Þjóðviljinn - 05.10.1983, Blaðsíða 12
12 SffiA — ÞJÓÐVILJINNÍ-Miðvikudagur 5. október 1983
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ
Norðurland eystra
Kjördæmisraðsfundur
Alþýðubandalagsins í Norðurlandskjördæmi eystra verður haldinn á
Húsavik 8. og 9. okt. Helstu atriði dagskrár:
Laugardagur 8. október.
Kl. 11.00: Þingið sett, skýrsla formanns og reikningar.
kl. 13.30: Uppgjör kosninga og kosningasjóðs.
kl. 14.30: Atvinnumál og stjórnmálaviðhorfið.
kl. 16.00: Starfið í kjördæminu og útgáfumál.
kl. 17.00: Starfshópar starfa.
Sunnudagur 9. október
Kl. 10.00: Álit starfshópa.
kl. 13.00: Laga- og skipulagsmál
og framhald umræðna um stjórnmálaástandið með gest-
um þingsins, þeim Helga Seljan og Ólafi R. Grímssyni.
Þingslit áætluð kl. 14.30. - Stjórn kjördæmaráðsins.
Alþýðubandalagið Hafnarfirði
Aðalfundur
Aðalfundur Alþýðubandalagsins í Hafnarfirði
verður haldinn jóriðjudaginn 11. október kl. 20.30 í
Skálanum, Strandgötu 41. Dagskrá:
1) Venjuleg aðalfundarstörf.
2) Kosning fulltrúa á landsfund AB.
3) Kosning fulltrúa í kjördæmisráð.
4) Geir Gunnarsson alþm. hefur framsögu um
stjórnmálaástandið
Félagar fjölmennið. - Stjórnin. Geir
Stofnfundur Alþýðubandalagsins
á Blönduósi og nágrenni.
Unnið er að endurskipulagn-
ingu Alþýðubandalagsins í A-
Húnavatnssýslu og stefnt að því
að koma upp nýju félagi sem
næði yfir Blönduós og framhérað
sýslunnar innan við Blönduós.
Stofnfundur verður haldinn í
Snorrabúð á Hótel Blönduósi nk.
fimmtudag 6. október og hefst kl.
20.30.
Alþingismennirnir Ragnar Arn- Ragnar Arnalds Steingrímur J. Sig-
alds og Steingrímur J. Sigfússon fússon
mæta á fundinn.
Fulltrúaráð ABR
Fundi hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Nánar auglýst síðar.
Stjórnin
Ráðstefna
Borgarmálaráðs ABR
Borgarmálaráð Alþýðubandalagsins í Reykja-
vík boðar til ráðstefnu um borgarmál laugar-
daginn8.októberkl. 10:00 að Hverfisgötu 105.
Dagskrá verður sem hér segir:
kl.10.00 Ráðstefnan sett: Sigurjón Pétursson.
kl.10.05 Svavar Gestsson: Stefna Alþýðu-
bandalagsins í minnihluta - hvernig
ber að haga áróðri - samvinna við
þingmenn okkar í Reykjavík.
kl.10.30 Álfheiður Ingadóttir: Hvernig komum
við okkar sjónarmiðum á framfæri -
samstarfið við hina minnihlutaflokk-
ana - ber að leggja áherslu á ein-
hverja sérstaka málaflokka?
kl.10.50 Starfshópar skipaðir
kl.12.00 Matur
kl.13.15 Vinna í starfshópum heldur áfram.
Kaffi kl. 15.45.
kl.16.00 Niðurstöður starfshópa.
Umræður.
kl. 18.00 Ráðstefnunni slitið.
Til ráðstefnunnar eru sérstaklega boðaðir full-
trúar í borgarmálaráði, fulltrúar ABR í nefndum
og ráðum borgarinnar, þingmenn flokksins í
Reykjavík, stjórnarmenn ABR og aðrir þeir
flokksmenn sem starfa að borgarmálum m.a. í
baknefndum og ekki eru taldir upp hér að ofan.
Borgarmálaráð ABR.
Félagsbréf ABR
Fyrsta félagsbréf vetrarins hefur verið sent til félagsmanna ABR. Þeir
félagsmenn sem ekki hafa fengið bréfið eru hvattir til að snúa sér til
skrifstofu ABR. - Stjórn ABR.
Starfshópur um menntamál
Annar fundur hópsins verður miðvikudaginn 12. okt. kl. 20:30 að
Hverfisgötu 1Ó5. Nánar auglýst síðar. - Hópurinn.
Alþýðubandalagið í Reykjavík
Skuldar þú árgjaldið?
Stjóm ABR hvetur alla þá sem enn skulda gjaldfallin árgjöld að geiða
þau núna um mánaðamótin. Stöndum í skilum og eflum starf ABR.
Álfheiður
Geimdvergurinn
kominn á bók
Bókin „ET - geimdvergurinn
góði“ er kominn út hjá Setbergi.
Hún er gerð eftir samnefndri kvik-
mynd Steven Spielbergs, sem sýnd
var hér á landi við mikla vinsældir
mánuðum saman.
Lýsingin á samskiptum geimbú-
ans ET og drengsins Elliot greip
hugi og hjörtu barna hér á landi
sem annarsstaðar.
Vissulega var ET jafngamall
stjörnunum og gáfaðri en jarðar-
búi, en hann var hjálparvana á
jörðu niðri, fullur heimþrár og
dauðskefldur. Flest var ET and-
snúið, lögreglan á hælum hans og
enginn til bjargar - þangað til hann
hitti börnin - og þessum vinum sín-
um átti hann aldrei eftir að gleyma.
