Þjóðviljinn - 14.10.1983, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 14.10.1983, Blaðsíða 8
8SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 14. október 1983 Hvatamennirnir að stofnun Húsnæðissamvinnufélags leigjenda, en stofnfundurinn verður á Hótel Borg á morgun, frá vinstri: Jón Rúnar Sveinsson, Birna Þórðardóttir, Jón frá Pálmholti, Guðni Jóhannesson og Reynir Ingibjartsson. Ljósm. Magnús. Leigjendur stofna byggingarsamvinnufélag Búseturétturinn aðeins keyptur Stofnfundur á Hótel Borg á morgun Undanfarna mánuði hefur áhugahópur á veg- um Leigjendasamtakanna unnið að stofnun húsnæð- issamvinnufélags leigj- enda og verður stofnfund- urinn á Hótel Borg á morgun kl. 15.00. Á blaðamannafundi í fyrra- da« kom fram að það sem knui sérstaklega á nú um stofiuin slíks félags sé versnandi efnahagsá- stand, kaupmáttarskerð- ing og raunvaxtastefnan. Hugmyndin að stofnun húsnæð- issamvinnufélags leigjenda vakn- aði upphaflega innan Leigjenda- samtakanna en fyrirmynd félagsins kemur frá Norðurlöndum, einkum Svíþjóð, þar sem öflugasta félagið þar á nú rúmlega 400.000 íbúðir. Að sögn fundarboðenda er hús- næðissamvinnufélag í upphafi ekki ósvipað byggingarsamvinnufélagi en heldur hins vegar starfi sínu á- fram að lokinni byggingu og breytist þá í rekstrarfélag. Munur- inn er sá að félagsmenn eignast ekki íbúðina heldur einungis rétt- inn til búsetu, en hann er mjög víð- tækur. íbúðirnar eru sameign fél- agsins sem aftur er sameign félags- mannanna. Með slíkum skorðum við eignarmyndun er tryggt að ekk- ert fjármagn hverfur út úr félaginu, kostnaður vegna milliliða við sölu og skipti á fasteignum hverfur, flutningur á milli íbúða er mjög auðveldur og síðast en ekki síst skapar samvinnuformið möguleika á tryggu húsnæði gegn viðráðan- legri greiðslu. Búseturétturinn kostar um 1-5% af verði íbúðar. Jón Rúnar Sveinsson, sem mun á stofnfundinum á morgun kynna hugmyndina á bak við húsnæðis- samvinnufélagið, sagði í samtali við blaðamann að gerð yrði krafa um aðgang félagsins að Bygginga- sjóði verkamanna. Fyrir alþingi lægi frumvarp sem gerði ráð fyrir 65% fjármögnun íbúða á svipuðum grundvelli og leigjendur ætluðu sér að byggja nú. Lánin væru til 30 ára. Hins vegar hefði þetta frumvarp strandað í þinginu í fyrra og bindu forsvarsmenn húsnæðissamvinnu- félagsins miklar vonir við framgang frumvarpsins. Jón Rúnar lagði áherslu á að aðalatriðið væri að hið nýja byggingafélag, sem væri í hæsta máta félagslegt , fengi mögu- leika á langtímalánum, til amk. 30 ára, enda stæði hugmyndin og félli með slíku. - v. Skuldabréfakaup lífeyrissjóðanna AJfarið á móti lögþvingun segir Benedikt Davíðsson, formaður stjórnar SAL Aðalfundur Sambands al- mennra lífeyrissjóða var haldinn sl. föstudag og þar var Benedikt Davíðsson kjörinn formaður framkvæmdastjórnar. Við spurð- fylla þá skyldu og ég verð að segja að þar hefur verið um afar slæma framkvæmd að ræða“, sagði Benedikt ennfremur. „SAL-sjóðirnir hafa alla tíð verið andvígir kaupskyldunni en verið þess albúnir að taka upp viðræður við stjórnvöld þar sem reynt yrði að ná samkomulagi um skuldabréfakaupin. Forsendan fyrir slíkum samningum er hins vegar að ekki verði sett lög um þau kaup eins og fyrirætlanir stjórnvalda benda þó til.“ „Það eina sem SAL-sjóðirnir „Við erum alfarið á móti lögþvingun að ofan sem skyldar lífeyris- sjóðina til að kaupa skuldabréf fjárfestingalánasjóðanna og skorum því á ríkisstjórnina að endurskoða fyrirætlanir sínar í þeim efnum“, sagði Benedikt Davíðsson nýkjörinn formaður framkvæmdastjórnar Landssambands almennra lífeyrissjóða. um Benedikt hversu stór hluti lánsfjár sjóðanna rynni nú til bygginga eða kaupa á fast- eignum? „Svo til allt það fjármagn sem við lánum sjóðsfélögum hefur runnið til bygginga eða kaupa á fasteignum en auk þess hafa sjóð- ir SAL staðið við 40% kaupskylduna sem sett var á þá á sínum tíma. Þar hefur það hins- vegar gerst að einstakir aðrir sjóðir hafa komist hjá því að upp- hafa samþykkt að taka á sig var þegar verkalýðshreyfingin sam- þykkti árið 1974 að 20% af ráð- stöfunarfé sjóðanna rynni til fé- lagslegra íbúðabygginga", sagði Benedikt Davíðsson formaður framkvæmdastjórnar SAL. Aðalfundurinn ályktaði einnig að skattalögum yrði breytt á þann veg að lífeyrissjóðsiðgjöld yrðu frádráttarbær frá skattskyldum tekjum. - v. Hálft í hvoru á ferð Sönghópurinn Hálft í hvoru hyggst nú leggja land undir fót til að kynna efni nýrrar plötu sem þau eru að senda frá sér og ber hún nafið Áfram. Þar er að finna 12 lög sem öll eru samin af sveitarlimum. Sama er að segja um Ijóðin utan eitt sem Örn Arnarson orti. Nokkrir aðstoðarmenn lögðu hönd á plóginn við gerð plötunnar, þar á meðal þeir Pálmi Gunnarsson bassaleikari, Sigurður Karlasson trommuleikari og Guðmundur Ingólfsson píanisti. Strengjasveit úr Tónlistarskólanum í Reykjavík leikur í nokkrum laganna, undir stjórn Kjartans Ólafssonar. „Hálft í hvoru“ mun á næstunni skemmta á eftirtöldum stöðum: Vík í Mýrdal, föstudag 14. októ- ber. Höfn, Hornafirði, laugardag 15. okt. Djúpavogi og Stöðvar- firði, sunnudag 16. okt. Fáskrúðs- firði, mánudag 17. okt. Nes- kaupstað, þriðjudag 18. okt. Seyð- isfirði, miðvikudag 19. okt. Reyð- arfirði, fimmtudag, 20. okt. Egils- stöðum, föstudag 21. okt. Borgar- firði eystra, laugardag 22. okt. Kirkjubæjarklaustri, sunnudag 23. okt. Síðar verður greint frá viðkomu- stöðum sveitarinnar á Norður- landi. Um mánaðamótin nóvember- /desember fer „Hálft í hvoru“ að öllum líkindum í tónleikaferð til Noregs. Sveitarlimir Hálfs í hvoru á nýju plötunni sinni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.