Þjóðviljinn - 05.10.1983, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 05.10.1983, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 5. október 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Það er ekki aðeins sparnaður að því að flytja skurðlækningarnar heim, Ingólfur Viktorsson, Karl Fr. Kristjánsson, Björn Bjarman, Emil Björns- heldur veldur utanförin og biðin fólki ómældri angist sem ekki verður son, Alfreð Alfreðsson, Trausti Sigurlaugsson og Jóhannes Proppé. - metin til fjár, sögðu forsvarsmenn félags hjartasjúklinga í gær. Frá vinstri: Ljósm.-Magnús. Stofnfundur félags hjartasjúklinga á laugardag: Skurðlækningarnar heim! 100 manns á biðlista eftir ránnsókn Biðin tekur 3-4 mánuði Á þessu ári má búast við að 150 manns verði sendir utan til hjartaaðgerða en um 80% þeirra, þ.e. kransæðaaðgerðirnar væri auðveldlega hægt að framkvæma hérheima. „Skurðlækningarnar heim“og„Nýtt hjartaþræðingartæki“ eru meginkröfur Samtaka hjartasjúklinga, sem stofnuð verða n.k. laugardag í Domus Medica. Samtökin hyggjast einnig veita stuðning þeim sem fara utan til að- gerða. Á fréttamannafundi sem Undir- búningsnefnd samtakanna hélt í gær kom m.a. fram aö um helming dauðsfalla hér á landi má skrifa á reikning hjarta- og æðasjúkdóma. Á undanförnum árum hefur sívax- andi fjöldi sjúklinga verið sendur til Bretlands og Bandaríkjanna í kransæðaaðgerðir og hefur dauðs- föllum af völdum kransæðastíflu fækkað að sama skapi. Árið 1978 fóru 38 manns utan en 110 í fyrra og það sem af er þessu ári hafa 130 manns verið sendir utan til hjarta- lækninga. Það er Tryggingastofnun ríkisins sem greiðir kostnað við ut- anför og aðgerð í Bretlandi, en kjósi menn að fara til Bandaríkj- anna verða þeir að greiða mismun- inn sjálfir. Björn Bjarman sagði á fundinum í gær að það hefði farið óhugur um marga þegar lesa mátti í blöðum fyrir skemmstu að jafnvel þessar utanlandsferðir þyrfti að spara. „Við höfum færa sérfræðinga, sem eru tilbúnir til að stunda sitt fag hér á landi“, sagði Björn, „en meðan þeir fá ekki aðstöðu til þess er úti- lokað annað en að senda fólk til útlanda." Emil Björnsson sagði að kostn- aður við nýja hjartaskurðdeild næmi ekki nema um helmingi þess kostnaðar sem Tryggingastofnun nú greiðir vegna utanfaranna. „Og er þá ótalinn allur kostnaður sem sjúklingur verður sjálfur að greiða, svo sem fargjald fyrir fylgdar- mann“, sagði hann. „Hjartaskurð- lækningadeild myndi því spara stórfé." Þegar hefur verið stofnaður gíró- reikningur og er ætlunin að veita söfnunarfé í kaup á nýju hjarta- þræðingartæki á Landspítalann, en tækið sem þar er fyrir er frá árinu 1979. „Það er tómt mál að tala um að fá skurðlækningarnar heim ef ekki verður keypt nýtt hjartaþræð- ingartæki", sagði Sigurveig Hall- dórsdóttir. „Það er ekki hægt að taka ákvörðun um aðgerð fyrr en búið er að rannsaka menn í slíku tæki og nú bíða um 100 manns eftir slíkri rannsókn. Biðin getur tekið allt að fjóra mánuði, enda er tækið úr sér gengið og alltaf að bila. Biðin tekur á taugar fólks og margir deyja á meðan á biðtímanum stendur“, sagði hún. Þessi langi biðtími gerir það líka að verkum að sjúklingarnir koma alltof seint til aðgerðar og hafa breskir læknar staðfest það með samanburði við aðra hópa sem fara í sömu aðgerðir. Sem fyrr segir verður stofnfund- ur Félags hjartasjúklinga á laugar- daginn kemur kl. 14 í Domus Me- dica í Reykjavík. Gírónúmer söfnunar fyrir nýju hjartaþræðing- artæki er nr. 23700-0. Nýtt tæki kostar 20 miljónir en nokkurt fé mun vera til í þessu skyni, m.a. gjafafé frá Seðlabankanum og Ás- birni heitnum Ólafssyni. Það fé hefur þó ekki staðið af sér verð- bólgubálið að sögn fundarmanna í gær, heldur rýrnað verulega á undanförnum árum. -ÁI Flautur Almanna- varna þeyttar í dag / I æfinga- skyni! Landsmenn þurfa ekki að iáta sér bregða þótt flautur Almanna- varna hljómi á hádegi í dag því Al- mannavarnir ríkisins hafa ákveðið að framvegis verði lúðrarnir þeyttir fyrsta miðvikudag í hverj- um ársfjórðungi sem ekki ber upp á almennan frídag. Það er sumsé í dag, miðvikudag- inn 5. október kl. 12 á hádegi sem lúðrarnir hljóma. Guðjón Petersen hjá Almannavörnum vildi um leið benda fólki á að fletta