Og nú er „ET - geimdvergurinn
góði“ kominn á bók. Þýðandi er
Óskar Ingimarsson, en bókin er
skreytt 50 stórum litmyndum.
Komin er út hjá Setberg sjötta
bókin í teiknimyndaflokknum um
Steina sterka. Höfundur er Peyo,
en Hörður Haraldsson kennari ís-
lenskaði.
Þessi nýja bók heitir Rauðu
leigubílarnair og er 64 blaðsíður.
Fyrsta
íslenska
skáld-
sagan
Bókaklúbbur Almenna bókafé-
lagsins hefur sent frá sér nýja út-
gáfu af Pilti og stúlku eftir Jón
Thoroddsen, með formálsorðum
Steingríms heitins Þorsteinssonar,
prófessors, sem hann ritaði fyrir út-
gáfu bókarinnar 1948.
Piltur og stúlka er eins og kunn-
ugt er eitt þeirra verka sem sígild
hafa orðið í íslenskum bók-
menntum. Hún er fyrsta íslenska
skáldsagan sem komið hefur fyrir
almennings sjónir, var fyrst prent-
uð 1850, og er útgáfa bókaklúbbs-
ins sjöunda útgáfa bókarinnar.
Sagan er í senn skemmtileg ást-
arsaga og óviðjafnanleg þjóðfé-
lagslýsing. Ástvinirnir ungu sem
fullorðnafólkið vill vera að ráðsk-
ast með og stía í sundur eru þau
Sigríður Bjarnadóttir og Indriði á
Hóli. Og svo eru hinar persónurnar
ekki síður ógleymanlegar, svo sem
Gróa á Leiti, Bárður á Búrfelli,
Guðmundur Hölluson, Þorsteinn
matgoggur og fleiri. Hefur sumt af
þessu fólki þrengt sér svo inn í vit-
und íslendinga að það hefur orðið
allsherjar tákn fyrir ákveðna eigin-
leika, t.d. Bárður á Búrfelli fyrir
svíðingshátt og af náfninu Gróu á
Leiti hefur verið myndað orðið
gróusaga.
ALÞYÐUBANDALAGIÐ
Alþýðubandalagið í Kópavogi
Aðalfundur
Aðalfundur Alþýðubandalagsins í Kópavogi veröur hald-
inn í Þinghóli miðvikudaginn 5. október n.k. kl. 20.30.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Tillögur laga- og skipulagsnefndar
Alþýðubanda lagsins.
Frummælandi: Einar Karl Haraldsson
formaður nefndarinnar
3. Önnur mál
Fjölmennum
Stjórn Alþýðubandalagsins í Kópavogi
Kjördæmisráð AB í Reykjanesi,
Æskulýðsfylking AB og
Alþýðubandalagið í Reykjavík
Ráðstefna um laga- og skipulagsmál
Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins í Reykjanesi, Æskulýðsfylking Al-
þýðubandalagsins og Alþýðubandalagið í Reykjavík boða til ráðstefnu
um flokksstarf og laga- og skipulagsmál um helgina 15.-16. október.
Ráðstefnan verður nánar auglýst siðar.
Félagsfundur
Stjórn Alþýðubandalagsins í Reykjavík boðar til félagsfundar miðviku-
daginn 19. október kl. 20:30 að Hverfisgötu 105. Nánar auglýst síðar.
- Stjórn ABR.
Borgarmálaráð ABR
Fundir í borgarmálaráð Alþýðubandalagsins í Reykjavík eru alla mið-
vikudaga kl. 17:00. - Formaður.
ARÍÐANDI ORÐSENDING
til styrktarmanna Alþýðubandalagsins
Þeir styrktarmanna sem fengið hafa senda gíróseðla eru vinsam-
legast beðnir að gera skil sem allra fyrst.
Alþýðubandalagið
Selfossi og nágrenni
Aðalfundur
Alþýðubandalagið á Selfossi og nágrenni heldur aðalfund laugardag-
inn 8. október n.k. að Kirkjuvegi 7. Fundurinn hefst kl. 14.00. Dagskrá
venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Félagarfjölmennið. - Stjórnin.
Blikkiðjan
Iðnbúð 3, Garðabæ
Onnumst þakrennusmiði og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmíði.
Gerum föst verðtilboð
SIMI 46711
Styrkir til náms í
Sambandslýðveldinu Þýskalandi
Þýska sendiráðið í Reykjavík hefur tilkynnt íslenskum stjórnvöldum
að boðnir séu fram eftirtaldir styrkir handa íslendingum til náms og
rannsóknarstarfa í Sambandslýðveldinu Þýskalandi á námsárinu
1984-85:
1. Fjórir styrkir til háskólanáms. Umsækjendur skulu hafa lokið
a.m.k. tveggja ára háskólanámi.
2. Nokkrir styrkir til að sækja þýskunámskeið sumarið 1984. Um-
sækjendur skulu hafa lokið eins árs háskólanámi og hafa góða
undirstöðukunnáttu í þýskri tungu.
3. Nokkrir styrkir til vísindamanna til námsdvalar og rannsókna-
starfa um allt að fjögurra mánaða skeið.
Umsóknir um styrki þessa skulu sendar menntamálaráðuneytinu,
Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 1. nóvember n.k. Sérstök um-
sóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást í ráðuneytinu.
Menntamálaráðuneytið,
3. október 1983.
Hólmfríður Helgadóttir
Grundarstíg 10
er látin.
Systkin hennar látnu.
Auglýsið í Þjóðviljanum