Þjóðviljinn - 14.10.1983, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 14.10.1983, Blaðsíða 5
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 Nðfnin á götunum eru sótt í kveðskap Bjarna Thorarensen skálds, dómara og amtmanns. Athugasemd frá Inga Tryggvasyni og önnur frá blaðamanni Þjóðviljanum barst í gær athugasemd frá Inga Tryggvasyni for- manni framleiðsluráðs landbúnaðarins og þar segir: Blaðamaður spurði hvort kjöt- mat væri á vegum Sambands ísl. samvinnufélaga eða Framleiðslur- áðs landbúnaðarins. Ég tjáði hon- um, að kjötmat og heilbrigðis- skoðun kjöts væri hvorki á valdi framleiðsluaðila né söluaðila, heldur starfsmanna skipaðra af op- inberum aðilum. Þessi orð mín eru heimfærð upp á allt annað mál, sem er athugun Heilbrigðiseftirlits Reykjávíkur- svæðisins á sölu ákveðinna kjöt- birgða frá fyrra ári, á niðursettu verði. Þykir mér leitt, að það skuli henda Þjóðviljann að gera al- mennar skýringar á uppbyggingu mats og heilbrigðiseftirlits á fram- leiðsluvörum bænda, að uppistöðu í óvandaðri og villandi æsifrétt. Þá getur Ingi þess að fundur Framleiðsluráðs í fyrradag hafi ekki verið lokaður og að þar hafi ekki verið formlega fjallað um kjötmálið. Athugasemd blaðamanns Ljóst er að Ingi hefur fengið bak- þanka eftir samtal okkar í fyrra- dag. Hann sagði í því að það væri alfarið á ábyrgð heilbrigðisyfir- valda að segja til um hvort kjöt væri mannamatur eða ekki og þess vegna væri það á ábyrgð heilbrigð- isyfirvalda að þetta kjöt hafi farið á markað og að ríkið bæri ábyrgð á heilbrigðismálunum. Og nákvæm- lega þetta var haft eftir honum. Raunar staðfestir Ingi þetta í fyrri klausunni í athugasemd sinni. í annan stað segir hann fund Framleiðsluráðs ekki hafa verið lokaðan, samt var ljósmyndara Þjóðviljans meinað að mynda fundarmenn. Hann segir ennfrem- ur að kjötmálið hafi ekki verið á dagskrá, samt sagði hann í samta- linu við undirritaðan í fyrradag að kjötmlið hafi verið rætt á fundin- um, enda þar staddir allir þeir sem málið snertir og þaðan hringdi Ingi í undirritaðan til þess að ræða mál- ið og náði síðan í Agnar Tryggva- son, framkvæmdastjóra Búvöru- deildar SÍS, sem einnig var á þess- um fundi, til þess að undirritaður gæti rætt við hann líka. Þessi at- hugasemd Inga er því hreint yfir- klór, líkt og þegar skákmaður fórn- ar drottningunni í vitleysu, þegar mát blasir við í næsta leik. -S.dór Rautt þríhymt merki á lyfjaumbúðum táknar að notkun lyfsins dregur úr hæfni manna í umferðinni Greinargerð Þórhalls um götunöfn við Grafarvog: „Hver ríður svo geyst á gullinbrúvu...” „Hið nýja íbúðarhverfi er í landi jarðanna Gufuness og Keldna. í Gufunesi bjó Bjarni Vigfússon Thorarensen skáld og dómari í landsyfirrétti, síðar amtmaður, lengst af á árunum 1816-33. I Gufunesi orti Bjarni sum kunnustu kvæði sín. Lagt er til, að mið verði tekið af kveðskap Bjarna, þegar göt- um í fyrsta íbúðarhverfinu í landi Gufuness verða gefin nöfn. Kvæðið Veturinn, sem Bjarni orti á Gufurtesárum sín- um, árið 1823, hefst með ljóð- línunum: Hver ríður svo geyst á gullinbrúvu... Aðalvegurinn upp í Gufunes á að liggja um nýja brú á Grafar- vogi, og er lagt til, að brúin og vegurinn verði nefnd Gullin- brú. Þvert á þann veg, norðan íbúðarhverfisins og sunnan kirkjugarðsins nýja, á að koma aðalbraut upp á Vesturlands- iveg, og er stungið upp á, að hann heiti Vetrarbraut, sbr. heiti fyrrnefnds kvæðis. Götunöfn innan hins nýja íbúðarhverfis, austan Gullin- brúar og sunnan Vetrar- brautar, verði valin með hlið- sjón af tveimur öðrum frægum kvæðum Bjama: Eldgamla ísa- fold og ísland (Þú nafnkunna landið). Meginvegurinn (safn- brautin) gegnum hverfið heiti Fjallkonuvegur, en síðari liðir annarra götunafna í hverfinu verði -fold (sbr. Eldgamla ísa- fold, ástkæra fósturmold, fjall- konan fríð). Fyrri liðir nafn- anna verði valdir með hliðsjón af ljóðlínum Bjarna í Þú nafn- kunna landið: Fjör kenni’ oss eldurinn, frostið oss herði, fjöll sýni torsóttum gæðum að ná. En þessi hugsun, að umhverfið móti mennina, var mjög uppi á dögum Bjarna, og má rekja hana til franskra heimspekinga á 18. öld (Montesquieu). Átta íbúðargötur fái samkvæmt þessu nöfnin Funafold, Loga- fold, Hverafold, Reykjafold, Fannafold, Frostafold, Jökla- fold og Fjallafold. Gatan, sem liggur um viðskipta- og menn- ingarmiðstöð hverfisins, fái nafnið Fjörgyn með hliðsjón af þeirri hugsun í kvæði Bjarna, að baráttan við náttúruöflin auki mönnum fjör. Nafnið Éjörgyn ’jörð‘ kemur fyrir í kvæði Bjarna, Vetrinum. Það er kvenkynsorð og beygist eins og hið kunna norska borgar- nafn Björgvin eða Björgyn (eignarfall Fjörgynjar). Sumir málfræðingar hafa talið nafnið samstofna no. fjör ’líf, og a.m.k. minnir nafnið íslend- inga á líf og fjör.” /o. trU. /ffy Mýjimg! OSTUR’83 14. og 15. okfcóber Niðurstöður verða kynntar í Osta-og smjörsölunni, Bitruhálsi 2, föstudaginn 14. október kl. 15—20 og laugardaginn 15. október kl. 13—18. Þá munu ostameistar- arnir verða á staðnum og bjóöa gestum að smakka ostana sína og svara jafnframt öllum spurningum um osta og ostaframleiðslu. Verðlaunaostarnir verða kynntir og seldir á kynningarverði og gestum gefinn kostur á að kaupa sérstaka ostapakka. Hittumst í Osta- og smjörsölunni 14. og 15. október. Verið velkomin. OSTA- 00 SMJÖRSALAN BITRUHÁLSI2 Dagana 12. og 13. október koma ostameistarar hinna ýmsu ostabúa landsins saman með framleiðslu sína, sem tekin verður til gæóaprófunar af íslenskum ostadómurum, ásamt einum erlendum ostadómara.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.