Þjóðviljinn - 14.10.1983, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 14.10.1983, Blaðsíða 10
26 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 14. október 1983 Minning ________________ Hjalti Jónsson verkstjóri Fæddur 6.10. 1912 Dáinn 5.10. 1983 Sumir eru þeirrar skoöunar að haustið sé árstíða fegurst, og við sem sáum varla sumar þetta árið, höfum fengið ríkulega umbun með dásemdum haustsins. En haustið minnir okkur líka á gang lífs og dauða, þegar haustlaufin falla og jörðin sölnar. Öll viljum við að laufin og grösin lifi sem lengst, en við vitum líka að sú barátta tekur enda. Þegar um vini og vandamenn okkar er að ræða, þá gengur okkur erfiðar að sætta okkur við gang lífs- ins. Hvers vegna einmitt núna? spyrjum við þegar kallið kemur. Eitt slíkt kall kom þegar móðir mín kvaddi vin sinn, Hjalta Jónsson á Landakotsspítala5. október sl. Ári fyrr höfðum við lifað hans sjötug- asta afmælisdag í dýrlegum afmæl- isfagnaði í glæsilegu, nýreistu fé- lagsheimili Karlakórs Keflavíkur. Þá ómaði söngur gleðinnar, í dag kveðja söngbræður í sorg. Það var ekkí mulið undir Hjalta og systkini hans, þegar þau voru að alast upp austur á Héraði í byrjun þessarar aldar. Þegar Hjalti var níu ára og átti heima á Unaósi, féll fað- ir þeirra, Jón Mikaelsson, frá og fjölskyldan var flutt til Djúpavogs. Síðan sundraðist barnahópurinn, en Hjalti fluttist með móður sinni, Arnfríði Eðvaldsdóttur, til Norð- fjarðar. Upp úr fermingu var svo eini kosturinn að halda á sjóinn og þau urðu um síðir nærri fjörutíu árin á sjónum. Síðustu árin var svo Hjalti verkstjóri hjá Aðalverk- tökum í Keflavík, en áður hafði hann lengi átt heima í Sandgerði. Þessa hörðu lífsbjargarsögu sem algeng var á fyrri hluta þessarar . aldar þekkir fæst ungt fólk í dag, en hún minnir okkur á hve stutt er síðan örbirgðin stóð við margra dyr og lítið mátti út af bera, hvað þá ef fyrirvinnan féll frá. Og það var ekkert dregið af sér, hvorki á síld, togara, þorskanetum eða við beitningu. Hjá einni út- gerðinni féll ekki úr einn dagur í heil þrettán ár. Heilsa og þrek er kannski besta gjöf hvers manns og þessa naut Hjalti ríkulega, þar til sjúkdómurinn stórtækasti tók í taumana. En lífið er ekki aðeins saltfiskur. Stundir gáfust Hjalta til að vinna að félagsmálum sjómanna og verkafólks, og jafnaðarstefnan varð honum eðlilegt lífsviðhorf. Svo kallaði söngnautnin hann í raðir Karlakórs Keflavíkur, þar sem þeir feðgar, Hjalti og sonur hans Óli Þór voru einar traustustu stoðirnar í starfi kórsins. Kynni af Hjalta hófust fyrir að- eins tæpum áratug, þegar leiðir hans og móður minnar lögðust saman. í lífi beggja höfðu skin og skúrir svo vissulega skipst á, en nú var eins og þau byrjuðu nýtt líf og yrðuungíannað sinn. Það varfarið í ferðalög innanlands og utan, oft í hópi félaga í Karlakór Keflavíkur, tengsl við vini og ættingja efldust og heimilið og garðurinn í Karfa- voginum tóku stakkaskiptum með hverju ári, því alltaf var hægt að finna sér ný verkefni sem bæði unnu að af lífi og sál. Það bar því oftast eitthvað nýtt fyrir augu, þeg- ar vesturbæingarnir komu í heim- sókn í hina skjólsælu Voga. Þessar heimsóknir voru ekki síst stundir þess yngsta í fjölskyldunni, það varð ævintýri barnsins