upp á bls 575 í símaskránni og kynna sér leiðbeiningar til almennings ef hættuástand skapast. Þjálfunar- ökumanna í kvöld f kvöld kl. 20.00 hefst þjálfun- arnámskeið ökumanna í akstri og meðferð bifreiða í húsakynnum Bifreiðaeftirlits ríkisins á vegum Ökukennarafélags íslands. Allir eru boðnir velkomnir á þetta námskeið í Dugguvogi 2 í Reykjavík. Námskeiðið er liður í Umferðarviku sem nú stendur yfir.1 Arthur Morthens. Gu&mundur J. Guðrún Helgadóttir Svavar Gestsson Baráttan gegn ríkisstjórninni Almennur fundur Alþýðubandalagsins um lýðræðið og lífskjörin Alþýðubandalagið heldur næsta fund sinn um lýðræði og lífs- kjör, baráttuna gegn ríkisstjórninni, á Hótel Sögu, Súlnasal, kl. 20.30 annað kvöld, fimmtudag. Á fundinum flytja ávörp alþingis- mennirnir Guðmundur J. Guðmundsson, Guðrún Helgadóttir og Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalagsins. Fundarstjóri er Arthur Morthens. Að loknum framsöguræðum gefst fundarmönnum kostur á að taka til máls og varpa fram fyrirspurnum. Fundurinn er öllum opinn. - Kaffiveitingar verða á staðnum. V asapeningamálið: Skýríngar Tryggingaráðs Þjóðviljanum barst í gær eftirfarandi ályktun, sem samþykkt var samhljóða á fundi Tryggingaráðs sl. mánudag: „Vegna ákvörðunar hin 1. júnísi. um fjárhæð ráðstöfunarfjár ellilífeyrisþega á dvalarstofnunum aldraðra og örorku- og ekkjulífeyrisþega á dvalarstofnun- um (hvorttveggja fram að þessu nefnt „vasapeningar"), hafa orðið hvassar umræður í blöðunum að undanförnu og klögumál gengið á víxl, meiri en efni stóðu til. í þeim umræðum var upplýst, að heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyt- ið hafi, hinn 14. apríl í vor, sett tvær reglugerðir um ofangreint efni, að um- rætt ráðstöfunarfé skyldi frá 1. júní nema fjárhæðum, sem fólu í sér tals- verða hækkun frá greiðslum, sem áður giltu, einkanlega til aldraðra á elli- heimilum. Um önnur atriði þessara um- ræðna skal ekki fjölyrt, en því mót- mælt, sem tveir valinkunnir forstöðu- menn ráðuneytisins saka tryggingaráð um að sniðganga lögmætar reglugerðir. Á fundi tryggingaráðs 1. júní voru fyrrnefndar regiugerðir varðandi „vas- apeninga“ kynntar fyrir ráðinu með því að lesa þær upp, en tryggingaráðsmenn höfðu ekki fengið þær í hendur, og einnig skýrt frá því, að ráðuneytið teldi 8% hækkun þá, sem ákveðin var með bráðabirgðalögum, eiga að koma ofan á hækkanir þær, sem ákveðnar voru með reglugerðunum. Tryggingaráð hafði alls ekki fengið tóm til að athuga reglugerðirnar varð- andi áfangahækkanirnar, tók þær ekki til umræðu á fundi sínum né heldur það bréf, sem ráðuneytið hafði sent endur- skoðanda stofnunarinnar varðandi verðbætur á þær hækkanir svo sem á aðrar bætur, þar sem þau mál höfðu þegar verið afgreidd af hálfu ráðuneyt- isins, en fjallað eingöngu um það, hvort réttmætt gæti talist, að ákvæði bráða- birgðalaganna tæki til „vasapeninga" eins og til annarra bótagreiðslna. Tekið skal fram, að ráðinu var ókunnugt að gildistöku reglugerðanna hefði verið breytt að ósk stofnunarinnar af tækni- legum ástæðum. í júníbyrjun, er þessi fundur trygg- ingaráðs var haldinn, voru bráða- birgðalögin nýsett og málið nokkuð óljóst. Tryggingaráð ákvað. því, að svo stöddu. að greidd skyldi 8% hækkun á þá fjárhæð, sem gilti í maí en málið athugað betur og viðbót greidd síðar eftir því sem efni stæðu til. Sú athugun dróst þó úr hömlu, því miður Umræddar bætur (vasapeningar) verða greiddar hlutaðeigendum á mán- aðarlegum útborgunardegi bóta, þann 10. október n.k., svo sem reglugerð ráðuneytisins mælir fyrir um. Enn skal það ítrekað, að með af- greiðslunni 1. júní var tryggingaráð því ekki að ógilda gerðir fyrrverandi ráð- herra, heldur aðeins að ákveða nánari athugun á túlkun bráðabirgðalaganna. Því síður hefur núverandi ráðherra ógilt ákvarðanir fyrirrennara síns, heldur þvert á móti staðfest þær.“ Stefán Jónsson, Gunnar J. Möller, Jóhanna Sigurðardóttir, Þóra Þorleifsdóttir, Guðmundur H. Garðarsson. TRBfiSTVJM TRnSGWyi tYOf^Ol SWININCSREIt SKRIFUM UNDIR! ■ Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, Björn Þórhallsson, Guðmundur J. Guðmundsson, Karl Steinar Guðnason, Ragna Bergmann

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.