Þjóðviljinn - 14.10.1983, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 14.10.1983, Blaðsíða 1
UOBVIUINN Hvaðeraðgerast hjá þingkrötum? - „klippt og skorið“ Síða 4 október 1983 föstudagur 234. tölublað 48. árgangur Götunöfn í Grafarvogi komin Götunöfnin í Grafarvogi eru komin. Á aukafundi byggingarnefndar Reykjavíkur 10 þm. voru samhljóða samþykktar tillögur Þórhallar Vilmundarsonar prófess- ors um götuheiti. Þau taka öll mið af kveðskap Bjarna Vigfússonar Thorarensen, sem orti í Gufunesi sum sín kunnustu kvæði. Gullinbrú skal brú og vegur yfir Grafarvoginn heita, aðalbraut upp á Vesturlandsveg Vetrarbraut, meginveg- urinn gegnum hverfið fær nafnið Fjallkonuvegur, en gatan sem liggur um viðskipta- og mcnningarmiðstöð hverfisins á að heita Fjörgyn, sem þýðir jörð og beygist eins og Björgvin (í eignarfalli Fjörgynjar). Atta íbúðar- götur fá í síðari lið götunafna -fold, en fyrri liðirnir eru valdir með hliðsjón af Ijóðlínum Bjarna í „Þú nafnkunna landið" - Fjör kenni’oss eldurinn, frostið oss hertfilfjöU sýni torsóttum gæðum að ná. - “ Funafold, Frostafold, Jöklafold og Fjallafold eru nöfnin á nokkrum þessara gatna. Þórhallur Vilmundarson prófessor lét greinargerð fylgja tillögum sínum og birtir blaðið hana í heild á síðu 3. - ckh „Hver ríðursvo geyst á gullinbrúvu.... Sjá 5 Máltíðir starfsfólksins hækka um 30% Mikil ólga í BUR Fiskverkunarfólkið borgar mun meira en krafist er á skrifstofunum Mikillar óánægju gætir meðai starfsfólks vegna ákvörðun- ar borgaryfirvalda á dögunum um stórfellda hækkun á mál- tíðum í mötuneyti BÚR. Kjötmáltíð í mötuneytinu kostar nú 66 kr. og fískmáltíð 50 kr. en það er um 30% hækkun frá því í lok maí sl. en á sama tíma hefur kaup starfsfólksins aðeins hækkað um 12% „Menn eru mjög óhressir með þessa miklu hækkun á máltíðum í mötuneytinu. Fyrir ári síðan tók um 50 mínútur að vinna sér fyrir kjötmáltíð miðað við lægstu dag- vinnutaxta en nú þarf að vinna rúma klukkustund fyrir sömu mál- tíð. Það sem við getum líka illa sætt okkur við er að aðrir starfsmenn borgarinnar, þeir sem vinna á skrif- stofum þurfa að borga mun minna fyrir mat í öðrum mötuneytum borgarinnar en við hér í fiskvinnsl- unni“, sagði starfsmaður í Bæjar- útgerð Reykjavíkur í samtali við Þjóðviljann í gær. í mötuneyti borgarinnar í Aust- urstræti borgar skrifstofufólk hins vegar 50 kr. bæði fyrir kjöt- og fisk- máltíðir og fær kaffi á eftir, en starfsfólk BÚR þarf að greiða sér- staklega til viðbótar fyrir kaffisop- ann. Fulltrúi starfsmanna í BÚR í út- gerðarráði vakti máls á þessari miklu hækkun á verði máltíða á fundi ráðsins á dögunum, auk þess sem Sigurjón Pétursson borgar- fulltrúi óskaði eftir svörum við þeirri spurningu hver hefði ákveð- ið þessa hækkun á verði í mötu- neytinu og hversu mikil þessi hækkun væri umfram kaupgjalds- vísitölu. Engin svör hafa borist enn um hver hafi ákveðið þessa stór- felldu hækkun á matarverðinu. Nýr fundur hefur verið boðaður í útgerðarráði í dag þar sem þessi mál verða vafalaust til umræðu. Sjá viðtöl við starfsfólk á bls. 3. -Ig- SjÚ 3 Nýjustu fréttir af f ormanna slagnum í Sjálfstæðisflokknum Síða 32 Hvað er framundan í friðarbaráttunni í Vestur-Þýskalandi? Fyrri bluti ýtarlegrar greinar birtur í dag. Blaðauki um atvinnulífið á Akranesi og í Borgarnesi fylgir Þjóðviljanum í dag.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.