að koma í gula húsið þeirra ömmu og afa. Þessi fallegu samveruár þeirra Önnu og Hjalta verða okkur, ætt- ingjum þeirra og vinum kær og lær- dómsrík. Hamingjan verður ekki mæld í árum, metrum eða krónum, heldur augnablikum lífsins. Hvíldu í friði, vinur. Reynir Ingibjartsson. Laus staða Staða fulltrúa á Skattstofu Suðurlandsum- dæmis, Hellu, er laus til umsóknar. Æskilegt er að umsækjendur hafi lokið prófi í lögfræði eða viðskiptafræði. Umsækjendur með hald- góða bókhaldsþekkingu koma einnig til greina. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist skattstjóra Suðurlandsumdæmis, Hellu, fyrir 15. nó- vember n.k. Fjármálaráðuneytið, 14. október 1983 Þjóðleikhúsið LAUSAR STÖÐUR Eftirtaldir starfsmenn verða ráðnir við Þjóðleikhúsið 1. janúar1984. HÖFUNDUR: Staða höfundar (rithöfundar, tón- skálds, danshöfundar) er veitt til 6 mánaða í senn. Ætlast er til að viðkomnadi leggi fram greinargóða lýsingu eða handrit að því verki, sem hann hyggst vinna að. Æskilegt er að umsækjandi hafi áður skrifað fyrir leikhús, eða hafi nokkra þekkingu á leikhússtarfi. SÝNINGARSTJÓRI: Áskilin er alhliða reynsla af leikhússtarfi, og góð almenn menntun. Æskilegt er að viðkomandi hafi auk þess hlotið menntun í einhverri grein, sem tengist leikhússtarfsemi. STARFSMAÐUR Á SAUMASTOFU (Yfirsauma- kona): í starfinu felst búningasaumur fyrir konur og karla, ásamt fleiru. Reynsla í sníðingu og alhliða saumaskap áskilin. Umsóknarfrestur er til 4. nóvember 1983. Ráðningar- kjör eru samkvæmt samningi BSRB og fjármálaráð- uneytisins. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Þjóðleikhúss- ins, Hverfisgötu 19, milli'kl. 10 og 12. Sími 11204. Þjóðleikhússtjóri Reyking og sala á matvælum SMra22 [> /UREYKOFNINN HF. Skemmuvegi 14 200 Kópavogi Hellusteypan r STÉTT Hyrjarhöfða 8. - Sími 86211. XI.# ALHLIÐA PÍPULAGNINGAÞJÓNUSTA Sveinbjörn G. Hauksson Pípulagningameistari Simi 46720 Ari Gústavsson Pípulagningam Simi 71577 Nýlagnir Jarðlagnir Viðgeröir Breytingar Hreinsanir VÉLA- OG TÆKJALEIGA Alhliða véla- og tækjaleiga. Heimsendingar á stærri tækjum. Sláttuvélaleiga. Múrara- og trésmiðaþjónusta, minni háttar múrverk og smíðar. BORTÆKNI SF. Vélaleiga, simi 46980 — 72460, Nýbýlavegi 22, Kópavogi, (Dalbrekkumegin) Steypusögun — Kjarnaborun — Vökvapressa. STEYPUSÖGUN vegg- og góUsögun VÖKVAPRESSA i múrbrot og fleygun KJARNABORUN fyrir öllum lögnum Tökum aó okkur verkefni um allt land. — Fljót og góö þjónusta. — Þrifaleg umgengni. BORTÆKNI S/F Vélaleiga S: 46980 - 72460. Verkpantanir frá kl. 8—23. TRAKTORSGRÖFUR LOFTPRESSUR SPRENGIVINNA 46297 Auglýsið Þjóðviljanum GEYSIR Bílaleiga____________ Car rental________________ BORGARTÚNI 24- 105 REYKJAVÍK, ICELAND - TEL. 11015 LIPUR ÞJ0NUSTA VIÐ LANDSBYGGÐINA PÖNTUM - PÖKKUM SENDUM - SÆKJUM TRYGGJUM Leyfiö okkur að létta ykkur sporin og losa ykkur við kvabb á vinum og vandamönnum. • ••• Ekkert er auðveldara en slá á þráðinn og afla upplýsinga. MM Opið frá kl. 9-19 alla virka daga. Símsvari opinn allan sólarhringinn. JLandsþjonustan s.f. Suðavogi 18. S.84490 box 4290 GLUGGAR 0G HURÐIR | Vönduð vinna á hagstæðu verði\ Leitið tilboða. ÚTIHURÐIR Dalshrauni 9, Hf. S. 54595.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.