. Þó er rétt að benda á eftirfarandi: • Með búseturétti rijótum við öruggs hús- næðis. Við fráfall færist búseturétturinn til maka og barna. • Fjárhagsbyrðin er engin. Tími gefst til að sinna fjölskyldunni og áhugamálum ýms- um (konur ættu að flykkjast í félagið!). • Sparnaður innan félagsins veitir aðgang að húsnæði með búseturétti. Félagið er opið öllum án tillits til efnahags, eigna eða annarra þátta (þeir sem eiga húsnæði fyrir geta gengið í félagið og haft fullan rétt). • Áunnin réttindi veita sama rétt til hús- næðis í öðrum húsnæðissamvinnufélög- um. Háð hinum opinbera skilningi Áformað er, að fyrsta húsnæðissam- vinnufélagið hér á landi verði stofnað í okt- óber. Allt áhugafólk um úrbætur í hús- næðismálum ætti að fjölmenna á þann fund og láta til sín taka. Framhaldið ræðst síðan af viðbrögðum stjórnvalda. Forsenda þess að húsnæðis- samvinnufélög fái haldið velli er að lang- tímalán séu tryggð, en verulega skortir á þá tryggingu nú eins og flestir vita. Félags- málaráðherra hefur sýnt málinu mikinn skilning og haft uppi orð um að í lögunum um húsnæðismál, sem hann hyggst leggja fyrir Alþingi í þingbyrjun, verði ákvæði sem heimila lánveitingar úr Byggingarsjóði ríkisins til húsnæðissamvinnufélaga. Ekki er þó nóg að hafa heimildina - fjármagnið þarf að vera tryggt. Og það fæst áreiðanlega ekki nema með samstilltu átaki fjöldans, sem sýnir í verki að nýrra leiða sé þörf. ast erlendar bækur Úr enskum sveitum Tony Evans og Candida Lycett Green: English Cottages. Intro- duction by John Betjeman. Weidenfeld and Nicolson 1982. Leslie Thomas: The Hidden Places of Britain. Photographed by Peter Cheze-Brown. Decorated by Shirl- ey Felts. Penguin Books 1983. Enskir sveitabæir, cottages, eru mjög fjölbreytilegir um alla gerð, það fer eftir jarðvegi og nærtæku byggingarefni. Það er óvíða í heiminum sem jafn skemmtilegir kofar hafa verið reistir út um hinar dreifðu byggðir, notaleg og smekk- leg hús sem falla að umhverfinu, þróuð byggingarlist um aldir, hlaðnir eða gerðir úr timbri oft með stráþökum eða þökum úr nær- tæku flöguefni. Bók þessi er mjög vel unnin, litmyndir af húsunum og vel skrifuð lýsing á tækni við bygg- ingu, efni og byggingarstíl. Mikill fjöldi hefur verið byggður og mjög mörg hús hafa eyðilagst í tímanna rás, en reynt er að halda við sjaldgæfustu gerðunum og nóg- ur markaður er fyrir slík hús, þegar þau eru föl. Það er mikill munur á afstöðu Englendinga til slíkra bygginga og Islendinga til þeirra hí- býla, sem Islendingar byggðu um aldir úr torfi og grjóti. Með upp- komu nútíma byggingaraðferða varð það keppikefli manna að rífa Ieifar gömlu bæjanna og slétta yfir rústirnar. Margir þessara bæja voru mjög merkilegar byggingar- minjar, sem sómdu sér mjög vel hver á sínum stað. Sem mannabú- staðir voru hinir fornu torfbæir mismunandi, margir ágætir, væri þeim vel við haldið og það var gert meðan bændamenningin sáluga var upp á sitt besta, sbr. skrif Hall- dóru Bjarnadóttur um þessi efni. En með hruni fornra framleiðslu- hátta og þar með hinnar sérstæðu bændamenningar hvarf allur hefð- bundinn smekkur fyrir þessu sér- stæða byggingarlagi og tekið var að skapa léleg þéttbýlis híbýli, reist af klénum smekk og vanefnurm og gengur svo enn til, enda ekki við öðru að búast. Leslie Thomas var áður blaða- maður, en er nú höfundur metsölu- bóka svo sem The Virgin Soldiers og The Magic Army og er einnig útgáfustjóri hjá útgáfufyrirtæki í London. Hann hefur einnig ritað nokkrar ferðabækur og lýsingar á sérstæðum stöðum og svæðum. Þessi bók hans er ferðalýsing um Bretland, þar sem hann dregur upp skissur af umhverfi og fólki. Hann fer um svæði, sem eru ekki sérlega fjölfarin og rekst þar á fólk, sem er eins og sprottið upp úr umhverf- inu, fólk, sem nú er orðið fremur fáséð. Þetta er skemmtilega skrif- uð bók, myndirnar eru ágætar og teikningarnar enn betri.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.